Morgunblaðið - 19.08.1982, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982
21
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarssori.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö.
Er ofbeldi að
aukast á íslandi?
Hörmuieg tíðindi hafa borizt austan úr Öræfasveit,
sem slegið hafa óhug á landslýð allan. Tvær franskar
stúlkur, sem gerðu ferð sína um landið, verða fyrir aðför,
sem leiðir til dauða annarrar en stórmeiðsla á hinni.
Þessi sorglegi atburður, sem hér verður ekki fjallað um
sérstaklega, vekur upp spurningu, sem gerzt hefur áleitn-
ari með ári hverju. Er ofbeldi að aukast í íslenzku samfé-
lagi? Er þjóðfélag okkar, sem til skamms tíma var af-
skekkt og friðsælt, að taka á sig mynd af því ofbeldi, sem
við vitum að víða er til staðar í veröldinni?
Innbrotafaraldur í skartgripaverzlanir, sem sett hefur
svip sinn á fréttir, ýtir undir þessa spurningu. Líkur eru
að því leiddar, að slík auðgunarbrot kunni að vera afleið-
ing stóraukinnar fíkniefnaneyzlu hér á landi. Fíkniefna-
neytendur svífist einskis til að komast yfir bölvald sinn.
Ef þetta er rétt, að ofbeldi fari vaxandi hér á landi og
að fíkniefnaneyzla hafi stóraukizt síðustu misserin,
stöndum við frammi fyrir þjóðfélagslegu vandamáli, sem
jafnvel kann að skyggja á „efnahagsvandann“. Siðferði-
legir innviðir samfélagsins skipta ekki síður máli en þeir
efnahagslegu, enda lifir enginn á brauðinu einu saman, þó
ómissandi sé.
íslenzkir foreldrar, sem horft hafa á eftir stálpuðum
börnum sínum út í hinn stóra heim, til ferðalaga, náms
eða annarra erinda, ólu gjarnan í brjósti ótta við þær
margvíslegu hættur, sem þar kynnu að leynast á vegferð.
Og víst er, að margir steyttu á skeri persónulegs skipbrots
í „kristaníum" umheimsins. En hvað hugsa erlendir for-
eldrar, sem vita börn sín á ferð um ísland.um land okkar
og þjóð, er þeir fá fréttir af örlögum frönsku systranna?
Háttvísi í hegðun, orðfari og breýtni, hófsemd í líferni,
vinnusemi, dugnaður, tillitssemi við náungann, virðing
fyrir lögum og reglum samfélagsins og aðrar fornar
dyggðir, sem fyrrum vóru vegvísar á leið til farsældar
einstaklinga, virðast ekki lengur í sömu hávegum hafðar.
Hvað hefur breytzt í þankagangi þjóðarinnar, sem skekkt
hefur verðmætamat hennar á persónubundnum þáttum í
fari einstaklinga? Er það skólakerfið sem hefur brugðizt?
Eru það heimilin og foreldrarnir? Eða vandamálafræð-
ingar margs konar, sem sett hafa svip sinn á mótun barns
og unglings í ríkari mæli síðasta mannsaldurinn? Eða
kannski þessir aðilar allir?
Kirkjan kemur einnig inn í þessa mynd. Kristin kenn-
ing er tvímælalaust bezti vegur einstaklings og þjóðar til
mannræktar. Kristin siðfræði, sem náð hefur fótfestu í
einhvers brjósti, er fyrirbyggjandi gegn flestum víxlspor-
um einstaklingsins. Hafa máske tengsl kirkjunnar við
fólkið í önn dagsins trosnað?
Þjóðin getur ekki komizt fram hjá þeirri áleitnu spurn-
ingu, sem nú býr í huga margra: hefur ofbeldi í íslenzku
samfélagi aukizt? Því miður bendir margt til þess að svo
sé. Engin tök eru á því, hér og nú, að gera tæmandi úttekt
á orsökum, enda eru þær efalaust margar, flóknar og
samvirkandi.
En það er nauðsynlegt að bregðast skjótt og duglega
við. Samátak til að efla kristileg viðhorf, almenna góðvild
og „fornar" dyggðir, sem áreiðanlega blunda í flestra
brjóstum, en víðast þarf að hlúa að, eins og öllu því sem
ætlað er að vaxa og þroskast, er fyrsta skrefið. En sam-
hliða er nauðsynlegt að auka á aga og reglu, án þess þó að
ganga á þegnrétt einstaklingsins.
Ljósm. Mbl. KÖK.
