Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 8. ágúst - Bls. 37-68
Halldór Laxness
I*essi grein um Maríusögu
rís á erindi sem undirritaður
flutti á ensku í hátíðasal Háskól-
ans í hópi kaþólskra manna
erlendra á dögunum. Texti
minn er hér þýddur og sniðinn
að hæfi okkar fólks. I*eir sem
eiga enskan texta ræðunnar
geta borið saman það sem
talið var óhætt að segja er-
lendum kaþólíkum, biskupum og
kardínálum, um viðkvæm mál
íslensk. Tilamunda hafði ég
ekki hugrekki til að segja slík-
um mönnum frá því að Maríu-
saga, eitt af höfuðritum ís-
lenskrar túngu, hefði aldrei
verið gefin út á prent á ís-
landi. En þó ég hafi enn ekki
Ijóstað því upp, finst mér
óþarfi að þraungsýnir og
þverúðarfullir mótmælendur
hér ímyndi sér að með því að
lesa ekki þessa bók, kannast
ekki við hana og gefa hana
ekki út, sé hún ekki til.
H.L.
Þó skömm sé frá að segja, hef ég
enn ekki haft næði sem til þarf að
lesa Maríusögu ofaní kjölinn. Samt
hefur bókin verið íslendíngum til-
kvæm leingur en flestir textar á vora
túngu. Elst handrit Maríusögu ís-
lensk eru hátt í níu alda gömul og
lætur nærri að bókin hafi verið rituð
hér samtímis Grágás, en Hafliðaskrá
varð til 1118. Um þriggja alda skeið í
ævi þessarar bókar hefur hún verið í
eign og umsjá Árnasafns í
Kaupmannahöfn; og svo er enn. Eing-
in tilraun hefur verið gerð mér vit-
anlega til að útskýra þessa bók fyrir
íslendíngum, hvorki frá sjónarmiði
málfars, efnis né bókmentastefnu. Ég
hef aldrei hitt neinn sem hafi lesið
hana. En úr handritum hennar var
fyrir meiren 100 árum gerður út-
dráttur, 1222 bls að leingd, prentaður
með lúsaletri í Kristjaníu 1871. App-
aratur neðanmáls greinir textamis-
mun á handritum o.þvl., og í nokkuð
stuttulluðum inngángi verksins gerir
ritskýrandinn C.R. Unger, þýsk-
ættaður norðmaður, grein fyrir bók-
inni. Hann getur hliðstæðra rita
sunnanúr álfu, og sést af því hve
fljótir íslendíngar hafa á sínum tíma
verið að taka við sér í kirkjulegum
bókmentum, að slík bók skyldi ná hér
landi á tólftu öld; höfðu þó landar í
nógu að snúast að því snertir bókleg
efni á þessum tíma (og kanski líka
þessvegna). í inngángi sínum getur
dr. Unger um uppákomur á tilteknum
stöðum í Mið-Évrópu, þar sem bók-
mentir af þessu tagi voru lagðar fyrir
róða að kirkjulegu boði í kaþólskum
sið.
Lærisveinum lúterskra fræða hefur
sýnilega þótt lítill pardómur í maríu-
fræðilegum lánglokum af íslandi, þó
Maríusaga sé reyndar einhver elst
bók á túngunni, textinn jafngamall
Grágás sem að ofan sagði; og líklega
einnig Eddu. Það sem kynni að hafa
hrundið siðbótarmönnum frá Maríu-
sögu, svo og Árna Magnússyni, er sú
staðreynd að bókin um helga mey er
sett upp í blómberandi mærðarstíl
latneskra miðaldarita helgra, þeim
stíl sem fornsögur okkar og Édda
forðuðust einsog heitan eldinn. I
fornum lögum, sem lesa má í Grágás,
slær fyrir stuðlasetníngu óbundins
Islensk bók
í Sívalaturni
máls frá því fyrir upphafsdaga skrift-
ar á íslandi, og ráða því oft reglur
kendar við minnistækni: stuðlað mál
festist tilamunda betur í minni en
laust mál. En það er samt sem áður
merkilegt að slíkar andstæður í
bókmentum sem Maríusaga og Edda
skuli hafa blómgast samtímis á ís-
lensku 12tu aldar.
Á kaþólskum bókum sem þýddar
eru beint úr miðaldalatínu kappkosta
menn að fylgja náið stíl frumtextans
í eftirlíkíngunni, — tam með illþol-
andi ofnotkun síðlatneskrar skildaga-
tíðar sem mikið er um í Maríusögu.
