Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 Vésteinn bætir sig í kringlukastinu Vésteinn Hafsteinsson HSK setti persónulegt met í kringlukasti, sem var aukagrein á þeim hluta Meistaramóts íslands, sem háður var á Selfossi á laugardag og sunnu- dag. Kastaði hann 58,60 metra, sem er þriðja bezta afrek íslendings frá upphafi, aðeins ÍR-ingarnir Erlendur Valdimarsson og Óskar Jakobsson eru betri, en þeir eru báðir í fullu fjöri. í öðru sæti varð Þráinn bróðir Vésteins, kastaði 50,40 metra. í meistaramótsgreinunum urðu úrslit þau, að Sigfús Jónsson ÍR varð Islandsmeistari í 10 km hlaupi á 32:51 mínútu. Annar varð Sighvatur D. Guðmundsson á 34:11,1 og þriðji Steinar Frið- geirsson IR á 34:13,2. Fjórði varð Garðar Sverrisson ÍR á nýju sveinameti, 35:22,6 mín, bætti eldra metið um 14 sekúndur, en það átti Hafsteinn Óskarsson IR. Sveit ÍR sigraði í 4x800 metrum á 8:19,6 mín., önnur varð sveit FH á 8:29,3 pg þriðja sveit HSK á 9:09,3. í ÍR-sveitinni voru Ágúst Ásgeirsson, Jónas Egilsson, Gunn- ar Birgisson og Gunnar Páll Jóa- kimsson. íslandsmeistari í 3000 metra hlaupi kvenna varð Aðalbjörg Hafsteinsdóttir HSK á 11:04,7, sem er hennar bezti árangur, en Aðalbjörg hefði getað gert tals- vert betur með einhverri keppni. Bryndís Hólm ÍR varð meistari í sjöþraut kvenna, hlaut 4504 stig, sem er næst bezti árangur ís- ienzkrar konu, Helga Halldórs- dóttir á metið, sem er 4646 stig. Önnur varð Hildur Harðardóttir HSK með 3761 stig, sem er Skarphéðinsmet, og þriðja Linda B. Loftsdóttir FH með 3538 stig, sem er Hafnarfjarðarmet. Loks varð Elías Sveinsson KR Islandsmeistari í tugþraut, en Elí- as hefur þó sjaldan verið í eins lítilli æfingu og nú, hlaut aðeins 6428 stig, eða eittþúsund stigum færra en hann á bezt. Þorsteinn Þórsson ÍR varð fyrir því óláni að meiðsli tóku sig upp eftir áttundu grein og varð hann að hætta keppni, en þá var hann mörg hundruð stigum á undan Elíasi. I öðru og þriðja sæti urðu þeir Unn- ar og Aðalsteinn Garðarssynir HSK, Unnar með 4635 stig og Að- alsteinn með 3975 stig. Árangur Elíasar í einstökum greinum var sá, að hann hljóp 100 m á 11,7 sekúndum, stökk 5,87 metra í langstökki, varpaði kúlu 13,55 metra, stökk 1,70 í hástökki og hljóp 400 m á 54,5 sek. Seinni dag- inn hljóp hann 110 m grind á 15,9 sek., kastaði kringiu 44,28 metra, stökk 4,00 í stangarstökki, kastaði spjóti 52,06 metra og hljóp loks 1500 m á 5:19,05 mínútum. Einn sendur á sjúkrahús VÍÐIR sigraöi Grindavík í A-riðli 3. deildar, en leikurinn var spilaður í Garðinum sl. sunnudag. Guðjón Guðmundsson og Björgvin Björg- vinsson skoruðu fyrir Viði í fyrri Einn leikur í 2. deild í kvöld EINN leikur fer fram í 2. deild ís- landsmótsins i knattspyrnu í kvöld, FH og Þór ma'tast klukkan 20.00 og fer leikurinn fram í Hafnarfirði. Þess má geta, að leikurinn mun fara fram á malarvellinum á Kaplakrika og allsendis er óvist hvort að nokkur leikur geti farið fram þar á grasinu í sumar, því einhverra hluta