Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982
25
Valsmenn náðu $éx \
tvö stig á móti IBI
— Þetta var verðskuldaður sigur
hjá Val, þeir voru allan leikinn á
undan í boltann. Við erum líka óvan-
ir að leika við þessar aðstæður og
það hafði sitt að segja. En þessi leik-
ur gefur ekki rétta mynd af getu
okkar. Við getum meira og eigum
eftir að sýna það, sagði þjálfari IBÍ,
Magnús Jónatansson, eftir að
Valsmenn höfðu sjgrað ÍBÍ 1—0 í
Laugardalnum á laugardag.
Leikur liðanna fór fram í slagveð-
ursrigningu og var mesta furða hvað
leikmönnum tókst að sýna á hálum
vellinum. Sérstaklega voru það
Valsmenn sem reyndu að leika góða
knattspyrnu og tókst það oft á tíðum
en þess á milli datt leikur liðsins
nokkuð niður.
Mikil barátta var í leiknum all-
an tímann. Fyrri hálfleikurinn
nokkuð jafn, liðin skiptust'á að
sækja og sköpuðu sér nokkur góð
tækifæri. Gunnar Pétur átti færi
á 5. mínútu, en Brynjar bjargaði
vel. Hilmar Sighvatsson átti gott
skot sem var varið. Valsmenn
skoruðu mark á 20. mínútu leiks-
ins en dómarinn Grétar Norðfjörð
var full fljótur á sér að dæma
aukaspyrnu, og markið var tekið
af. Á 35. minútu áttu ísfirðingar
þrjár hornspyrnur í röð á Vals-
markið og voru þær allar hættu-
legar.
Eina mark leiksins kom á 41.
mínútu fyrri hálfleiksins. Albert
Valur
0 0
— IBI
1—0
Guðmundsson átti fast skot að
marki IBI, og virtist Hreiðar
markvörður vera öruggur með að
ná boltanum. En skot Álberts fór í
bakið á Inga Birni Albertssyni og
breytti stefnu og fór í gagnstætt
horn. Valsmenn höfðu því forystu
í hálfleik, 1—0.
Síðari hálfleikur var oft nokkuð
fjörugur, leikmenn ísafjarðar
h»örðust af miklum krafti og dugn-
aði, en gekk illa að finna réttan
takt í leik sinn. Var oft leikið
meira af kappi en forsjá. Á 63.
mínútu leiksins áttu ísfirðingar
sitt besta marktækifæri, og þá
munaði aðeins hársbreidd, að
þeim tækist að jafna metin. Langt
innkast frá Jóni Oddssyni skapaði
hættu eins og alltaf. Jón kastaði
vel inn í vítateiginn. Þar náði örn-
ólfur að skalla en boltinn fór í
þverslána, hrökk út og Ámundi
skallaði rétt yfir.
Albert Guðmundsson, sem lék
nú með Val eftir langa fjarveru,
átti gott skot á 75. mínutu sem var
vel varið, og Ámundi átti gott færi
á 85. mínútu en tókst ekki að nýta
það. Lið ísafjarðar barðist feiki-
lega vel í leiknum, og sýndu leik-
menn mikinn dugnað. Þá virðist
ekki skorta úthald, en nokkuð
vantar á að liðið leiki góða knatt-
spyrnu. Hreiðar markvörður átti
góðan leik gegn Val, svo og þeir
Haraldur Stefánsson, Gunnar
Pétur Gunnarsson og Gústaf
Baldvinsson. Lið Isafjarðar getur
vel eins og það hefur nú þegar gert
tekið stig af öllum liðunum í 1.
deildinni, sýni það sömu baráttu
og það hefur gert, og bæti aðeins
við sig knattspyrnulega séð.
Lið Vals er í greinilegri framför.
Albert Guðmundsson lék með lið-
inu eftir víkingu sína í vestur-
heimi og breytti leik liðsins til
góðs. Hann gaf góðar sendingar á
samherja sína og reyndi allan tím-
ann að byggja upp. Grímur Sæ-
mundsen og Jón Gunnar Bergs
léku vel í vörninni. Njáll Eiðsson
sýndi mikla yfirferð og vann vel á
miðjunni og var einn besti maður
Valsliðsins í leiknum.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild. Valur—ÍBÍ1—0 (1—0)
Mark Vals: Albert Guðmundsson
á 41. mínútu.
