Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 Úr myndaflokknum nm Jóhann Kristofer. Sjónvarp kl. 21.50 í kvöld: Fyrsti þáttur framhalds- myndaflokksins um Jóhann Kristófer Á dagskrá sjónvarps kl. 21.30 í kvöld er fyrsti þáttur myndaflokksins „Jóhann Kristófer" sem er byggður á samnefndri sögu eftir Romain Rolland. Myndaflokkurinn er í níu þáttum. Sagan hefst árið 1880 við ána Rín. Jóhann Kristófer er af tónlistarfólki kominn, og sjálfur lærir hann að leika á píanó. Faðir hans er drykk- felldur og sviptir sig lífi. Jó- hann Kristófer tekur á sig ábyrgð og skyldur fjölskyldu- föðurins. Þýðandi er Sigfús Daðason. Hljóðvarp kl. 13.20: Vrnþrúður Karl.sdóttir Hægt að bregða sér á þjóðhátíð í huganum Á dagskrá hljóðvarps kl. 13.20 í dag er „Á þjóðhátíð í Eyjum", þáttur í umsjá Arnþrúðar Karls- dóttur. Arnþrúður lýsti þættinum með eftirfarandi orðum: „Þetta er 40 mímitna þáttur sem fjallar, eins og nafnið bendir til, um þjóð- hátíðina í Vestmannaeyjum. Það verða ýmsir Vestmanneyingar sem segja okkur eitt og annað í sambandi við þjóðhátíðina, þann- ig að við ættum að geta brugðið okkur á þjóðhátíð a.m.k. í hugan- um. T.d. getum við tekið lagið því það fer hvert lagið á fætur öðru á fóninn og alveg örugglega lög sem mikið hafa heyrst á þjóðhátíðum fyrri ára." Hljóövarp kl. 10.25: Sagt frá björgun flug- vélaráhafnar sem týnd- ist á Vatnajökli árið 1950 A dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 í dag er þátturinn „Út og suður" í umsjá Friðriks Páls Jónssonar. Sagði Friðrik Páll að þetta væri fyrri þátturinn af tveimur þar sem Þorsteinn Svanlaugsson á Akureyri segir frá björgun áhafn- ar millilandaflugvélar Loftleiða, „Geysis", sem týndist 14. sept- ember 1950 og fannst fjórum dög- um síðar, þ.e. 18. september. „Þá bárust þau gleðitíðindi að flugvél- in hefði sést á norðanverðum Vatnajökli og áhöfnin á ferli við flakið," sagði Friðrik Páll. „Þor- steinn Svanlaugsson var í hópi leiðangursmannanna sem lögðu af stað frá Akureyri 18. september og tókst þeim að bjarga fólkinu af jóklinum. Áður hafði bandarísk skíðaflugvél reynt að bjarga fólk- inu en ekki komist á loft aftur og þurftu leiðangursmennirnir því að bjarga áhöfnum beggja vél- Frásögnin í fyrri þættinum endar uppi á jöklinum þegar þeir Þorsteinn og félagar eru í þann mund að leggja af stað til byggða með fólkið. En þó er síðari hluti, frásagnarinnar sem verður á sunnudaginn kemur og sem segir frá heimferðinni af jöklinum, jafnvel ennþá meira spennandi," sagði Friðrik Páll að lokum. V Friðrik Páll Jónsson fr.ttamaour imeygöu^ þérmeö ísíöustu, iaetin' tTa Orlof aldraöra 23. september Grikkland. Örta sæti laus. 2september Portoroz. Biölisti. 3. vikna feröir, dvöl á hóteli með hálfu fæöi. Fararstjóri: Ásthildur Pétursdóttir. Portoroz 12. ágúst 3 sæti laus 2. september biölisti Grikkland 12. ágúst 3 sæti laus 2. september biðlisti Toronto 16. ágúst örfá sæti laus 26. ágúst örfá sæti laus Rimini 19. ágúst biölisti 30. ágúst örfá sæti laus Sumarhús í Danmörku 13. ágúst biðlisti 20. ágúst Karrebæksminde í 1 eöa 2 vikur 27. ágúst Karrebœksminde i 2 vikur Kaupmannahöfn flug og bíll 13. ágúst 4 sæti laus 20. ágúst örfá sæti laus 27. ágúst örfá sæti laus Amsterdam Flug og bíll, verð frá 4.000.- Flug og hótel í 4 daga. Verð frá 4.540.- Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 í. 28899 honda hefur aflaö sér alþjóðaviðurkenningar vegna frábærrar hönnunar, tæknilegrar yfirburöa og sérstakrar sparneytni í akstri. honda er 5 gíra eöa sjálfskipt meö „over- drive" og aflstýri. honda framhjóladrif, sjálfstæö fjöörun á öll- um hjólum og tannstangarstýri er trygging fyrir öruggum akstri. A HONDA ÆCORD honda bifreiöir eru hannaðar með eftirfarandi í huga: Fagurt útlit. Vandaðan frágang. Trausta yfirbyggingu. Sparneytna vél. Þessir eiginleikar eru hróöur honda og einmitt þaö sem eykur traust eigandans. Kynnist sjálf hvaö honda býöur. Verö frá kr. 157.000.— (gengi 27 7. 82). SBEEE á Islandi Suöurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 38772.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.