Morgunblaðið - 23.07.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982
25
Bill Johnson —
Minningarorð
Jón Willard Johnson, af frum-
býlingum kominn í Minnesota, var
jarðsettur í Fort Snelling Nation-
al grafreitnum fimmtudagsmorg-
uninn, 17. júní 1982. Jarðarfarar-
athöfn var daginn áður, á mið-
vikudagnn kl. 1.30 e.h. í Fyrstu
lúthersku kirkjunni, 463 Maria
Avenue í St. Paul, undir stjórn
sóknarprestsins, séra Ralph
Lindquist.
Naerri allir sem þekktu mann-
inn kölluðu hann Bill Johnson, og
útskrifaðist hann hér úr Minneota
High School 1923. Lát hans var á
Unity-sjúkrahúsinu í St. Paul
laugardagskvöldið 12. júní, ná-
kvæmlega einum mánuði eftir 76
ára afmælisdag hans. Hann gekk
undir hjartauppskurð sem kallað-
ur er „by-pass“, var sjö tíma á
skurðarborðinu, og lézt svo loks
eftir þrjá daga.
Frumbýlingshátturinn í fjöl-
skyldu hins látna undirstrikast
þegar minnst er á föður hans —
ávallt kallaður „John A.“ meðal
enskumælenda, Jón Arngríms hjá
Islendingum — sem var fyrsta
barn íslenzkra foreldra sem fædd-
ist í Minnesota-ríki, sonur Arn-
gríms Jónssonar og Jóhönnu konu
hans, fæddur hér í byggð 1876.
Bróðir Jóns sem enn er á lífi í
Minneota, Halldór Guðjón, alltaf
kallaður Jimmy Johnson, varð
hundrað ára 30. janúar sl. Móðir
hins látna fæddist á íslandi, Björg
Stefánsdóttir prests á Desjarmýri
og Hjaltastað, og Ragnhildar
Metúsalemsdóttir frá Möðrudal,
konu hans; bróðir séra Stefáns
átti heima hér í byggðinni, Guð-
mundur Pétursson, faðir Stefáns
sem lengst af var bóndi í Swede
Prairie township fyrir norðan
Minneota. Ragnhildur amma Bill
Johnson varð ekkja með tólf börn
snemma á árum, og síðastur
þeirra tólf systkina var rúmlega
98 ára er hann dó í Reykjavík í
febrúar sem leið, Þorsteinn Stef-
ánsson.
Af skemmtilegri tilviljun fædd-
ust Björg og maður hennar sama
árið, 1876, hún á íslandi, hann í
Minnesota, og dóu þau svo sama
árið hér í byggð 1950. Bill var að-
eins annað af sjö börnum Jóns og
Bjargar sem dáið hafa — sex dæt-
ur og Jón Willard, eini sonurinn.
María sem kenndi í skóla í Inter-
national Falls við Kanada-landa-
mærin í nær 30 ár, er elst, hætt
störfum og til heimilis í Vero
Beach, Florida. Joan giftist Karl
Cedric Hoeglund, sem dó fyrir fá-
einum árum, og á ekkjan heima að
Libertyville, Illinois; dóttir henn-
ar, Joan, gift Warren H. Fales, og
eiga þau fjóra syni, búandi í
Antioch, Illinois; Marya er gift
John B. DeVos, foreldrar þriggja
sona og einnar dóttur, til heimilis
í Libertyville; og Karen, gift Don-
ald McFadyan, foreldrar tveggja
dætra, í Cotter, Arkansas.
Willard var þriðji í systkinaröð-
inni og þar næst Ragnhildur sem
giftist Matthew Roberts í Boston,
Massachusetts, og þar á hann
heima sem ekkjumaður síðan
Ragnhildur lézt 1976. Fram-
kvæmdir voru sérgrein Ragnhild-
ar og var hún lengi yfirkennari í
„management training program"
bæði við Radcliffe College og
seinna Harvard University School
of Business Administration. Þór-
dís er næst í röðinni, gift Wilton
V. Boyle, lengst af kennara í
grennd við Washington, D.C., í
MacLean, Virginia; gegndi Þórdís
störfum við bandaríska stofnun í
Kína um tímabil sjálf; þau eru
bæði hætt störfum og búa í Fort
Pierce, Florida. Doris giftist
Chester E. Gilpin, á heima í San
Diego, California, og hafa þau átt
þrjá syni, Michael Eugene, Dalm-
ar, California, John Roger, Las
Vegas, og James Willard, San
Francisco. Elaine er yngst, gift
William P. House; eru þau barn-
laus og eiga heima í Marlborough,
New Hampshire.