Gul spjöld: Gústaf Baldvinsson og
Kristinn Kristjánsson ÍBÍ.
Áhorfendur voru 643.
Slagveðursrigning var meðan á
leiknum stóð.
Dómari var Grétar Norðfjörð.
- ÞR.
Knötturinn liggur í marki ísfirðinga eftir að fast skot Alberts Guðmundssonar hafði hafnað í baki Inga Björns,
knötturinn breytti um stefnu og fór í netið. Hreiðar kom engum vörnum við.
Heimir Karlsson, númer 11, fagnar eftir að hafa skorað fyrra mark sitt og Víkings.
Ljósm. KÖE.
Heimir nýtti færi sín og það
dugði Vikingum til sigurs
KR lék sinn besta leik í sumar en tapaði samt fyrsta leik sínum
VÍKINGliR sigraði KR 2—0 á Laug-
ardalsvellinum er liðin mættust í 1.
deild íslandsmótsins í knattspyrnu á
sunnudagskvöldið, Heimir Karlsson
skoraði bæði mörkin, bæði í seinni
hálfleiknum. Matsatriði er hvort sig-
ur Víkings var sanngjarn eða ekki,
aftur á móti er alveg öruggt að hann
var stærri en efni stóðu til, því
KR-ingar voru síst lakari aðilinn og
bæði liðin léku á köflura prýðisgóða
knattspyrnu. Gaman að sjá slíkt loks
til KR-inga í sumar. Vonandi að þeir
komist ekki að þeirri niðurstöðu að
það taki því ekki fyrst að fyrsta tap
sumarsins kom einmitt í fyrsta
leiknum þar sera liðið lék mjög góða
knattspymu.
KR var betra liðið í fyrri hálfleik,
en þrátt fyrir góða knattspyrnu var
lítið um færi. KR-ingar náðu vel
saman úti á vellinum og upp að víta-
teignum, en þar tók vörn Víkings við
knettinum og þvældi honum fram á
völlinn á nýjan leik. Svona gekk
fyrri hálfleikurinn lengst af.
KR-ingar fengu þó eitt ákjósanlegt
tækifæri er Oskar Ingimundarson
komst einn inn fyrir vörn Vikings
strax á 5. mínútu leiksins. Óskar
hitti knöttinn hins vegar illa og hann
þaut fram hjá markinu.
Mörkin komu ekki fyrr en í síð-
ari hálfleik og hann var aðeins
fimm mínútna gamall er Víkingar
skoruðu fyrra mark sitt. Það var
heppnisbragur á því svo ekki sé
Lið Vals:
Brynjar Guömundsson 6
Úlfar Hróarsson 5
Grímur Sæmundsen 7
Þorgrímur Þráinsson 5
Jón G. Bergs 7
Njóll Eiðsson 7
Magni Pétursson (vm) 5
Hilmar Sighvatsson 5
ngi B. Albertsson 6
Þorsteinn Sigurðsson 6
Brynjar Níelsson 5
Albert Guömundsson 6
Lið IBI:
Hreiðar Sigtryggsson 7
Haraldur Stefánsson 7
Gunnar Guðmundsson 5
Halldór Ólafsson 5
Guðmundur Jóhannsson (vm) 5
Órnólfur Oddsson 6
Kristinn Kristjánsson 5
Amundi Sigmundsson 6
Gústaf Baldvinsson 7
ón Oddsson 5
Gunnar P. Gunnarsson 6
Lið KA:
Aðalsteinn Jóhannsson 4
Eyjólfur Ágústsson 5
Guöjón Guöjónsson 4
Haraldur Haraldsson 5
Erlingur Kristjánsson 6
Gunnar Gíslason 5
Elmar Geirsson 4
Ormar Örlygsson 4
Hinrik Þórhallsson 4
Jóhann Jakobsson 4
Ásbjörn Björnsson 4
Lið IBK:
Þorsteinn Bjarnason 4
Kristinn Jóhannsson 5
Einar Á. Ólafsson 6