Skildi við stúlkuna lifandi í
lokaðri farangursgeymslunni
„GRÉTAR Sigurður Snær Árnason hefur játað það að hafa sett
frönsku stúlkuna lifandi og stórslasaða ofan í farangursgeymslu
bifreiðar sinnar, þar sem hún síðar lést. Þetta liggur þegar
fyrir,“ sagði Friðjón Guðröðarson, sýslumaður í Austur-Skafta-
fellssýslu í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hann hefur einnig
játað að hafa veitt systur hennar þung högg með byssuskefti
inni í sæluhúsinu á Skeiðarársandi og líka að hafa farið gagn-
gert inn í sæluhúsið til þess að fá systurnar til að fylgja sér inn í
bíl sinn,“ sagði Friðjón.
„Við yfirheyrslur hefur mannin-
um sagst svo frá, að hann hefði
komið að sæluhúsinu á Skeiðarár-
sandi um klukkan 23 á mánudags-
kvöld, en hann átti þá leið um veg-
inn sem FÍB-maður. Þegar hann ók
eftir veginum kvaðst hann hafa orð-
ið var við eitthvað óeðlilegt í sælu-
húsinu og áleit rétt að líta þar á.
Sagðist hann hafa orðið var við
megna hasslykt við sæluhúsið og
hefði hann talið sér rétt og skylt að
grípa þar inn í og flytja frönsku
stúlkurnar til Hafnar í Hornafirði.
Taldi hann þær hafa töluvert magn
eiturlyfja í fórum sínum, en ekkert
hefur komið fram sem rennir stoð-
um undir þessa fullyrðingu," sagði
Friðjón.
„Þá skipaði maðurinn, að eigin
sögn, stúlkunum að fara út í bifreið-
ina, en þær neituðu því. Þá segist
hann hafa farið út í bílinn og sótt
þangað hlaðna haglabyssu. Þetta
gerði hinn handtekni vegna þess, að
hans sögn, að „útlendingum stæði
ógn af skotvopnum". Þegar hann
kom inn í húsið sagði hann stúlkun-
um að þá væri síðasti möguleikinn á
að koma út í bílinn. Þær neituðu
enn og, að sögn hins handtekna, réð-
ust þær á hann og upphófust stymp-
ingar milli þeirra. Þá stökk stúlkan
sem nú er látin, út úr húsinu og
skildi dyrnar eftir opnar. Hin syst-
irin hélt þá utan um manninn og í
átökum þeirra segir hinn hand-
tekni, að skot hafi hlaupið af. Hann
kveðst hafa reynt að losna við stúlk-
una af baki sínu og hefðu átök
þeirra endað með því að hann rotaði
hana með byssuskefti, en í þann,
mund hefði skotið hlaupið úr hagla-
byssunni. Segist hann ekki hafa vit-
að þá að stúlkan, sem hljóp á dyr,
hefði orðið fyrir skotinu og hefði
hann farið út til að leita hennar, en
ekki fundið," sagði Friðjón.
„Þá kveðst maðurinn hafa farið í
bíl sinn, sem stóð við sæluhúsið, og
ekið allgóðan spöl í austurátt, en
ekkert séð. Þá hefði hann snúið við
og haldið sömu leið til baka. Þegar
hann var kominn að afleggjaranum
niður að sæluhúsinu, að því er hann
telur, kemur stúlkan inn í geisla
bílljósanna. Honum sagðist síðan
svo frá að hann hafi átt í erfiðleik-
um með að ná sambandi við stúlk-
una og því hefði hann stöðvað bílinn
og farið út. í þann mund hefði flutn-
ingabíl borið þar að. Bílstjóri hans
hefði spurt hvað komið hefði fyrir
og hefur hinn handtekni viðurkennt
að hafa leynt því vísvitandi fyrir
bílstjóranum, að stúlkan hefði orðið
fyrir skoti. Þá kveðst hann hafa
fyrst tekið eftir að hún var særð
skotsárum og gert sér þá fyrst grein
fyrir því að hún hefði orðið fyrir
skotinu sem hljóp úr haglabyssunni
við átökin í sæluhúsinu. Hins vegar
sagði hann að ekið hefði verið á
hana. Aðspurður hefur hinn hand-
tekni sagt að hann hefði ekki lagt í
að segja satt frá. Segist hann hafa
beðið bílstjórann um að sækja hjálp
— lækni og lögreglu — sem bílstjóri
flutningabílsins gerði. Þegar hann
var farinn snéri maðurinn sér að
stúlkunni og beitti hana valdi við að
koma henni ofan í farangurs-
geymslu bifreiðarinnar. Síðan seg-
ist hann hafa ekið af stað, með
stúlkuna í farangursgeymslu bif-
reiðarinnar, mikið særða en lifandi,
sem leið lá upp undir Hafrafell. Þar
hefði hann hlaupið úr bílnum og
tekið með sér haglabyssu og riffil,
en ekki litið ofan í farangurs-
Lögreglan fór með Gétar Sigurð að
sæluhúsinu á Skeiðarársandi, þar
sem hann var látinn lýsa því hvernig
viöskipti hans og stúlknanna hefðu
verið. Myndin er tekin er þetta fór
fram.
geymsluna þar sem stúlkan var,“
sagði Friðjón.
