Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 4
4 0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 WtasMhn? Ég hef verið að blaða í gömlum bréf- um, sem mér hafa borist vegna vísna- leiks. Þar á meðal er eitt frá Ingólfi Ástmarssyni, sem ég þakka honum um leið og ég birti það, þótt seint sé: Það ber yfirskriftina „Síra Helgi Sveinsson og Þingeyingavísa hans“. Það er svohljóð- andi: „Einhverju sinni, nokkru áður en sr. Helgi Sveinsson dó, áttum við leið saman gangandi eftir þjóðveginum frá Selfossi til Hveragerðis. Barst þá í tal gamanvísa hans um Þingeyinga, sem landfleyg varð um leið og hún var ort. „A hverju þekkist Þingeyingur?“ sagði ég. Samstundis leiðrétti skáldið mig: „Hvernig þekkist Þingeyingur?". — Kom mér þessi leiðrétting þægilega á óvart, því að aldrei hafði ég heyrt þetta upphaf fyrr. Fyrir skömmu rifjaðist þetta atvik upp fyrir mér, og vaknaði sú spurning, hvort þessi rétta gerð vísunnar af munni skáldsins myndi vera til á prenti. I minningarbókinni: Helgi Sveinsson, presturinn og skáldið, er vísa Þingeyinga prentuð á bls. 168 og því miður með sinni gömlu villu og annarri að auki í öðru vísuorði. Rétt hermd af vörum skáldsins er vísan þannig: Hvernig þekkist Þingeyingur? Þörf er ekki á miklum leitum. Hann veit allt, sem enginn veit um, upp á sína tíu fingur:“ Hér fyrr á árum voru þeir að taka upp svörð eða mó á sunnlensku þeir Arnór Sigurjónsson og Karl Isfeld. Sennilega í Reykjadal. Nema hvað Arnóri þótti Karl, sem þá var á unglingsaldri, blóta of mik- ið og sá ástæðu til að vanda um við hann: Kalli var kominn til himna að kanna hin heilögu vé: „Hér er margt helvíti skrýtið en hvar ætli andskotinn sé?“ Þessu svaraði Karl svo: Þá svaraði hilmir hæða og horfði til jarðar á ská: „Hvað ertu að njósna um námskeiðið hans nýkomínn Arnóri frá?“ Um svipað leyti var tefld símskák milli Húsavíkur og Menntaskólans á Akureyri og auðvitað sendar vísur á milli leikja. Af þeim menntaskólapiltum var Karl Ní- els ísfeld Lilliendahl, sem svo hét fullu nafni, einna aðsópsmestur við yrkingar, en nafni hans Kristjánsson síðar alþing- ismaður hélt uppi merki Húsvíkinga og voru þeir góðkunningjar. Að því rak, að þeim Húsvíkingum þótti menntaskóla- piltum daprast flugið og langt á milli vísna. Þá orti Karl Kristjánsson: Kalli hefur kveðið oft, hvar er Níels falinn? Lenti ísfeld upp í loft ofan í Lilliendahl-inn? Og til að hafa nafnana þrjá tíunda ég hér stöku Karls Sigtryggssonar: Almenningur ekkert veit, allt er á sandi kvikum, af því fögur fyrirheit fara á undan svikum. Af sama toga er þessi staka Teits Hartmanns og gæti vel verið ort í dag eins og á stendur: Fyrr en varir feigðargrip fast að kverkum herðir; ónýtast í einum svip allar ráðagerðir. Nú í vikunni hefur efnahagsvandinn eins og svo oft áður verið fyrirferðarmik- ill í fréttum. Tómas Árnason viðskipta- ráðherra