Ingiber Óskarsson 5
Gísli Eyjólfsson 6
Sigurður Björgvinsson 7
Rúnar Georgsson 6
Ólafur Júlíusson 6
Magnús Garðarsson 4
Daníel Eínarsson 5
Óli Þór Magnússon 6
Ingvar Guðmundsson (vm) 5
Lið Víkings:
Ögmundur Kristinsson 7
Ragnar Gíslason 6
Magnús Þorvaldsson 5
Þóröur Marelsson 7
Stefán Halldórsson 6
Jóhannes Bárðarson 6
Gunnar Gunnarsson 5
Ómar Torfason 7
Aðalsteinn Aðalsteinsson 5
Jóhann Þorvarðarson 6
Heimir Karlsson 7
Helgi Helgason (vm) 6
Lið KR:
Stefán Arnarsson 6
Guðjón Hilmarsson 6
Sigurður Sigurðsson 6
Ottó Guðmundsson 6
Magnús Jónsson 7
Hálfdán Örlygsson 6
Ágúst Jónsson 7
Jósteinn Einarsson 6
Óskar Ingimundarson 5
Willum Þórsson 7
Sigurður Indriðason 5
Erling Aðalsteinsson (vm) 5
Jón Bjarni Jónsson (vm) 6
Lið Fram:
Guðmundur Baldursson
Þorsteinn Þorsteinsson
Trausti Haraldsson
Sverrir Einarsson
Marteinn Geirsson
Halldór Arason
Ólafur Hafsteinsson
Viðar Þorkelsson
Lárus Grótarsson
Guðmundur Torfason
Steinn Guöjónsson
Lið IA:
Bjarni Sigurðsson
Guðjón Þóröarson
Árni Sveinsson
Sigurður Lárusson
Sigurður Halldórsson
Jón Áskelsson
Kristján Olgeirsson
Jón Alfreðsson
Sigþór Ómarsson
Guðbjörn Tryggvason
JÚIÍU8 Pétur Ingólfsson
6
6
6
7
6
7
6
5
5
6
6
6
6
8
6
6
6
6
5
6
6
7
Víkingur:KR
2:0
meira sagt. Þórður Marelsson
sendi knöttinn fyrir markið frá
hægri og Heimir Karlsson tók við
hinni föstu fyrirgjöf. Hann hugð-
ist leggja knöttinn fyrir sig, en
missti hann frá sér. Og hvert
haldið þið að hann hafi misst
knöttinn? Jú, í markið hjá KR og
Stefán Arnarsson, markvörður
liðsins, gerði ekki einu sinni til-
raun til að verja „skotið". Allt þar
til Víkingur skoraði annað mark
sitt á 69. mínútu, voru KR-ingar
mun ágengari og tvívegis lék allt á
reiðiskjálfi inni í vítateig Víkings
er illa gekk að þvæla knettinum út
úr honum eftir fyrirgjafir. En
Víkingar gerðu nánast út um leik-
inn á 69. mínútu. Ottó Guð-
mundsson, miðvörður KR geystist
með knöttinn út úr vörninni, en
skilaði honum afleitlega frá sér,
beint til Ómars Torfasonar og
hann sendi umsvifalaust góða
stungusendingu til Heimis sem
var á auðum sjó og skoraði örugg-
lega og yfirvegað.
KR-ingar gáfust ekki upp og
nokkrum mínútum síðar átti Hálf-
dán Örlygsson þrumuskot naum-
lega fram hjá marki Víkings og á
79. mínútu varði Ögmundur Vík-
ingsmarkvörður stórkostlega
þrumuskot Magnúsar Jónssonar.
Skotið var erfitt viðfangs, því ekki
einungis var það firnafast, heldur
breytti knötturinn mikið stefnu af
varnarmanni eftir að Ögmundur
hafði kastað sér. Var með ólíkind-
um hvernig hann náði að vinda
upp á sig og bjarga í horn. Kraft-
urinn í KR fjaraði út undir lokin
og þá fengu Víkingarnir nokkur
færi sem hefðu átt að gefa mörk.