vegna kól völlinn illa og er hann afar illa far- inn um þessar mundir. hálfleik og urðu það einu mörk ieiksins. Leikurinn var nokkuð harður á köflum og eins og svo oft áður þeg- ar þessi iið leika saman varð einn af leikmönnum Víðis að fara af leikvelli til aðgerðar á sjúkrahúsi. Þessi lið léku ekki í sama riðli í fyrra en 1980 fékk leikmaður Víðis vægan heilahristing í heimaleikn- um og í leiknum í Grindavík kjálkabrotnaði einn leikmaður Víðis. Það má því segja að oftar sé meira barist af kappi en forsjá í þessum leikjum og á köflum megi líkja ieiknum við rugby frekar en knattspyrnu. Dómarinn, Ástráður Gunnarsson, hafði mjög góða stjórn á þessum leik. Tveir Grindvíkingar fengu að sjá gula spjaldið. AR/ÞR Njarðvík og Þróttur Neskaupstaó gerðu jafntefli - NJARÐVÍK og Þróttur frá Neskaup- stað gerðu jafntefli 1—1 i 2. deild íslandsmótsins í knatLspyrnu um helgina. Njarðvíkingar áttu þó mikið meira í leiknum og sóttu svo til án afláLs allan leikinn, en gekk illa að skapa sér hættuleg marktækifæri, hvað þá að skora. Á 6. mínútu leiksins skoruðu Njarðvíkingar en dómarinn dæmdi markið af, taldi að boltinn hefði verið kominn út fyrir enda- línu áður en fyrirgjöfin kom. Á 43. mínútu fyrri hálfleiks tókst Þrótturum að ná forystunni ■1-1 í leiknum. Óttar Ármannsson skoraði með góðum skalla eftir hornspyrnu. Markverði Njarðvík- ur mistókst að slá boltann frá markinu. Eitt besta tækifæri leiksins kom í byrjun síðari hálfleiksins. Þá átti Ómar Hafsteinsson þrumuskot frá markteig en rétt yfir. Það er svo ekki fyrr en á 82. mínútu að Njarðvík jafnar leikinn. Guð- mundur Sighvatsson, besti maður Njarðvíkur í leiknum, skoraði með skalla, eftir vel framkvæmda hornspyrnu. Leiknum lauk því með jafntefli 1—1. Vigdís r (siandsmtilð 2. deild Menotti, þjálfari Argentínu, hafði ekki ástæðu til að fagna i sunnudag. Hann var mjög óánægð- ur með leik sinna manna. Nú er að duga eða drepast hjá Argentínu- mönnum er þeir mæta Ungverjum í næsta leik sínum. Sagt eftir leikinn: „Maðurinn var kolrangstæður“ Luis Cesar Menotti: „Van Der Bergh var greinilega rangstæður. Dómarinn var mjög góður, en línuverðirnir fyrir neðan allar hellur. Tvívegis að minnsta kosti skjátlaðist þeim illa varðandi rangstöðudóma. í annað skiptið kostaði það okkur mark. Við lék- um ekki eins vel og við getura, en Belgarnir áttu samt ekki skilið að vinna, jafntcfli hefði verið sann- gjamast." Guy Thys, þjálfari Belgíu: „Leikaðferð okkar ruglaði Arg- entínumenn i ríminu, þeir bjugg- ust örugglega við því að við myndum leika „maður á mann“ og taka Maradona sérstaklega úr umferð. Svæðisvörn okkar kom þeim i opna skjöldu og við henni áttu þeir ekkert svar. Sem heild lékum við mjög vel og við sýnd- um og sönnuöum að það er hægt að afgreiða Maradona án þess að vera að fórna á hann yfirfrakka. Ég met hann mikils, hann er frábær knattspyrnumaður, en ég er á móti allri stjörnudýrkun. Knattspyrna gengur út á að allir 11 leikmennirnir standi sig.