Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982 65 Vilt þú gera það? Lítil saga úr Hafnarfirði Edvald Marelsson skrifar: „Tilefni þessa bréfs er tillaga, er liggur fyrir bæjarstjórn Hafnar- fjarðar og kveður á um bann við hundahaldi hér í bæ. Efni þessar- ar tillögu ætla ég þó ekki að ræða, svo nokkru nemi núna, því það, sem mig langar til að komi fyrir augu lesenda, er lítil saga héðan úr Hafnarfirði. Hún snertir tillög- una framangreindu, og þó ekki sé hún stór þá get ég vel hugsað mér hana sem dæmisögu, er gæti verið að gerast í næsta húsi við þig, les- andi góður. En hvað um það, hér er sagan: í litlu húsi í Hafnarfirði býr gamall maður, sem orðinn er ör- yrki. Það eru orðin nokkur ár síð- an hann missti konuna sína, og hann hokrar því einn í sínu litla húsi. Eins og mörgu gömlu fólki er títt, þá vill hann ekki vera upp á aðra kominn með eitt né neitt og hefur því reynt að bjarga sér sjálfur. En þó heilsan sé biluð, var annað er sótti að þessum einstæð- ingi og hrjáði hann illa, nokkuð er nefnist einmanaleiki. Fáir komu í heimsókn til hans og hver dagur var öðrum líkur, þar til dag einn, að kunningi gamla mannsins kom með lítinn hvolp og skildi eftir hjá 'tök -t honum. Þeir urðu brátt mestu mátar, hvolpurinn og gamli mað- urinn. Og upp frá því mátti hvor- ugur af öðrum sjá. Svo virtist sem gamli maðurinn hresstist allur við, eftir að hafa fengið þennan vin inn á heimili sitt. Áður hafði hann legið mikið fyrir, en nú varð þar breyting á! Hann mátti ekkert vera að slíku drolli, því mikill hluti dagsins fór í að sinna hundinum, sem hafði orð- ið til þess að nú sá hann aftur tilgang í lífinu. Efni þessarar sögu kann að þykja léttvægt og lítið, en mín skoðun er þó sú að það sé mun stærra en í fljótu bragði virðist, því í þjóðfélaginu er við lifum í, er það staðreynd að í bæjum og borg- um er mikið af einstæðingum, sem eru einmana. Þetta fólk tekur þá stundum inn á heimili sitt dýr til að hugsa um og oft verður það varanleg lækning á þeim vanda er einstæðingar eiga við að glíma. En nú skulum við gefa okkur það að áðurnefnd tillaga nái fram að ganga. Hver á þá að fara heim til gamla mannsins og taka frá honum vin hans? Vilt þú, sem lest þessar línur, gera það? Eða vilt þú að einhver annar geri það? Þú ætl- ar þá kannski að horfa í aðra átt á meðan? Ég læt þessu litla bréfi lokið með þeirri von að þeir aðilar, er hæst láta, staldri við og hugsi málið. Ofstæki getur aldrei orðið nema til ills. Með vinsemd og virðingu." Gleymdi myndaél- inni sinni Arnþór Gardarsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Lögreglunni barst nýlega bréf frá enskri stúlku, sem ferðaðist hér um í sumar, á puttanum eins og það er kallað. Og svo var það 9. júlí, eftir því sem fram kemur í bréfi hennar, að henni bauðst far í Volkswagen-bifreið, en þá var hún stödd í Borgarfirði á leið til Borg- arness. Bílstjórinn, sem hún telur hafa verið um fimmtugt, sagði henni, að hann væri á leið í lax- veiði. En skömmu eftir að hún hafði yfirgefið bifreiðina og þakk- að fyrir sig, uppgötvaðist að myndavélin hennar, sem er af gerðinni Prins, 35 mm, hafði orðið eftir í bílnum. Mér datt nú svona í hug að verið gæti að bílstjórinn rækist á þessar línur og vildi þá biðja hann vinsamlegast