„Segist maðurinn hafa ætt um við
Hafrafell í angist og ráðleysi. Hafi
hann farið upp á útsýnishól fyrir
neðan fjallið og dvalið þar alllengi,
en síðan farið að leita sér að skjóli í
hlíð fjallsins. Þar hefði hann komið
sér fyrir í skúta, en í honum hefði
verið vatnsagi og því hefði hann
byggt sér byrgi í öðrum skúta neðar
í hlíðinni sem hann huldi trjágróðri.
Þar hefði hann legið síðan. Þetta
byrgi er um 200 metra frá veginum
sem liggur inn að Svínafellsjökli,"
sagði Friðjón.
Friðjón sagði að hjálpar- og
björgunarsveitarmenn frá Hafnar-
firði hefðu fundið manninn í byrg-
inu í fjallshlíðinni, en þangað væri
um það bil 5 mínútna gangur frá
veginum. Þegar hann kom að byrg-
inu var maðurinn að skríða út úr
því, en hann hefði þá afhent vopn
sín. „Við gengum síðan niður að bif-
reið minni," sagði Friðjón, „og var
manninum sagt að setjast í aftur-
sætið. Einnig settust í bílinn maður
frá Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði
og formaður björgunarsveitarinnar
á Höfn. Síðan var ekið rakleitt að
þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli og
hefur maðurinn verið þar í yfir-
heyrslum. Vettvangur hefur verið
rannsakaður og hefur maðurinn
verið fluttur til Reykjavíkur, en þar
sætir málið frekari rannsókn,"
sagði Friðjón.
„Það er mikið matsatriði hversu
miklar upplýsingar eigi að gefa og
hvenær í svona málum. Ymsum
þykir að ég hafi verið full sam-
vinnuþýður við fjölmiðla, jafnframt
því sem talað er um tregðu á upp-
lýsingastreymi í slíkum málum. Um
það vil ég segja að ég álít að upplýs-
ingar í þessu máli hafi ekki getað
spillt fyrir rannsókninni, enda var
aðeins einn maður grunaður og öll
lykilvitni höfðu þegar verið yfir-
heyrð þegar greint var frá málinu.
Það sem um þetta mál hefur verið
sagt er aðeins til að kveða niður
gróusögur. Almennt ber að sjálf-
sögðu að fara sér hægt í upplýs-
ingagjöf varðandi sakamál og er ég
sammála stefnu Rannsóknarlög-
reglunnar í þeim efnum," sagði
Friðjón Guðröðarson sýslumaður.
Sagðist ætla að fá riffilinn
og náði taki á skeftinu
— segir Snorri
Magnússon, sem
fann manninn
í byrginu
„VIÐ VORUM þrír með sporhund-
inn og könnuðum við slóðina sem
hundurinn fann á þriðjudag, með
því að fara meðfram henni. Við
drcifðum okkur í brekku í Hafra-
felli, vestan við Svínafellsjökul,"
sagði Snorri Magnússon í samtali
við Morgunblaðið, en hann fann
Grétar Sigurð Árnason um klukkan
10.30 í gærmorgun, í byrgi sem
hann hafði hlaðið sér í llafrafelli.
Grétar Sigurður Árnason hefur ját-
að að vera valdur að dauða franskr-
ar stúlku og að hafa misþyrmt syst-
ur hennar. Snorri Magnússon er í
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og
hefur hann umsjón með sporhund-
um sveitarinnar.
„Þegar við leituðum í brekk-
unni tók ég eftir hleðslu sem
hlaðin var fyrir stóran stein sem
slútti fram úr hlíðinni, niður und-
ir jafnsléttu. Mér fannst þetta
grunsamlegt og kíkti inn og sá ég
þá manninn liggja þar inni. Ég
hélt fyrst að hann væri látinn og
kallaði ég á þá sem með mér voru.