Stefán Arnarsson varði þá fyrst
vel gott skot Ómars Torfasonar,
síðan sló hann skalla frá Ómari í
þverslá eftir aukaspyrnu og loks
góðan skalla Heimis Karlssonar
eftir fyrirgjöf Þórðar Marelsson-
ar. Auðvitað hefði verið skemmti-
legt ef mörkin hefðu verið fleiri,
en sanngjarnara hefði verið ef KR
hefði skorað a.m.k. eitt.
Víkingarnir áttu sæmilegan dag
ef á heildina er litið. Liðið átti í
vök að verjast framan af, en þá
stóð vörnin vel fyrir sínu. í síðari
hálfleik náði liðið sér betur á
strik, Iék oft ágæta knattspyrnu
og skapaði sér nokkur góð mark-
tækifæri. Liðið hafði það eitt fram
yfir KR, að framlínan var beittari
og nýtti færi betur. Þórður Mar-
elsson og Ómar Torfason voru
bestu menn Víkings og auðvitað á
Heimir Karlsson hrós skilið fyrir
að nýta færi sín til fullnustu. Áðr-
ir leikmenn skiluðu sínu prýðilega,
sérstaklega Helgi Helgason sem
kom inn á sem varamaður og gerði
laglega hluti meðan hann var inn
á.
KR-ingarnir léku mjög vel
lengst af úti á vellinum, liðið sýndi
að það er fullfært um að leika
góða knattspyrnu. Ágúst Jónsson
og Willum Þórsson voru bestu
menn í jöfnu liði. Varla tekur því
að tína einn út öðrum fremur, en
þó má geta þeirra Magnúsar
Jónssonar, sem barðist eins og
grenjandi ljón allan leikinn, og
nýliða að nafni Jón Bjarni Jóns-
son, sem sýndi góða takta eftir að
hafa komið inn á sem varamaður.
í stuttu máli:
íslandsmótið í 1. deild, Laugar-
dalsvöllur: Víkingur — KR 2—0
(0-0).
Mörk Víkings: Heimir Karlsson á
50. og 69. mínútu.
Áminningar: Ottó Guðmundsson.
Dómari: Þorvarður Björnsson.
- 88-
„Vió vorum betra liðið í leiknum
„ÉG ER nokkuð ánægður með leik-
inn en vildi fá bæði stigin, við
stefndum á að ná þeim báðum. Við
vorum betri aðilinn í þessum leik,“
sagði Karl Hermannsson þjálfari
Keflvíkinga eftir leik þeirra við KA
á Akureyri á fdstudagskvöldið.
Ohætt er að taka undir það að Kefl-
víkingar hafi verið betri aðilinn í
lciknum. Þeir komu mjög ákveðnir
til leiks, greinilega ákveðnir að
leggja sig alla fram. Leiknum lauk
með markalausu jafntefli og hefur
KA ekki enn skorað mark á heima-
velli í sumar.
Keflvíkingar voru ákveðnari
lengst af í fyrri hálfleik. Þeir spil-
uðu betur úti á vellinum en ekki
sköpuðu þeir sér umtalsverð
marktækifæri. Síðasta stundar-
fjórðunginn tóku KA-menn við sér
og sóttu meira og fengu þeir þá
eina færi hálfleiksins, og það
meira að segja dauðafæri. Ás-
björn Björnsson fékk knöttinn þá
aðþrengdur á markteig eftir nokk-
urn darraðardans í vítateignum,
en Þorsteinn Bjarnason varði skot
hans mjög vel. Varla var um ann-
að minnisstætt úr fyrri hálfleikn-
um að ræða.
í síðari hálfleik voru Keflvík-
ingar mun sterkari aðilinn. Þeir
náðu öllum tökum á miðjunni og
framlínumennirnir voru léttleik-
andi, sérstaklega Ólafur Júlíusson
og Óli Þór. Keflvíkingarnir sóttu
mun meira þó KA-markið kæmist
ekki nema einu sinni í verulega
hættu. Var það á 23. mín. hálfl. er
Daníel Einarsson átti skalla af
stuttu færi í innanverða stöngina,
þaðan fór knötturinn í Aðalstein
markvörð KA og út á völlinn og
varnarmenn náðu að bjarga. Önn-
ur bitastæð færi er ekki um að
ræða í síðari hálfleik.