J. Willard Johnson og Marie
Westline voru gefin saman í
hjónaband í Minneapolis 30. nóv-
ember, 1933; hún fædd í Stewart-
ville, ekki langt frá Rochester,
Minnesota, en búsett í Minneapol-
is frá þeim tíma er hún sótti há-
skólann þar. Þau hjónin hafa átt
fjögur börn og nú, auk ekkjunnar,
syrgja þau og níu barnabörn, eig-
inmann, föður og afa. Virginia
Ragnhild heitir elsta barnið, til
heimilis í Northfield, Minnesota,
frá þeim tíma er hún útskrifaðist
úr Saint Olaf College þar og gekk
að eiga J. Riber Paulson, gagn-
fræðaskólakennara í Northfield;
eiga þau fjögur börn. Charlotte
Marie er næst, gift Kenneth R.
Neil, og er heimilið Great Falls,
Montana, og heita þrjú börnin
Anne Þórdís, Maicolm og Lorna.
John Willard Johnson er eini son-
ur J. Willards og Marie; að loknu
námi varð hann skrifstofumaður
hjá héraðsstjórninni, Ramsey
county; hann og Janet kona hans
eiga tvö ung börn, Eric Matthew
og Maren Teckla. Yngst barnanna
er Doris, til heimilis í Minneapol-
is, ógift, starfandi hjá Control
Data corporation eftir séræfingar
í tölvufræði þegar hún lauk sínu
námi við Macalester College í St.
Paul.
Bill Johnson var með réttu
montinn af afrekum systra sinna
en þær voru líka skiljanlega hrifn-
ar af framúrskarandi námshæfi-
Ieikum þessa eina bróður, og af
þeim stöðum, sem hann skipaði er
ferillinn gekk sinn gang. Byrjun-
arstarfið var hjá stærsta banka
höfuðborgar Minnesota-ríkis,
First National Bank í St. Paul, eft-
ir að hann lauk gráðum sínum i
hagfræði og „Business Ad-
ministration" við Minnesota-
háskólann. Næst varð hann
starfsmaður hjá líftryggingarfé-
lagi, Minnesota Mutual Life In-
surance Company, loks einn aðal-
maðurinn í „investment" deild
þess stórfyrÝrtækis, að ráðstafa
fjárfestingum, upp á öryggi og
ekki minnst upp á hagnaðinn, í
skuldabréfum, hlutabréfum og
slíku. Hann hélt áfram þessu
starfi við vaxandi orðstír, fékk
enn stærri verkahring hjá öðru
fyrirtæki, St. Paul Fire and Mar-
ine Insurance Company, og upp úr
því frá háum stöðum upp í enn
hærra hjá Western Life Insurance
Company. Sem einn af aðal
embættismönnum þess fyrirtækis
varð nauðsynlegt að flytja til höf-
uðborgar Montana-ríkis, Helena,
og þar var Johnsonsfjölskyldan í
tólf ár, fram til 1961, er farið var
aftur til St. Paul. Nú var sú borg
höfuðsetur félagsins — og varð
Bill Johnson höfuðmaður félags-
ins, President of the Western Life
Insurance Company. Hann var
hættur störfum hjá því félagi og
kominn á eftirlaun hjá þeim síðari
árin. Herþjónusta Bill Johnsons
var í flotanum, lieutnant in the
United States Navy frá því hann
bauð sig fram vorið 1943, þangað
til hann lauk þjónustunni í Wash-
ington, D.C., og í Chicago, vorið
1946.
Persónuleg kynni við hinn látna
eru æfilöng eða því sem næst —
fæddir sama árið, 1906, í sömu
sveit, og fermdir af séra Guttormi
í kirkjunni í Minneota báðir sam-
an, ásamt fáeinum öðrum, á tríni-
tatissunnudegi, 1920. Það var eng-
in furða að nú síðari árin fór
áhugi Bill Johnson fyrir ættfræð-
inni að aukast — hann fékk nóg til
þess að byrja með, aðeins með því
að átta sig á skyldfólki beggja
megin, ættfólki föður síns og móð-
ur. Hann og kona hans og aðrir í
fjölskyldunni heimsóttu Island
oftar en einu sinni. Þar kynntist
hann betur ýmsum í stóru fjöl-
skyldu móður sinnar, fólkið komið
af Jóni vefara, sumir ættfræð-
ingar sjálfir eins og Halldór Stef-
ánsson móðurbróðir hans. Ekki
nægði að sækja í slíka fróðleiks-
brunna, heldur þurfti Bill Johnson
að rannsaka Snjóholtsættina með
öllum kvistum — fólk kennt að
einhverju leyti við þann bóndabæ í
Eiðaþinghánni, og var föðuramma
Bill Johnson fædd á Snjóholti, Jó-
hanna Jónsdóttir.
