Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
51
vernda lakkið - varna ryði
Svartir og úr stáli. Hringdu í'síma 44100.og pantaðu, þú færð þér svo
kaffi meðan við setjum þá undir.
Sendum einnig í póstkröfu.
BIIKKVER
Skeijabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100
Samheití fj/rirfallega hönnun
og framúrskarancli smföi I
1 Kalmar innréttingar h.f., Skeifunni 8,108 Reykjavtk, sími 82011
Jóhann Hjálmarsson
Norska tímaritið Vinduet er eitt
þeirra norrænu bókmenntarita
sem leitast við að vera gluggi út í
heiminn.
Annað hefti þessa árgangs af
Vinduet er fjölbreytt, speglar
bókmenntalíf víðar en í Noregi.
Einkum eru það franskar bók-
menntir sem fá rækilega umfjöll-
un í heftinu: skáldsagnagerð og
bækur hins kunna forlags Les
Editions de Minuit. Þetta forlag
hefur löngum sýnt mikla framsýni
og hugrekki í útgáfu: Samuel
Beckett, Alain Robbe-Grillet,
Michel Butor, Robert Pinget,
Claude Simon, Nathalie Sarraute
og Marguerite Duras eru meðal
höfunda. Aðeins tvær bækur for-
lagsins hafa orðið metsölubækur:
En attendant Godot eftir Beckett
og la Modification eftir Butor. Sú
bók sem hvað mesta eftirtekt hef-
ur vakið af bókum Miniut er La
Question eftir Henri Alleg, en hún
kom út 1958 og var hrikaleg upp-
ljóstrun og ákæra á ruddaskap
Frakka í Alsírstríðinu. Höfundur-
inn skrifaði bókina í fangelsi.
Góð kynning er í Vinduet á
skáldsögum Marie Cardinal og
samtöl við Denis Roche og Daniele
Sallenave, en þessir höfundar
setja svip sinn á bókmenntalíf í
Frakklandi um þessar mundir.
Hinni norrænu deild er ekki
gleymt. Fjallað er um nýjustu bók
Mártu Tikkanen: Mörkret som ger
gládjen djup. Farin er sú leið í
heftinu að birta umsagnir ill-
gjarnra gagnrýnenda og skálda
(þeirra á meðal Leif Salmén) sem
ráðist hafa á Mártu fyrir bókina
og svo svör hennar sjálfrar. Márta
Tikkanen veit nákvæmlega hvað
hún er að gera með ljóðsögum sín-
um og svarar fullum hálsi þeim
körlum sem telja hana skrifa
vondan prósa og kalla ljóð.
Hressandi er að lesa boðskap
frá stjórnleysingjanum Jörgen
Nash sem hefur gaman af yfirlýs-
ingum og hvers kyns stefnuskrám.
Listamiðstöðin Drakabygget,
sveitabýli Nash á Skáni, á nú tutt-
ugu ára afmæli, en það hefur verið
kallað verkstæði frelsisins. í
fyrstu var Drakabygget vettvang-
ur uppreisnarmanna í bókmennt-
um og listum og ekki síst í pólitík,
en nú gegnir það því hlutverki að
vera vinnustaður þeirra hjóna
Jörgen Nash og Liz Zwick. Jörgen
Nash er skáld og uppátækjamað-
ur, en málar líka eins og bróðirinn
Asger Jörn. Nash tekur undir með
súrrealistum sem sögðu: Við verð-
um að breyta heiminum og ljóðið á
að vera ort af öllum.
Það er kannski ekki viðeigandi
að skrifa ritdóm um ritdóm. En
það var sérstaklega einn ritdómur
sem vakti athygli mína í Vinduet.
Hann er skrifaður af Idar Stegane
og er um Dikt í samling eftir Olav
H. Hauge (útg. Noregs Boklag
1980). Þessi bók var í fyrri útgáfu
tilnefnd til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs. Olav H. Hauge
fékk ekki verðlaunin og sama er
að segja um annað norskt stórskál
Rolf Jacobsen, sem líka var til-
nefndur fyrir nokkrum árum.
Óneitanlega eru þó þessi skáld
meðal þeirra sem best yrkja í Nor-
egi. Rolf Jacobsen orti sín bestu
ljóð fyrir mörgum áratugum, en
Ólav H. Hauge er vaxandi skáld
þrátt fyrir háan aldur, eitt þeirra
skálda sem sífellt eru að þroskast
og aldurinn dýpkar. Ölav H.
Hauge er á einhvern hátt norr-
ænni en flest norsk skáld, enda
hafa norrænar fornbókmenntir
haft mikið gildi fyrir hann. En að
sama skapi er hann aðdáandi
austurlenskrar ljóðlistar, einkum
japanskrar og kínverskrar. Hann
á það sammerkt með norrænum
fornskáldum og austurlenskum
meisturum að geta sagt mikið í
fáum orðum. Ljóð hans eru nátt-
úruljóð, skýra frá lífi hversdags-
ins, baráttu mannsins við höfuð-
skepnur og frá veðri og vindum.
Hann á það líka til að vera húmor-
isti í skáldskap og sakar ekki á
alvörutímum. Þannig getur hann
ort um sambúð karls og konu:
Lal oss glida inn
i svevnen, i den
lognc draumcn,
glida inn — Ivo
dcigemnc i dcn
godc bakaromncn
som hcitcr nalt.
<)g so vakna
um morgoncn
tvo gylne
kvcitckakor!
Eins og Idar Stegane bendir á
veit Olav H. Hauge að „í Egypt
hadde guden for lærdom/hovud
sem ei ape.“
Norðmenn geta verið stoltir af
því að eiga skáld eins og Olav H.
Hauge og kunna að meta hann. En
Hauge nýtur ekki almennings-
hylli. Það hefur kannski bjargað
honum frá að þurfa stöðugt að
yrkja sjálfan sig upp. í staðinn
hefur hann beitt sig aga og er full-
trúi hins lífvænlegasta í norskum
skáldskap. Maður hefur á tilfinn-
ingunni að hvergi sé ort eins mikið
af sæmilegum ljóðum og í Noregi.
Meðal annars vitna ljóðasýnis-
horn í Vinduet um það.
Jóhann Hjálmarsson.
Bókmenntlr
Menntaguð
með apahöfuð