Morgunblaðið - 08.08.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
67
Fréttabréf úr Breiöuvíkurhreppi:
Stirð heyskapartíð — Breytt síma-
þjónusta — Slæmir vegir og fleira
Landbúnaður
Sauðburður í vor gekk vel að
kalla má. Tíðin var mjög góð um
sauðburð, en gróður kom frekar
seint vegna þurrka.
Tíðarfar var með eindæmum
gott frá því snemma í maí og fram
um mánaðamót júní-júlí. Ég man
ekki eftir svo stöðugu hægviðri og
sólskini svo langan tíma, en þetta
tíðarfar var ekki heppilegt uppá
grassprettu á þurrlendum túnum,
og notaðist seint að áburðinum
vegna þurrka.
Þegar bændur voru að byrja að
heyja brá til vætutíðar, sem hefur
haldist síðan, og úrfelli verið mik-
ið, oft flóðrignt, og eru tún orðin
mjög blaut, gras er orðið mikið
víða og farið að spretta úr sér.
Þeir, sem hafa votheysgeymslur,
hafa verið að reyna að heyja í vot-
hey, en það hefur gengið illa vegna
bleytu. Það horfir nú til vandræða
ef ekki bregður til þurrka fljót-
lega.
Útgerö
Fiskafli hefur verið mjög tregur
í sumar síðan í maí, en fyrst eftir
að róðrar byrjuðu í byrjun maí var
ágætur afli. Róðrar byrjuðu
seinna en venjulega vegna ótíðar,
gæftir hafa verið með eindæmum
góðar nema nú síðustu viku. Um
20 bátar hafa róið frá Stapa og
Hellnum þegar þeir hafa verið
flestir. Aflinn er verkaður í salt í
fiskverkunarhúsinu á Arnarstapa.
FLF Stapi kaupir fiskinn.
Komið er hátt á annað hundrað
tonn af fiski í húsið. Einn bátur
hefur stundað grásleppuveiðar, en
afli verið frekar tregur.
Verið er að byrja að pakka salt-
fiski þessa dagana.
Póstur og sími
Breyting hefur orðið á póst- og
símaþjónustu hér. Breytingin var
framkvæmd um mánaðamótin
apríl-maí.
Símstöðin á Arnarstapa var
lögð niður og einnig pósthúsið. Við
eigum nú að hafa símaþjónustu
allan sólarhringinn, frá 9 að
morgni til 9 að kvöldi í gegnum
Stykkishólm, en frá 9 að kvöldi til
9 að morgni í gegnum Búðardal.
Þetta er mikil breyting til batnað-
ar frá því sem áður var, því við
höfðum símaþjónustu aðeins 4
tíma á sólarhring áður.
En fátt er svo með öllu gott að
ekki boði nokkuð illt. Sveitinni er
skipt í þrennt, þannig að Hellnar
og Malarrif hafa eina línu, Arn-
arstapi eina, en Arnarstapi og
Hellnar geta náð saman beint eft-
ir kl. 9 á kvöldin til 9 að morgni.
Mjög mikið hefur borið á slæmu
sambandi og bilunum á þessu inn-
ansveitarsímasambandi og hefur
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
\1 Gl.YSIXG V
SIMIW EU:
22180
sambandið milli Breiðuvíkur og
Hellna verið svo slæmt stundum
að lítið sem ekkert hefur heyrst.
Þá hefur nú síðustu vikuna verið
sambandslaust milli bæja á Helln-
um, og hefur þá orðið að fá sam-
band við næstu bæi í gegnum
Stykkishólm eða Búðardal.
Ekki hef ég heyrt neitt sem
hægt er að byggja á um það af
hverju þetta stafar en raddir hafa
heyrst um það að línan væri ónýt,
eða tækin á bæjunum, en það sem
um það er, þá er þetta óviðunandi
ástand sem þarf að ráða bót á hið
allra fyrsta. Þá er póstþjónustan
mjög slæm siðan pósthúsið á
Stapa var lagt niður.