“ Ubaldo Fillol, markvörður Argentínu: „Van Der Bergh var svo kol- rangstæður, að koma hefði mátt heilu húsi milli hans og aftasta varnarmanns okkar. Forkastan- legt hjá dómaranum að dæma markið ekki af.“ Diego Maradona: „Ég vil ekki tjá mig um leikinn. Ef þið vilduð hafa mig afsakað- an, þá er ég þreyttur og vil ekki tala við ykkur." Hart barist 13. og 4. deild UM HELGINA var að venju mikið um að vera fyrir norðan í 3. og 4. deild í knalLspyrnu og mikið um hörkuleiki. En snúum okkur nú að 3. deildinni: HSÞ — Árroðinn 2—0 (1—0) Þessi leikur þótti nokkuð góður og var mikil barátta í báðum lið- um. Mörk heimamanna gerðu þeir Ari Hallgrímsson og Jónas Skúla- son. Magni — Austri 1—1 (0—0) Leikurinn var leiðinlegur á að horfa og einkenndist hann mjög af afar slæmum vallarskilyrðum en heimamenn voru þó öllu sprækari í leiknum. Mark heimamanna gerði Jón Ingólfsson og Sigurður Gunnarsson svaraði fyrir Austra. Tindastóll — Sindri 3—0 (3—0) Heimamenn höfðu algjöra yfir- burði í fyrri hálfleik en annars þótti viðureignin fremur viðburðalítil, sér í lagi í síðari hálfleik. Mörk Tindastóls gerðu Óskar Björnsson og Eiríkur Sverr- isson en fyrsta mark leiksins var sjálfsmark. Með þessum sigri hef- ur staða Tindastóls vænkast veru- lega meðan KS tapar fyrir austan. 4. deild. Glóðafeykir — Vorboöinn 1—0 (0—0) Það mun hafa verið Björn Sig- urðsson sem gerði út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Glóða- feykir var lengst af sá sterki í þessum leik en framherjar liðsins voru hreint ekki á skotskónum. Vorboðinn saknaði einhverra fastamanna og veikti það liðið vissulega. Hvöt — Svarfdælir 1—1 (0—0) Norðangjóla háði leikmönnum beggja liða verulega og rýrði gæði leiksins. Með vindinn í bakið sótti Hvöt án afláts en uppskeran var lítil. Ásmundur Ingvarsson náði forystu fyrir Hvöt snemma í s.h. en jöfnunarmark Svarfdæla kom eftir mikinn darraðardans við mark Hvatar og mun það hafa verið sjálfsmark og 1—1 urðu sanngjörn úrslit leiksins. Dagsbrún — Reynir Á. 3—5 (0—3) Ekki skorti mörkin í þessum fjörlega leik en úrslitin eru Dagsbrún verulega óhagstæð því liðið lék lengst af betur. Reynis- menn kunna hins vegar vel til verka við mark andstæðinga sinna og settu 5 inn. Mörk Reynis gerðu Garðar Nielsson 3, „hat-trick“, örn Viðar og Björn Friðþjófsson 1 hvor. Fyrir Dagsbrún svöruðu Valdimar Júlíusson, Sigursteinn Vestmann og Hafþór Sigurgeirs- son. MÞ Enn tapa Borgnesingar BORGNESINGAR bættu enn einu tapinu enn í heimavelli í sarpinn á laugardaginn þegar Völsungur frá Húsavík vann Skallagrím í Borgar- nesi með 4 mörkum gegn 2 i fimmtu umferð íslandsmóLs 2. deildar í knattspyrnu. Þeir sem leggja leið sína á völiinn í Borgarnesi til stuðn- ings sínum mönnum eru fyrir nokkru farnir að bíöa eftir sigri á heimavelli, Skallagrímur sigraði sið- ast heima 30. maí í fyrra, eða fyrir rúmu ári. En þeir hafa aftur á móti verið drjúgir við stigin á útivelli sam- anber gegn Þrótti á Neskaupstað fyrir