Liðin:
Eins og áður kom fram voru
Keflvíkingarnir sterkari í þessum
leik. Bestan leik í liði þeirra átti
Sigurður Björgvinsson, sívinnandi
og kraftmikill leikmaður. Vörnin
var örugg, en hafa verður í huga
að afskaplega lítið reyndi á hana,
og sama er að segja um Þorstein
markvörð. Hann varði einu sinni
mjög vel frá Ásbirni í f.h. en
þurfti annars lítið sem ekkert að
beita sér. KA-liðið var mjög dauft
í þessum leik og hefur ekki leikið
verr á heimavelli í langan tíma.
Framlínan var mjög bitlaus og
miðjumennirnir náðu sér ekki á
strik. Vörnin, með Erling Krist-
jánsson sem besta mann, verður
að teljast skásti hluti liðsins þó
hún hafi oftast leikið betur. Lítið
reyndi á Aðalstein í markinu.
Dómari leiksins var Rafn Hjalta-
lín og línuverðir hans voru Þór-
oddur Hjaltalín og Kjartan Tóm-
asson og stóðu þeir sig mjög vel.
Leikurinn fór fram á malarvelli
KA og er vonandi að þetta hafi
verið síðasti malarleikur vorsins.
Annað kvöld mætast hér á Akur-
eyri KA og Valur í 1. deildinni og
hlýtur að vera kominn tími til að
spila á grasi.
I stuttu máli:
KA-völlur 1. deild föstudagur 11.
júní.
KA-ÍBK 0:0
Áhorfendur voru u.þ.b. 600
Spjöld dómarans voru algerlega
látin í friði í leiknum. — sh.
Fyrsti sigur Framara á
Akranesi í heilan áratug
ÞRÁTT fyrir að ná sínum besta leik
í 1. deildinni í sumar máttu Akur-
nesingar bita í það súra epli að tapa
0—1 fyrir Fram er liðin mættust á
Akranesi á laugardag. Tæpast er
hægt að segja að úrslit leiksins hafi
verið sanngjörn. Þau tækifæri, sem
sköpuðust í leiknum, voru flest í
eigu Akurnesinga en óheppni og
klaufaskapur kom í veg fyrir að
knötturinn hafnaði í netinu. Akur-
nesingar hafa nú leikið þrjá síðustu
leikina án þess að skora mark. Ekki
ólíkt því ástandi, sem herjaði á liðið
fyrri hluta sumars er það skoraði
ekki í einum 5 eða 6 leikjum í röð.
Þrátt fyrir ósigurinn geta Akurnes-
ingar glaðst að því leyti að knatt-
spyrnan sem sýnd var var sú besta
frá liðinu í sumar. Þá geta Framarar
vel við unað því þetta var fyrsti sigur
þeirra á Akranesi frá því 1972 er
Fram varð síðast íslandsmeistari.
Eina mark leiksins kora ekki fyrr
en á 77. mínútu en var einkar lag-
legt. Framarar fengu aukaspyrnu við
hliðarlínuna á hægri vængnum. Gef-
ið var vel fyrir markið og þar stökk
Halldór Arason manna hæst og
skallaði fallega i gagnstætt horn,
1—0. Þaö sem eftir lifði leiksins
sóttu Akurnesingar af talsverðum
þunga, en tókst ekki að opna vörn-
ina hjá Fram svo um munaði. Hins
vegar mátti ekki miklu muna rétt
fyrir leikslok að Framarar bættu
öðru marki sínu við.
Það vakti óneitanlega dálitla at-
hygli undirritaðs að sjá að
Sveinbjörn Hákonarson var ekki
að finna í liði Skagamanna í þess-
um leik. I hans stað var kominn
Júlíus Pétur Ingólfsson og greip
tækifæri sitt höndum tveim. Þá
var Jón Gunnlaugsson ekki með
vegna meiðsla. Sigurður Lárusson
var því færður aftur í miðvarð-
arstöðuna og Kristján Olgeirsson
kom inní liðið á ný eftir meiðsli.
