Morgunblaðið - 15.06.1982, Side 23
-------—-----
HM
PUNKTAR
Þrír leikir í
dag á HM
í DAG fara fram þrir Itikir i
hoimsmeistarakeppninni.
Perú — Kamerún leika í La
Coruna.
IJnifverjaland — E1 Salvador í
Ekhe.
Skotland - N-Sjáland í Mal-
Ekkiuppselt
á fyrsta
leikinn
ÞAÐ olli framkvæmdanefnd
HM-keppninnar miklum
vonbrigðum að aðeins 80 þús-
und áhorfendur komu til að sjá
setningarhátið keppninnar og
fyrsta leikinn á Nou Camp-velli
Barcelona. Leikvangurinn tek-
ur 120 þúsund manns og áttu
allir von á þvi að uppselt yrði.
Mjög ströng gæsla var á leik-
vanginum meðan á letningar-
athöfninni stóð. Kúmlega 1500
hundruð lögreglumenn ásamt
hermönnum voru við öllu bún-
ir.
Perúbúar
dreifa
búningum
PERÚBÚAR vilja gjarnan
njóta vinsælda í þeim borgum
sem þeir leika HM-leiki sina. í
þvi skyni hafa lcikmenn liðsins
dreift 1000 landsliösskyrtum til
skólabarna í La Coruna. IJndir-
tektir Spánverja voru svo já-
kvæðar gagnvart framtaki
þessu hjá Perúmönnum, að
fararstjóra liðsins á Spáni hafa
sent eftir nýrri sendingu, 1000
skyrtum í viðbót.
Miiller ekki
með í fyrstu
2 leikjunum
(*ijon, Spáni. 14. júní. AP.,
— „ÞAÐ ER alveg Ijóst að
Hansi Miiller mun ekki leika
tvo fyrstu leikina með liðinu
vegna meiðsla sem hann á við
að stríða,“ sagði Jupp Derwall,
þjálfari v-þýska landsliðsins f
knattspyrnu í gærdag.
Fyrsti leikur Vestur-Þjóð-
verja er gegn Alsír á morgun
16. júní. Næsti leikur liðsins er
svo 20. júní gegn Chile. Derw-
all fór aðeins með 19 leikmenn
til Spánar. Hann taldi það rétt
þar sem hann sagðist ekki vilja
valda vonbrigðum hjá leik-
raönnum sem ekkert yrðu not-
aðir. — „Best að sem fæstir
séu óánægðir," sagði Derwall.
jai
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982
23
Belgíumenn lögðu heimsmeistarana með
fyrsta marki í opnunarleik HM síðan 1962
SEGJA má að úrslit í opnunarleik
HM á Spáni hafi verið óvænt, en
Belgíumenn gerðu sér þá lítið fyrir
og sigruðu heimsmeistara Argentínu
1—0 á Nou Camp leikvanginum i
Barcelona. Belgar unnu mjög svo
sanngjarnan sigur eins og islenskir
sjónvarpsáhorfendur gátu sjálfir séð
með eigin augum á sunnudaginn.
Eftir að hafa sýnt tilþrif í 10 minút-
ur, varð allur leikur Argentínu-
manna fremur bitlaus og frábærlega
leikin vörn Belgíumanna var lengst
af ekki í vændræðum. Þeir eltu
Maradona ekki sérstaklega, skiptu
heldur með sér verkefninu að trufla
hann og léku afar áhrifaríma svæð-
isvörn með rangstöðugildrum við öll
tækifæri. Það var hinn 23 ára gamli
Erwin Van Der Bergh sem skoraði
sigurmarkið á 63. mínútu leiksins,
fékk stórgóða sendingu fram i víta-
teiginn frá Frank Vercauteren, lagði
knöttinn fyrir sig og skoraði örugg-
lega fram hjá Ubaldo Fillol. Mark-
vörðurinn var einn til varnar og hik-
aði í úthlaupi sínu. Eftirleikurinn var
Belganum auðveldur. Argentínu-
menn töldu markaskorarann hafa
verið kolrangstæðan, en sjónvarps-
vélar sýndu fram á að línuverðirnir
höfðu á réttu aö standa, markið var
fullkomlega löglegt.
Argentínumenn voru frískir í
byrjun og til kasta Jean Marie
Pfaff í marki Belga kom strax á
17. mínútu, er hann varði þrumu-
skot sem kom í kjölfarið á
varnarmistökum. En síðan náðu
Belgar góðum tökum á leiknum,
þeir tóku miðjuna traustatökum
og þó að þeir argentínsku væru
leiknari, var liðsheild Belga svo
miklu sterkari að með ólíkindum
mátti heita. Beigar fengu tvö góð
marktækifæri í fyrri hálfleiknum.
Guy Van Der Missen átti skot sem
Fillol varði vel og aðeins fáeinum
sekúndum síðar sendi Vercauteren
knöttinn fyrir markið, Alex Zerni-
atinski kastaði sér fram og skall-
aði að opnu argentínska markinu,
en knötturinn sveif naumlega
fram hjá.
