Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 6
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 Bandaríska tímaritið MAD er þrjátíu ára á þessu ári og hafa menn oft fagnað af minna til- efni því MAD er ekkert venjulegt tímarit. Frá upphafi hefur blaðið haldið uppi merki heil- brigðrar skynsemi og barist gegn hinum hvimleiðustu eiginleik- um í fari manna svo sem snobbi, hégómaskap, hroka, heimsku og tví- skinnungshætti. Að vísu hefur blaðið notað harla óvenjulegar aðferðir í baráttu sinni þar sem miskunnarlausu háði er beitt til að sýna fórnar- lömbin í sínu rétta ljósi og þar hefur vissulega oft verið skotið yfir markið. En í MAD er einnig brugðið upp hin- um skoplegri hliðum á lífinu og tilverunni og engin ástæða er til að taka blaðið of alvarlega, enda ekki ætlast til þess. Tímaritið MAD ÞRJÁTÍU ÁRA Alfred E. Neuman, persónugerv- ingur og vörumerki MAD. Harry Truman var forseti Bandaríkjanna þegar MAD hneykslaði fyrst þarlenda for- eldra, en nú eru margir þeirra ein- lægustu aðdáendur blaðsins. Þetta var í maí árið 1952, og síðan þá hafa önnur háðrit frá þessum tíma lagt upp laupana. En „gamli, góði hálfvitahópurinn" eins og höfundar og teiknarar MAD kalla sig sjálfir, eru enn önnum kafnir við þá þokkalegu iðju sína að „af- skræma veruleikann, slöngva sví- virðingum á samborgara sína og skjóta á þá eiturörvum". í þeim efnum eru fáir óhultir og höfund- um MAD hefur vissulega liðist ýmislegt sem engum öðrum myndi líðast. Vinsælustu fórnarlömb þeirra eru stjórnmálamenn, kvikmyndastjörnur og aðrir, sem eru áberandi í bandarískum fjöl- miðlum. Forsetar Bandaríkjanna, vinsæl fórnardýr í skopmyndum MAD, hafa komið og farið, en ekkert fær haggað veldi Alfred E. Neuman, sem er í senn persónugervingur MAD og vörumerki og andi hans endurspeglast á hverri síðu tíma- ritsins. Og MAD malar enn gull, án þess að hafa nokkrar auglýs- ingatekjur, sem eru fjöregg flestra annarra blaða og tímarita. Blaðið er nú hluti af útgáfudeild hinnar risavöxnu Watner-samsteypu og ef litið er í nýjustu fjármála- skýrslu þess mikla fyrirtækis kemur í ljós að blaðið, „skilar enn miklum hagnaði“, eins og það er Kvikmyndastjörnur verða oft fyrir barðinu á MAD og hér má m.a. þekkja l’aul Newman. Krossfarar VieiWmgíttat skynsemi Don Martin er ómissandl i hverju MAD-blaði. Bandaríkjaforsetar eru vinsæl fórnardýr í skopteikningum MAD. Fyrir framan ræðustólinn má sjá baksvipinn á Alfred E. Neuman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.