Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 fttorgunlifotob Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. staðalíbúðar lánað úr hinu almenna húsnæðiskerfi, en út á íbúðarhúsnæði, sem fellur undir „verkamanna- bústaði" fæst 90% lánsfé. Þessi mismunun er stjórn- valdsstýring til breytingar á eignarformi íbúðarhús- næðis. Ekkert er sjálfsagð- ara en að byggja sölu- og leiguhúsnæði, með rými- legum lánakjörum, innan ramma verkamannabú- staða, en hitt er bæði rangt og hættulegt, að færa í fjötra lánsfjárskorts það framtak fólksins sjálfs, ins, er húsnæðismálaráð- herra. Sú kúvending í hús- næðisstefnu, sem orðið hef- ur í ráðherratíð hans, og leitt hefur til þeirra erfið- leika á húsnæðismarkaði, sem íbúar höfuðborgar- svæðisins þekkja gerst, er einn alvarlegasti afleikur stjórnvalda á síðari árum. í stað þess að styðja ungt og duglegt fólk til þess að koma sjálft yfir sig eigin húsnæði, eru steinar lagðir í götu þess. Það fjármagn, sem styðja átti þetta fólk, rennur nú fram hjá hús- næðiskerfinu í ríkishítina. Þetta er hættuleg tilraun til að kæfa þann hvata, sem svo miklum árangri og verðmætum hefur skilað í íslenzka þjóðarbúið á liðn- um áratugum — í formi íbúðarhúsnæðis. Húsnæðisvandinn á höfuðborgarsvæðinu Að vera eða vera ekki, það er spurning Alþýðubandalagsins! Gífurlegur samdráttur hefur orðið í byggingu íbúðarhúsnæðis. Á árinu 1978 voru veitt 1.883 frum- lán til einstaklinga, sem stóðu í íbúðabyggingum, en samsvarandi lánaáætlun líðandi árs spannar 1.100 íbúðir. Árið 1979 varð 5% magnsamdráttur í íbúðar- byggingum, 1980 3% til við- bótar en hvorki meira né minna en 19% á sl. ári. Almenna húsnæðislána- kerfið (Byggingarsjóður ríkisins) hefur verið svipt öllum tekjustofnum, bygg- ingarsjóðsgjaldi og launa- skatti, en að óbreyttu hefðu þessir tekjupóstar, sem nú renna beint í ríkissjóð, gef- ið 250 m.kr. 1982. í ljósi þessa tekjumissis verður fækkun frumlána, sem nemur 800 íbúðum frá 1978, skiljanlegri. Þrátt fyrir þessa fækkun frumlána niður í 1.100 í ár er fyrirsjáanleg fjárvöntun hjá húsnæðislánakerfinu, nema til komi umtalsverð lánsfjárútvegun, en Hús- næðismálastjórn þurfti að taka bráðabirgðalán í Seðlabanka 1981, til að standa við lánsloforð sín, í fyrsta sinni á starfsferlin- um. Einstaklingar fá nú að- eins 17,4% af kostnaði sem undir merkjum sjálfs- eignarstefnu hefur reist um 90% af íbúðarhúsnæði landsins. Afleiðingin er þegar komin fram í miklum samdrætti byggingar- framkvæmda, slæmum at- vinnuhorfum bygginga- manna, t.d. á Akureyri, en fyrst og fremst í verulega minna húsnæðisframboði en eftirspurn. Þetta er meginorsök þess að hús- næðisverð og húsaleiga hefur hækkað verulega á höfuðborgarsvæðinu — og bitnar verst á þeim er sízt skyldi. Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalags- Framsóknarráðherrar hafa, að eigin sögn, lagt fram formlegar tillögur í ríkisstjórn, hvern veg við skuli brugðizt aðsteðjandi vanda í atvinnu- og efna- hagslífi. Sérfræðinganefnd, er starfað hefur á vegum ríkisstjórnarinnar, hafði áður eða samhliða lagt fram umsagnir og ábend- ingar, sem líkur benda til að bæði dómsmálaráðherra og landbúnaðarráðherra aðhyllist. Hinsvegar fara ekki sög- ur af tillógum Alþýðu- bandalagsins, ef nokkrar eru, — og forsætisráðherra sýnist hafa meiri áhuga á því að tjasla stjórnarliðinu saman en hinu, hvað það sameinast