í síðari hálfleik höfðu Belgarnir
jafnvel enn meiri yfirburði fram-
an af og á 62. mínútu skoraði Van
Der Bergh markið dýrmæta. Það
var fyrsta mark sem skorað er í
opnunarleik HM síðan 1962 þótt
ótrúlegt kunni að þykja. En eftir
markið fóru Argentínumenn
skyndilega að láta til sín taka,
þeir vöknuðu sannarlega upp við
vondan draum. Diego Maradona,
sem belgíska vörnin kæfði ger-
samlega í leiknum, átti hörkufal-
legt skot í þverslá og niður beint
úr aukaspyrnu og Pfaff varði
djarflega skot Mario Kempes sem
fylgt hafði vel eftir. Bertoni skall-
aði í stöngina úr mjög þröngu færi
nokkru síðar, en er sókn argent-
ínska liðsins þyngdist opnaðist
vörnin æ meira hjá liðinu og þegar
upp var staðið gátu heimsmeistar-
arnir hrósað happi að hafa ekki
fengið fleiri mörk á sig. Van Der
Bergh var hársbreidd frá því að
stýra fyrirgjöf frá Ceulemans í
netið og Van Der Missen komst á
auðan sjó og sendi knöttinn í net-
ið. Hann var þó dæmdur rang-
stæður, en varla hefur þar munað
nema sentimetrum. Mikil spenna
var allan síðari hálfleik og þó
sumir hafi kannski fárast yfir
knattspyrnugæðum á stundum
var stemmningin með ólíkindum.
Sigur Belgíumanna þótti vera enn
athyglisverðari fyrir þær sakir, að
liðið lék án þriggja lykilmanna,
Van Moer, Van Der Eycken og
Meews. Baecke, De Schriever og
Van Der Missen tóku stöður
þeirra og stóðu sig svo vel að þeir
halda líklega stöðum sínum.
Ítalía og Pólland gerðu
markalaust jafntefli
í mjög tilþrifalitlum leik í gær
Dino Zoff, hinn fertugi markvörður ÍUlíu, lék sinn 100. landsleik fyrir ÍUliu
gegn Pólverjum í gærdag. Hann hélt upp á daginn með því að halda hreinu
og fór létt með, enda leikurinn mikill varnarleikur og fátt um góð markskot.
ÍTALÍA og Pólland gerðu marka-
laust jafntefli í frekar tilþrifalitlum
leik í heimsmeisUrakeppninni í
knattspyrnu í gærdag. Leikur lið-
anna fór fram í Vigo, og fylgdust um
30 þúsund áhorfendur með leiknum.
Það var greinilegt á leik liðanna að
það var engin áhætU tekin í leikn-
um. Enda virtust leikmenn vera
ánægðir í leikslok með stigið sitt. En
næsU víst má telja aö það verða
fulía og Pólland sem komast áfram
í riðlinum.
Mest allan tímann fór leikur lið-
anna fram á miðjunni. Fá hættu-
leg marktækifæri sköpuðust, en
þau skot sem á mörkin komu voru
frekar máttleysisleg og markverð-
irnir þurftu ekki að taka á honum
stóra sínum til að verja þau. Italía
átti besta marktækifæri leiksins á
81. mínútu. Þá átti Marco Tardelli
þrumuskot sem small í þverslánni
og hrökk síðan út á völlinn. It-
alska vörnin þótti leika vel með þá
Scirea og Gianpiero sem bestu
menn. Bruno Conti þótti vera
bestur framlínumannanna en
Rossi sást varla i leiknum. Pólska
liðið þótti ekki vera sannfærandi í
leik sínum.
Dino Zoff, sem nú er fertugur að
aldri, lék sinn hundraðasta lands-
leik í gærkvöldi, og hélt markinu
hreinu. Enda reyndi lítið á hann.
Liðin í gærdag voru þannig skip-
uð, Ítalía: Dino Zoff, Claudio
Gentile, Fulvio Collovatti, Gaet-
ano Scirea, Antonio Cabrini, Gi-
anpiero Marini, Marco Tardelli,
Giancarlo Antognoni, Bruno
Conti, Paolo Rossi, Francesco
Graziani. Lið Póllands: Mlynarcz-
yk, Majewski, Zmuda, Janas, Jal-
ocha, Matysik, Boniek, Buncol, Iw-
an.
Keegan sæmdur
OBE-orðunni
KEVIN Keegan var í vikunni særad-
ur bresku OBE-orðunni og lýsti
hann því yfir að veitingin setti
punktinn yfir i-ið á ógleymanlegri
viku, en á mánudaginn varð eigin-
kona hans, Jean Keegan, léttari og
fylgdist Keegan með fæðingunni.
„Nú á ég ekkert eftir nema að
vinna HM-titil,“ sagði Keegan Ijó-
mandi i samtali við fréttamenn. „Að
sjálfsögðu mun ég leggja mig allan
fram til þess að það megi takast. Við
verðum að standa okkur vel, en ég
óttast ekki mótherjana, Frakkland,
Tékkóslóvakíu og Kuwait. Eg óttast
miklu meira að slasa mig og geta
ekki leikið, að detta niður stiga eða
eitthvað óvænt sem myndi eyði-
leggja fyrir manni margra mánaða
þrotlausan undirbúning.1*
Jennings með gegn Júgóslavíu
PAT Jennings, hinn 37 ára gamli
markvörður norður-írska landsliðs-
ins mun leika með liðinu í fyrsta leik
Norður-frlands gegn Júgóslaviu
þann 17. júní næstkomandi og þykja
það gleðitíðindi í Norður-Irlandi.
Jennings hefur átt við þrálát meiðsli
að stríða síðustu þrjá mánuðina, en
með góðri hvíld og umönnun tókst
læknaliði miklu að blása iífi í kapp-
ann á ný og er hann tilbúinn í slagin.
Jennings átti 37 ára afmæli á laug-
ardaginn var. Hann hefur leikið 93
landsleiki og svo gæti hæglega farið
að hann verði fyrsti írinn sem leikur
100 landsleiki.
Þá er almennt búist við því að
írska liðið tefli fram lang yngsta
leikmanni keppninnar í leikjunum
þremur. Það er hinn 17 ára gamli
Norman Whiteside sem leikur
með Manchester Utd., Ton Atkin-
son, stjóri United, hefur lýst hon-
um sem mesta efni sem komið hef-
ur frá Norður-írlandi síðan
George Best skaust fram á sjón-
arsviðið.
'I