Morgunblaðið - 15.06.1982, Side 37

Morgunblaðið - 15.06.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 37 Minning: Guðrún Jóhanna Einarsdóttir Fædd 5. desember 1904 Dáin 6. júní 1982 Það er ekki skrýtið, að litlum börnum skuli stundum vefjast tunga um tönn, þegar þau eru beð- in að hafa eftir nöfn mömmu og pabba eða annarra ættingja. öll tungumál eru vísast erfið ómálga börnum, en líklega ekki sizt hið íslenzka. Það tekur tíma að þjálfa tunguna til að segja orðin, og því er það, að nöfn ættingjanna koma ekki alltaf rétt af vörum barnsins í fyrstu atrennu, og kannski oftar víðs fjarri nafninu, sem átti að reyna að segja. Þannig var það i bernsku minni, að þegar sagt mun hafa verið við mig eitthvað á þessa leið: „Segðu Gunna," þá hlýt ég að hafa svarað: „Buwa, Buvva," eða ✓ eitthvað á þá leiðina. Ég man þetta auðvitað ekki hót, en nokkuð er það, að þetta sérkennilega nafn festist við frænku mína og ævi- vinkonu, Guðrúnu Jóhönnu, og i innsta hring ættarinnar var hún frá þeirri stundu aldrei nefnd öðru nafni en Buwa af minni kynslóð. Ég verð að geta þessa, þegar ég nú kveð hana, þvi undir öðru nafni þekkti ég hana ekki. Guðrún Jóhanna fæddist 5. des- ember 1904 í Garðhúsum í Grinda- vík, dóttir Ólafíu Ásbjarnardóttur og Einars G. Einarssonar, kaup- manns og útgerðarmanns. Hún ólst upp á merkis- og menningar- heimili foreldra sinna og átti þar athvarf og skjól. Leið hennar lá í Kvennaskólann, eins og hinna systranna frá Garðhúsum, og í þeim skóla stundaði hún nám á árunum 1922—24 og lauk því. Árið 1933 giftist Guðrún Einari Oddi Kristjánssyni, skipstjóra á es. Heklu. Þau eignuðust eina dóttur, Erlu Guðbjörgu, sem er gift Ólafi Sigurðssyni, skrifstofumanni hjá Ræsi. Barnabörn Guðrúnar eru þrjú, og einnig var hún orðin þre- föld langamma, þegar hún lézt. Einar Oddur, skipstjóri, fórst með skipi sínu, Heklu, þegar það var skotið niður af þýzkum kafbát á leiðinni frá íslandi til Halifax, þegar heimsstyrjöldin síðari stóð sem hæst, hinn 29. júní 1941. Þar náði hryllileg styrjaldar- krumlan rétt einu sinni taki á þeim, sem ekki átti hlut að máli og ekkert hafði til saka unnið. Og krumlan sú kreisti fast að vanda. Hún tók líf og breytti lífi hiklaust. Verst, að krumlan skuli gerð af mannahöndum. Eftir þetta áfall flutti Buwa frænka mín til Grindavíkur með dótturina, Erlu Guðbjörgu. Þar áttu þær athvarf og skjól og þar dvöldu þær um nokkurra ára skeið, þar til Erla fetaði í fótspor móður sinnar og settist í Kvenna- skólann. Þá var tekið upp heimili enn á ný og flutt til Reykjavíkur. Mér kom Buwa frænka fyrir sjónir sem hin ósigrandi kona, sem ekkert gæti brotið á bak aft- ur. Ég man eftir deginum þegar fréttin um að Heklan hefði verið skotin niður barst til fjölskyld- unnar. Ég var kornungur, og at- burðurinn hafði djúp áhrif á mig. Ég gat tæplega ímyndað mér, að nokkur lifandi vera myndi geta tekið svo ægilegu áfalli og staðið upprétt eftir. En það gerði Buwa frænka — að minnsta kosti að því er við yngri ættingjarnir gátum bezt séð. Þá fannst mér hún ósigr- andi. Ég botnaði ekkert í þessu þreki. Víst hefur þurft þrek til að bægja burt sorginni og halda heimili sitt öll þessi ár, fyrst með dótturinni og síðan ein. Það hefur líka útheimt þrek að stunda sauma og prjón á markaðsvöru, sem hún gerði um árabil til að drýgja tekjur og hafa starf að ganga að. Én slíkt þrek er auðvit- að ekkert einsdæmi, og þótt hún Buwa frænka væri seig eins og bambusreyrinn, þá kom í