Morgunblaðið - 19.08.1982, Side 37

Morgunblaðið - 19.08.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 37 ^gl^AND. SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI rd TIL FÖSTUDAGS Er útbúnaður til flutnings frum- ratsjármerkja raunverulega til? Kæri Velvakandi. Þann 23. júlí skrifaði undir- ritaður Morgunblaðinu og ætlaði að leggja orð í belg í umræðunni um „ratsjár-stólinn" í Keflavík. Ekki var bréfið birt, illu heilli, því greinilegt er, að þrátt fyrir, að margir hafi skrifað ítarlegar greinar um málefnið, þá sést fólki ennþá yfir þá staðreynd, að Flugmálastjórn ræður yfir öllu flugi á Islandi utan Keflavíkur- flugvallar, og þar á meðal auðvit- að aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Ingjaldur Tómasson skrifar í Velvakanda 12. ágúst og skorar á æðstu ráðamenn þjóðarinnar að útskýra málið. En 31. júlí birtist greinargerð samgönguráðuneytis- ins, dagsett 29. júlí. Framtíðarlausnin samkvæmt greinargerð samgönguráðuneytis- ins, tölulið 5, á að vera endurbót á flutningi svarratsjármerkja frá aðflugsratsjá í Keflavík og sam- hliða því settur upp útbúnaður til flutnings frumratsjármerkja. í lok greinargerðarinnar segir: „Kaup, uppsetning og prófun slíks búnaðar tekur óhjákvæmilega nokkurn tíma, allt að tveimur ár- um.“ Það, sem þarf að útskýra í þessu máli, er hvort útbúnaður til flutn- ings frumratsjármerkja sé raun- verulega til eða hvort þeir Halldór S. Kristjánsson, Guðmundur Matthíasson og Haukur Hauksson hjá samgönguráðuneytinu séu svo miklir vísindamenn, að þeir ætli að finna upp þennan útbúnað í snatri. Athugavert er einnig, að þótt slíkur útbúnaður væri til, þá er ekki víst, að framkvæmanlegt væri að setja hann upp vegna gíf- urlegs kostnaðar. Ódýrara gæti e.t.v. orðið að koma upp annarri fullkominni ratsjá, sem þá yrði auðvitað staðsett í Reykjavík (þá yrði engin óánægja um „stólinn"). Sennilega er svona útbúnaður til, . en undirritaður hefur grun um, að slíkur útbúnaður sé ófullkominn, þ.e.a.s. ekki nægilega þróaður mið- að við þær kröfur, sem þarf að gera. Hér þyrftu sérfræðingar að skera úr um. Virðingarfyllst, Haukur Antonsson. Ekki eru allir i eitt sáttir með tónlistardagskrá Ríkisútvarpsins. Hvað um það, meðfylgjandi mjnd er tekin við upptöku á einu atriði í kvikmynd, sem Stuðmenn hafa verið að vinna við að undanförnu. Þessir hringdu . . . Merkið heimilisdýrin Guðný Jónsdóttir hringdi og vildi hvetja fólk til þess að merkja gæludýr sín svo það fólk, sem verður fyrir því að finna þessi dýr, geti komið þeim til skila. „Hjá mér er í vanskilum ómerktur kettling- ur sem fannst á Klapparstígnum síðastliðinn laugardag. Ég er í miklum vandræðum, vegna þess að ég á von á dóttur minni í heim- sókn sem hefur ofnæmi fyrir slík- um heimilisdýrum. Kettlingurinn er um þriggja mánaða, brúnn og svartur að lit, með hvíta bringu. Þeir sem kannast við hann vin- samlegast hringið í mig í síma 18103.“ Rokktröll Ríkisútvarpsins 7667—6625 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: „Þegar réttur er brotinn á mönnum og þeir verða fyrir yfir- gangi ráðamanna eða frekjuhópa samfélagins, reynist oft þungt fyrir fæti að ná réttmætum og sjálfsögðum úrbótum. Einkanlega verður þetta torsótt ef sækja skal réttinn í hendur veikgeðja, skiln- ingssljórra og óréttsýnna ráða- manna. Hverjir eru þeir sem hér er sérstaklega átt við? Það eru ráðamenn Ríkisútvarpsins og áhangendur þeirra sem einoka af- þreyingarlög stofnunarinnar í morgunútvarpi og svokölluðum syrpum og hvar sem þeir fá ann- ars höndum undir komið. Það sem við er átt er alls konar popp, pðnk, rokk, þungarokk og hvers konar öskur, óhljóð, afskræmis- og frekjulæti. Látum svo vera að það sé unga fólkið tíu ti) átján ára sem vill heyra þetta og ekkert annað, sem vitanlega er áróður og lygi að hálfu leyti, því mála sannast er að hér er aðeins um hluta ungs fólks að