Morgunblaðið - 16.10.1982, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.10.1982, Qupperneq 10
10_______ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 Leghálskrabbamein úr öðru sæti í það níunda á tíu árum í TILEFNI af þeirri herferð sem fer fram á vegum krahbameinsfé- laganna um þessar mundir hafði Morgunblaðið tal af Jóni l'orgeiri Hallgrímssyni lækni sem mikið hefur starfað að krabbameinsmál- um hérlendis, einkum að fyrir- bytíítjandi starfi gegn legháls- krabbameini og brjóstakrabba- meini. Eina landið þar sem fer fram skipuleg leit að leghálskrabbameini „Island er eina landið í heimin- um, þar sem fer fram skipuleg leit að leghálskrabbameini sem nær til allra kvenna á aldrinum 25—69 ára, en það er sá aldurs- hópui* sem Leitarstöð-B, sem rek- in er af Krabbameinsfélagi Is- lands, kallar inn til skoðunar. Að- ur var rekin almenn leitarstöð, sem var lögð niður fyrir nokkrum árum, en Krabbameinsfélag Is- lands hefur mikinn áhuga á að finna sér fleiri verkefni á sviði krabbameinsleitar. Leitarstöð-B hóf starfsemi sína 1964, en krabbameinsleit mun hafa byrjað hér á landi þegar árið 1957. Fjölmennar skoðanir á konum hafa verið framkvæmdar vestan- hafs og í Skandinavíu, en þar er þó ekki hægt að tala um allsherj- ar leit, til þess ná þær til of fárra kvenna af heildarfjöldanum. Af skiljanlegum ástæðum er okkur hægara um vik að ná til allra, vegna fámennis okkar. Skoðanir eru framkvæmdar hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu, á Akureyri, Húsavík, Sauðárkróki Rætt viÖ Jón Þorgeir Hall- grímsson, lækni og Neskaupstað og hefur leit far- ið fram þaðan, á nærliggjandi svæði, en auk þess hefur leitar- stöðin hér í Reykjavík sent lækna út um landið og má segja að skoð- unarferðir hafi verið farnar reglulega annað hvert ár. Fyrst og fremst fyrirbyggjandi starf Um árangurinn má almennt segja, að hann hefur ekki látið á sér standa. A árabilinu 1966—’70 var leghálskrabbamein annað al- gengasta krabbamein hjá konum, aðeins brjóstakrabbamein var al- gengara. Tíu árum síðar, árin 1976—’80, var leghálskrabbamein komið niður í 9. sæti, hvað varðar algengustu krabbamein hjá kon- um. Það er fyrst og fremst fyrir- hyggjandi starf, sem við fram- kvæmum með leitinni. Starfsem- in miðast við það, að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn komi fram, með því að finna einkenni um að hans megi vera von, nógu snemma, enda er mikill munur á því sem nú finnst, miðað við það sem fannst þegar byrjað var. Reynt er að finna forstig krabba- meinsbreytinga í leghálsi, sem ekki eru sýnileg með berum aug- um. Á þessu forstigi hefur við- komandi alls engin einkenni eða óþægindi. Það er því miður mjög útbreiddur misskilningur hjá fólki, að á meðan það finnur ekki til, þá sé ekkert að. Það er ekki fyrr en sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig, að það koma fram einkenni eða óþægindi, þá aðallega sem blæðingaóregla eða útferð úr leggöngum og loks verkir. Allar konur komi til rann- sóknar á tveggja ára fresti Það sem Leitarstöð-B miðar að, er