Þegar þeir koma, rís maðurinn
upp og töluðum við saman. Ég
sagðist ætla að fá hjá honum riff-
ilinn og teygði mig eftir honum
og náði taki á skeftinu. Þá virðist
hann verða skelkaður og sagði að
riffillinn væri hlaðinn og bað mig
að passa mig á því að koma ekki
við gikkinn. Síðan náði ég rifflin-
um út og afhlóð ég hann, en hann
afhlóð sjálfur haglabyssu sem
hann var með og rétti mér hana
út. Síðan ruddum við niður
hleðslunni og hann kom út og
sýndi ekki mótspyrnu," sagði
Snorri Magnússon.
Guðbrandur Jóhannsson, forr
maður Björgunarsveitarinnar á
Höfn, en hann hefur stjórnað
leitinni að Grétari Sigurði Árna-
syni í samráði við sýslumann, var
einn þeirra sem fyrstir komu á
Snorri Magnússon (t.h.) við byrgið þar sem maðurinn fannst.
Aður hafði maðurinn falist í skútanum, sem sést á myndinni, en hann
flutti sig þaðan vegna vatnsaga. Ljósm. Mbi. Einar.
vettvang. „Snorri kallaði á okkur
þegar hann varð mannsins var og
bað okkur að að koma sér til að-
stoðar," sagði Guðbrandur. „Á
meðan við vorum á leiðinni til
hans, afhenti maðurinn Snorra
vopnin. Hann var mjög meðfæri-
legur og sýndi okkur enga mót-
spyrnu, en við fylgdum honum
síðan í bíl sýslumanns og var
hann fluttur að Skaftafelli,"
sagði Guðbrandur Jóhannsson.
Þrjár vióurkenningar á afmælisdegi Reykjavíkurborgar:
Fjölnisvegur, fegursta gata borgarinnar 1982.
Hulda Valtýsdóttir formaður umhverfismálaráðs gerir grein fyrir niðurstöðum nefnda ráðsins.
FJÖLNISVEGUR
fegursta gatan 1982
Gisla Sigurbjörnssyni og íbúum viÖ
Engjasel 52—68 veitt viöurkenning
í TILEFNl afmælis Reykjavíkurborgar í gær,
18. ágúst, veitti borgarstjóm Reykjavíkur þrjár
viðurkenningar fyrir vel unnin störf til fegrunar
í borginni. Fjölnisvegur var valinn fegursta gata
borgarinnar 1982. Lóð raðhúss og fjölbýlishúsa
við Engjasel 52 til 68 fékk viðurkenningu fyrir
fyrirmyndar frágang og ræktun. Þá var Gisla
Sigurbjörnssyni forstjóra veitt sérstök viður-
kenning fyrir vel unnin störf í þágu aldraðra.
Hulda Valtýsdóttir, formaður Umhverfis-
málaráðs Reykjavíkur, fór nokkrum orðum
um framangreindar viðurkenningar. Hulda
sagði meðal annars:
„Enda þótt borgaryfirvöld standi að mikl-
um framkvæmdum til að fegra og bæta um-
hverfi í borginni, sæi lítt högg á vatni ef
borgarbúar sjálfir legðu ekki fram sinn
drjúga skerf til mótunar síns umhverfis — ef
þeir væru ekki virkir þátttakendur við að
fegra og prýða borgina svo hér megi dafna
blómlegt og menningarlegt mannlíf.
Svo er fyrir að þakka að áhugi almennings
á umhverfismálum fer ört vaxandi — menn
meta í æ ríkari mæli gróið, ræktað og vel hirt
umhverfi — skilja æ betur að umhverfi allt
mótar manninn. Góð húsakynni missa gildi
sitt ef umhverfið úti fyrir er snautt og í
óhirðu.
Borgin okkar, höfuðborg íslands, á að vera
öðrum þéttbýlisstöðum á landinu til fyrir;
myndar um umgengni og umhverfismótun. I
því tilliti eiga Reykvíkingar, allir sem einn,
að tileinka sér heilbrigðan metnað gagnvart
borg sinni. Hver sá sem leggur þar sitt af
mörkum hlýtur að auðgast á sálinni.
Með þessum viðurkenningum vill borgar-
stjórn sýna að allt framtak er metið að verð-
leikum og hvetja um leið til enn stærra
átaks."