viku. Bæði Skallagrímur og Völsung- ur töldu sig eiga harma að hefna í þessum leik. Skallagrímur vegna þess að Völsungur stal af þeim sigrinum í fyrra í Borgarnesi, 3—2, eftir að staðan hafði verið 2—0 fyrir heimamenn í leikhléi og Völsungur vegna þess að Borgnes- ingarnir fóru illa með þá á Húsa- vík í fyrra með 3—1-sigri. En Völsungur náði sem sé að ná sér niðri á Borgnesingum að þessu sinni, en annar leikur er eftir. En leikurinn var annars opinn og skemmtilegur á að horfa og knattspyrnan á köflum góð. Heimamenn fóru geist af stað með fyrsta marki leiksins, strax á 2. mínútu þegar Gunnar Orrason fékk háa sendingu inn í teiginn, tók hann laglega niður og þrumaði í markið. Óverjandi fyrir Gunnar í Völsungsmarkinu. Völsungur jafnaði á 13. mínútu þegar Hannes Karlsson átti gott skot í markið af markteig. Á 21. mín. ná heima- menn aftur forystunni, 2—1, með marki Garðars Jónssonar sem skoraði eftir að Gunnar Orrason hafði nikkað til hans knettinum. Á næstu mínútum gekk á ýmsu við bæði mörkin. Halldór Skalla- grímsmarkvörður varði glæsilega skot Björns Olgeirssonar. Björn var aftur á ferðinni skömmu síðar, fékk knöttinn frír fyrir framan markið en náði ekki að skora. Við hitt markið gekk líka á ýmsu. Hætta skapaðist þá oft við löng innköst Sigurgeirs Erlendssonar en Völsungar bægðu hættunni frá. Á 31. mín. jafnar svo Völsungur, Hörður Benónýsson.frír upp við mark eftir aukaspyrnu og jafnaði 2—2, og þannig var staðan í hálf- leik. Skallagrímur réði lögum og lof- um á vellinum fyrstu 30 mínútur síðari hálfleiks og var oft nærri því að skora. Á 12. mín. nýtti Gunnar Orrason ekki gott tæki- færi sem hann fékk til að skora og á 15. mín. átti Björn Jónsson hörkuskalla sem þversláin í Völs- ungsmarkinu bjargaði. Þegar líð- ur á hálfleikinn fara Húsvík- ingarnir að sækja í sig veðrið. Björn Olgeirsson þrumaði hátt yf- ir úr dauðafæri og á 30. mín. skor- aði Kristján Kristjánsson fyrir Völsung eftir að hafa nappað knettinum frá þremur Skalla- grímsmönnum sem voru að leika sér með hann inni í eigin vítateig. Á 40. mín. kemur svo dauðadóm- urinn yfir heimamönnum. Ást- valdur Jóhannsson, nýkominn inn á sem varamaður, átti þá skot á markið, fast, en á mitt markið. Halldór ver en missir boltann frá sér og Jónas Hallgrímsson, hinn varamaðurinn hjá Völsungi, sem hafði einnig komið inn á skömmu áður, fylgdi vel á eftir og skoraði. Staðan þá orðin 4—2 fyrir Völs- ung og urðu það úrslit leiksins. Heimaliðið getur grátið þessi úrslit því þeir léku alls ekki síðri knattspyrnu en gestirnir. Þeir áttu góða leikkafla sem gáfu marktækifæri en Völsungar nýttu marktækifærin, skoruðu sín fjög- ur mörk og unnu þess vegna sanngjarnan sigur. Besti maður Skallagríms var Björn Jónsson, en einnig áttu Gunnar Jónsson og þó sérstaklega Gunnar Orrason góða spretti. Vörnin var hriplek að þessu sinni. Hjá Völsungi var Björn Olgeirs- son besti maður leiksins. H.Bj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.