Morgunblaðið - 11.08.1982, Síða 20

Morgunblaðið - 11.08.1982, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Konung- legar svip- mgndir WILLIAM prins af Wales tók skírn sinni með jafn- aðarjíeði á miðvikudaft í fyrri viku, þrátt fyrir að frá honum heyrðust nokkrar mótbárur er erki- biskupinn af Canterbury, dr. Robert Runcie, jós enni hans vatni. Viðstaddir athöfnina, sem tók 25 mínutur, voru 60 gestir sem sérstaklega var til veislunnar boðið og 16 manna konunglegur kór sém söng fyrir prinsinn g aðra viðstadda. Dagur þessi var sem kunnugt er valinn til heiðurs lang- ömmu hans, Elísabetu drottningarmóður, sem varð 82 ára gömul þann sama dag og þótti sér mik- ill sómi sýndur. Kftir skírnina var hald- ið til veislu í tilefni hennar jafnt sem afmælis Elísa- betar drottningarmóður, og var þar boðið upp á kampavín og kræsingar. Margrét prinsessa og Andrew prins sáu sér ekki fært að vera viðstödd at- höfnina og varð það hváti mikilla vangaveltna um hugsanlegt ósætti innan fjölskyldunnar, en tals- maður Buckingham-hallar hefur þvertekið fyrir að um nokkuð slíkt sé að ræða. Eftir að skírnarkakan hafði verið skorin, en hún er samkvæmt konunglegri hefð hluti brúðarköku Karls prins og Díönu prinsessu, var tilkynnt að hluti hennar yrði gefinn welskum varðliðum og fallhlífahermönnum þeim er slösuðust í Falklands- eyjastríðinu. Mynd þessi, sem tekin er Árið 1926, sýnir núverandi drottningu, Elísa- betu II, í fangi móður sinnar eftir að skírn hennar var afstaðin. Þá var hún kölluð Elísabet prinsessa og móðir hennar hertogafrúin af York. Þessi mvnd sýnir hvar núverandi drottningarmóðir heldur á fyrsta barna- barni sinu, Karli prins, eftir skírn hans. Hér er Karl prins í fangi langömmu sinnar í móðurætt, Maríu drottn- Hér sést Anna prinsessa hlæjandi í fangi móður sinnar að skirn hennar ingar, sem var ekkja Georgs V konungs. Hún lést í mars 1953, 85 ára að lokinni, en hún fór fram þann 21. október 1950. aldri. Karl prins og Diana prinsessa virðast stoltir og ánægðir foreldrar, enda prinsinn hinn myndarlegasti. Prinsinn af Wales, Vilhjálmur, virðist ekki vera neitt of sæll með myndatöku þá er fór fram að skírn hans lokinni, en aðrir úr hinni konunglegu fjölskyldu sýnast sáttir við hlutskipti sitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.