um. Hér skulu ekki leiddar líkur að því, hvort stjórn- arliðið nær saman um ein- hvers konar útþynnta málamiðlun eða steytir á skeri óeiningar. En það er ekki seinna vænna fyrir ráðherrana að hrökkva eða stókkva. Og Fréttabréf framkvæmdanefndar Al- þýðubandalagsins til trún- aðaraðila í flokksapparat- inu bendir til þess, að þar á bæ sé — a.m.k. samhliða óðrum leiðum — skoðaður möguleikinn á að bjargast á flótta frá vandanum og samstarfsaðilunum. Margt bendir til þess að nú sé vík á milli vina á stjórnarheimilinu. Fylgið fjarar undan ríkisstjórn- inni, bæði á Alþingi og út í þjóðfélaginu. Og Alþýðu- bandalagið, sem gekk til þessa stjórnarsamstarfs til að kljúfa höfuðandstæðing sinn, Sjálfstæðisflokkinn, sýnist sjálft vera að skipt- ast upp í tvær andstæðar fylkingar til spurningar- innar: að vera eða vera ekki! Rey kj aví kurbréf Horfur í Atlantshafs- flugi1980 A fyrstu sex mánuðum ársins 1980 var fjöldi viökomufarþega á Keflavíkurflugvelli tæplega 100.000 en hafði verið rúmlega 200.000 á sömu mánuðum 1979. Þetta var talandi staðreynd um það verkefna- og tekjuhrun, sem Flugleiðir hf. máttu sæta í Atl- antshafsfluginu, samhliða stór- hækkun á eldsneytiskostnaði og verðstríði á flugleiðum milli Evr- ópu og Ameríku. Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða, líkti þessu áfalli fyrir íslenzkt millilandaflug við hrun Norðurlandssíldarinnar, sem var ein meginauðlind þjóðar- innar á fyrri helmingi þessarar aldar. Við þessar aðstæður þótti stjórnendum fyrirtækisins óhjákvæmilegt að stokka upp rekstur þess og sníða honum stakk í samræmi við markaðseftirspurn. Enginn fjárhagslegur rekstrar- grundvöllur sýndist lengur á N-Atlantshafsleiðinni og stefndi félagið að verulegum samdrætti þar, sem óhjákvæmilega hlaut að koma niður á starfsmannahaldi þess. Níunda september 1980 birtir Mbl. frétt þess efnis, að tap Flug- leiða fyrstu 6 mánuði ársins hafi verið 5,5 milljarðar gkróna, að stærstum hluta vegna Atlants- hafsflugsins. Blaðið hefur eftir forstjóra félagsins þennan dag: „Reiknað er með tveimur ferðum á viku í vetur milli íslands og New York, en engu flugi til Luxemborg- ar eftir 1. nóvember að öllu óbreyttu.. * Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, sagði í sjón- varpsþætti í byrjun september 1980 að Atlantshafsfiugið væri vonlaust. Engu að síður hefði rík- isstjórnin óskað eftir viðræðum við Luxemborgara sem þátt í því að kanna möguleika á að halda þessu flugi áfram. 10. september segir ráðherrann í viðtali við Mbl.: „Það er mín niðurstaða, að ríkið eigi að gera töluvert til þess að Atlantshafsfluginu megi halda áfram ... Flugið er orðið svo stór og margþætt atvinnugrein hjá okkur, umfram það flug sem við sjálfir nauðsynlega þurfum, að það hefði vægast sagt mjög alvar- legar afleiðingar á mörgum svið- um, ef Atlantshafsflugið legðist alveg niður." Ríkisstjórnin knýr á Flugleiðir Það er við þessar kringumstæð- ur, er Flugleiðir hyggjast mæta breyttum markaðshorfum með samdrætti á N-Atlantshafsleið- inni. Stjórnvöld knýja hinsvegar á um áframhald þess, vegna marg- víslegrar þýðingar þess í þjóðar- búskapnum. Steingrímur Her- mannsson, samgönguráðherra, segir í viðtali við Mbl. 16. sept- ember 1980: „Eftir þessar viðræður um helg- ina við starfsmenn, stjórnarmenn og stærstu hluthafa Flugleiða er ég heldur fallinn frá þeirri hug- mynd að stofnað