Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. AGUST 1982 Hugtakið ofbeldi hefur mjög verið á dagskrá hérlendis að undanförnu, ekki síst þar sem rætt hefur verið um vímugjafa og afleiðingar ofneyslu þeirra. Þetta er orðið meira vandamál hér á landi en menn gera sér almennt ljóst og full þörf íhug- unar á úrræðum. Þessi umræða hefur t.d. leitt í ljós, að löggæslan telur of mikil brögð að því, að íslensk börn séu beitt andlegu ofbeldi. Bent hefur verið á, að algengt sé, að börn hafi ekki svefnfrið vegna drykkjuláta og annars hávaða, sem fylgir skemmtun- um hinna eldri. Þannig eru börnin svipt nauðsynlegri hvíld og jafnframt fyllt ótta og öryggisleysi. Slíkt segir gjarn- an til sín síðar meir, ekki síst í hegðunarvandamálum. Ofbeldi er nú æ víðar ofar- lega á baugi, þar sem menn ræða vandamál heimsbyggðar- innar. Það er talið sívaxandi, og vitrir menn fullyrða, aft fátt ógni nú meir vestrænni menn- ingu. Jóhannes Páll páfi hefur æði oft vikið að þessu í ræðum sínum, einnig Solshenitsyn hinn rússneski og þeir rnargir fleiri. Menn leita að rótum meinsins og athyglin beinist þá mjög að kvikmyndum. Það er staðreynd, að kvikmynda- iðnaðurinn hefur gert sér mik- inn mat úr ofbeldinu í hinum ýmsu myndum þess. Það skap- ar spennu í myndina og eftir- væntingu áhorfandans, og myndin er talin betri mark- aðsvara. Þar er spurt um gróða og trúlega ekki annað. Kvikmyndin er mjög sterkur fjölmiðill. Hún verkar á fjöl- þætta skynjun mannsins og skapar samsemd við lífið sjálft. Þess vegna hafa víða verið sett allströng lög um eft- irlit með kvikmyndum. Eftir- litsmenn á Norðurlöndum þinguðu hér fyrir nokkru og báru saman bækur sínar. Þeim kom öllum saman um eitt, að vaxandi ofbeldi í kvikmyndum ylli þeim áhyggjum. í ljós kom, að vía er beitt strangara eftir- liti en hér, og jafnframt hitt, að við íslendingar förum þris- var til fimm sinnum oftar í kvikmyndahús en aðrir Norð- urlandabúar. Þess vegna eru kvikmyndir enn áhrifaríkari fjölmiðill hér á landi en þar. Við þurfum því örugglega að skoða þessi mál vel og trúlega að setja ný lög og reglugerðir, þar sem kvikmyndaeftirlit verði aukið og stuðlað að því, að kvikmyndahús sjái sér hag í því að velja vandaðar og góðar myndir, bæði fyrir börn og fullorðna. Almennt þarf einnig að gera meiri kröfur til Sjón- varpsins sem ríkisfjölmiðils, sem ekki er háður gróðasjón- armiðum. Mér virðast þær raddir nú æ háværari, sem telja óheppilegt og raunar óviðunandi, að ríkisfjölmiðill standi oft á tíðum fyrir a.m.k. óbeinni kennslu í ofbeldi. Vandamálin eru þar ekki leyst með samkomulagi ög sáttum, Ofbeldi heldur með valdbeitingu, rétti hins sterka. Þetta efni er flutt beint inn á heimilin, dag eftir dag og ár eftir ár og hlýtur að hafa áhrif. Ofbeldi á almannafæri um hábjartan dag gerist nú æ al- gengara víða erlendis. Stund- um eru margir nærstaddir, en hreyfa oft ekki hönd eða fót til þess að losna við þá erfiðleika sem því fylgja að flækjast í slíkt mál. Þetta er líka orðið svo algengt á þessum slóðum, að menn kippa sér ekki upp við þetta lengur. En langar okkur í slíkt ástand ofbeldis og and- legs doða? Örugglega ekki. Megum við eiga á þessu von? Þetta er ekki óþekkt fyrir- brigði hér, og allur er varinn góður. Fyrir 15 árum var af mörgum talið, að við þyrftum ekki að óttast fíkniefnavanda- málið. En hver hefur reyndin orðið? Og hvert stefnir, ef við spyrnum ekki við fótum nú? Mér hefur orðið tíðrætt um kvikmyndir. En rætur mein- anna í þessum málum liggja dýpra. Dýpst skoðað er hér á ferð spurningin um húsbónda- valdið í lífinu. Er það manns- ins eða á hans valdi að lúta? Getur verið, að Guð komi ein- hvers staðar inn í myndina og séu lögmál hans brotin, þá skelli ógæfan yfir? Getur það verið, að þegar maðurinn tekur sér húsbóndavaldið og fremur sína sjálfshyggju hlífðarlaust og tillitslaust, þá verði slysin, sem eitri jafnt andlegt sem efnislegt umhverfi mannsins? Sá grunur læðist að, að þar sé grundvallarmeinsemd mann- legs lífs og því sé það afkristn- unin í heiminum, sem sé stærsta orsökin fyrir því, að ofbeldið fær að aukast. Og það eykst ekki á neinu einhæfu sviði mannlífsins, s.s. í undir- heimum stórborganna. Lítum okkur nær. Lítum bara á um- ferðina á Islandi. Hve mörg hafa þau ekki orðið slysin, vegna þess að ofbeldi var beitt í hraða, framúrakstri eða óðru, þar sem þessi dæmalausi „ég" var sá eini sem máli