Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 Eilífðar- vélar Fjölmargir eru þeir sem í gegnum tíðina hafa tekið sór fyrir hendur að reyna að smíða svokallaðar eilífðarvélar. Hér áður fyrr var því almennt trúað að ekki þyrfti neitt að vera því til fyrirstöou að slík maskína gæti orðið að raunveruleika. Og jafnvel enn í dag eru til svo miklir bjartsýnismenn, að þeir leggja heilann í bleyti við að leysa þetta verkefni, sem samkvæmt orkulögmálinu er órökrétt og óframkvæmanlegt. Þær kröfur eru nefnilega gerðar til eilífðarvélar, eða perpetuum mobile eins hún nefnist á latínu, að hún geti snúist undir álagi án þess að taka til sín orku í nokkurri mynd. Engin furða er þótt það hafí vafíst fyrir mönnum að smíða slíka vél, en ómæld andleg orka hefur verið lög í bollaleggingar og tilraunir við að leysa þessa þrant. I»á hefur það komið fyrir að menn hafa orðið svo bjartsýnir á hugmyndir sínar varðandi einhverja tiltekna gerð af eilífðarvél, að þeir hafa sótt um einkaleyfí á þeim. A.m.k. ein slík einkaleyfísum- sókn hefur verið lögð fram hér á landi, en ófært mun hafa þótt að veita það einkaleyfi — af skiljanlegum ástæðum. Jón Mýrdal og vær' forv'tr>sem Njáii," segir í i í • t ir'" • þætti um Þorstein eftir Jón POrSteinn a KjOrVOgl HelKason ritstjóra, en þátturinn Á öldinni sem leið munu menn birtist í 1. bindi bókaflokksins hafa verið mun bjartsýnni á ei- lífðarvélar en þeir eru nú og hef- ur þekkingarskortur á orku- lögmáli eðlisfræðinnar sennilega búið að baki þessu jákvæða hug- arfari. Hér á landi sem annars staðar voru menn sem reyndu að leysa þetta verkefni í fullri al- vöru. Mun Jón Mýrdal skáld (1825—1899) hafa verið einn þeirra, en hann var smiður og kunni margt fyrir sér. Brösulega hefur honum þó gengið að koma saman eilífðarvélinni sem öðr- um, því samkvæmt munnmælum á hann að hafa leitað ráða og fulltingis hugvitsmannsins Þorsteins á Kjörvogi um smíð- ina. Þorsteinn Þorleifsson (1824-1882) bjó lengst af á Kjörvogi við Reykjarfjörð á Ströndum og er jafnan kenndur við þann stað. Hann var völund- ur á járn og tré, og einhver mesti hugvitsmaður sinnar samtíðar. „Hann smíðaði fyrstur bátavind- ur á Ströndum, hann smíðaði jafnt kaffikvarnir sem fæðingar- tengur, og hann sinnti lækning- um og sat yfir konum, þegar í nauðir rak í læknisleysinu. Veð- urglöggur var hann með afbrigð- um, og það orð lagðist á, að hann „Islenzkt mannlíf". Svo mikla trú höfðu menn á Þorsteini, að þeir töldu víst að hann gæti smíðað eilífðarvél væri það á annað borð unnt, og urðu margir til að hvetja hann til að spreyta sig á þessu verk- efni. Þorsteinn var hins vegar það fróður og athugull að hann gerði sér ljóst að ómögulegt væri að smíða vél, sem gengi af sjálfri sér, án aflgjafa. En viðfangsefn- ið heillaði hann engu að síður — um það vitnar bréf sem hann skrifar Jóni forseta Sigurðssyni 1875, en sá kafli bréfsins sem fjallar um eilífðarvélina er á þessa leið Segulaflsvél Þorsteins á Kjörvogi „... Ég nú í undanfarin 34 ár fengist við járnsmíði og haft mikið gaman af að hugsa um ýmsa hluti, er að smíðum lýtur. Nokkrir menn hafa skorað á mig að leggja hugann að þeirri, fyrir mér svokölluðu, eilífu maskínu, er gengið gæti með þeim kraftí, er henni væri frá fyrstu hendi afmældur, án annars kostnaðar en endurbóta af sliti. Ég hef mjög lítið fengizt við þetta, því mér finnst það vera Sir YYilliam Oongreve (1772—1828) reyndi að smíða eilífðarvél er skyldi hagnýta hárpípukraftinn. Byggðist eilífðarvél þessi á reim úr svampi, abcd á myndinni, en utanum hana var önnur reim úr þungu efni, sem skyldi pressa vatnid út úr svamprciminni á vegalengdinni AD. Þessi tvöfalda reim lá á þrem hjólum en u.