verði sérstakt flugfélag um Atlantshafsflugið, en legg hinsvegar til að ríkið veiti áframhaldandi Atlantshafsflugi Flugleiða þriggja milljarða (gkr.) baktryggingu á ári í þrjú ár. Þetta er jafnvirði um eins og hálfs millj- arðs (gkr.) á ári eða álíka og þær beinu tekjur, sem ríkið myndi missa, ef Atlantshafsflugið legðist niður." Þegar hlaupið er á fréttafrá- sögnum af þessum atburðum 1980 er ljóst, að Flugleiðir hugðust draga saman segl, til samræmis við breyttar markaðsaðstæður. Samgönguráðherra, f.h. ríkis- stjórnar, knýr þá á um áframhald Atlantshafsflugsins, og heitir fjárstuðningi sem nemur „þeim beinum tekjum, sem ríkið myndi missa, ef Atlantshafsflugið legðist niður". í frétt í Mbl. 19. september kem- ur og fram, að stjórnvðld í Lux- emborg bjóða fram 90 m. franka (3 m. dollara), sem komi m.a. fram í niðurfellingu lendingargjalda og tengdra gjalda, ef verða megi til þess að þetta flug haldi áfram. I ljósi framangreinds verður sí- bylja samgönguráðherra síðustu vikur og mánuði, þess efnis, að Flugleiðir séu styrkþegi, sem ekki klæði að setja sig á háan hest gagnvart ráðherravaldi og hátign- arákvðrðunum, heldur ósmekkleg og lágreist. Alþýðubanda- lagið hefur sig til flugs! Það er við þessar aðstæður 1980, sem Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, hefur sig til flugs í hinu háa Alþingi — í arásarræðu á Flugleiðir hf., sem fræg varð að endemum. Tilefnið var viðtal Þjóðviljans við Baldur Óskarsson, pólitískan mótleikara Ólafs Ragn- ars allar götur frá framsóknarár- um beggja, í Möðruvallahreyfingu, Samtökum frjálslyndra og loks Alþýðubandalagi. Um svipað leyti berast fregnir af því að Arnmund- ur Backmann, aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra, sem enginn vissi til að flugsamgöngur heyrðu undir, stæði í viðræðum við ýmsa aðila um „stofnun nýs flugfélags og þá hugsanlega að ríki og sveit- arfélög stæðu í forsvari fyrir". Hér átti sýnilega að nýta lag, sem utanaðkomandi aðstæður sköp- uðu, fargjaldastríð og eldsneytis- hækkun, til að ganga af íslenzku einkaframtaki í flugrekstri dauðu — og koma á sósíölsku rekstrar- formi. íslenzka flugævintýrið, sem dugnaður og áræði einstaklinga gerði að veruleika, skyldi nú kistu- lagt í opinberum rekstri. Blöð og almenningur urðu hvumsa við. Meira að segja mál- gagn samgönguráðherra, Tíminn, brást illa við þessu inngripi Al- þýðubandalagsins í flugrekstr- armál. í leiðara Tímans 12. sept- ember 1980 segir orðrétt: „Það er jafnan siður öngþveitis- og niðurrifsafla að nýta sér alla erfiðleika í atvinnulífinu til þess að herða á áróðri sínum gegn und- irstöðum lífskjara og velmegunar í landinu ... Hann (áróðurinn) snýst um það að auka á viðsjár í þjóðfélaginu, ala á tortryggni og úlfúð ... Aðförin að Flugleiðum og forystumönnum þeirra um þessar mundir er í raun og veru aðeins Sigmund lýsir þróuninni í flugmálum land liður í þessari langstæðu og óhuggulegu áróðursherferð ..." — Höfundur þessa leiðara var Jón Sigurðsson, þáv. ritstjóri Tím- ans, en ekki Þórarinn Þórarins- son, sem raunar er óþarfi að taka fram. Þjóðnýtingarviðleitni Alþýðu- bandalagsins rann út í sandinn, en glöggt var það enn, hvað þeir vilja, þrátt fyrir reynsluna af marxísku hagkerfi í tugum þjóðríkja, sem tekið hafa upp þjóðskipulag sósí- alismans, og skila afgerandi minni I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.