Mjólkurbíllinn sem sækir og
flytur mjólkina í sveitina flytur
póstinn til okkar og eru þessar
ferðir tvisvar í viku á föstudögum
og mánudögum. Aðalpósturinn
kemur á föstudögum, sáralitið á
mánudögum, svo segja má að við
fáum öll dagblöðin einu sinni í
viku. Nú fáum við ekki póstkröfur
fyrr en seint og síðar meir. Kröfu-
pakkinn liggur á pósthúsinu í
Borgarnesi þar til að búið er að
greiða kröfuna. Svo ég taki dæmi;
nú fæ ég tilkynningu um kröfu
með póstinum á föstudag. Þá get
ég í fyrsta lagi sent greiðslu með
mánudagsferðinni og þá fæ ég
kröfuna næsta föstudag. Svo getur
farið svo að ég fái ekki kröfuna
fyrr en hálfum mánuði eftir að
kröfutilkynningin er send. Svona
póstþjónusta er alveg óviðunandi,
og verður að fást bætt hið bráð-
asta.
Samgöngur
Samgöngur eru slæmar eins og
áður. Sérleyfisrútan fer aldrei um
sveitina og hefur engan bíl í sam-
bandi við rútuna. Það er kostnað-
arsamt fyrir þá sem ekki hafa ráð
á bíl að kaupa sér bíl frá Heiðar-
kasti útí Breiðuvík eða úr Breiðu-
vík á rútuna. Það væri víst ekki
vanþörf
ástandi.
á að bæta úr þessu
Þjóðvegurinn hér um nesið er
mjög slæmur og þyrfti hann mik-
illar lagfæringar við svo að hann
gæti talist akfær. Það fer mjög
illa með bíla að aka á slíkum veg-
um. Ég er undrandi yfir hversu
slæmur ofaníburður er látinn í
vegina eins og það kostar mikið að
keyra efnið ofaní vegina, og mætti
því álíta að ekki væri hagkvæmt
að keyra slæmt efni og síst er það
hagkvæmt fyrir vegfarendur.
Framkvæmdir
Nú er verið að breyta gripahús-
um og hlöðu á Arnarstapa í vikur-
verksmiðju, og er meiningin að
steypa þarna milliveggjaplötur úr
brúnamöl, og stendur til að hefja
þessa framleiðslu á næsta vetri ef
undirbúningi verður lokið. FLF
Stapi stendur fyrir þessari fram-
kvæmd.
Sveitarstjórnarkosningar
I sveitarstjornarkosningunum
26. júní komu 3 nýir menn inn í
sveitarstjórnina. Þessir menn
komu nýir: Ingólfur Guðmunds-
son, Jón Jónsson og Matthías
Björnsson.
Varamenn í hreppsnefnd eru
þessir: Reimar Karlsson, Reynir
Bragason, Ingjaldur Indriðason,
Olgeir Þorsteinsson og Guðmund-
ur Georgsson.
Sýslunefndarmaður er Ingjald-
ur Indriðason.
28. júlí,
Finnbogi G. Lárusson.
fyrir þá sem vilja
vera svolítid
„spes
Alfa Romeo verksmiðjumar hafa frá upphafi
framleitt bíla sem þurft hafa að ganga í gegnum
hinar erfiðustu raunir á kappakstursbrautum um
allan heimr Hin fjölmörgu gullverðlaun sem Alfa
Romeo hefur sótt á þessar brautir eru ótvíræð
sönnun þess að vel hefur til tekist.
Við framleiðslu á fóiksbilum fyrir almennan
markað hafa verksmiðjumar gætt þess fullkom-
lega að viðhalda hinum ótrúlega góðu eiksturs-
eiginleikum kappakstursbflanna, kraftinum og
öryggisbúnaði. Ennfremur vekur hin sérstæða
og fallega ítalska teikning þessa bíls alls staðar
verðskuldaða athygli.
Verð aðeins frá kr. 134.975
Þú ert svolítið mikið „Spes*
ef þú ekur á Alfa Romeo
JÖFUR HF.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600