skipti á veginum? Og hvernig er það með þrýstihópana, ganga þeir ekki stundum of langt? Er þar ekki stundum meiri valdbeit- ing en lýðræðið þolir til lengd- ar? Kannski er eitthvað í okkar stjórnarfari, sem býður slku heim. En þá er meiri nauðsyn að benda á það og fá það lagfært en taka sér rétt- inn. Það er oft um rætt, að við íslendingar höfum aldrei búið yfir eins mikilli þekkingu og nú. Samt ganga hlutirnir síður en svo vel. Hvað vantar inn í myndina? Mér koma í hug orð eftir einn af vitringum þessar- ar aldar: „Með þekkingu og ást endurskapa menn heiminn." Sköpun er jákvæð uppbygging. Skyldi okkur skorta ástina í lífsmynd okkar, kærleikann til GUðs og elskuna til náungans? Það hlýtur að vera brennandi spurning á okkar tíð. Mér koma í hug önnur fleyg orð: „Óvinur Guðs var aldrei sann- ur mannvinur." Við þörfnumst kærleikssambandsins við Guð til að geta reynst mónnunum nægilega vel. En sennilega skortir líka sjálfsþekkinguna. Við höldum, að taumleysið sé hið sanna frelsi, en í raun fellir það æ erfiðari fjötra á mannlífið og leiðir til ofbeldis í hinum ýmsu myndum. Hið sanna frelsi felst í hlýðninni við vilja Guðs, við hið góða, fagra og full- komna. Þar verður útkoman kærleikur. Ofbeldið er and- stæða hans. Og Guð er kær- Ieikur. Þess vegna er það hann sem er lausnarorðið, hér se annars staðar, trúin á hann og líf í samræmi við hana. Tannlæknastofa Höfum flutt tannlæknastofu okkar aö Einholti 2. ViOtalstími 8—4, sími 21430. Guöjón Kristleifsson tannlæknir, Þorsteinn Sch. Thorsteinsson tannlæknir. *- M'GI.YSING.V SIMINN KR: 22480 VELALEIGA H.J Njálsgötu 72, s. 86772 — 22910 — 23981. Loftpressur í öll verk. Múrbrot, fleygun og borun. Gerum föst tilboö ef óskaö er. Veröbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBREFA 8. AGUST 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2 flokkur 1971 1 flokkur 1972 1 flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2 flokkur 1974 1 flokkur 1975 1 flokkur 1975 2. Ilokkur 1976 1 flokkur 1976 2 flokkur 1977 1 flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2 flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1 flokkur 1980 2 flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur Meöalávöxlun ofangremdra fram verotryggingu er 3,7—5% Sölugengi pr. kr. 100- 7.912.26 6972.34 6 044.61 5 121.84 3.717.75 3.424.94 2.364.06 1.940.84 1.462.03 1.385.50 1.109.73 1.029.50 859.68 698.04 549.24 463.00 357.89 265.82 208.89 179.50 133.30 flokka um- VEÐSKULDABREF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxlun m.v. vextir umfram 2 afb./án (HLV) verðfr. 1 ár 96,49 2%5 7% 2ár 94.28 2% 7% 3ár 92.96 2'/i% 7% 4ár 91,14 2'/2% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6ár 88,50 3% 7'/4% 7 ár 87,01 3% 7'/«% 8ár 84,85 3% 7<Æ% 9 ár 83,43 3% 7'/*% 10 ár 80,40 3% 8% .15 ár 74,05 3% 8% VERDTRYGGD HAPPDRÆTTISLÁN , Solugengi RIKISSJODS pr.kr.100. VEÐSKULDABREF ÓVERDTRYGGD: Sölugengi m.v. nsfnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 66 67 68 69 71 80 2 ár 55 56 57 59 61 74 3ár 46 48 50 51 53 70 4 ár 40 42 44 46 48 67 5ár 35 37 39 41 43 65 B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1. fl. — 1981 2.715,42 2.309.24 1.958.25 1.339.56 1.339.56 888.58 846.63 644.18 599.43 119.55 TOKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU Veröbréfamarkaóur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lónaóarbankahusinu Simi 28566 TSíkamat.ka^utinn cim1 sS-lMisfötu 12-18 Mazda 626 Coupó Grásanseraður 1980, 2000 vél. Vero 115 þús., skipti á ódvrarl. Mazda 929 1981 Blár ekinn 24 þús., aflstýri, út- varp, snjó- og sumardekk. Verö 155 þús. Citroen CX 2500 diesel 1979 Rauöur, ekinn 160 þús., 5 gíra aflstýri og bremsur, allur nýyfir- farinn. Verö 130 þús. Nýr bíll B.M.W. 316 1982 hvitur, ekinn 6 þús. Verö 163 þús. Chrysler Horizon 1979 Grænn, ekinn 26 þús., sumar- og vetrardekk. Verö 90 þús. - 5Í Honda Civic 1981 Grænsanseraöur ekinn aöeins 10 þús., sem nýr bíll. Verö 110 þús. Greioslukjör. Mazda 323 Saloon Drapplitur ekinn aöeins 16 þús. Verökr. 115 þús. Drif á öilum Subaru Hatchback 4x4 1981 Brúnsanseraður, ekinn 14 þús. Peugeot 505 S.R.D. Diesel, sjálfskiptur, vökvastýri, útvarp og segulband, snjó- og sumardekk, sóllúga og fl., ekinn 10 þús. Vandaöur dieselbíll meö sportfelgur o.fl. Verö kr. 135 þús. öllum þægindum. Verð 180 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.