Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 31 ur nokkurra í því skyni að leyta að efni sem hugsanlega verndaði þá fyrir hita en fann engin merki um neitt slíkt efni. Niðurstaða hans var á þá leið að óhugsandi væri að nokkur brögð hefðu verið notuð við eldgönguna. Þræta Clodds og Langs Þrátt fyrir hina vísindalegu rannsókn Hockens læknis vildu ekki allir fallast á niðurstöðu hans. E. Clodd, virtur þjóðhátta- fræðimaður, talaði t.d. í niðurlæg- ingartón um eldgöngusögur í ræðu sem hann flutti 1895 og prentuð var. „Þetta eru ekki annað en blekkingar og svik," sagði hann, „Ég þykist vita hvernig þeir fara að þessu. Það vita allir að iljar fólks sem gengur berfætt dags daglega verða þykkar og sigggrón- ar, sem gerir því mögulegt að þola hita sem við myndum ekki þola þó við værum í stígvélum." Þá benti hann á að hugsanlega hefðu fætur eldgöngumanna verið gerðir ónæmir með efnum sem hann til- tók hver væru. „Og það er vel þekkt," sagði hann ennfremur, „að menn geta haldið hendi niður í bráðnu járni svo lengi sem hún er rök. Hinn mikli hiti veldur því að rakinn myndar einskonar gufusvið umhverfis hendina — þannig myndast einangrunarlag á milli handarinnar og málmsins, sem verndar hörundið fyrir hitanum." Þekktur sagn- og mannfræðing- ur, Andrew Lang, mótmælti þess- ari yfirlýsingu Clodds harðlega. eldgöngu. Samkvæmt frásógn Englendingsins 0. Leroy leigði mahrajann „múhameðskan fakír" nokkurn til að varpa andlegum verndarhjúp um alla þá sem tóku þátt í athöfninni. Eldgangan hófst með dunandi lúðrablæstri og fyrstu sjálfboða- liðarnir gengu út í eldinn. Fakír- inn kastaði nokkrum viðstaddra nauðugum út í eldhafið en „skelf- ingarsvipur þeirra breyttist fljótt í sigurbros" að sögn Leroys. Eini skugginn sem bar á þessa glæsi- legu sýningu varð þegar maharaj- ann kallaði: „Hættið." Þá rak fak- írinn upp kvalaöskur og varpaði sér emjandi til jarðar. Þetta var útskýrt þannig fyrir biskupnum að öllum sársauka eldgöngufólks- ins hefði samanlögðum verið hleypt í fakírinn. Vísindalegar eldgöngutilraunir Réttum 14 árum síðar var svo gerð gangskör að því að setja upp vísindalega tilraun um eldgöngu við Lundúnaháskóla. Sjö metra löng eldgryfja var útbúin í Carls- halton í Surrey og var meðalhit- inn í henni 430 gráður meðan á tilrauninni stóð. Kuda Bux, ungur indverskur múhameðstrúarmað- ur, þrammaði berfættur yfir eldgryfjuna fjórum sinnum og virtist ekki finna fyrir hitanum. Þrátt fyrir nákvæma rannsókn fannst ekkert efni á fótum hans er verndað gæti þá fyrir hitanum, né nokkuð sem benti til að um svik væri að ræða. *&*. ¦ s. --»»> • _•* J/ . *¦¦',' , - ¦^w ¦¦#-, "%k • ..¦ «&? ¦&*$>&, Frá eldgongutilraunum I Carlshalton á Knglandi 1937, þar aem bæfti Ind- verjar og Evrópumenn gengu yfir eldgryfjuna in þess að verða fyrir bruna. Ahmed Hussein (á vinstri myndinni) lagði fyrstur í þrekraunina en i hæla honum fór Reginald Adcock (hægri myndin). Faetur beggja voru grandskoð- aðir fyrir og eftir gðnguna en i þeim fundust hvorki brunasir né verndar- efni. „Ég skil ekki hvers vegna mann- fræðin á að hundsa sagnir um eld- göngur sem urmull er til af, bæði gömlum og nýjum. Margir sam- tímamenn okkar segjast hafa fylgst með slíkum athöfnum og hafa borið því vitni margir sam- an." Lang segist alls ekki vera að halda því fram að nokkuð yfir- skilvitlegt þurfi að vera við eld- göngur, og auðvitað gæti verið um pretti að ræða. „En séu það ein- hver brögð, þá eru þau bæði forn og kunn víða um heim — og það yrði ómaksins vert að komast að hver aðferðin er." Þá hvetur hann hr. Clodd til að reyna sjálfan að vaða eld með þeim brögðum er hann þættist kunna skil á. Eldgangan í Madras 1921 Eldgangan sem fram fór í Madras á Indlandi 1921 telst ein- hver sú stórkostlegasta sem sögur fara af. Það var rómversk-ka- þólski biskupinn í Mysave sem bað vin sinn maharaja, indverskan valdsmann, að stofna til þessarar H. Price, þekktur reimleika- rannsóknarmaður, var viðstaddur þessa eldgöngu, en taldi að síður en svo þyrfti að vera um neitt kraftaverk að ræða. Hann dró þá ályktun að Kuda Bux væri fær um að sleppa við hitann með því að stikla hratt yfir brennandi viðinn, en viðurinn hefði sjálfur litla hita- leiðni. Annar áhorfandi, læknir- inn S.W. Chibbett, lét sér fátt um finnast og fullyrti að þetta gætu allir gert, en vildi þó ekki vaða eldinn sjálfur þrátt fyrir áskoran- ir — vegna þess að hann væri ekki heppilega klæddur til þess arna, eins og hann sagði. Síðar var þessi eldgöngutilraun endurtekin á sama stað árið 1937 og gengu þá nokkrir Indverjar og Evrópumenn eldgryfjuna á enda án þess að saka hið minnsta. En þrátt fyrir þessar tilraunir eru menn alls ekki á einu máli um hvað gerir fólki fært að vaða eld án þess að saka — og þræta ennþá um hvort skýringin sé efni eða andi. (Samantekt — bó.) VERKTAKAR— RÆKTUNARSAMBÖND Getum boöiö örfáar jaröýtur frá International Harvester til afgreiöslu strax frá Bretlandi. Tegund TD8B. Verð kr. 635.000.- I Tegund TD15C. Verd kr. 1.750.000.- MATTUR HINNA MORGU Véladeild Sambandsíns Ármúla3 Reykjavík Simi 38900 SPLUNKUNÝR Verð aöeins kr. 78.500.- tilbúínn á götuna. FIAT 125P er sterkur og sparneytinn f jölsky Idubitl með mjög góða aksturs- eiginleika. Vélin er 85 ha., og eyðsla aðeins c.a. 91. pr. 100 km. Afl-diskahemlar á öllum hjólum, Halogen-ljós og tvöföld framljós, raf- magnsþurrkur og rúðu- sprauta, hitanleg afturrúða o.m.fl. Mikill bíll á otrulega hagstæðu verði. Það er eingöngu undir sjálf- um þér komið, þegar þú kaupir nýjan bil hvernig þú ferð með hann og hvernig hann endist. Nú er tækifæri til þess að eignast splunkunýjan FIAT 125P á verði, sem er lægra en á mörgum notuðum bíl- um. Hver vill notaðan bíl, þegar hægt er að fá nýjan á lægra verði hjá okkur? IFIAT UMBOÐIÐ SMIÐJUVEGI 4, KÓP. SÍMI 77-200 SÖLUMENN 77-720

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.