að hafa samband við okkur hérna á Lög- reglustöðinni við Hlemmtorg. Öllu eru tak- mörk sett ana, hann Villti tryllti Villi. Ætl- unin er að halda aðskildum ald- urshópum 13—15 ára og 16—20 ára og er það í sjálfu sér eðlilegt. En nú langar mig að spyrja: Verð- ur ekki gerð undantekning frá þessum reglum, þegar kærustupör eiga í hlut og stelpan er t.d. 13—15 ára og strákurinn 16—17 ára, eins og er svo algengt? Eða verður þeim stíað í sundur? Um klukkurnar við höfnina Krla Bjarnadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hef tekið eftir því að báðar stóru klukkurnar við höfnina, önnur á Hafnarhúsinu og hin á vöru- skemmu þar skammt frá, standa. Ég skora á rétta aðila að sýna af sér dug og hjálpa þeim af stað aft- ur. Vísa vikunnar Lágt er í hlöðum Björns í Bæ og bænda þar í kringum, en nóg um glaum og húllumhæ á hestamannaþingum. Hákur GÆTUM TUNGUNNAR Ileyrst hefur: Eg óska þér gleðilegrar jólahelgi. Rétt væri: Ég óska þér gleðilegrar jólahelgar. Nepal Það þarf varla að taka fram, að Nepal-ferð Útsýnar er ein stór- kostlegasta ævintýraför, sem við- skiptavinir okkar eiga völ á í ár. Þar, sem takmarkaður fjöldi kemst með í þessa óvenjulegu fjalla- og bátsferð um Himalaya-héruð- in viljum við vinsamlega benda þeim, sem áhuga hafa á að slást í hópinn að hafa samband við Guðrúnu Gyðu hjá Útsýn, sem veitir allar nánari upplýsingar. Kynningar- fundur veröur á Hótel Esju 23. ágúst kl. 20.00 Mr. Jim Edwards, for- stjóri Ferðaskrifstofunnar Tiger Tops í Nepal mun sýna kvik- mynd og veita allar nánari upp- lýsingar. Ævintýraferðinni til Nepal verður hagað á eftirfarandi hátt: FYRSTA VIKA* MENNING OG TRÚARBRÖGÐ Flogið um London til Delhi, þar sem dvaliö er í 3 daga; síðan . áfram til Kathmandu, höfuöborgar Nepal. Þarna gefst kostur á að skoða menningarverömæti, s.s. hiö fræga musteri Taj Ma- hal í Agra, hina fornu höfuðborg Fatehpur Sikri, svo og hin stórkostlegu hof Buddhatrúarmanna og Hindúa í Katmandu ÖNNUR VIKA: FLJÓTA- 0G FRUMSKÓGARFERÐ Siglt niöur fossa og flúöir á gúmbátum meöfram stórbrotnu landslagi. Ákvöröunarstaöur er Toyal Citwan þjóðgaröurinn, friðaö svasði í miöjum frumskógi. Þar er gist í hinum frægu gistiskálum Tiger Tops. Þar gefst góöur tími til þess að skoöa hiö fjölbreytta dýra- og jurtalíf frumskógarins, fótgangandi sem og á fílabaki. ÞRIÐJA VIKA: GANGA UM HLÍÐAR HIMALAYA Undir öruggri leiösögn Sherpa er gengiö um stíga og troöninga — þjóövegi innfæddra — þar sem einu farartækin eru uxar og asnar. í þessu ægifagra umhverfi gefst einstakt tækifæri til þess aö kynnast lífi og menningu þessara harögeru þjóöflokka. Feróaskrifstofan ÚTSÝN Reykjavík: Austurstræti 1, sími 26611. Akureyri: Kaupvangsstræti 4, sími 22911. Margrét Hjálmtýsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er aðdáandi listamannsins Sigmunds og hef gaman af skop- teikningum hans í Morgunblaðinu, en mynd hans af heiðursmannin- um Gísla á Uppsölum, uppáhaldi landsmanna, í Mbl. 6. þ.m. fannst mér óviðeigandi. Öllu eru takmörk sett. Verður kærustu- pörum stíað sundur? 3263-9771 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Þetta er alveg ægilega fínn staður fyrir krakk- S\G6A V/öGA í 1/LVEÍIAN fóLtlTAK öxuwímiw mr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.