þ.b. helmingur hennar var niðri í vatni. Hárpípu- krafturinn dregur vatn upp í svampreimina á vegalengdinni AB, en þsð getur ekki gerst á AD hluta reimarinnar þar sem þungi ytri reimarinnar pressar vatnið út. Sir Congreve taldi því að með þessum útbúnaði yrði hluti AB alltaf þyngri en hluti AD, og myndi því reimin skríða áfram af sjálfri sér og snúa hjólunum þremur. Hjólin tvö á myndinni áttu að vera eilífðarvélar — áttu að snúast sjálfkrafa og án þess að nokkuð utanaðkomandi afl annað en aðdráttarkraftur jarðar kæmi til. Á vinstra hjólinu eru stengur með lóðum á endunum. Þær eru á hjórum og geta slegizt út til annarrar hiiðarinnar. Aleiðingin er sú, að lóðin hægra megin eru lengra frá snúningsásunum en þau lóð sem eru vinstra megin — hefur uppfinningamaðurinn litið svo á að þess vegna hlyti hjólið að snúast og borið fyrir sig vogarstangarregluna. í hjðlinu hægra megin eru kúlur, er geta runnið eftir brautum, sem hafa þá lögun að kúlurnar hægra megin velta lengra frá snúningsasnum en þær sem eru hægra megin — þetta hjól átti því að snúast af sjálfu sér af sömu ástæðu og hitt. En hvorugt hjólið snýst! eitt af því ómögulega, þegar ég þó undantek tvo hluti, sem þetta kynnu að afreka. Það annað er skorsteinn eða strompur svo hár, að loftþyngdarmismunurinn frá neðra opi hans og upp að hinu efra yrði svo sterkur sem með þyrfti, en fyrir því hef ég enga sönnun. En annan kraft hefur mér nýlega komið til hugar að nota, og er það segulaflið. En þegar ég fór að lesa um það í eðlisfræðinni, sá ég, að það hefur lítið skertan kraft, þó borið sé á milli þess og járnsins tré, látúm, silfur, eir eða horn, og yfirhöfuð þeir hlutir, sem ég hef föng á að reyna. Nú er því spurningin, hvort það sé enginn sá hlutur til, sem renna mætti milli stálsins og járnsins, en hefði þann eigin- leika, að segullinn gæti ekki verkað gegnum hann eða út fyrir hann, því væri þessi hlutur til, mætti búa til vél, er stöðugt gengi með jöfnum krafti, ef seg- ullinn dofnaði ekki, og liggur sú hugmynd ljóst fyrir mér, því ég er búinn að teikna hana. „Eins og á glíoara í gufuvél" Ég veit vel, að þér verðið að hafa talsvert fyrir þessu, en ég vil fúslega borga yður fyrirhöfn yðar. En máske hugmynd mín sé hégómi einn og hafi ekkert við að styðjast, og bið ég yður þá að gera svo vel að skrifa mér það. En skyldi nú einhver sá hlutur vera til, sem gæti gert áður- nefnda verkun — hann má ekki vera mjög þykkur, því fjarlægð- in minnkar kraft segulsins —, þá bið ég yður enn fremur að útvega mér tvær dálitlar segulhlöður, sem hefðu hér um bil fjögurra punda kraft hvor, og þar með þennan hlut, ef hann er til, og þarf þá að vera svo mikið af hon- um, að ég fái í tvær plötur, sem ég ætlast til, að hlaupi á milli seglanna á víxl og loki þannig öðrum kraftinum, um leið og opnast fyrir hinum, eins og á glíðara í gufuvél..." Ekki er vitað hverju Jón Sig- urðsson svaraði bréfinu, né hvort hann hefur getað veitt Þorsteini nokkra úrlausn í þessu máli. Sjálfur átti Þorsteinn ekki langt eftir ólifað þegar hann skrifaði bréfið, því hann fórst sjö árum síðar í sjóslysi á Húna- flóa. Samantekt: Bragi Óskarsson smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Listunnendur Til sölu gullfallegt málverk eftlr Sverri Haraldsson, málað 1971. Stærö 140x90. Upplýsingar í sima 22719. Óvenjufalleg sérsmiöuö J.P.-eldhúsinnrétling (notuö, lamel, antikgler) til sölu ásamt Electrolux eldavél, viftu og tvöföldum stálvaski. Einnig nýjar sturtugræjur (hitastillir), notaðar innihurðir, skáphurðir, gólfteppi. lampar og húsgögn (hálfvirði eða ódýrara). Sími 45198. Hey til sðlu Vélbundiö hey til sölu. Uppl. í síma 93-4111 beöiö um Geirmundastaöi. Ung kennarahjón meö eitt barn óska eftir aö leigja, 3/a herb. ibuð í Reykjavík. Má þarfnasl viöhalds. