Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 48
Síminn á afgreiðslunni er
83033
i
Rjúl<andi loffi
ogheitbrauÓfral<l.7
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982
Byggingamenn fá rúmlega
20% hækkun á þremur árum
Ljóst er nú, að margir tog-
aranna munu ekki halda
aftur til veiða, þótt samn-
ingar takist milli ASÍ og
VSÍ þar sem útgerðarmenn
treysta sér ekki lengur að
halda skipunum úti, sökum
rekstartaps. Ljó«m. mbl ói.k.m.
Um helmingur þess kem-
ur til framkvæmda strax
MEISTARASAMBAND byggingamanna og byggingamenn nártu samkomu-
lagi í kjaradeilu sinni snemma í gærmorgun og er samningurinn gerður til
þriggja ára, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Samningurinn gerir
ráð fyrir liðlega 20% heildarlaunahækkun byggingamönnum til handa i
samningstímabilinu, þar af kemur um helmingur hennar til framkvæmda nú
þegar. ’
málin voru rædd í ljósi nýrra við-
horfa. Síðan var ákveðið, að aðilar
hittust að nýju í gærkvöldi hjá rík-
issáttasemjara. Samkvæmt upplýs-
ingum Mbl. var ekki að vænta tíð-
inda af þeim fundi. Þeir talsmenn
vinnuveitenda, sem Mbl. ræddi við
voru á einu máli um, að þessi
nýgerði samningur liðkaði alls ekki
fyrir samningum milli ASI og VSI.
Þá kom það fram í máli þeirra full-
trúa verkalýðsfélaga, sem Mbl.
ræddi við í gærkvöldi, að þeir áttu
alls ekki von á neinum stórtíðind-
um á fundi aðila í gærkvöldi. Málin
yrðu einfaldlega rædd áfram í ljósi
nýrra viðhorfa.
Fjöldi togara að stöðv-
ast vegna rekstrartaps
Skuldahalinn lengri en á árunum 1967—68
Samningurinn gerir ráð fyrir al-
mennri 4% launahækkun, flokka-
tilfærslum, starfsaldurshækkun-
um, hækkunum á verkfærapening-
um og fleiri kostnaðarliðum. Auk
þess kemur til veruleg leiðrétting á
svokallaðri reiknitölu, eða greiðsl-
um í ákvæðisvinnu. Sú hækkun
kemur inn í dæmið smám saman á
samningstímanum og að fullu inn-
an þriggja ára.
Gunnar S. Björnsson, formaður
Meistarasambands bygginga-
raanna, sagðist í samtali við Mbl.
ekkert vilja segja um innihald
samnings aðila. Við erum með
stjórnarfundi í einstökum félögum
í dag og síðan sambandsstjórnar-
fund á morgun, og fyrr en að þeim
loknum viljum við ekkert tjá okkur
um málið, sagði Gunnar S. Björns-
son ennfremur í samtali við Mbl. í
gærkvöldi.
Gunnar sagði ennfremur, að
samningamenn aðila hefðu verið á
stöðugum fundum síðustu fjóra
sólarhringa. Við höfum setið fundi
stöðugt frá því okkur var hrint út í
þennan pakka, sagði Gunnar enn-
fremur.
Verkföllum byggingamanna,
bæði innan Sambands bygginga-
manna og utan gagnvart Meistara-
sambandinu hefur verið aflýst með
fyrirvara um samþykki félaga, en
félögin héldu fundi í gærkvöldi og í
dag um samningana. Þess má geta,
að Rafiðnaðarsamband íslands er
ekki inni í þessu dæmi og eru
þeirra mál því enn óleyst.
Strax þegar samningurinn hafði
verið undirritaður í gærmorgun
kallaði sáttanefnd samninganefnd-
ir ASI og VSÍ á sinn fund, þar sem
HEILDARTEKJUR Arnarflugs hf.
fímmfolduðust á síðasta ári, miðað
við árið 1980 og voru þær 157,9 millj-
ónir króna. Ilagnaður af rekstrinum
varð 4,3 milljónir sl. ár eftir greiðslu
skatta, en árið áður nam tap félagsins
8(K) þúsundum króna. Earþegum í
vélum félagsins fjölgaði um 10,1% á
milli ára, úr 135.019 í 148.638. Þessar
upplýsingar komu fram i skýrslu
stjórnarformanns Arnarflugs hf.,
flauks Björnssonar, á aðalfundi fé-
lagsins sem haldinn var í gær.
I skýrslu stjórnarformanns kom
ennfremur fram að vélar félagsins,
sem voru átta þegar mest var sl. ár,
flugu í samtals 8.969 flugstundir á
síðasta ári og var leiguflug erlendis
stærsti þátturinn í starfsemi fé-
lagsins. Af verkefnum erlendis má
nefna vöruflug fyrir Libyan Airlin-
es í Líbýu, flug fyrir jórdanska
STÓR hluti togaraflotans er nú
bundinn við bryggju, þar sem tog-
ararnir voru látnir landa í tæka tíð
svo fiskvinnslustöðvarnar gætu
unnið aflann fyrir lostudag, þegar
verkföll hafa verið boðuð. Hins
vegar er fyrirsjáanlegt að mjög
margir togarar munu ekki halda til
veiða, þótt samningar náist milli
Heildartekjur
fimmfölduðust á
síðastliðnu ári
flugfélagið Alia og flug fyrir Kabo
Travel í Nígeríu. I leiguflugi til og
frá íslandi voru fluttir 25.875 far-
þegar, en 23.751 árið á undan.