I nefnd þeirri er Umhverfismálaráð skipaði
Lóð húsana við Engjasel 52 til 68 þótti m.a. einkar vel fallin leikvöllur fyrir böm.
til að velja fegurstu götuna áttu sæti Vil-
hjálmur G. Vilhjálmsson, Hafliði Jónsson og
Pétur Hannesson. í greinargerð með niður-
stöðu sinni segja nefndarmenn meðal annars:
„Fjölnisvegur er gömul og gróin gata með
fallegum og stílhreinum húsum. Stórum og
miklum trjágróðri og vel hirtum görðum með
miklu fuglalífi, sem gefur götunni sérstakan
unað. Samræmd girðing er meðfram allri
norðurhlið götunnar. Hvergi er rusl að sjá á
gangstéttum og akbraut."
Soffía Thorarensen tók við viðurkenning-
unni fyrir hönd íbúa Fjölnisvegar. Soffía var
valin til þessa vegna þess að hún átti afmæli
þennan dag, 18. ágúst, varð 21 árs. í samtali
við Mbl. sagði hún að í sjálfu sér hefði það
ekki komið henni svo mjög á óvart að Fjölnis-
vegur skyldi verða valinn fegursta gata borg-
arinnar. Gatan væri falleg og garðar flestir
til fyrirmyndar vegna fágætrar umhirðu.
Kvaðst Soffía vera mjög ánægð fyrir hönd
íbúana, þeir ættu þetta skilið enda notuðu
þeir jafnan góða veðrið á sumrin til garð-
vinnu ýmisskonar.
Vilhjálmur Sigtryggsson, Gísli Kristjáns-
son og Guðrún Ólafsdóttir skipuðu nefnd sem
leita skyldi uppi lóð við raðhús eða fjölbýlis-
hús sem vert væri að veita viðurkenningu
fyrir framúrskarandi snyrtilegan frágang og
umgengni húss og lóðar. Um þá niðurstöðu
sína að velja lóðina við Engjasel 52 til 68
segja þau meðal annars:
„Ibúum þessara húsa hefur með samstöðu
og góðri samvinnu tekist að skapa heilstætt.
fallegt og notalegt umhverfi, þar sem mjög
vel er séð fyrir leikaðstöðu fyrir börn jafnt og
unglinga, þar sem hver einstök fjölskylda á
sér lítinn reit til eigin yfirráða og þar sem
jafnvel bílageymslum og aðkeyrsla að þeim er
einkar smekklega fyrirkomið."
Fyrir hönd íbúa í Engjaseli 52 til 68 tók
Ölafur Ingi Jóhannsson, formaður sameigin-
legrar hússtjórnar þessara húsa, við viður-
kenningunni. Er Mbl. ræddi við hann í gær
kvaðst hann mjög ánægður með viðurkenn-
inguna.
Sagði hann hana hafa komið sér mjög á
óvart, jafnvel þótt engin launung væri á að
hann væri ákaflega stoltur af lóðinni. Ólafur
Ingi sagði íbúana mjög samtaka í allri um-
hirðu, en þess mætti geta að einu sinni tii
tvisvar á ári skipulegði hússtjórn allsherjar
hreinsunardag og þá tækju allir til hendinni
sem vettlingi yllu. Kvað Ólafur viðurkenning-
una til þess fallna að auka metnað íbúana og
vonandi yrði viðleiti þeirra Engjaselsbúa öðr-
um íbúum fjölbýlishúsa til eftirbreytni.
Þá var skipuð nefnd til að veita viðurkenn-
ingu hugmyndum eða framkvæmdum í þágu
aldraðra. í henni áttu sæti: Erna Ragnars-
dóttir, Stefán Benediktsson og Jónína Pét-
ursdóttir. í greinargerð með þeirri niðurstöðu
sinni að veita Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra
viðurkenninguna kveðast þau undirstrika
tvennt: „Annars vegar að lifandi umhverfi
skiptir aldraða meira máli en dauðir hlutir og
að enginn núlifandi íslendingur hefur starfað
ötullegar að því að hlúa að öldruðum en Gísli
Sigurbjörnsson."
Gísli Sigurbjörnsson var hinn ánægðasti er
Mbl. ræddi við hann í gær. Sagði hann viður-
kenninguna vera sér mikils virði og væri
hann þakklátur fyrir þann heiður sem Borg-
arstjórn nú sýndi sér. „Þegar ég frétti að
þessi viðurkenning stæði til,“ sagði Gísli,
„hélt ég nú eiginlega frekar að þeir ætluðu að
veita honum Eiríki Larsen, garðyrkjumanni á
Grund, hana. Hann hefur unnið þar frábært
starf í þrjá áratugi, en fagurt umhverfi er
öldruðu og sjúku fólki mjög mikils virði. Ég
hefði látið Eirík fá þessa viðurkenningu."