Morgunblaðið - 29.09.1982, Qupperneq 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1982
Kína - fjölskylda heimsótt
Börnin í Kína eru sérlega vel klædd og hreinleg ...
Læknishjónin og dóttir þcirra í íbúð þeirra. Kinverjar búa þröngt, en eru engu að síður lífsglaðir
og sérlega vingjarnlegir í viðmóti.
Kínversk fjölskylda
lifír einföldu
lífi án alls munaðar
— og þar í landi er mottóið: „Eitt barn nægir“
... þvottur á snúrum er mjög algeng sjón við alla mannabústaði, hér er þó hvorki þvottavélum né þurrkurum fyrir að
fara.
Hvað er að gerast í Kina? l>etta
land, sem hefur að geyma meira en
fjórðung alls mannkyns, eða rúm-
lega 1000 milljónir manna, stendur
á krossgötum. Öldum saman var
landið lokað að mestu, en íbúar
þess skattpíndir af gírugum keisur-
um. Á þcssari öld voru keisarar
reknir frá völdum og um miðbik
aldarinnar var komið á alþýðulýð-
veldi. Kkki var það lýðveldi gamalt
þegar enn var lokað fyrir framfarir
og velsæld fólksins með menning-
arbyltingunni, sem stóð frá 1966 til
1976.
Síðan hefur margt gerst í Kína. í
erlendum fréttablöðum er fylgst
með þróun mála. Sýnist sitt hverjum
um það, hvort dyrnar i vestur hafa
opnast að fullu, hálfu, eða hvort þar
er aðeins um litla rifu að ræða.
í síðasta mánuði gisti Kór Öldu-
túnsskóla hið mikla Kína í boði
menningarráðuneytis landsins. Með
í förinni var Jón Birgir Pétursson
blaðamaður og lýsir hann í eftirfar-
andi grein heimsókn til venjulegrar
kínverskrar fjölskyldu og lýsir lifinu
í landinu eins og það kom honum
fyrir sjónir.
„A næstu árum ætlum við bara
að skemmta okkur og njóta lífs-
ins,“ sagði kínverski læknirinn
Chen. Ég var sestur í þægilegan
stól á heimili fjölskyldu hans og
konu hans við Sýningarveg í Pek-
ing til að fræðast um það hvernig
meðalfjölskylda í Kína lifir lífinu.
Chen læknir er 64 ára og kom-
inn á eftirlaun. Kona hans er 55
ára og fyrrum hjúkrunarkona og
einnig hún nýtur nú eftirlauna.
Auk þeirra búa í þessari litlu íbúð
15 ára dóttir þeirra, Chen Y Mian,
og öldruð móðir frúarinnar.
Að njóta elli-
áranna í Kína
„Það sem við ætlum að gera
núna er að njóta lífsins, og það
gerum við með því að fara út í
almenningsgarðana og hitta
kunningjana, fara í óperuna þegar
okkur dettur í hug, og að ferðast
svolítið um Kína. Til dæmis er
ætlunin að skoða Wuhan-borg og
eitthvað í kringum Yangtse-fljót-
ið. Hér er margt að skoða og mig
fýsir lítt að fara til útlanda," sagði
læknirinn.
Ibúð þeirra Chen-hjóna er af-
skaplega lítil og allur húsbúnaður
er fábrotinn og laus við prjál.
Verður manni ósjálfrátt hugsað
til íslenskra starfsbræðra Chens,
sem áreiðanlega munu hafa komið
ár sinni betur fyrir borð á hans
aldri, alla vega í efnahagslegum
skilningi.
Þegar við íslendingarnir og
kínverskt fyigdarlið komum í
blokkina við Sýningarveg, standa
þau hjónin á stigapallinum og
fagna okkur vel. Gestrisni virðist
Kínverjum eðlislæg og er fræg
gegnum aldirnar. Dyrnar út á
ganginn eru ekki úr eðalvið eins
og við höfum vanist, hér er
strengd nokkuð stíf bambusmotta
fyrir dyrnar og það virðast flestir
láta nægja.
Fátæklegt innbú
á íslenska vísu
en hreint og snoturt
íbúðin er ein allgóð stofa þar
sem breitt rúm er í einu horninu,
herbergi inn af því og örmjótt
eldhús þar sem fátt er um hjálp-
artæki, aðeins gaseldavél, borð og
stólar, en engin margra gíra raf-
magnseldavél, rafmagnsdósaupp-
takarar eða annað í þeim dúr.
Á veggjum eru dæmigerðar
kínverskar myndir og á litlu
skattholi standa vasi með piast-
blómum, vekjaraklukka í
glerkassa og tindósir með tei.
Uppi á veggnum andspænis er
gömul klukka.
„Hún er orðin fimmtíu ára
þessi, kínversk smíð, og hefur allt-
af gengið upp á mínútu," segir
læknirinn, þegar hann sér að ég
skoða gömlu klukkuna.
Borð og stólar virðast ekki síður
hafa þjónað vel og dyggilega, en
standa þó fyllilega fyrir sínu. í
stuttu máli má segja, að þessi litla
íbúð andi af hreinlæti, enda eru
Kínverjar sagðir manna þrifnastir
í umgengni allri, gólfin eru hvít-
skúruð, því teppi sjást óvíða á
gólfum í híbýlum fólks í Kína.
