Morgunblaðið - 19.08.1982, Qupperneq 40
Síminn á afgretöslunm er
83033
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
ÍW*ir0iwiX»Iírö>ifc
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982
„Þetta er búið, nú
deyjum við bæði“
Systkin björguðust en faðir þeirra drukknaði í sjóslysi á Breiðafirði
„Hátnum hvolfdi í einu vetfangi
«K kjölurinn var upp á samri
stundu í ólagi sem sló bátnum
undan á lensinu, en það var skollið
á með illskusjó þar sem við sigld-
um út Breiðafjörðinn um kvöldið
en slysið varð um kl. 19.30. Við
Kiín, systir mín, vorum á dekki
þegar bátnum hvolfdi, en pabbi
var inni i stýrishúsinu og festist
þar. Ef við hefðum verið komin í
lúkarinn hefði enginn bjargast.
I'egar bátnum hvolfdi lömdust
stög og mastrið í okkur, en við
komumst á kjöl eftir 5—10 mín. í
sjónum og þegar pabba skaut upp
úr stýrishúsinu synti ég strax til
hans; hann var þá orðinn meðvit-
undarlaus. Ég reyndi að halda hon-
um uppi, en okkur rak hratt frá
bátnum og mig þraut krafta, varð
að gefast upp og sleppa honum,
það var hrikaleg stund,“ sagði
Magnús Olason, 19 ára gamall,
sem bjargaðist úr þessu hörmulega
slysi ásamt Klínu systur sinni, 17
ára gamalli, en faðir þeirra, Óli T.
Magnússon, 41 árs gamall, til
heimilis að Kéttarbakka 15 í
Keykjavik, fórst með báti sínum.
Ilann var orðlagður sjómaður og
jötunn að afli. Systkinin hafði
hrakið í 4 manna gúmmibjörgun-
arbát i na r I7 klst. þegar þyrla
varnarliðsins bjargaði þeim um
borð út af Knæfellsnesi um hádeg-
isbil í gær, en vél i áætlunarflugi
hcyrði neyðarsendingar frá björg-
unarbátnum um kl. 9 i gærmorgun,
skömmu eftir að Magnús hafði
kvcikt á sendinum, en Sigurjón
Óli T. Magnússon
Kinarsson, flugmaður á vél Elug-
málastjórnar, fann gúmmíbjörgun-
arbátinn um kl. 10 í gærmorgun.
Báturinn, sem fórst, hét Léttir SH
I75, 6 tonn að stærð.
„Eftir að ég hafði misst tökin
á pabba, gat ég synt aftur að
bátnum sem maraði í kafi á
hvolfi og ég komst á kjöl til Elín-
ar systur minnar. Við náðum í
landfesti og ég batt öðrum end-
anum um mig en Elín hélt í hinn
á meöan ég kafaði undir bátinn
til þess að reyna að losa gúmmí-
björgunarbátinn, sem var fastur
undir honum fremst. Ég varð að
kafa tvisvar niður og það var
óhugnanleg græn birta þar sem
ég hélt mér undir bátnum á með-
an ég reyndi að losa festingarn-
ar. I seinna skiptið losnaði band-
ið af mér og þá hélt ég mér í
handið með tönnunum á meðan
ég mjakaði björgunarbátnum úr
festingunum svo að hann flaut
upp. Við höguðum þessu þannig
að Elín var öðru megin við kjöl-
inn og hélt þannig á móti meðan
ég stóð í þessu á hitt borðið, en
einum hefði mér aldrei tekist
þetta. Við komum bátnum síðan
Magnús og Elín á heimili sínu I gærkvöldi.
á kjölinn, en í hálftíma vorum
við að berjast í þessu. Við ætluð-
um aldrei að geta blásið bátinn
upp, því bandið sem á að toga í
var svo stíft að það gekk hrein-
lega ekki þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. Ég var reyndar orðinn
kaldur og þreklítill en náði að
toga þó nokkrum sinnum og var
hreinlega búinn að gefast upp
þegar ég sagði við Elínu: „Þetta
er búið, nú deyjum við bæði.“
Hún varð þá hamslaus og réðst á
bandið og báturinn blés út. Við
blésum síðan upp gólf bátsins og
fórum um borð í hann og í álpok-
ana í sjógöllunum. Sem betur fer
var ekki komið myrkur þegar
þetta skeði á svokölluðum Fláka
á Breiðafirði, en skömmu seinna
skall myrkrið á. Um kl. 3 um
nóttina sáum við til báta og
skutum upp neyðarblysi og ég
veifaði vasaljósinu, en þeir sáu
okkur ekki, enda var rekið mikið
og öldugangurinn slíkur að þessi
4 manna bátur hefur sést illa. Ég
slökkti á neyðarsendinum um
nóttina af því að ég vissi ekki
hvað rafhlaðan dygði, en kveikti
aftur á sendinum um kl. 8.45 um
morguninn þegar von var á
flugvélum í áætlunarflugi yfir
okkur. Við reyndum þannig að
hugsa rökrétt og misstum aldrei
stjórn á okkur, en vistin í
gúmmíbátnum var ekki upp á
það besta, við höfðum bæði
drukkið mikinn sjó og Eiín var
sjóveik, en lagaðist eftir að hafa
tekið sjóveikipillur. Síðan mókt-
um við í bátnum þar til flugvélin
fann okkur og þökk sé björgun-
armönnum okkar fyrir hetjulega
framgöngu."