Með fullri virðingu fyrir Jóni Al-
freðssyni, besta manni Akranes-
liðsins mörg undanfarin ár, er ég á
IA —
Fram
0:1
því að sterkara væri að hafa hann
á bekknum og Sveinbjörn inn á.
Leikurinn sjálfur, svo við vind-
um okkur að honum, hófst mjög
fjörlega. Bæði liðin sýndu ágætis
tilþrif og var hér ólíku saman að
jafna ef tekið er mið af viðureign
IA og Vals fyrir skömmu. Framar-
ar með kornungt og skemmtilegt
lið. Leikmenn eru flestir „teknisk-
ir“ og hafa gott auga fyrir sam-
leik. Þrátt fyrir slaka byrjun er
enginn vafi á að þetta unga lið á
eftir að sýna tennurnar. Liðið not-
aði kantana á skemmtilegan hátt
og tengiliðirnir reyndu að dreifa
spilinu eins og unnt var.
Strax á 6. mínútu leiksins fengu
Framarar hornspyrnu. Upp úr
henni skallaði Guðmundur Torfa-
son rétt framhjá markinu. Skaga-
menn brunuðu upp hægri kantinn
og þar gaf Kristján Olgeirsson vel
fyrr markið á Júlíus Pétur, en
skalli hans hafnaði í hliðarnetinu.
Á 15. mínútu áttu Framarar svo
skemmtilegustu sókn leiksins.
Marteinn Geirsson vann tækl-
ingu við eigin vítateig og sendi
fram á Guðmund Torfason. Hann
lék aðeins áfram en skipti svo yfir
á hinn kantinn þar sem Steinn
Guðjónsson fékk knöttinn og
brunaði í gegn. Skot hans var hins
vegar alveg misheppnað þar sem
hann var í ágætu færi. Fyrri hálf-
leikurinn leið síðan nokkuð tíð-
indalaus áfram fram til leikhlés,
utan hvað Guðjón Þórðarson átti
þrumufleyg að Frammarkinu, sem
fór rétt yfir. Á lokamínútu fyrri
hálfleiksins átti síðan Guðbjörn
Tryggvason skalla ð Frammark-
inu eftir fyrirgjöf Kristjáns
Olgeirssonar, en rétt framhjá.
Strax í upphafi síðari hálfleiks-
ins átti Júlíus Pétur skalla að
marki Fram eftir langa sendingu
Jóns Áskelssonar, en Guðmundur
Baldursson var vel staðsettur og
varði án erfiðleika. Skagamenn
sóttu áfram og á 57. mínútu kom
falleg sókn. Árni Sveinsson, besti
maður vallarins, gaf vel fyrir
markið. Guðbjörn hafði betur í
baráttu við Guðmund í markinu
og skallaði niður í teiginn þar sem
Júlíus Pétur kom á fullri ferð.
Mark virtist óumflýjanlegt, en á
snilldarlegan hátt tókst Sverri
Einarssyni að bjarga þrumuskoti
hans á marklínu.
Trausti Haraldsson sýndi gamla
og vel kunna takta er hann brun-
aði einn upp allan kantinn á 69.
mínútu. Lék alveg inn í vítateig
Skagamanna þar sem hann svo
hleypti af. Bjarni Sigurðsson varði
skot hans vel, en hélt ekki knettin-
um. Hættunni var bægt frá en
með árvökulli sóknarmönnum
hefði Fram hæglega geta skorað
þarna.
Síðasta umtalsverða atvik leiks-
ins gerðist síðan þremur mínútum
síðar er Sigurður Halldórsson átti
þrumuskot í þverslá Frammarks-
ins eftir að hafa náð knettinum á
vítateig. Af upptalningunni má
sjá, að sigur Framara var í tæp-
asta lagi og þó kannski ekki svo
mjög ef betur er að gáð. Skaga-
menn voru ívið sterkari aðilinn í
leiknum, en helsta hættan skapað-
ist hjá Fram við horn- og auka-
spyrnu, sem oft voru vel útfærðar.