Bill var vel gefinn og voru and-
ans kraftar hans svo einbeittir í
fjárfestingarstarfinu að hann
varð frægur meðal slíkra sérfræð-
inga. Hann var sérstaklega trygg-
lyndur, göfugur hugsjónamaður,
hlýr í viðmóti með mátulega
kímnigáfu, og leið vinum vel í
nærveru hans. Hugur þeirra vina
og ótal margra sem viðskipti áttu
við hann færa samhryggð heim til
ekkjunnar, Kitty, að 1208 St. Clair
Avenue í St. Paul, og innilegar
samúðarkveðjur til hennar og
allra í fjölskyldunni, sem misst
hafa svo mikils.
Yaldimar Björnsson.
Guðni Þórarinn
Jónsson - Minning
Fæddur 17. apríl 1914.
Dáinn 16. júlí 1982.
I dag kveðjum við tengdaföður
okkar Guðna Þórarinn Jónsson
frá Vopnafirði, sem lést á Land-
spítalnum 16. júlí, eftir þriggja
mánaða baráttu við ólæknandi
súkdóm. Hann var fæddur á
Hólmum í Vopnafirði 17. apríl
1914. Foreldrar hans voru hjónin
Jón Sigurjónsson go Elísabet
Kristjánsdóttir. Nokkra mánaða
gamall var hann tekinn í fóstur af
móðurbróður sínum, Guðna Jó-
hannesi Kristjánssyni og konu
hans Þórunni E. Kristjánsdóttur
og reyndust þau honum sem bestu
foreldrar, enda bar framkoma
hans þess vitni að hann hafði
fengið gott uppeldi, og minntist
hann þeirra ætíð með mikilli hlýju
og virðingu. Einnig ólu þau upp
Gunndóru Jóhannesdóttur sem
búsett er á Siglufirði. Ungur að
árum fór hann til Reykjavíkur og
lærði þar húsgagnasmíði. Á náms-
árunum varð hann þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast eftirlifandi
konu sinni Halldóru Geirsdóttur
frá Akranesi og gengu þau í
hjónaband 11. júní 1938. Að námi
loknu hófu þau búskap á Akra-
nesi. Þar byggði hann myndarlegt
hús. En æskustöðvarnar virtust
eiga hug hans allan og fluttust
þau til Vopnafjarðar eftir tveggja
ára búskap á Akranesi. Fósturfað-
ir hans lést á meðan hann var i
burtu og hefur hann trúlega einn-
ig viljað vera fósturmóður sinni
innan handar á efri árum hennar.
Á Vopnafirði hafði hann verk-
stæði og smíðaði innréttingar og
húsgögn og var mjög vandvirkur
við öll sín verk. Eins og algengt
var í þá daga hafði hann smábú-
skap. Margir munu minnast hans
sem harmonikuleikara á dans-
leikjum áðurfyrr, þegar dansað
var fram á morgun.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið. Þau eru: Guðni Jóhannes,
Þórunn Elísabet, Jón Geir, Hall-
dór Elís og Hjörtur. Barnabörnin
eru ellefu.
Þegar koma þurfti börnunum til
mennta, fluttu þau til Reykjavík-
ur, þar sem ekki var um að ræða
möguleika til menntunar fyrir
austan. í fyrstu vann Guðni við
smíðar þar, en heilsunar vegna
varð hann að hætta því og gerðist
þá húsvörður, fyrst á Kleppsvegi
2—6, síðan hjá Styrktarfélagi van-
gefinna í Bjarkarási og nú síðast
hjá Öryrkjabandalagi íslands í
Hátúni 10Á. Var hann alls staðar
sérlega vel liðinn af öllum sem
höfðu samskipti við hann, enda
einstakt prúðmenni. Ekki er hægt
að enda þessa grein án þess að
minnast á konu hans sem reynst
hefur honum einstakur lífsföru-
nautur og félagi og var hjónaband
þeirra byggt á ástúð og virðingu.
Teljum við tengdabörnin okkur
hafa orðið mikillar gæfu aðnjót-
andi að fá að tengjast þessari
samheldnu og góðu fjölskyldu.
Nú skilja leiðir um stund og við
munum sakna sárt þessa góða
manns, en minningin um hann
mun lifa hjá ættingjum og vinum.
Blessuð sé minning hans.
Tengdabörn