Suðrænn garður, sem í þessari sögu
ilmar af ókennilegum gróðri, er hins-
vegar alger þversögn við Íslendínga-
sögur og Eddu — og um þetta leyti
voru reyndar ekki orðnar til á bók.
Ekki ósennilegt að fornsagan okkar
hafi sumpart risið á vísvitandi andófi
gegn blómberandi stíl kristinnar
„spásögu", opinberunar og endur-
lausnar. Islendíngasögur eru frá upp-
hafi bundnar harðviðjuðum frásagn-
arstíl munnlegum, og við köllum
norrænan, þó hann sé óþektur á
Norðurlöndum; enda má ekki gleyma
því heldur, að hann er í ætt við lærð-
an stíl klassískrar latínu sem höfund-
ar Íslendíngasagna hafa fyrir sitt
leyti lært í skóla hjá klerkum.
Letrið kom híngað með kristninni
af því kristindómur er bókstafstrú
sunnanúr Miðjarðarhafi og verður
ekki lærður án leturs. Hómilíubókin
og aðrar þýðíngar helgar frá frumtíð
skriftar hér á landi hljóta að sínu
leyti að vera jafnaldra trúboðinu
sjálfu. Ógerníngur að byrja kristin-
dóm án bókar. Ekki einusinni
hugsanlegt að kirkja yrði rétt reist né
messa rétt súngin án bókar. Þýðíngar
helgar úr latínu hljóta að vera hið
fyrsta sem sett hefur verið á bók hér
strax uppúr kristni; að ógleymdum
lögum um kirkjutíund sem Gissur
biskup samdi seint á elleftu öld.
Þess er vert að geta að Maríusaga
segir hvergi frá Maríu mey sem
jarðneskri veru; sagt er aðeins frá
móður Guðs. Sú hin vitrunarkenda
Maríuspá verður þeim mun skiljan-
legri sem sá er á hlýðir er kunnari
uppsprettulindum hennar og forsend-
um, tilamunda guðspjöllunum, ját-
níngaritum helgra manna, dómkirkj-
um og klaustrum, upphafníngu dír-
línga, áníngarstöðum pílagríma,
gregorískum saung; en þó einkum og
sérílagi guðfræðinni sjálfri. Mynd
sem Maríusaga málar af kristindómi
er samt ráð að skoða með gát áðuren
þetta blómberandi leiksvið sé virt til
jafns kenníngunni sjálfri. Væri ég
spurður formálalaust hvert höfuð-
atriði og leiðarljós ég teldi merg
málsins í Maríusögu, mundi ég svara:
kvenmynd eilífðarinnar; hið móður-
lega frumhugtak.
Eins og áður segir var fyrir rúmum
hundrað árum þýskættaður norðmað-
ur, C.R. Unger frá Kristjaníu, önnum
kafinn að taka saman Maríusögu til
prentunar í þeim varðturni Kaup-
mannahafnar sem heitir Sívaliturn.
Efst uppí þessum turni var geymt
safn Árna Magnússonar af miðalda-
handritum íslenskum. Það var eitt
sinn á fögrum vordegi daginn fyrir
hvítasunnu. Unger sagnameistari
hafði setið í handritasafninu dag all-
an að störfum. Nú var áliðið kvölds.
En þegar hann ætlaði að gánga útúr
turninum að verkalokum, þá kom það
uppúr dúrnum að hann hafði ekki
munað eftir að setja á sig lokunar-
tíma Sívalaturns um hvítasunnuna.
Turninum hafði semsé verið læst
fyrir hátíðina. Allir voru farnir. Þessi
uppákoma hafði í för með sér að dokt-
or Unger var af Forsjóninni aleinn
innilæstur í frægum turni um hátíð-
ina. Hann sá frammá að mega dúsa
hér þrjá sólarhrínga án matar og
drykkjar; og ekki var heldur bæli á
þessum stað. Við þetta sneri doktor
Unger hæst uppá háaloft aftur og
settist niður meðal íslenskra hand-
rita yfirgefinn af guði og mönnum; og
ekki annað fyrir framan hann en
þessi endalausu pergament um Heil-
aga Mey, sú bók sem sjaldnar er lesin
og færri mönnum kunn en nokkur
önnur íslensk bók. Hann kveikti á
kerti og sneri á vit Maríusögu aftur.
Síðar á ævi var Unger þessi spurður
hvernig manni þætti að vera læstur
inni aleinn í Sívalaturni í þrjá sól-
arhrínga yfir Maríusögu. Svo er sagt
að þá hafi þessi hálærði efasemdar-
maður svarað: Þessir þrír dagar og
nætur í Sívalaturni hafa verið mér
unaðslegastur tími ævi minnar.
Halldór Laxness