Árni Sveinsson var eins og fyrr
sagði besti maður vallarins. Þá
kom Júlíus Pétur Ingólfsson vel út
hjá Skagamönnum svo og þeir
Sverrir Einarsson og Halldór
Arason hjá Fram. Þá sýndi
Trausti Haraldsson að hann er að
ná sér á strik eftir slakt síðasta
sumar. Dómari leiksins var Óli
Ólsen.
- SSv.
Lágkúra er Þór og
Reynir skildu jöfn
ÞAÐ Á svo sannarlega ekki af Akur-
eyringum að ganga þessa dagana,
fyrst fírnadaufur leikur KA og IBK á
fostudagskvöld og síðan ömurlegt
jafntefli Þórs og Reynis, Sandgerði,
sl. laugardag. Já, hafí leikur KA og
ÍBK verið slakur var þessi hálfu lak-
ari og er það mál manna nyrðra að
vart hafí önnur eins lágkúra sést á
Akureyri eins og Akureyrarliðin
hafa spilað í vor en eru þó ýmsu
vanir í þeim efnum blessaðir. Svo
ótrúlega sem það kann að hljóma
eru þessi lið, Þór og Reynir, álitin i
hópi betri liða 2. deildar en ef það er
er huggun í harmi þá leika þessi lið
vart verr en á laugardaginn.
Miðjuþóf og háloftaspyrnur
voru aðal fyrri hálfleiks, mark-
tækifæri sáust varla og oftar en
ekki var það tilviljun ein sem réði
því hvert knötturinn fór í það og
það skiptið. Heimamenn spiluðu
þó betur og sköpuðu sér 2—3 kjör-
in færi, einungis klaufaskapur
framherja Þórs kom í veg fyrir að
mark yrði skorað. Það var í fullu
samræmi við lágkúruna, að það
voru varnarmistök Þórsara sem
urðu þess valdandi að mark var
skorað, ekki samleikur Reyn-
ismanna. Rúnar Steingrímsson
gerði sig sekan um byrjendavillu,
þversending skammt framan við
eigin teig og auðvitað hafnaði hún
hárfínt hjá andstæðingi.
Ari H. Arason þakkaði kurteis-
lega fyrir sig með því að skora
örugglega framhjá Eiríki Eiríks-
syni markv. Þórs og þannig stóð í
hálfleik.
Seinni hálfleikur var enn tíð-
indaminni en sá fyrri. Raunar má
segja að mark Þórs á 40. mín. síð-
ari hálfleiks hafi verið hið eina
verulega markverða er gerðist
þessar 45 mínútur. Einstaklings-
framtak Bjarna Sveinbjörnssonar
tryBgði Þór annað stigið er hann
lék snilldarlega upp hægri kant og
gaf firna fallegan bolta fyrir mark
Reynis, þar sem Örn Guðmunds-
son kom aðvífandi og afburða
kollspyrna hans hafnaði efst í
horni marksins, mjög vel að verki
verið! 1:1 urðu lokatölur þessa
leiks og mega báðir aðilar vel við
una samkv. gangi leiksins.
Kaplakrikavöllur 2. deild
FH — Pór Sandgerði
Þriöjudag kl. 20.
Mætiö og hvetjið FH aftur í 1. deildina.
Áfram FH
Meðalmennskan og tæplega það
var aðal þessa leiks, barátta
leikmanna ótrúlega lítil. Um ein-
staka leikmenn verður ekki fjölyrt
hér enda leikurinn öllum leik-
mönnum verulega óhagstæður.
Dómari var Birgir Óskarsson og
Hnuverðir Rafn Hjaltalín og Bragi
Ingimarsson og voru þeir þre-
menningar beztu menn vallarins.
I stuttu máli:
Þórsvöllur, 2. deild, laugardaginn
12. júní. Þór — Reynir 1:1 (0:1)
Mark Þórs: Örn Guðmundsson á
85. mínútu.
Mark Reynis: Ari H. Arason á 43.
mínútu.
Áhorfendur innan við 30.
Ekkert spjald gefið í leiknum.
MÞ.—