Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 36
Síminn á afgreiðslunm er 83033 3ttt>r£itnfclaftií> ®t$mmWmHb Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum: Fólk dansaði í regn- göllum í fyrrinótt Sól og fallegt veður í Eyjum í gær VeHtmannaeyjum, 7. átfÚHt. MIKIL rigning var hér í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og fram á nótt, en um klukkan 2.30 stytti upp og var þá fullt tungl og stirndur himinn. Fólkið lét ekki rigninguna á sig fá, það ætlaöi að halda þjóðhátíð á hverju sem gengi. Mestan part dagsins í gær var dagskránni fylgt, enda hélst þurrt um daginn. Þegar kom að kvöld- dagskránni sem hefjast átti um klukkan 8.30, þá var byrjað að rigna og var skýfall þar til klukkan var 2.30, en dansað var til 4.30. Því var kvölddagskránni sleppt að öðru leyti. Fólkið dansaði allan tímann þótt rigndi, það gallaði sig upp og var fullt á danspöllunum allt þar til dansleiknum lauk. Ekki sat fólk úti í rigningunni, en geysileg stemmning var í tjöldunum. í dag er sól hér í Vestmannaeyj- um og mjög fallegt veður og er mikill hugur í fólki. Búið er að hreinsa allt hátíðarsvæðið, þannig að ekki er hægt að sjá að haldin hafi verið þjóðhátíð. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar gekk allt vandræðalaust fyrir sig, en talsverð vinna var hjá lögreglumönnum vegna rigningar- innar. Engin slys urðu á fólki, en lögreglan aðstoðaði þá sem áttu í erfiðleikum vegna rigningarinnar. — Sigurgeir Range Rover á kaf í Blöndu við Hofsjökul „VIÐ vorum beðnir um aðstoð við Frakka, sem voru í vandræð- •¦'» við Blöndu inni við Hofsjökul um tíuleytið í gærkvöldi, en beir höfðu fest einn bíl af þremur, sem þeir voru á úti í Blöndu," sagði Gunnar Sig. Sigurðsson, formaður Björgunarsveitarinnar Bliindu á Blönduósi, í samtali við Mbl. í gærmorgun. — Það var þarna á ferð hópur ána þvera og endilanga, því það Frakka á þremur bílum, Range Rover, Lada Sport og Toyota Landcrusier. Þeir voru á leið austur á Seyðisfjörð og ætluðu að stytta sér leið fyrir norðan Hofsjökul. Þeir fóru hins vegar á röngum stað, langt fyrir ofan Blönduvöðin. Þeir skelltu sér beint út í ána, þar sem þeir komu að. Áin er 3—400 metrar á breidd þar sem þeir fóru út í og þegar þeir voru að komast upp á sand- eyri um miðja vegu í ánni festu þeir Range Roverinn í sand- bleytu. Það fór síðan strax að grafa undan honum að aftan og þegar við komum að honum um þrjúleytið í nótt voru aðeins um 30 sentimetrar upp úr að aftan, en stuðarinn hins vegar upp úr að framan. Við gátum hins vegar lítið að gert fyrstu l—2 klukku- tímana vegna myrkurs, en þegar við komumst að bílunum um fimmleytið var bílíinn allur und- ir vatni að aftan. Annars tók það okkur um klukkutíma að finna færa leið út að honum á frambyggðum Rússajeppa. Það varð að vaða eru þarna sandbleytupyttir um allt. Eftir töluverða fyrirhöfn tókst okkur síðan að ná honum upp úr, sagði Gunnar Sig. Sig- urðsson. Gunnar sagði aðspurður, að bíllinn væri töluvert skemmdur, t.d. væru innrétting og sæti ónýt. Þá hefði vatn komizt í olíu- kerfi bílsins. Hins vegar sæi ekki alvarlega á bílnum að utan. Gunnar sagði ennfremur, að fólkinu hefði ekki orðið meint af volkinu, en í Range Rovernum voru hjón með tvö börn, 2ja ára og 4ra ára. — Eigandinn var að vísu orðinn anzi blautur og hrak- inn, en hann var með okkur í þessu í nótt, sagði Gunnar. — Annars vil ég endilega vara fólk við svona ferðum. Það er í raun glapræði að fara um þetta svæði, nema fyrir þaulkunnuga, auk þess sem það er auðvitað ekki gæfulegt að leggja í jðkul- vötn seinnipart dags eins og í þessu tilfelli, sagði Gunnar Sig. Sigurðsson, formaður Björgun- arsveitarinnar Blöndu, að síð- ustu. Þjóðhátíðargestir létu ekki úrhellið aftra sér frá dansinum. Morj^unbladid/Sipirgeir. Dollari hefur hækkað liðlega 50,7% á árinu Pundið hefur hækkað um 34,5%, danska kr. um 27% og markið um 36% DOLLARAVERÐ hefur hækkað um liðlega 50,7% það sem af er árinu, en síðasU dag ársins 1981 var sölu- gengi hans skráð 8,185 krónur, en i gær var það skráð 12,336 krónur. Á einum mánuði hefur dollara- verð hækkað um tæplega 6%, en 6. júlí sl. var sölugengi hans skráð 11,644 krónur, en 12,336 krónur í gærdag eins og áður sagði. Þá má geta þess, að dollaraverð hefur hækkað um liðlega 207% á Hanna tæki sem grein- ir hringorma í fiski ÍSLENZKIR vísindamenn hafa um nokkurt skeið starfaö að frumrannsóknum varðandi greiningartæki er greint gæti hringorm og aðskotahluti í fiskflökum. Erlendir aðilar hafa boðist til að hanna slíkt tæki fyrir ísiend- inga og jafnframt vélmenni (robota) sem tíndu hringorminn úr fiskinum. Er það mál nú til athugunar, en það sjónarmið hefur komið fram að eðlilegra væri að þetta verkefni yrði leyst hér heima. Hugmynd hefur kom- ið fram um greiningartæki af þessu tagi er byggði á notkun leysiljóss og myndgreiningar- tækni, og hugsanlegt talið að með þessum hætti mætti smíða hagkvæmt greiningartæki er greindi alla aðskotahluti í fiski. Sjá nánar viðtal á bls. 46—47. því hálfa þriðja ári, sem núver- andi ríkisstjórn hefur setið að völdum, eða frá því í febrúar 1980. Frá áramótum hefur sölugengi pundsins hækkað um 34,54%, en það var skráð 15,652 krónur síð- asta dag ársins 1981, en 21,058 krónur í gærdag. Á einum mánuði hefur sölugengi pundsins hækkað um 4,87%, eða úr 20,080 krónum í 21,058 krónur. Danska krónan hefur hækkað nokkru minna frá áramótum, eða um tæplega 27%, en sölugengi hennar var skráð 1,1189 krónur síðasta dag ársins 1981, en í gær var danska krónan skráð 1,4206 krónur. Á einum mánuði hefur danska krónan hækkað um 4,74%, eða úr 1,3563 krónum í 1,4206 krónur. Loks má geta þess, að vestur- þýzkt mark hefur hækkað um lið- lega 35,74% frá áramótum, en síð- asta dag ársins 1981 var sölugengi þess skráð 3,6418 krónur, en í gærdag var það skráð 4,9433 krón- ur. Á einum rnánuði hefur vestur- þýzkt mark hækkað um 5,5%, eða úr 4,6861 krónu í 4,9433 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.