að konur í aldursflokknum 25—69 ára, komi til rannsóknar á tveggja ára fresti, en því miður hefur orðið nokkur misbrestur á því, að allar konur hafi hlýtt kvaðningu. í mars 1981 var hafin mikil herferð, með það fyrir aug- um, að ná til þeirra kvenna, sem ekki höfðu sýnt sig, en þá voru send út bréf til allra kvenna í Reykjavík, sem æskilegt þótti að kæmu, en höfðu ekki komið frá því í árslok 1976. Þarna var um 11 þúsund konur að ræða. Frá því um haustið 1981 og fram í ágúst 1982 höfðu aðeins 23% af þeim konum sem bréf höfðu verið send, mætt til rannsóknar. Það eru því um 8 þúsund konur í Reykjavík, sem ekki hafa komið. Auk þess, voru send út meira en 6 þúsund bréf alls í nágreni Reykjavíkur og höfðu þar af á sama tíma aðeins mætt um 27%. Það er mjög mik- ilvægt að þessar konur komi til rannsóknar. Þess misskilnings hefur dálítið gætt, að konur sem hafa einu Jón Þorgeir Hallgrímsson læknir. sinni komið til rannsóknar, þurfi ekki að koma aftur. Að vísu vit- um við ekki hvað það tekur lang- an tíma fyrir sjúkdóminn að breytast af forstigi yfir á alvar- legri stig, sjálfsagt er það mis- munandi og getur í sumum til- fellum tekið nokkur ár, en okkur hefur þótt hyggilegt að miða við reglubundnar skoðanir á tveggja ára fresti. í sumum tilfellum hafa menn þóst geta sýnt fram á að forstigseinkenni læknist án með- ferðar, en frumskilyrðið er auð- vitað, að fylgjast með því hvort einhverjar frumubreytingar verða. Lítið um einkenni, fyrr en sjúkdómurinn er kom- inn á alvarlegt stig Ég vil enn leggja áherslu á, að það eru lítil eða engin einkenni, sem fylgja sjúkdómnum fyrr en hann er kominn á mjög alvarlegt stig og að þarna er um hópskoðun að ræða, þar sem hægt er að skoða stóran hóp kvenna, á til- tölulega skömmum tíma, með litlum mannafla. Skoðunin felst í því, að það er tekið sýni úr leghálsi og leggöng- um hjá konum. Þetta er svo til sársaukalaust. Sýnin, sem eru yf- irborðsfrumur, eru lituð og skoð- uð í smásjá og finnist eitthvað, sem ætla má að séu forstigs- breytingar eða illkynja breyt- ingar, er framkvæmd svonefnd leghálsspeglun og síðan vefja- sýnitaka úr leghálsinum. Ef það sýnir sig, að um staðbundið krabbamein er að ræða, en stað- bundið krabbamein er ekki ill- kynja í vanalegum skilningi, er framkvæmdur það sem kallaður er keiluskurður á leghálsinum. Það er ekki mikil aðgerð, aðeins 3—4 dagar á sjúkrahúsi og við- komandi er alheilbrigð að aðgerð lokinni. Að lokum vil ég ítreka að konur komi til reglulegra skoðana, eink- um þær konur sem hafa fengið kvaðningu frá Leitarstöðinni, og hjálpi okkur þannig að útrýma leghálskrabbameini meðal ís- lenskra kvenna," sagði Jón Þor- geir Hallgrímsson læknir. Einbýlishús við Erluhraun í Hafnarfirði til sölu Húsiö er á einni hæö um 110 ferm. aö grunnfleti og 47 ferm. bílskúr. — Stofa, 3—4 svefnherb., skáli, eldhús, baö og þvottahús. Falleg hraunlóö um 1300 ferm. Til greina koma skipti á 4ra—5 herb. íbúö í Hafnarfirði helst í fjölbýlishúsi. Árni Gunnlaugsson, hrl. Sími 50764. — Opið í dag kl. 1—5. Opið í dag Lynghagi — sérhæð 