Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
45
— Ljósm: Guðjós.
„Já, mér er nokkuð hlýtt til þessara gripa minna og fínn oftast til þess þegar verið er að farga þeim. Það er sérstakur
svipur í augum hvers dýrs.
mótmæla selveiðum og þess
vegna hefur salan dregist sam-
an.
Núna gefur hringormanefnd
100 krónur fyrir landselskópinn.
Þessi upphæð fær mig ekki til að
skjóta. Það kom nú stundum
fyrir að maður hætti við að
skjóta þótt verðið væri hærra en
þetta. Ég býst við að þeir séu
afskaplega fáir sem hafa ánægju
af að drepa þessar skepnur. Erf-
iðust þykir mér þessi veiði þegar
kæpan er að reyna að verja kóp-
inn. í slíkum tilfellum hefur það
komið fyrir að ég hef gugnað og
ekki treyst mér til að taka í
gikkinn. Þá læt ég bara kópinn
fara með móður sinni. Ég veit
ekki hvað það er sem þarna gríp-
ur í taumana, en þarna er ein-
hver kærleikur sem maður
hreinlega treystir sér ekki til að
ráðast á.“
„l»ad var nú meira bullið“
Margur selveiðimaðurinn gæti
trúlega tekið undir viðhorf
Lofts, svona innra með sér alla-
vega ef ekki vill betur. Annars
virðist þessi hugsunarháttur
Strandarbóndans taka til fleiri
þátta búskaparins en títt er hjá
bændum. Það er eins og hann líti
frekar á skepnurnar sem félaga
sína en eign.
„Já, mér er nokkuð hlýtt til
þessara gripa^ minna og finn
oftast til þess þegar verið er að
farga þeim. Það er sérstakur
svipur í augum hvers dýrs. Ég
þekki til dæmis allar mínar
tæplega hundrað rollur í sundur
og veit meira að segja hvenær
þær eru fæddar. Ég skrái það
hjá mér og hef gaman af. I vetur
var ég til dæmis með þrjár níu
vetra, alla fæddar vorið 1973.
Svo fer ég líka oft út í fjárhús til
að líta eftir þeim og það má
segja að ég verði veikur þegar
þær verða veikar."
Auðheyrilegt er að Loftur seg-
ir þetta ekki til að upphefja
persónu sína. Af tilbrigðum
raddarinnar má miklu fremur
álykta að hér sé hann að viður-
kenna ákveðinn veikleika í fari
sínu. Við spyrjum hann hvað
hann lesi helst.
„Mest hef ég nú gaman af að
grúska í æviminningum. En
vegna embættis míns þarf ég oft
að grúska svolítið í lögum og
finnst það bara ágætt. Þá les ég
líka Morgunblaðið nokkuð. Ann-
ars amar nú flest að mér annað
en blaðaskortur."
— Ég sé að þú ert með minn-
ingar Steinþórs á Hala þarna
uppi við?
„Já, hann var alveg bráð-
skemmtilegur kall og greindur
vel. Því var nú öðruvísi farið
með Þórberg, bróður hans, sem
eilíft var með fíflalæti. Þórberg-
ur spilaði sig alltaf einhverja
fígúru, jafnvel þótt hann væri
enginn apaköttur innst inni. Svo
var hann á kafi í spíritisma og
þóttist sjá drauga í hverju horni.
Jú, víst fengum við bændur það
óþvegið frá honum. Maður man
sosum eftir Bréfinu til Láru,
þeirri umdeildu bók. Það var nú
meira bullið, maður."
— G.Sv.
Munið aö varahlutaþjonusta okkar er i serflokki
Bifreiðar 09 Landbúnaðarvélar hf
irO . ifN __1 1 A on cnn
Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600
LADA SAFÍR 79.500
LADA STATION UPPSELDUR
LADA SPORT 129.500
brýtur verðbólgumúrinn -besta kjarabótin!
Ath. verö a Lada-bilum hefur aldrei veriö hagstseöara
f Verð frá
kr. 127.000
Góðir greiðsluskilmálar.
I
wumuuk.
HELQARFERÐ ITiVOLl. BROTTFOR
ALLA FÖSTUDAGA - HEIMKOMA
ALLA MÁNUDAGA
VERÐ FRÁ KR. 4.386.- BARN MEÐ
FORELDRUMI HERB KR. 1.085.-
DUSEEL
DCRF
FLUG OG BlLL.
VIKUFERÐ, BROTTFOR ALLA
SUNNUDDAGA.
VERÐ FRÁ KR. 3.435,-
VIKUFERÐIR - FLUG OG BlLL.
BROTTFÖR ALLA FIMMTUDAGA -
VERÐ FRÁ 3.100,-
HELGARFERÐIR - FLUG OG
GISTING VERÐ FRÁ 4.676.-
VIKUFERÐIR - FLUG OG BlLL
BROTTFOR ALLA FÖSTUDAGA.
VERÐ FRÁ 4.720,-
VIKUFERÐIR - FLUG OG BlLL.
BROTTFÖR ALLA FOSTUDAGA:
VERÐFRÁ 4.150 -
FLUG OG BÍLL - VERÐ FRÁ 3.285.-
FLUG OG GISTING - VERÐ
FRA 4.232,-
MIÐSTÖDIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133