hefur gengið vasklega fram í því að fullvissa menn um, að það gangi ekki lengur að láta reka á reiðanum, — eitthvað verði að gera. Og vitaskuld eru það utanaðkomandi ástæður, sem öllum vandræðunum valda. Erfiðleikarnir komu okkur í opna skjöldu af því að ómögulegt var að sjá þá fyrir. Þetta verða menn að skilja o.s.frv. Sökudólgur- inn er sennilega krónan, sem er ekki frekar vönd að virðingu sinni en hver önnur lauslætisdrós. Móri kvað: Tómas hefur tekið á og trúir eins og forðum. Krónan missti mátt og glans mjúka sló á strengi, fór í núlla-nektardans. Naut þess ekki lengi. Duttu núllin, eitt ogeitt. Öllum hlaut aö létta vandann eins og ekki neitt óðar leysti þetta. Eins og glyðra á stræti stóð, stærst á Norðurlöndum gekk svo aftur gamla slóð á gengiseyðisöndum. Þeim sem fylgja engri átt — en hvað það er skrýtið — finnst svo gjarna firna smátt að falla pínulítið. Krónan fellur þá og þá. Þessum treystu orðum: Tómas hefur tekið á og trúir eins og forðum. Ei stjórnin hennar breyskleik ber, boðskap flytur þenna: „lllum læk en ekki mér um er nú að kenna.“ Dárinn eftir drabb og svall dustar af sér rykið. Henni aö kenna er hennar fall og hennar fall er mikið. í síðasta vísnaleik misritaðist eitt orð í stöku Siggeirs Pálssonar, sem prestur var á Skeggjastöðum fyrrum, svo að hún varð óskiljanleg með öllu. Þar átti að standa „græfur" sama sem grófir eða lautir. Rétt er vísan þannig: Fyllir snjórinn græfur, gjár, gryllir Ijórann varla. Hryllir bjórinn kræfur klár,. kvilla jórar falla. Beðið er velvirðingar á þessum mistök- um. Til gamans enda ég á þraut eftir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi. Gald- urinn er fólginn í því að lesa út úr hverri líkingu eitt orð. Fremsti stafur í hverju orði myndar svo kvenmannsnafnið „Katrín", ef þeim er rétt raðað saman. Á einum stað stendur „á“ fyrir „a“. Vísan er þannig: Klæði flóa; manni meint; mundar-vana Höður; mæði jóa; skinnið skeint; skutborös-svana fjöður. Skemmtilegt væri að fá lausn gátunn- ar eða bréf af öðru tagi, sem rétt væri að senda Morgunblaðinu merkt vísnaleik. Ekki verður meira kveðið að sinna. Halldór Blöndal. 1 íHtítttHHHF''' l HtiHHHtHttHI 1 ivi: :l i;í til tjtftfít'tíi H <•} f * ftfttffH’f; \$VÁX\ ■I4M Í4 ■ hh Tmi •1+ *+♦+*+♦+ : tfífíliíi i+í+i+{+ ViVi+iViT HH4H++ "í-V'v ■fíff+i •ÍÞH; ' ■ ■fí-H- ■t i Hti. VfJf; ; i.ftf' ; ' f-t ýtftff ;• ftittf-tf-H-t f-t' •tH+j+fff- H-H-H- •tf'-t í-tífifff4f-V' i-ff-H- • : - ■ fí+t+Úl- - - 4-H-H- 44f4 4 \ 4-f4-v" r •f+T+ •}+f+ +f4f; ±iÚ ■ ■ :íi3 •VJ4 : iltit 4H+ 4+H; ... .. H+t; UH-t 4‘i+f- 44-f-Ý- 4tH t+H 4HH4jJH; Jt4f' 4444 H4f- \\X\X 4f4f- ; ; '■ ■ ; ■ -t-f-f f-t f-t ■ ■■ r - 4f->t- YZ-VZV- 4 í 4 <■ Rft+t' Jt+J; +fH; 444+ ' 4 + f + Öti; n “+4*t +Í4<; 3 4f-0 <•* -ff-tf- rí+t+f+t- •t+t+f •••■•••'■-•■• • ■ .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.