120 fm 4ra herb. á 1. hæö meö bílskúr. Eign í mjög góöu ástandi. Suðursvalir. Laus strax. Útborgun 1200 þús. Hafnarfjörður — Norðurbær 137 fm 5—6 herb. endaíbúö á 1. hæö. Bein sala. Útborgun 1050 þús. Breiðholt Glæsilegt 65 fm 2ja herb. íbúö viö Vesturberg. Laus strax. Útborg- un 570 þús. Álfhólsvegur 56 fm 2ja herb. íbúö í þríbýlishúsi á jarðhæð. Laus strax. Útborgun 470 þús. Hraunbær Ca. 70 fm falleg 3ja herb. íbúö á 1. hæö. Sér inngangur. Laus strax. Útborgun 680 þús. Fossvogur — raðhús á 2 hæðum ca. 90 fm aö grunnfleti meö bilskúr. Allt nýtt í eldhúsi og baðherbergi. Getur losnaö fljótlega. Útborgun 1800 þús. Garðabær Einbýlishús á 2 hæöum ca. 150 fm aö grunnfleti. Mikið útsýni. Mjög hentugt fyrir 2 íbúðir sem skiptist í 150 fm 5—6 herb. efri hæð og 70 fm rúmgóð 2ja herb. íbúö á neöri hæð ásamt tvöföldum 50 fm bílskúr. Húsið er teiknaö sem einbýlishús. Útborgun 1750—1800 þús. Álftanes — Hosbyhús Glæsilegt 150 fm danskt einbýlishús með miklu risi. Húsiö er tilbúiö að utan og neöri hæö. Mjög fallegar innréttingar, allt í dönskum stíl. Mikið útsýni. Laust strax. Útborgun 1650—1700 þús. Eínar Sigurðason hrl., Laugavegi 66. Sími 16767. Heimasími 77182. Granaskjól — einbýli Höfum til sölu einbýlishús viö Granaskjól. Húsiö er hæö og rishæö meö innbyggöum bílskúr samtals 214 fm. Selst fokhelt en frágengið aö utan og er tilbúið til afhendingar nú þegar. Teikn. á skrifstofunni. Fasteignasalan Hátún, Nóatún 17, símar 21870—20998. Heimasími 46802. íbúðarhæð f Laugarásnum 5 herb. íbúð á aðalhæð í Laugarásnum til sölu. Glæsilegt útsýni. Stór lóð. Bílskúrsréttur. Uppl. gefur: Guöjón Styrkársson hrl., Aöalstræti 9, sími 18354. RAÐHUS í GARÐABÆ Til sölu er vandaö ca. 160 fm raöhús í Garöabæ. Húsið sem er á 2 hæðum, er með sérsmíðuöum innréttingum og er fullbúlö að innan sem utan. Á efri hæö: Svefnherbergi, barnaherbergl, sjónvarpshol, eldhús, baðherbergi og stofa. Á neöri hæö: 2 stór herbergi, baöherbergi meö sturtu, hol og innbyggöur bilskúr. Opið í dag kl. 1—3. Húsafell FASTEIGNASALA Langholtsveg, 115 Adalstetnn PétUrSSOP (Bæiarleibahúsmu) simi: 81066 Bergur Guónason hdl Opiö 13—16 í dag Nálægt Hlemmi Mjög góö 2ja herb. samþykkt íbúð í kj. Hagstætt verð. Bragagata Snotur 3ja herb. risíbúö. Hafnarfjörður 2ja—3ja herb. vönduð risíbúö. Hamraborg Góö 3ja herb. ca. 90 fm íbúö á 1. hæö. Laus strax. Laugavegur 3ja—4ra herb. íbúð á 1. hæð. Lindargata 3ja—4ra herb. íbúð á 1. hæð. Falleg íbúö á góöu veröi. Tjarnarból Sérstaklega vönduð nýleg 6 herb. íbúð á 2. hæö. Njálsgata Mjög lítiö einbýlishús. Eignar-, lóð, viöbyggingarréttur. Vesturgata Eldra einbýlishús, sem skipta má í 2 íbúöir. Hagstætt verö. Hafnarfjörður Mikiö endurnýjað eldra einbýl- ishús ca. 120 fm. Hafnarfjörður Lítiö en gott einbýlishús úr steini ásamt 40 fm bílskúr. Keflavík Glæsileg 5—6 herb. íbúö. Fasteignir sf. Tjarnargötu 10B, 2. h. Friörik Sigurbjörnsson, lögm. Fridbert Njálsson, sölumaður. Kvöldsími 12460. AI'GLYSIN(ÍASIMÍNN KR: _ 22480 jftlorijiuiMiiíút)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.