Varðandi innanlandsflug, kom
fram hjá stjórnarformanni Arnar-
flugs hf., að áætlunarflug hefði
verið til 11 staða og voru farþegar
alls 20.440, en 160 tonn af vörum
voru flutt á innanlandsleiðum fé-
lagsins. Tap var á innanlandsflug-
inu, þó afkoman hefði batnað á því
sviði miðað við árið 1980.
Á aðalfundinum kom fram, að
framhald verður á stærstu verk- f
ASÍ og VSÍ, vegna rekstrartaps.
Þeir útgerðarmenn, sem Mbl. ræ-
ddi við í gær sögðu, að nú væri svo
komið að þótt togararnir kæmu
inn með fullfermi af þorski, stæði
reksturinn vart undir sér og ekkert
væri eftir til að borga geigvænlegt
tap fyrstu fimm mánuði þessa árs.
Sögðu menn, að olíuverðshækkun-
efnum félagsins frá í fyrra, á þessu
ári, svo sem í Líbýu og í Bretlandi.
Afkoma félagsins er góð og einnig
lausafjárstaða, að sögn stjórnar-
formanns félagsins. í byrjun júlí
hefjast áætlunarferðir félagsins til
Amsterdam, Dússeldorf og Zúrich.
Á fundinum voru samþykktar
tillögur frá stjórn félagsins um að
greiða 10% arð af hlutafé og að
hlutafé félagsins verði 6,5-faldað
með útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Kjörið var í tvö sæti í stjórn fé-
lagsins og voru sjálfkjörnir þeir
Axel Gíslason og Sigurður Helga-
son, en stjórnina skipa fimm menn.
I stjórn Arnarflugs eru: Haukur
Björnsson, stjórnarformaður,
Arngrímur Jóhannsson, Axeí
Gíslason, Björn Theodórsson og
Sigurður Helgason.
in hefði komið eins og köld gusa
framan í menn, því fiskverðshækk-
unin á dögunum hefði ekki einu
sinni dugað fyrir hækkunum, sem
þá voru skollnar yfir. Miklar líkur
eru á að togarar Hraðfrystistöðvar-
innar í Reykjavík hf. Isbjarnarins
hf. Hraðfrystihúss Keflavíkur hf.,
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og
Miðness hf. fari ekki út til veiða að
verkfalli loknu sökum rekstarerfið-
leika.
Togararútgerðarmenn á Reykja-
víkursvæðinu komu saman til fund-
ar í gær og samþykktu að skora á
stjórn Landsambands ísl. útvegs-
manna að marka stefnu vegna
hinna gífurlegu erfiðleika hjá
togaraútgerðinni í landinu og boða
útvegsmenn um allt land til fundar
hið bráðasta.
Benedikt Jónsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur,
sagði þegar rætt var við hann, að
togarar fyrirtækisins færu að lík-
indum ekki aftur til veiða á næst-
unni, sökum rekstrarerfiðleika.
Ástandið er þannig, að jafnvel
þorsktúr gerir ekki meira en að
standa undir útgerðinni og er þá
ekkert eftir til að borga af bullandi
tapi fyrstu fimm mánuði ársins.
„Það er flest, sem bendir til þess
að okkar togarar fari ekki út á
næstunni. Það er enginn leið til að
halda útgerðinni gangandi við þær
aðstæður, sem nú ríkja og því miður
sé ég enga leið til að koma skipunum
út,“ sagði Jón Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri Isbjarnarins hf.
„Það eru titar horfur á að okkar
togarar fari út eftir verkfall," sagði
Þórhallur Helgason, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvarinnar í
Reykjavík hf. „Astandið var erfitt á
árunum 1967 til 1968, en ég held að
skuldahalinn sé tiltölulega stærri
nú,“ sagði hann ennfremur.
„Það verður allavega miklum erf-
iðleikum háð, að fara af stað eftir
verkfall, það er að segja ef það verð-
ur,“ sagði Ólafur Baldur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Miðness hf.
„Þetta er reyndar sá árstími, sem
helst er að vænta góðs þorskafla hjá
togurunum, svo að það er ekki fyrr
en í síðustu lög, sem menn gefast
upp. Hins vegar er það svo, að það
hefur kostað mikla baráttu við að
koma skipunum út að undanförnu
og ef flotinn á ekki allur að stöðvast
þarf að grípa til áhrífaríkra að-
gerða."
Á fundi togaraútgerðarmanna í
gær, sagði fulltrúi Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar, að togarar fyrirtæk-
isins færu ekki út til veiða að svo
komnu sökum rekstrarfjárskorts.
Bjarni Benediktsson togari Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur liggur nú í
Reykjavíkurhöfn og hefur undir-
mönnum togarans verið sagt upp
störfum. Björgvin Guðmundsson,
framkvæmdastjóri BÚR, sagði þeg-
ar Mbl. ræddi við hann, að mennirn-
ir hefðu verið afskráðir sökum verk-
fallsboðana, en um leið og sýnt væri
að samningar ætluðu að takast yrði
skráð á togarann á ný. Sagði
Björgvin, að ekki hefði verið rætt
um að stöðva togara BÚR sökum
rekstrarerfiðleika, þótt þeir væru
miklir.
Kaffí
hækkar
um 10,5%
VERÐLAGSRÁÐ hefur sam
þykkt að heimila 10,5%. hækkun
á kaffi og tekur sú heimild þeg-
ar gildi. Kaffipakkinn, 250
grömm, hækkar því úr 14,35
krónum í 15,85 krónur.
Aðalfundur Amarflugs hf. í gær:
Hagnaður af rekstri
félagsins 4,3 milljónir