Morgunblaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK
_________________________________________________________________________________________________________________________________________
230. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pólland:
Lögregla sundraði
þúsund syrgjendum
\ arsjá, 15. október. AP.
LÖGREGLA beitti í dag táragasi, öflugum vatnsdælum og eldvörpum til að
dreifa meira en eitt þúsund manns, sem komu saman í dag á götum úti i
stáliðnaðarbænum Nowa Huta til þess að syrgja hinn tvítuga Bogdan W'los-
ik, sem lést i gær af völdum skotsára er lögreglan beitti skotvopnum þegar til
óeirða kom í bænum. Lögreglan umkringdi mannfjöldann og lét síðan til
skarar skriða gegn fólkinu, sem hrópaöi nafn Samstöðu í sífellu.
Ríkisfjölmiðlarnir í Póllandt
hafa sakað óeirðaseggi, unglinga
og æsingamenn um að standa að
baki óeirðunum, sem urðu í Nowa
Huta.
Franciczek Macharski, erkibisk-
up í Kraká, bað á útisamkomunni
í dag fyrir friði og sameiningu
pólsku þjóðarinnar með klunna-
legan stálkross, sem gerður hafði
verið af vanefnum, að baki sér.
Var stálkrossinn tákn verkamann-
anna í Lenin-skipasmíðastöðinni.
Tala þeirra, sem látið hafa lífið
í átökum á milli lögreglu og
óbreyttra borgara frá því herlög
voru sett í desember á síðasta ári,
er nú komin í 15. Wlosik er á hinn
bóginn sá fyrsti sem lætur lífið
eftir að starfsemi Samstöðu var
bönnuð með lögum.
Bretland:
Verðbólgan sú
lægsta í áratug
l.undúnum, 15. október. AP.
VERÐBOLGAN í Bretlandi fer enn minnkandi. Hún lækkaði í síðasta
mánuði úr 8% niður í 7,3% á ársgrundvelli og hefur ekki veriö lægri í heilan
áratug. Verðlag lækkaði að meðaltali í september um 0,1% og slíkt hefur
ekki gerst í 12 ár. Verölag hefur staðið í stað undanfarna þrjá mánuði og
slíkt hefur ekki gerst frá því 1967.
Margaret Thatcher og stjórn
hennar hefur tekist vel upp í bar-
áttunni við verðbólguna á þriggja
og hálfs árs valdaferli. Verðbólgan
náði hámarki í maí 1980, þegar
hún var 21,9%, en hefur síðan far-
ið stiglækkandi.
Sömu sögu er hins vegar ekki að
segja af atvinnuleysinu í Bret-
landi, sem farið hefur hríðversn-
andi. Á valdaferli Thatcher hefur
fjöldi atvinnulausra aukist um 2
milljónir manna, úr 1,3 milljónum
í 3,3. Hefur atvinnuleysi ekki verið
meira síðan í kreppunni miklu á
fjórða áratugnum.
Geysiöflug sprengja, sem komið hafði verið fyrir í sendibíl, sprakk í
fyrrinótt við verksmiðju eina í Toronto i Kanada. Miklar skemmdir
urðu á byggingunni eins og sjá má, en þar eru m.a. framleidd leiðsagn-
arkerfi i bandarískar stýriflaugar. ap.
Sjá „sprenging í Toronto" á bls. 18.
Taugastríð háð í dönskum stjórnmálum:
Hrossakaup að tjalda-
baki auka á óvissuna
kaupmannahöfn, 15. októbcr. AP.
HROSSAKUP að tjaldabaki á
elleftu stundu hafa varpað hul-
iðshjúp yfir framtið dönsku
ríkisstjórnarinnar í því tauga-
stríði sem nú er háð í dönskum
stjórnmálum.
Stjórnin reynir nú með öll-
um tiltækum ráðum að afla
sér stuðnings við fyrirhugað-
ar sparnaðarráðstafanir.
Verði þær felldar í lokaat-
kvæðagreiðslu í þinginu á
morgun hefur Paul Schluter,
forsætisráðherra, hótað að
boða til nýrra kosninga.
Framvinda þessara sparn-
aðarráðstafana er í raun í
höndum Framfaraflokksins,
Reagan býður Sovétmönn-
um meira korn til sölu
Washington, 15. október. AP.
IJNDIR miklum þrýstingi þingmanna Repúblikana tilkynnti Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseti, i morgun, að Sovétmönnum yrði leyft að kaupa 23 milljónir
tonna korns á yfirstandandi fjárhagsári.
Þessar 23 milljónir tonna eru 15
milljónum yfir því hámarki, sem
til þessa hefur verið leyft. Sérstakt
samþykki Bandaríkjaþings þarf til
að breyta útflutningskvóta korns
til Sovétríkjanna. Verði útflutn-
ingsaukningin samþykkt, er hlut-
deild Bandaríkjamanna í korninn-
flutningi Sovétmanna þar með orð-
in 55%.
I útvarpsávarpi forsetans í
morgun, sem sérstaklega var beint
til landbúnaðarríkjanna, sagði
hann, að bændur hefði orðið að
þola þungar byrðar vegna korn-
útflutningsbannsins, sem sett var
árið 1979 af Jimmy Carter. Það
hefðu verið mistök og hefði leitt til
þess, að það traust sem þjóðir
heimsins báru til Bandaríkja-
manna, hefði beðið hnekki.