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Uppl. í sima 39004 eöa 20973. Utanbæjarmaður óskar eftir að taka á leigu íbuð sem næst miöbænum. Meömæll frá fyrri leigusölum. Upplýsingar i síma 18114. Húsráöendur Nafnskilti á póstkassa og úti- og innihuröir. Sendum um land allt. Skilti & Ljósrit, Hverfisgötu 41. Sími 23520. Sjúkraliða Vantar íbúð 2ja—3)a herb., get- ur veitt heimilisaöstoð. Upplýs- ingar i síma 31447. Einhleyp kona ,á miðjum aldri óskar eflir aö taka á leigu litla ibúð. Reglusemi og góðri umgengní heitið. Uppl. í síma 10925. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferöir sunnudaginn 8. ágúst. 1. kl.08.00 Bláfell á Bláfellshálsi. Verð kr. 200,- 2. kl. 13.00 Hvalfjarðareyri (fjöruferö). Verð kr, 100.- Farið frá Umferðamiðstööinni, austanmegin. Frítt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Farmiðar v/bil. Ferðafélag islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferöir: 1. 13.—18. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórs- mörk. Gönguferö meö svefn- poka og nesti. Gengið milli sæluhúsa. 2. 14,—18. ágúst (5 dagar): Barkárdalur — Tungna- hryggur — Skíðadalur Svarf- aðadalur. Flogið til og frá Akureyri. Gönguferö með viðleguutbunaði (tjöld). 3. 19—23. ágúst (5 dagar): Höröudalur — Hítardalur — Þórarinsdalur — Hreöavatn. Gönguferö með viöleguútbún- að (tjöld). 4.26—29. ágúst (4 dagar): Noröur fyrir Hofsjökul. 5. Berjaferö um mánaðarmótin ágúst—sept. Nánar augl. síð- ar. Ráölegt er aö leita upplýsinga á skrifstofunni, Öldugötu 3 og tryggja sér farmiöa tímanlega. Feröafélag Islands. Hörgshlíd 12 Samkoma í kvöld kl. 8. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík I dag, sunnudag. verður almenn samkoma kl. 11.00. Verið velkomin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir, 13.—15. ágúst: 1 Tindafjallajökull — Gist í tjöldum/húsum. 2. Alftavatn á Fjallabaksleiö syöri. Gist í húsi. 3. Þórsmörk. Skoðunarferðir um Mörkina. Gist i húsi. 4. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í húsi. 5. Hveravellir — Þjófadalir. Gist i húsi. Fariö í allar ferðirnar kl. 20.00 föstudag. Farmiöasala og allar upplysingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Miðvikud. 11. ágúst: Kl. 08.00 Þórsmörk. Aðeins 3 miövikudagsferðir eflir á þessu sumri, notið tækifæriö og dveljið Ví viku í Þórsmörk. Feröafélag Islands. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.00 bæn, kl. 20.30 samkoma. Laut Miriam Óskars- dóttir og fleiri stjórna og tala. Velkomin. Kristniboösfélag Karla í Reykajvík Fundur verður í Kristniboöshús- inu Betaníu, Laufásvegi 13, mánudagskvöldiö 9. ágúst kl. 20.30. Allir karlmenn velkomnlr. Stjórnln. Krossinn Almenn samkoma i dag kl. 16.30 aö Álfhólsvegi 32 Kóp. Willy Hansen Jnr. talar og syngur. All- ir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía Safnaöarguösþjónusta kl. 14.00. Almenn guðsþjónusta kl. 20.00. Ræöumaöur John Peterson frá USA. Fórn fyrir kristniboöiö. Organisti Árni Arinbjarnarson. .grfr^y, IDIÆO Fjölskyldudagur KFUM og K viö Holtaveg er i dag kl. 14.00. Utileikir, veitingar og samveru- stund. FjöTmennum og tðkum gesti meö. i UTIVISTARFERÐIR Dagsferðir sunnudaginn 8. ágúst: 1. Þórsmörk. Brottför kl. 8.00. Verð kr. 250. 2. Herdísarvík — Selvogur — Strandakirkja. Brottför kl. 13.00. Verö kr. 150. Brottför trá BSl bensinsölu. Fritt f. börn m. fullorönum nema i Þórsmörk greiðist hálfl gjald fyrir 7—15 ára. Sumarleytisferöír: 1. Eldgjé Hvannagil. 11.—15. ágúst. 5 daga bakpokaferð um nýjar slóöir. Fararstj. Hermann Valsson. 2. Gljúfurleit — Þjórsarver — Arnarfell hiö mikla. 17.—22. ágúst 6 dagar. Fararstj. Hörður Kristinsson. 3. Laugar — Þórsmörk 18.—22,agust. 5 daga bakpoka- ferö. Fararstjóri Gunnar Gunn- arsson. 4. Sunnan Langjökul*. 21.—25. ágúst. 5 daga bak- pokaferö. 5. Arnarvatnsheiði. 6 daga hestaferðir. Fullt fæði og útbún- aður Brottför alla laugardaga. Uppl. og farseðlar á skrifst. Lækjargötu 6a, s. 14606. SJÁUMST. Feröatélagiö Útlvist. Al <.I.Y SIV.ASIMIVV M(. 22480 PereunbUbio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.