Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 1
52 SIÐUR wgftnlMbiftifr 173. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Afganistan: Harkalegir bar- dagar í Kabul Reynt að ef la stjórnarherinn lslamabad, t'akislan, 10. ágúst. AP. HÖRÐUSTU bardagar, sem orðið hafa í Kabul, höfuðborg Afganistans það sem af er þessu ári, urðu nýlega, þegar rrelsissveitir Afgana reyndu árangurslaust að sprengja í loft upp vopnabúr Sovétmanna í borginni, að því er vestrænir stjórnarerindrekar í Pakistan greindu frá í dag. Bretland: Kosta svæf- ingarmistök 280 manns lífið á ári? London, 10. igúsL AP. VERA kann að mistök í sambandi við svæfingar sjúklinga á brezkum spítölum kosti 280 manns lífið á iri, segir í nýútkominni skýrslu samtaka svæfingarlækna í Bret- landi. Við gerð skýrslunnar var aflað upplýsinga um öll þau dauðsföll sem urðu við skuröað- gerðir á 3.700 brezkum spítölum. I skýrslunni segir að 1 af hverjum 10 þúsund sjúklingum hafi látizt vegna hreinna mis- taka við svæfingu eða satntals 280 sjúklingar á ári. Jafnframt segir að koma hefði mátt í veg fyrir þessi mistök í nær öllum tilfellum. í skýrslunni segir að flest til- vikanna megi rekja til þess að tiltölulega lítt þjálfað starfsfólk hafi verið látið annast svæf- ingar án þess að nægilega vel væri fylgzt með störfum þess. Einnig segir, að í tæplega 18% tilfella hafi svæfingarvélin ekki verið prófuð áður en sjúklingur- inn var svæfður. Að sögn heimildarmannanna stóðu bardagar í sjö tíma aðfara- nótt 3. ágúst og varð íbúum borgar- innar ekki svefnsamt um nóttina. Talið er að nokkrir tugir sovézkra hermanna hafi fallið, en ekki er vitað um mannfall í röðum skæru- liða. Talið er að fyrir frelsissveitunum hafi vakað að eyðileggja vopnabúr Sovétmanna í útjaðri Kabul sem sér Bagram-herflugvellinum fyrir birgðum, en þessi flugvöllur mun vera stærsta herstöð Sovétmanna í landinu. Áætlun frelsissveitar- manna mistókst en þeim tókst þó að valda miklu tjóni meðal sovézka innrásarliðsins og stjórnarhersins. Stjórnin í Kabul hefur að undan- förnu gert ítrekaðar tilraunir til að efla her landsins, en hann hefur minnkað úr 90 þúsund manns í 35 þúsund á aðeins tveimur og hálfu ári vegna mikils mannfalls og lið- hlaups. Verða nú fleiri menn en áð- ur og eldri kallaðir til herþjónustu í stjórnarher Afganistans. ÓLGA í PARÍS — Hópur fólks.gerði í gær aðsúg að Mitterand Frakklandsforseta og Gaston Deferre innanríkisráðherra, þegar þeir komu til að vera við minningarathöfn um þá, sem fórust er sprengjum var varpað inn í veitingastað Gyðinga í París í fyrradag. Á myndinni sést hvar lögregluþjónar ryðja Deferre braut í gegnum mannþröngina. Sprengjutilræðið hefur vakið mikinn óhug í Frakklandi og reiði í ísrael og Begin forsætisráðherra ísraels sagði í dag að ef frönsk yfirvöld gætu ekki gætt öryggis Gyðinga í Frakklandi yrðu ungmenni meðal franskra Gyðinga að gera það. (siiMnymi ap.) Líhanon: ísraelar fallast í megin- atriðum á tillögur Habibs Beinit, Jerúsalem, Washington, Kairó, 10. ágúnt. AP. ísraelsstjórn kvaðst í dag reiðubú- in að samþykkja áætlun Habibs, samningamanns Bandaríkjastjórnar i Líbanon, um brottflutning Palest- ínuskæruliða frá Beirut, en þó að- Bretland: Afleiðingar verk- fallanna alvarlegar London, 10.ágúst. AP. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD tilkynntu í dag að meira en helmingur hinna 2500 ríkisreknu sjúkrahúsa væri einungis fær um að sinna neyðarþjónustu, en verkalýðsfélög starfsfólks á sjúkrahúsum hafa endurtekið að þessum aðgerð- um verði staðfastlega haldið áfram þar til á fóstudag. Ekki er enn ljóst um nákvæmar afleiðingar verkfallanna í dag, en talsmaður stærsta verkalýðsfélags- ins sem tekur þátt í mótmælaað- gerðunum segist „vonast til að þær verði enn áhrifameiri en í gær". Talsmaðurinn sagði að 450.000 af 750.000 starfsmönnum hafi tekið þátt í verkföllunum í gær, en flestir þeirra eru aðstoðarfólk, svo sem starfsfólk í eldhúsum, þvottahús- um, og burðarmenn. Þátttaka hjá hjúkrunarfræðingum mun ekki vera eins almenn. Verkföll þessi eru róttækustu að- gerðirnar sem gripið hefur verið til í þriggja mánaða deilum, en afleið- ingarnar eru meðal annars þær að biðlistar vegna uppskurðar hafa lengst til mun og bíða nú 650.000 manns í stað 65.000 áður. Verkalýðsfélögin fara fram á 12 prósent launahækkun, en stjórn- völd, sem hafa hækkað boð sitt í tvígang, neita að fara hærra en sem nemur 7,5 prósent hækkun á laun hjúkrunarfræðinga og 6 pró- sent á laun annarra. Prentarar við ýmis stærstu blöð í Bretlandi hafa hótað sólarhrings- samúðarverkfalli til stuðnings við kröfur starfsfólks spítalanna. eins að vissum skilyrðum uppfyllt- um. Nær samtímis og um þetta var gefin yfirlýsing í Jerúsalem gerðu þotur ísraelshers loftárásir á eld- flaugastöðvar Sýrlendinga f Austur- Líbanon og höfuðstöðvar PLO í Vestur-Beirut. Eldar komu upp í stöðvum PLO við árásina en ekki er vitað ná- kvæmlega hvert mannfall eða annað tjón hefur orðið. Þotur ísraels eyðilögðu eldflaugaskot- palla Sýrlendinga í Bekaa-dalnum og í yfirlýsingu ísraelsku her- stjórnarinnar sagði að sú stefna ísraels væri óbreytt að heimila ekki flutning á sýrlenzkum eld- flaugapöllum inn í Líbanon. í tilkynningu ísraelsku ríkis- stjórnarinnar segir, að hún þurfi að fá tryggingar fyrir því að hver einn og einasti liðsmaður PLO í Beirut hverfi þaðan og upplýs- ingar um hvert hver og einn fari. Einnig segir að ísrael geti ekki sætt sig við að franskir hermenn verði í hinu alþjóðlega gæzluliði, sem ráðgert er að komi til Beirut og haldi þar uppi öryggisgæzlu á meðan BLO-menn verða fluttir á brott. Þá vill ísraelsstjórn ekki að er- lenda gæzluliðið komi til Beirut fyrr en mestur hluti PLO-manna er á bak og burt. Einnig eru ísra- elar óánægðir með á hvern hátt gert er ráð fyrir brottflutningi um 1500 sýrlenzkra hermanna, sem orðið hafa innlyksa í Beirut. Forsetar Norður- og Suður- Yemens gáfu í dag út sameigin- lega tilkynningu þar sem þeir segjast reiðubúnir að taka við nokkrum hópi Palestínuskæruliða til landa sinna. Talsmaður PLO í Kaíró sagði í dag að stjórn Egyptalands gerði það enn að skil- yrði fyrir því að hún taeki við Palestínuskæruliðum, að brott- flutningur PLO-manna frá Beirut tengdist víðtækari lausn á vanda- málunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Sama væri að segja um stjórn Súdans, sem er reiðubúin að taka við 600 skæruliðum. Shimon Peres, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í ísrael, átti í dag fund í Washington með Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna og sagðist að honum loknum vera vongóður um að ástandinu í Beirut lyki senn. Sagðist Peres búast við endanlegu samkomulagi um brottflutning Palestínumanna innan tveggja til þriggja vikna. Grænfriðungar stöðva losun kjarnorkuúrgangs á hafi úti Amsterdam, 10. igútit. AP. SEX FÉLAGAR í Greenpeace- samtökunum komust í dag um borð í brezkt skip, sem var að varpa geislavirku úrgangsefni í sjó- inn um 430 milur undan strönd Spánar, og tókst að stöðva skip- verja við verk sitt. Að sögn talsmanns Green- peace-samtakanna í Hollandi festu grænfriðungarnir sig með keðjum við losunarbúnað skips- ins þannig að ekki var lengur unnt að koma fyrir borð tunnum með úrgangsefni frá kjarnorku- verum. Óljóst er hverjar endanlegar lyktir málsins urðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.