„Það er ekki veikleikamerki að
selja Sovétmönnum korn í auknum
mæli,“ sagði Reagan. „Auðvitað
vitum við ekki hvort Sovétmenn
vilja kaupa allt korn sem þeim
stendur til boða, en þeir eru á hött-
unum eftir korni og vantar það illi-
lega“.
Talið er víst að tilkynning for-
setans í morgun eigi eftir að falla í
grýttan jarðveg hjá bandamönn-
unum í Evrópu. Það var einmitt
Reagan, sem bannaði bandaþjóð-
um sínum í Evrópu að leggja til
áður umsaminn tæknibúnað til
gasleiðslunnar miklu, sem verið er
að leggja frá Síberíu til V-Evrópu,
vegna ástandsins í Póllandi.
sem frestaði fyrirhuguðum
flokksfundi síðdegis í dag. Á
fundinum átti að taka
ákvörðun um hvort sam-
þykkja eða hafna ætti
skattatillögum Schluters,
sem hann hefur sjálfur nefnt
„lokatilboð sitt“.
Framfaraflokkurinn vill
skattalækkanir en Schlúter
hefur ekki ljáð máls á þeim.
Mogens Glistrup, formaður
flokksins, sagði í dag að hann
vonaðist til þess að frestun
fundarins gæfi aukið svig-
rúm til frekari viðræðna við
Schlúter.
Sparnaðarráðstafanir
stjórnarinnar hafa vakið
geysilega óánægju almenn-
ings og efnt var til einhverra
fjölmennustu mótmæla í
Danmörku í áraraðir vegna
tillagna stjórnarinnar.
Danska krónan hefur snar-
fallið vegna þessarar óvissu
undanfarna daga.
I
Tveir hátt-
settir leyst-
ir frá störf-
um í gær
Tel Aviv, Kcirút, 15. októbcr. AP.
TVEIR háttscttir mcnn innan isravlska
hcrsins hafa vrrið leystir frá störfum.
Knnfremur stendur fyrir dyrum máls-
sókn á hendur átta öðrum mönnum
innan Israelshers vegna ósa-ntilegrar
hegðunar þeirra á Vesturbakkanum.
I þeim hópi eru m.a. majór og þrír
aðrir lægra settir. Hinir eru óbreytt-
ir. Er þeijn gefið að sök að hafa ráð-
ist á fólk án tilefnis, misnotað skot-
vopn og óhlýðnast skipunum, auk
annarra agabrota. Áttu þessir at-
burðir sér stað fyrr á þessu ári er til
óeirða kom á Vesturbakkanum.
Þá var í dag látið að því liggja, að
málshöfðanir gæti orðið fleiri því
hundruð kvartana hafa borist frá
Aröbum vegna óþolandi hegðunar
hermannanna.
Skipst var á skotum í fjöllunum
suður af Beirút í dag, fjórða daginn í
röð. Eigast þar við hermenn krist-
inna hægrimanna og Drúsar. Hafa
fimm látist og 54 særst, svo vitað sé,
frá því skærurnar hófust.
Ariel Sharon, varnarmálaráð-
herra ísraels, hefur hvatt til friðar
milli deiluaðila. Hann sagði enn-
fremurí dag, að ef bardögum linnti
ekki á næstu dögum myndu ísraelar
skerast í leikinn. Leiðtogar Drúsa í
Israel hótuðu í gær allsherjarverk-
falii ef ekki yrði tekið í taumana.
Ríkisstjórn Líbanon hefur neitað að
skakka leikinn af því að erjurnar eru
á yfirráðasvæði Israela.
Iran:
Isfahani ráð-
inn af dögum
Nicosia, Kýpur, 15. október. Al*.
AYATOLLAH Ashrafi Isfahani,
einn a'óstuklerkanna í fran, var í
morgun myrtur í bænastund í
mosku í vesturhluta Bahtaran.
Hann hafði þrívegis áður sloppið
naumlega er rcynt var að ráða
hann af dögum.
Skýrt var frá því, að maður
hefði gengið að Isfahani á meðan
á bænastundinni stóð, faðmað
hann og síðan sprengt hand-
sprengju með þeim afleiðingum
að báðir létu lífið. Ennfremur
slasaðist sonur Isfahani.
Hin opinbera fréttastofa í íran
sakaði málaliða Bandaríkja-
manna, Munafiqueen, um ódæð-
ið. Munafiqueen, sem útleggst
hræsnarar á íslensku, er það orð
sem notað er um neðanjarðar-
hreyfingu Mujahedeen Khalq,
sem berst fyrir valdaafnámi
klerkanna.
Rannsóknar-
nefnd skipuð
Stokkhólmi, 15. októb r. AP.
S/ENSKA STJÓRNIN, sem nú stend
ur frammi fyrir þeirri staðreynd að
finna ekki óþekkta kafbátinn í skerja-
garðinum, þrátt fyrir tveggja vikna
linnulausa leit, skipaði í dag nefnd til
að rannasaka ferðir óþekktra kafbáta
innan skerjagarðsins fyrir utan
Stokkhólm.
Tilkynning þessi kom í kjölfar
þeirra fregna frá sjóhernum, að eng-
in merki um veru kafbátsins hefðu
fundist eftir að djúpsprengjum var
varpað á stað, þar sem hljóðmerki
gáfu til kynna að e. t. v. leyndist
kafbátur. Sjóherinn hefur lýst því
yfir að leitin muni halda áfram um
óákveðinn tíma.
Sjá „Kemst kafbáturinn ekki upp
af eigin rammleik?" á bls. 18—19.
L