Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
Máiverk þetta sýnir eWgöngu 40 Brahmína sem fram fór f Indlandi 1912 til skemmtunar evrópsku valdhöfunum. Þeir
bera helga gripi til að auka ónæmi sitt fyrir eldi og hita.
„Fakírinn" Jatoo Bhai frá Calcutta dansar {eldi án þess að kippa sér upp við
hitann — klæði hans virðast einnig ónæm fyrir eldi.
Eldganga
Geta menn orðið ónæmir fyrir hita?
„.. .Periya pujari veður fram að eldinum. Hann tekur ofan þetta kynlega höfuð-
fat sitt, líkneski gyðjunnar, lyftir öðrum fæti eins og hann ætli að stíga út í
glóðina, en hikar við og hefur yfir bænir um stund. Síðan stígur hann út á
eldinn. Hann hraðar sér ekki neitt. í miðri eldgröfinni nemur hann staðar um
stund, beygir sig niður, fer höndum um glóðina og tekur upp glóandi eimyrjuna
og hendir í loft upp. Um leið gefur hann frá sér hljóð, sem ekki virðist geta
komið úr nokkrum mennskum barka. Hann gengur síðan eldþróna á enda, snýr
við aftur og kemur sömu leið líkt og hann gengi á mjúku flosteppi. Hann hefur
vígt eldinn. Nú getur hver, sem vill, gengið til altaris Maríönnu. Þessi gamli,
sinaberi maður er með öllu óskaddaður eftir þessa eldraun. Hann er aðeins
móður og dasaður.
Nú ganga hofmeyjarnar ein af
annarri. Þær halda á rís, tákni
frjóseminnar, í hendinni. Þær
Kanga allar yfir með róleKum en
þó léttum ok ákveðnum skrefum.
Enga þeirra sakar neitt.
Áhorfendum er einnig boðin
þátttaka. Ung móðir með korna-
barn á armi stendur skyndilega
upp og leggur barnið frá sér. Hún
Kenjíur eldinn. Fætur hennar eru
með öllu óbrenndir. Skömmu síðar
fer ttamall maður yfir eldinn og
sakar ekki. Maður er farinn að
halda, að þessi eldur brenni ekki.
Hávaxinn maður með harðan og
einbeittan svip stígur út í glóðina
en hrökklast jafnskjótt út af
henni aftur. Það blæðir úr fótum
hans. Eins fer fyrir tveimur þeim
næstu. Fleiri reyna ekki. Gyðjan
Maríanna veitir ekki öllum bless-
un sína.
„Hvernig er þetta gert?“ spurði
ég Motley á heimleiðinni.
„Það þarf að lyfta öðrum fætin-
um fram fyrir hinn“, svaraði hann
spaklega. „Þetta geta allir. Jafnvel
þeir á Norður-Indlandi. Ég hef
heyrt um mann þar, Swami Swan-
and hét hann, sem gat látið hvern
sem var ganga eld. Ég á mynd af
því heima hjá mér.“
„Hefur þú reynt?“ spurði ég.
„Nei, þeir hálfsvelta sig vikum
og mánuðum saman á undan eld-
göngunni og lifa meinlætalífi."
„Eg skil,“ sagði ég.
„Gangið þíð eld á íslandi,
shab?“ spu'rði Motley.
„Nei,“ sagði ég.
„Ekki einu sinni prestarnir?"
„Nei.“
Motley hristi höfuðið. „Þið eruð
heiðingjar,“ sagði hann, spýtti
rauðu og fékk sér aðra pan-
tuggu...“
Þannig segir Gunnar Dal, skáld,
frá eldgöngu er hann varð vitni að
í Indlandi, og birtist frásögnin í
bókaflokknum „Því gleymi ég
aldrei".
Eldtraust fólk
Eldganga hefur verið tíðkuð
víða um heim, sérstaklega meðal
frumstæðra þjóða og er þá oft
einskonar hreinsunarathöfn. Hlið-
stæður siður tíðkaðist reyndar hér
á Norðurlöndum til forna — að
menn báru glóandi járn til að
sanna sakleysi sitt. Fræg er sú
saga er Grettir sterki skyldi bera
járn í Noregi til að sanna sakleysi
sitt af brennu Þórissona, en um
þetta segir í Grettis sögu:
„Ólafur konungr mælti þá:
‘Unna viljum vér þér at bera járn
fyrir þetta mál, ef þér verðr þess
auðit’.
Gretti líkaði þat allvel. Tók
hann nú at fasta til járnsins, ok
leið til þess, er sá dagr kom, er
skírslan skyldi fram fara. Þá gekk
konungr til kirkju og byskup ok
fjöldi fólks, því at mörgum var
forvitni á at sjá Gretti, svá mikit
sem af honum var sagt. Síðan var
Grettir til kirkju leiddr ...“
Nú á tímum draga menn það
hins vegar mjög í efa að menn geti
vaðið eld eða borði glóandi jám án
Gunnar Dal.
þess að hljóta brunasár, hvort sem
þeir eru sekir eða saklausir, eða
hvernig sem hugarfari þeirra er
yfirleitt háttað. Sögur af eldgöngu
, eins og sú sem birt er hér að
framan, vekja þá spurningu
hvernig fólk komist hjá því að
hljóta brunasár er það gengur á
glóðum og glóandi grjóti, og hand-
leikur jafnframt hvort tveggja.
Sumir sem um þessi mál hafa
skrifað fullyrða að þetta séu prett-
ir einir og sjálfsefjun, en aðrir
hailast að dulrænum eða
yfirskilvitlegum skýringum.
Evrópumenn vaða
eld í Pólynesíu
Um miðjan tíunda áratug nítj-
ándu aldar ákváðu nýsjálenskur
embættismaður, Gudgeon að
nafni, og vinur hans, læknirinn
Hocklen, að komast að því hvað
væri hæft í eldgöngusögum einu
sinni fyrir allt. Þeir horfðu van-
trúaðir á mikla eldgöngu í Póly-
nesíu ásamt nokkrum félögum
sínum, en þarlendum töframaður
stóð fyrir athöfninni. Hann skor-
aði á þá að viðurkenna mátt
„mönu“ sinnar — eða orku — og
vaða eldinn sjálfir. Þeir félagar
tóku áskoruninni.
Gudgeon hafði vissulega sínar
efasemdir er hann nálgaðist
eldgryfjuna. „Ég hafði það á til-
finningunni," skrifaði hann síðar,
„að skinnið myndi stikna af fótum
mínum.“ Hann sakaði þó ekki hið
minnsta í eldinum, en einn þeirra
félaga „sem leit aftur eins og kona
Lots“, en það hafði töframaðurinn
bannað, hlaut alvarleg brunasár.
Þegar Hocken læknir hafði Iokið
eldgöngu sinni hóf hann þegar
nákvæmt rannsóknarstarf. Hann
hafði haft meðferðis hitamæli sem
gat mælt allt að 205 gráður á
Celsíus, og var hann hengdur í
tveggja metra hæð yfir eldgryfj-
una. Kvikasilfrið þaut upp kvarð-
ann og hefði mælirinn sprungið ef
lóðning hefði ekki gefið sig, eftir
því sem Hocken sagði síðar. Þá
grandskoðaði hann fætur hinna
innfæddu en fann hvergi votta
fyrir brunasárum. Hann skóf fæt-
Andstæðingar. Edward Clodd (til vinsíri) taldi eldgöngur byggjast á ómerki-
legum brögðum. Andrew Lang (til hægri) bað hann staðfesta kenningu sína
persónulega með eldgöngu, en Clodd kærði sig ekki um það.