ræða. Raunverulega skiptir það ekki máli hvort það er færra eða fleira fólk sem er ánetjað þessu. Þó svo, að það væri allt fólk á þessu ald- ursstigi, er það varla meira en fimmti hluti þjóðarinnar. Látum það fá sinn skammt og það fær hann líka vel útilátinn í þáttum sem bera nafnið „Lög unga fólks- ins“ og fleiri þáttum fyrir ungt fólk. Er þetta ekki nóg? Er kannski aldrei nóg á þessum vettvangi? Það lítur ekki út fyrir það. Oft er skrifað um þetta og krafist jöfnuðar og réttlætis í Ríkisútvarpinu. Hversu lengi á að úthýsa fullorðnu og eldra fólki, sem er yfirgnæfandi fjöldi þjóðar- innar, frá bestu tímum dagskrár- innar, það er í morgunútvarpi og svokölluðum syrputímum. Aðeins einn maður, Pétur Pét- ursson, hefur skilning á þessu og hefur hlotið þakkir alþjóðar. Nátttröllin, sem ráða, virðast enga ályktun af þessu draga og sætta sig við að stór hluti fólksins sé þegar farinn að bera haturshug til Ríkisútvarpsins og óski því helst norður og niður svo hægt sé að reyna eitthvað annað sbr. frjáist útvarp sem sennilega hefði sína galla. En væri það ekki hæfileg hefnd á rokktröllin í Ríkisútvarp- inu, megi þau aldrei þrífast. Útvarpið hefur um iangan tíma gefið einstaklingum frjálsar hend- ur með lagavai í þáttum og syrp- um sem hafa misnotað það skemmilega með einhæfum óhljóðaþáttum. Er það tilviljun að Útvarpsráð hefur verið ótrúlega fundvíst á svoleiðis fólk? Lítið dæmi frá miðvikudeginum 18. þessa mánaðar, fremur sem regla en undantekning. Að morgni dagsins hófst spilverk, með litlum hiéum í tvær stundir, með nær eintómum amerískum lögum. Hefði ekki heyrst kvak frá þuli endrum og eins til að kynna dýrð- ina hefði mátt ætla að um væri að ræða amerískt útvarp en ekki ís- ienskt. Forðum daga var víst ætl- un Ríkisútvarpsins að horfa til allra átta varðandi fróðleik og menningu og halda í heiðri það sem ísienskt er, en nú má með sanni segja eins og kveðið var á ástandsárunum: „Það eru komnir úrvals menn frá Ameríku núna sem ólmir vilja gera þetta fyrir ekki neitt." Að lokum, er formaður Út- varpsráðs ánægður með það rang- læti sem nú ríkir í afþreyingar- tónlist, alla þá Tappa tíkarrassa, Þursa, Grýlur og allt það sem nú má kalla nær einrátt með dyggi- legri aðstoð starfsfólks útvarpsins sem troðið hefur sér til þjónustu við þessa furðufugla? TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN 9—16 ÁRA Námskeiðið er hvort tveggja í senn nám og leikur. Á daginn læra börnin grundvallaratriöi forritunar- málsins BASIC og geta að loknu námskeiöi skrifaö einföld forrit. Meö aðstoö litskyggna er þeim kynnt bygging og eiginleikar tölva og tölvukerfa. Á kvöldin eru leik- og æfingatímar. Börnin fá viöurkenningarskjal aö loknu námskeiöi. Námskeiöiö stendur yfir í 2 vikur, annan hvern dag, 2 tíma í senn, auk frjálsra tíma aö kvöldinu. Viö kennsluna eru notaöar vandaöar einkatölvur frá ATARI meö lit og hljóöi. TÖLVUSKDLINN Sklpholti 1. Sími 25400 PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN NOKKRIR NEMENDUR verða teknir í póstnám nú í haust Umsækjendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eöa hliöstæöu prófi og er þá námstíminn tvö ár. Hafi umsækjendur lokiö verslunarprófi, stúdentsprófi eöa hafi hliöstæöa menntun er námstíminn eitt ár. Umsóknareyðublöö liggja frammi hjá dyraverði Póst- og símahússins viö Austurvöll og póst- og síma- stöövum utan Reykjavíkur. Umsóknir ásamt heilbrigöisvottoröi, sakavottorði og prófskírteini eöa staöfestu afriti af því, skulu berast fyrir 3. september 1982. Nánari upplýsingar veittar í síma 26000. Alltaf á fóstudögum VÉLHJÓLAÍÞRÓTTIN VILJUM EKKI VERA INNI Á STOFNUNUM — segja félagar í Samtökum endurhæföra mænuskaddaöra HUNDAFÆÐA 2 NÝJAR TÍSKUVERSLANIR 3lto¥$tittblftfrife Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina AUGLYSfNGASTOFA KRISTrNAR Hf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.