40 krónur í húsaleigu
400 í mat fyrir fjóra
Chen-hjónin segja okkur að þau
hafi 150 yuhan í eftirlaun á mán-
uði. Eftirlaunakerfið virðist nokk-
uð svipað því sem við þekkjum hjá
lífeyrissjóðunum. Greitt er í hlut-
falli við það hversu langan starfs-
aldur fólk á að baki sér, en viðmið-
unarárið er 1949, þegar Maó lýsti
yfir stofnun Alþýðulýðveldis í
landinu við Hlið hins himneska
friðar. Nú eru 150 yuhan aðeins
tæpar 1000 krónur íslenskar eftir
síðustu gengisfeliingu. En að
sjálfsögðu er þessi tala afstæð.
Þau hjón greiða 6 yuhan fyrir
húsaleiguna á mánuði hverjum, í
mat fara 60 yuhan og til fata-
kaupa og annars 30 yuhan. Skatt-
ar eru engir. I borgunum tíðkast
það varia að menn eigi sínar íbúð-
ir, en það er þó til í sveitunum.
Matur kostar sáralítið á okkar
vísu. Þannig kostar pund af hveiti
tæpa krónu, og hrísgrjónapundið
60 aura. Annað verðlag er eftir
því.
„Hér á árum áður var ég lyfsali,
starfaði hjá öðrum, sem rökuðu
saman fé á neyð fólksins. Þetta
var náttúrlega fyrir byltinguna.
Eftir hana fór ég að læra læknis-
fræði og sé ekki eftir því,“ sagði
Chen læknir. „Ég hef alltaf stund-
að báðar tegundir lækninga, kín-
verska akúpúnktúrinn og eins hin
vestrænu læknisfræði. Báðar að-
ferðirnar eiga fullan rétt á sér,
allt eftir því hvert meinið er.“
Frú Chen segir okkur að í dag sé
gott að vera húsmóðir í Kína. „Við
höfum nóg að bíta og brenna og
atvinna er nóg. Fyrir byltinguna
höfðu fæstar konur vinnu utan
heimilanna, en núna er algjör
breyting orðin á því. Auk þess er
launajafnréttið algjört." Undir
þetta tók eiginmaðurinn fúslega
og sagði að undir kommúnískri
stjórn væri allt annað að lifa í
Kína og enginn þyrfti lengur að
hræðast hungur né vesöld.
Kínverskur karlmaður
og heimilisstörfín
Hin sígilda spurning hlýtur að
skjóta upp kollinum: Hjálpar
herra Chen heima fyrir? Þessi
spurning vekur mikla kátínu hjá
viðstöddum. „Jú, Chen eldar með
mér og tekur til í íbúðinni," segir
frúin, „og hann er afbragðs kokk-
ur,“ bætir hún síðan við og brosir
breitt. Viðstaddir hlæja dátt og
Chen læknir þó sýnu hæst.
Unga heimasætan er einkar lag-
legur unglingur og elskulegur, lít-
ur út fyrir að vera mun yngri en
jafnaldrar hennar íslenskir. Hún
segist stefna á menntaskóla og
síðan á nám í háskóla. Núna lærir
hún kínversku, reikning, pólitík,
efnafræði, sögu og landafræði. I
síðastnefndu greininni segist hún
enn ekki hafa komið auga á nafn
Bing-daó (sem er kínverska nafnið
á íslandi). Kemur það íslensku
gestunum ekki mjög á óvart og
rifjast þá upp að á sínum tíma var
Kínaveldi afgreitt í íslenskum
landafræðibókum með umfjöllun
á hluta af blaðsíðu.
Þétt byggð og félags-
málastjórn
Hverfið í kringum áðurnefndan
Sýningarveg hýsir 16 þúsund fjöl-
skyldur, 60 þúsund manns á aðeins
4 ferkílómetra svæði. Þar eru 9
stórar götur og 4 minni, allar
byggingar allhábyggð fjölbýlis-
hús, en íbúðir mjög litlar eins og
fyrr greinir.
Forstöðumaður stofnunar þeirr-
ar sem fer með félagsmál hverfis-
ins heitir raunar sama nafni og
fjölskyldufaðirinn hér, Chen, og
að mér skilst systir hans, enda átti
hún heiðurinn af því að við gátum
litið inn til kínverskrar fjölskyldu.
Frú Chen starfar við félagsmála-
stofnunina, sem rekin er á vegum
Rauða krossins. Hún leiðir okkur i
allan sannleika um það hvernig
starfið fer fram í hennar deild, en
það speglar nokkuð vel starf svip-
aðra stofnana um Kína allt.
Undir aðalstjórn starfa 28
nefndir sem vinna að hinum ólík-
ustu verkefnum. Sem dæmi má
nefna nefnd sem hugar að tak-
mörkun barneigna. önnur nefnd
starfar við barnagæslumál. Enn
ein um kennslu og uppfræðslu
barna, unglinga og fullorðinna. Þá
má nefna nefnd sem vinnur að
málefnum aldraðra.
„Eitt barn nægir“
er slagorðið
„Eitt barn nægir", er slagorðið í