ljós, eins og alltaf kemur í Ijós, að hún var ekki ósigrandi fremur en við hin mannanna börnin. Sjúkdómur herjaði á hana síðustu tvö árin. Hún vistaðist á elli- og hjúkrun- arheimilið Grund og fékk þar hina beztu aðhlynningu og mestu fyrir- myndar umönnun. Hún barðist hetjulega, en bardaginn var von- laus. Loks kom dauðinn sjálfur, og í þetta sinn eins og líknandi hönd til að veita frið. Hann kom til sjó- mannskonunnar á sjálfan sjó- mannadaginn síðasta. Ég býst við, að Buwa frænka hafi fegin látið í minni pokann fyrir dauðanum. Ég er viss um, að eftir langa, stranga göngu hefur hún nú hlotið ljúfa hvíld og bless- aðan frið. Ólafur Gaukur Lítil stúlka með glóbjart hár og skærblá augu stendur í hópi systk- ina sinna við gluggann í stofunni heima og horfir útyfir hafið, sem heldur óperusýningu við hrjúfa Grindavíkurströndina. Leiktjöldin eru stórbrotin og skýr, engin fínsmíði, en litirnir fágætir og töfrandi, leikur sjávarins óheflað- ur og ólgandi, hljómlistin seið- andi, frá örfínustu eintónum til mögnuðustu háhljóma. Litla stúlkan horfir hugfangin á þetta meistaraspil náttúrunnar, þessa einstæðu sýningu, sem hvergi verður endurtekin, og skærblá augun ljóma af hrifningu. Sú hrifning á eftír að fylgja henni ævilangt, hrifning fyrir því sem fegurst verður á jörðu í lífi og list. Þessi þáttur var einmitt ríkur í eðli Buwu frænku minnar, Guð- rúnar Jóhönnu Einarsdóttur frá Garðhúsum í Grindavík, næmleiki fyrir umhverfinu, hluttaka í sjón- leik tímans. Hún var fagurkeri og listunnandi, þátttakandi í lífi og starfi, vakti yfir velferð skjólstæð- inga sinna og vildi hag þeirra sem bestan á leiksviði lífsins. í þessum örfáu kveðjuorðum mínum til hennar verður ekki sögð löng lífssaga — hana sagði hún sjálf. Aðeins vil ég mega þakka henni ævilanga tryggð og vináttu við mig og okkur öll, föður minn, móður og systkinin. Oft kom ég á Fálkagötuna í rás tímans, fyrst sem skólapiltur, sem skrapp kannski til Buvvu frænku í frímínútum eða á heimleiðinni úr skóla, og svo seinna meir á ferðum mínum um borgina, þegar slóðin í snjónum var ekki jafn bein og fyrr, og var ævinlega jafn vel tek- ið. Það var dálitið hressandi að spjalla við hana um landsins gagn og nauðsynjar og svo auðvitað myndlistarsýningar og leikhús, en í slíkum hlutum var hún sérfræð- ingur. Það eru bjartar minningar sem verða geymdar um Buvvu frænku. Hún var sannur unnandi lífs og ljóss, bjartsýnisboði, sem tók áföllum sem hetju sæmir. Og nú er hún horfin til fundar við vininn sinn á ströndinni við hafið þar sem sólin skín og fegurð- in ríkir ein. Og hún verður sæl að nýju. egþ Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Sérstök námskeið í vaxtarrækt fyrir unglinga (bæði kynin) ÆFINGASTÖEMN Engihjalla 8 - Kópavogi Notið einstakt tækifæri og kynnist vaxtarrækt að eigin raun í fullkomnustu ftn vaxtarræktarstöð á íslandi Kynningarnámskeið fyrir 13-14 ára og 15-16 ára (bæði kynin) Fullkomið æfingakerfi undir leiðsögn færustu vaxtarræktarmanna Námskeiðin standa yfir í 2 vikur, alla virka daga Námskeið fyrir 13-14 ára hefst 18. júní kl. 10 árdegis Námskeið fyrir 15-16 ára hefst 18. júní kl. 13 síðdegis Þátttakendur hafi með sér venjulegann íþróttafatnað og strigaskó INNRITUN ER ÞEGAR HAFIN í SÍMA 46900| ATHUGIÐ: Aðeins takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að á hvoru námskeiði fyrir sig 71 flji ÆFIIMGASTÖÐIN - Engihjalla 8- Kópavogi - Sími 46900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.