Morgunblaðið - 16.10.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
5
Edda Jónsdóttir við eitt verka ainna.
Edda Jónsdóttir
opnar tvær
í DAG, laugardag, opnar Edda
Jónsdóttir tvær myndlistarsýn-
ingar, aðra í Ásmundarsal við
Freyjugötu en hina í Gallerý
Langbrók í Lækjargötu.
í Ásmundarsal sýnir Edda
sýningar
teikningar, sem allar bera
heitið „Ljóð um land“. Hluta
af teikningunum sýndi hún
fyrir skömmu í Frakklandi. í
Gallerý Langbrók sýnir hún
polaroid skúlptúra.
Gamaldags þverflautuleikur í
sal Menntaskólans í Reykjavík
ALISON Melville heitir kanadísk
kona. Hún leikur á gamaldags þver-
flautu úr tré og er atödd hér á landi
þessa dagana á vegum Musica Ant-
ica.
Um síðustu helgi var Melville
með námskeið í Tónlistarskólan-
um í Reykjavík, þar sem hún hélt
fyrirlestur um þverflautuleik og
þessa sérstöku tegund flautu sem
hún leikur á.
Melville heldur svo tónleika í
dag og næsta laugardag (16. og 23.
okt). Snorri Snorrason spilar með
henni á gítar á fyrri tónleikunum,
en á þeim síðari munu leika með
henni þær Camilla Söderberg á
blokkflautu, Helga Ingólfsdóttir á
sembal og Ólöf Sessilía Óskars-
dóttir á gömbu. Tónleikarnir
verða báðir í sal Menntaskólans í
Reykjavík og eru kl. 4.
Þetta tónlistarfólk sem að ofan
er nefnt myndar kjarna Musica
Antica, en það er „félagsskapur"
innan gæsalappa, eins og Snorri
Snorrason orðaði það, sem var
stofnaður í fyrra og hefur það að
markmiði sínu að kynna eldri
tónlist, bæði frá tíma endurreisn-
arinnar (Renaissance) og barok-
tímabilinu.
Melville stundaði nám í Basel í
Kanadíska konan
Alison Melville leikur,
en hún er hér á vegum
Musica Antica
Sviss, við skóla sem sérhæfir sig í
eldri tónlist. Snorri, sem var við
nám í sama skóla, lýsti honum
sem svo að þetta væri n.k. vísinda-
skóli; þar væri grúskað í gömlum
gögnum og markmiðið væri að
reyna að komast sem næst því að
endurskapa hina gömlu tónlist
eins og hún var.
„Og það er einmitt markmiðið
með því að leika á þessi gömlu
hljóðfæri," bætti Melville við, „til-
gangurinn er að tónlistin líkist
sem mest því sem tónskáldin
hugsuðu sér hana.“
Alison Melville og Snorri Snorrason á æfingu.
Gallery Lækjartorg:
Fjölsótt sýning Bat-Yosef
SÝNING Bat-Yosef, eða Maríu Jós-
efsdóttur, í Gallery Lækjartorgi hef-
ur verið fjölsótt og hefur listamaður-
inn selt liðlega 20 af verkum sínum
á sýningunni.
Sýningin er opin daglega
14.00—18.00 á virkum dögum og
14.00—22.00 á helgum dögum, en
henni lýkur 24. október nk. Þetta
er 6. einkasýning Bat-Yosef á ís-
landi á 25 ára tímabili. Á mynd-
inni er Bat-Yosef hjá nokkrum
verka sinna í Gallery Lækjartorgi.
Útvarpsráð:
Ólafur Hauksson beðinn
um erindi um frjálst útvarp
Allmiklar umræður urðu á fundi
útvarpsráðs fyrir skömmu, um erindi
Helga Péturssonar, fréttaritara Ríkis-
Akureyri:
Nýr útibússtjóri
Utvegsbankans
Á FUNDI bankaráðs Útvegsbanka
íslands, 13. október, var Asgrímur
Hilmisson ráðinn útibússtjóri bank-
ans á Akureyri frá og með 1. nóv-
ember næstkomandi.
Ásgrímur hefir að undanförnu
verið útibússtjóri bankans í Álf-
heimum 74 í Reykjavík, en var áð-
ur á Seyðisfirði.
Núverandi útibússtjóri, Matthí-
as Guðmundsson, lætur nú af
störfum samkvæmt eigin ósk.
útvarpsins í Bandaríkjunum, sem
hann flutti nýlega um frjálst útvarp.
Kom það sjónarmið meðal annars
fram í útvarpsráði, að eðlilegt væri að
rödd þeirra, sem fylgjandi væru af-
námi einkaréttar Ríkisútvarpsins,
heyrðist einnig í útvarpinu, enda
hefði málflutningur Helga Pétursson-
ar verið mjög einhliða.
Var að tillögu Markúsar Arnar
Antonssonar samþykkt, að leita
eftir því við Ólaf Hauksson blaða-
mann, að hann flytti erindi um
þessi mál. Var sérstaklega um það
beðið, að erindi hans yrði fundið
pláss á sama tíma og Helgi flutti
sitt erindi, það er eftir kvöldfréttir
á laugardegi.
Ólafur Hauksson hefur um ára-
bil starfað við blaðamennsku og
haft með höndum gerð útvarps-
þátta. Þá hefur hann numið fjöl-
miðlafræði í Bandaríkjunum.
Kópavogur:
Happdrætti Sjálfstæðisflokksins
SÍÐASTI innheimtudagur landshappdrættis Sjálfstæðisflokksins er í
dag, laugardag. Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi verða opnar
frá kl. 9 til kl. 17 í dag og er þar tekið á móti greiðslum.
KENWOOD chef
8ESJI í?
HJALPARKOKKUmNN
KENWOOD CHEF fylgir þeytari, hrærari, hnoðari, grænmetis-
og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál.
KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er
ávallt fyrirliggjandi úrval aukahluta, svo sem, hakkavél,
grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöflu-
afhýðari, dósahnífur ofl.
<
(/)
Œ.
CL
CJMBOÐSMENN:
J L-húsið, Hringbraut 121, Reykjavík
Rafha hf., Austurveri, Reykjavík.
J L-húsið, Borgarnesi.
Húsið, Stykkishólmi.
Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal.
Kaupfélag Saurbaeinga, Skriðulandi, Dal.
Póllinn h/f, ísafirði.
Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík.
Verslun Sigurðar Pálmasonar, Hvammstanga
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi.
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Radío- og sjónvarpsþjónustan, Sauðárkróki.
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri.
Grímur og Árni, Húsavík.
Verslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstööum.
Mosfell, Hellu.
Kaupfélag Árnesinga, Selfossi.
Radío- og sjónvarpsþjónustan, Selfossi.
Kjarni, Vestmannaeyjum.
Rafvörur, Þorlákshöfn.
Verslunin Bára, Grindavík.
Stapafell h/f, Keflavík.
RAFTÆKJADEILD
[h|HEKLA HF
LAUGAVEGI 170-172 SÍMAR 11687 - 21240
'0#C 1
I