Sjí bls. 3.
Árásarmaðurinn faldi sig í byrgi í Hafrafelli:
að vera valdur að
frönsku stúlkunnar
Játar
dauða
GRÉTAR Sigurður Árnason, fertug-
ur maður, sem búsettur er á Hofi í
Austur-Skaftafellssýslu, hefur játað
að hafa sett frönsku stúlkuna,
Yvette Bahuaud, í farangursgeymslu
bifreiðar sinnar, lifandi en særða á
baki af 4 haglaskotum. Hann skildi
stúlkuna síðan eftir í farangurs-
geymslunni og er talið að hún hafi
látist þar skömmu síðar. Maðurinn
leitaði hælis í Hafrafelli, skammt
vestan Skaftafells í Öræfum og
leyndist þar, aðeins örskammt frá
veginum að Svínafellsjökli, þar sem
hann skildi bifreið sína eftir. Hann
hefur og játað að hafa veitt systur
látnu stúlkunnar, Marie Luce Bahu-
aud, mikla áverka á höfði með
byssuskefti. Hún liggur nú á Borg-
arspítalanum og er líðan hennar eft-
ir atvikum.
Maðurinn fannst um klukkan
10.30 í gær í byrgi sem hann hafði
hlaðið sér í Hafrafelli og veitti
hann ekki mótspyrnu þegar að
honum var komið. Hann var vopn-
aður haglabyssu og riffli og lét
hann vopn sín af hendi. Hann var
þegar fluttur í Skaftafell til yfir-
heyrslu sem stóð í gærdag, en síð-
an til Reykjavíkur, en þangað kom
hann á miðnætti. Er hann í haldi í
Hegningarhúsinu við Skólavörðu-
stíg. I dag, fimmtudag, verður
ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist
tekin.
Við yfirheyrslur hefur maður-
inn sagt að skot hafi hlaupið úr
haglabyssu, sem hann ógnaði
stúlkunum með, en hann segist
hafa lent í átökum við þær. Slapp
önnur frá honum, en hann fann
hana síðar á þjóðveginum. Þá bar
þar að flutningabílstjóra, en Grét-
ar Sigurður sagði honum að ekið
hefði verið á stúlkuna og"bað hann
að sækja hjálp. Þegar bílstjórinn
var farinn beitti hann stúlkuna
valdi við að koma henni ofan í far-
angursgeymslu bifreiðarinnar, en
ók síðan á brott áleiðis að Hafra-
felli. Þegar hann yfirgaf bifreið-
ina tók hann með sér skotvopnin
en leit ekki ofan í farangurs-
geymsluna, þar sem stúlkan var.
Stúlkan hafði hlotið fjögur skot-
sár á baki eftir högl.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur aflað sér nokkurra upplýs-
inga um ferðir frönsku systranna
um landið síðan þær komu 26. maí
sl. Systurnar virðast hafa komið
víða við á ferð sinni og ber öllum
sem þeim kynntust, og lögreglan
hefur talað við, saman um að
framkoma þeirra hafi á allan hátt
verið til fyrirmyndar og þær hafi
ekki neytt tóbaks, áfengis eða
annarra vímuefna.
Sjá viðtal og myndir í miðopnu.
Friðjón Guðröðarson sýslumaður
ræðir við leitarmenn í Skaftafelli í
gær. Friðjón er til vinstri á mynd-
inni.
• •
Onnur aðgerð
gerð
á frönsku
stúlkunni
FRANSKA stúlkan, sem mis-
þyrmt var á Skeiðarársandi að-
faranótt þriðjudagsins, gekkst í
gær undir aðra höfuðskurðað-
gerð á Borgarspítalanum. Að-
gerðinni lauk í gærkvöldi og að
sögn lækna var líðan hennar góð
eftir atvikum.
Stúlkan var tryggð hjá
frönsku tryggingarfyrirtæki og
samkvæmt tryggingarsamn-
ingum ætlaði viðkomandi
tryggingarfélag að sækja
stúlkuna hingað í gær. Ætlun-
in var að senda eftir henni sér-
staka sjúkraþotu með læknis-
þjónustu um borð, en að höfðu
samráði við lækna á Borgar-
spítalanum var hætt við ferð-
ina, þar sem gera þurfti aðra
höfuðaðgerð á stúlkunni og því
talið varasamt að flytja hana.
Grétar Sigurður Árnason leiddur út í lögreglubíl, eftir yfirheyrslur í Skaftafelli. Á undan og eftir fara rannsóknarlög-
reglumenn. Ljfem. Mbl. KÖE.