Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 47 og hringormi sem leyndist í flak- inu. Geir Jóhannesson rafmagns- fræðingur var einnig við nám úti í Lundi á þessum tíma og störfuðu þeir Halldór saman að tilraunum útfrá þessari hugmynd, og fengu til þess einhvern styrk frá hring- ormanefnd. Eitt vandamál reynd- ist fljótt erfitt viðureignar í fram- kvæmdinni. Torvelt reyndist að greina skugga, er stöfuðu af að- skotahlutum í flakinu, frá þeirri samfelldu ljósbreytingu sem óhjákvæmilegt er að verði þegar nálarnar stingast niður í gegnum fiskholdið og nálgast ljósgjafann. Vandamál varðandi Ijósnálagreiningu „Um þetta leyti byrjaði ég að starfa með þeim að þessum til- raunum. Ég notaði vatnsblandaða mjólk í staðinn fyrir flök og setti í hana gúmhringa sem komu vel fram með þessari aðferð. í fisk- holdi er árangurinn hins vegar ekki eins góður. Stafar það m.a. af því að töluverð óregla er í ljós- dreifingu í flökum þó engir að- skotahlutir séu þar til staðar. Annað vandamál sem kemur upp varðandi þessa ljósnálaaðferð er að skuggi sem kemur af hring- ormi er svo veigalítill, að hann er nota eina eða fleiri bylgjulengdir leysiljóss og hanna búnað til að láta leysigeislana „skanna" yfir allt flakið. Nálarnar yrðu að vera mjög grannar, og væri þar af leið- andi hætt við að bogna og brotna. Þá gefur auga leið að erfitt yrði að hanna svona tæki þannig að af- köst þess yrðu viðunandi. Hins vegar er það mitt álit að þéssi hugmynd Halldórs hafi verið mjög snjöll að því leyti, að hún nálgast viðfangsefnið, að greina aðskotahluta inni í fiskflaki, með alveg nýjum hætti. Það er líka vel af sér vikið hjá honum að hefja tilraunir með hugmyndina í stað þess að láta hana detta uppfyrir — flestir hefðu látið nægja að ganga með hugmynd sem þessa í maganum, en ekki látið verða af framkvæmdum eða sótt um styrk til tilrauna." Þú telur sem sé að þetta verk- efni verði ekki leyst með þessum hætti? Hegdun ljóss í fiskholdi „Það hef ég ekki beinlínis sagt — ég tel hins vegar að rétt væri að kanna fleiri leiðir áður en reynt væri að hanna tæki sem byggði á þessari aðferð. Þessi hugmynd hefur þegar komið að gagni við mælingar og gefið nytsamar upp- Rætt við Jón Pétursson eðlis- fræðing hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans Ef myndin prentast vel sést hvernig laserljósið hefur verið leitt í hálfhring eftir Ijósþræði framan úr lasertækinu — Ijósþræðinum hefur verið beint að tækinu sjálfu og lýsir hann upp stafinn „e“ í orðinu laser. ekki greinanlegur nema nálin fari mjög nærri honum. Ef við t.d. hugsum okkur að bil á milli nála á nálabrettinu væri 5 millimetrar, er hugsanlegt að hringormur gæti lent allt að 3 millimetra frá nál, og væri skugginn af honum þá minni en venjulegt ljósfrávik í fiskinum sjálfum. Hugsanlegt væri þó að greina þennan mismun með því að nota tvær bylgjulengdir af ljósi og myndgreiningu. Þá er einnig vandamál í sam- bandi við greiningartæki er byggði á þessari aðferð, að nálarn- ar mættu hvorki skemma flakið né þjappa því saman — það síðar- nefnda myndi skekkja mælinguna. Þetta þýðir að nálarnar þyrftu að vera mjög grannar og ljósþráður- inn í þeim þar af leiðandi ennþá grennri. Þannig kæmi mjög lítið ljósmagn frá hverri nál og yrði greiningartæki er byggt væri á þessari aðferð bæði flókið og við- kvæmt. Að öllum likindum yrði að lýsingar um hvernig ljós hagar sér í fiskholdi. Þegar ég hóf að taka þátt í þessum tilraunum með Halldóri fór ég fljótlega út í það að rannsaka hegðun ljóss af ýms- um bylgjulengdum í fiskholdinu. Ég get ekki talað um eiginlegar niðurstöður af þessum rannsókn- um ennþá, en ég þykist nokkuð viss um að ómaksins vert væri að halda þeim áfram því hugsanlegt er að hægt væri að hanna ná- kvæmt greiningartæki er greindi alla aðskotahluta í fiskholdi með þessum hætti." Hvernig væri unnt að greina hringorm með þessari aðferð — nú er hann úr mjög svipuðu efni og fiskholdið umhverfis hann? „Ég tel að það væri hægt með því að nota tvær bylgjulengdir leysiljóss. Tæki af þessu tagi yrði í tveim hlutum — ljósgjafi og nemi sem tengdist myndgreiningar- tæki. Hugsanlegt væri að greina mætti hringorm með því að nota Beint flug til Zurich og gist þar fyrstu nóttina. 23. ágúst hefst 6 daga hringferð um Sviss; til Liechtenstein — Lenzerheide — Lugano — Lausanne — Bern — Thun — Interlaken — Vitznau og síöan dvalið til 5. september í Interlaken í Berner Oberland (Hótel Neuhaus við Thun-vatn). Möguleikar á skoðunarferðum frá Interlaken. Verö kr. 14.000.00 Innifalið í verði: Flug, hringferð, gisting í 2ja manna herbergi m/ baöi, morgun- og kvöldverður. Ekki innifalið í verði: Flugvallarskattur og skoðunarferðir í Interlaken. Verö eru útreiknuö samkvæmt gengi 30. júlí 1982. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34,105 Reykjavík, •imi 91-83222. Dagskrá 5. ágúst -15. ágúst: Gladiolus. 25. ágúst - 5. sept.: Heimilisgarðar, tæki og búnaður. 30. sept. -10. okt. 9. sept. -12. sept.: Dahllur og ýmsar aðrar plöntur. 16. sept. - 26. sept.. Síðsumarplöntur, lækningajurtir. Haustblóm, aldin o.fl. Þetta eru aðalsýningarnat- á þessum tíma. Að sjálfsögðu eru allir aðrir liðir Floriade 82 opnir um leið. þúfinnurheiminní þúfinnurheiminn í þúfinnurheiminn í HOLLHNDI^ HOURNDI^ HOLLHNDI^ Holland - skrúðgarður heimsins. Það er ekki að tilefnislausu að Holland er stundum kallað skrúðgarður heimsins. Þar breiðast litríkir blómaakrar yfir hundruði ferkílómetra, oft svo langt sem augað eygir. Floriade 82. Stærsta blómasýning I heimi, Floriade 82, stendur nú yfir í Hollandi, til 10. október. Þar bærist fyrir vindinum sannkallað blómahaf. Á Floriade 82 eru 13 aðal- sýningar, þar sem hver árstíð er tekin fyrir. Blóm í barminn. Blómin ráða ríkjum í Hollandi, hvert sem lítið er. Þar eru blóma- skrúðgöngur, blómauppboð, blómasýningar og undurfagrir blómagarðar. Láttu þér ekki bregða þótt einhver næli blómi í barminn hjá þér. Það er aðeins sjálfsagður hluti af tilverunni í Hollandi. Flugfélag með ferskan blæ Amsterdam - alla miðvikudaga og sunnudaga O* A RNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.