Morgunblaðið - 16.10.1982, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
80 ÁRA AFMÆLI LANDAKOTSSPÍTALA í DAG
„l»að er mjög margt hér sem er
frábrugðið því sem gerist á öðrum
sjúkrahúsum. Landakotsspítalinn
hefur verið í einkaeign alveg frá
upphafi. Fyrirtækið sjálft er enn i
einkaeign þótt ríkið hafi keypt hús-
næðið fyrir fimm árum. Sérstaða
okkar liggur fyrst og fremst í því að
ákvarðanataka fer fram hér innan-
húss á sama tíma og forráðamenn
sjúkrahúsa í opinberri eigu þurfa að
ráðfæra sig við eigendurna,“ sagði
Logi Guðbrandsson, framkvæmda-
stjóri Landakotsspítala er Morgun-
blaðið ræddi við hann og Ólaf Orn
Arnarson, yfirlækni á Landakoti, i
tilefni 80 ára afmælis spítalans, sem
er i dag.
„Það má heldur ekki gleyma því,
að uppruni Landakotsspitalans er
verulega frábrugðinn því sem er á
öðrum sjúkrahúsum. Það voru út-
lendingar, St. Jósefssysturnar,
sem lengst af ráku hann og þær
hafa því væntanlega dregið
reynslu sína meira af rekstri
sjúkrahúsa reglunnar erlendis.
Þess vegna hefur spítalinn orðið
frábrugðinn hinum," sagði Logi.
ar er auðvitað enginn spítali“
„Læknaþjónustan á Landakoti
er líka að verulegu leyti frábrugð-
in,“ sagði Ólafur Örn. „Við lítum
auðvitað á okkur sem hluta í
heildarkerfinu. Við tökum þátt í
vaktasamstarfi og ýmissi annarri
samvinnu við aðrar stofnanir og
höfum visst afmarkað hlutverk
innan kerfisins. Hins vegar er
framkvæmdin hér innanhúss tölu-
vert frábrugðin. Munurinn liggur
fyrst og fremst í því, að þeir sjúkl-
ingar, sem leggjast hér inn, eru á
ábyrgð ákveðins læknis. Á hinum
spítölunum er sjúklingurinn á
ábyrgð heillar deildar. Þar geta
margir læknar annast sama sjúkl-
inginn. Deildin er síðan á ábyrgð
Guðrún Marteinsson O’Leary, Logi Guðhrandsson og Olafur Örn Arnarson með Landakotsspítalann í baksýn. MorKunblaðið/ KÖE.
„Án eðlilegs tækjabúnað-
Rætt við Loga Guðbrandsson,
framkvæmdastjóra og, Olaf Örn
Arnarsson á Landakotsspítala
Þessi mynd er tekin í skrifstofu Landakotsspítalans árið 1955 og sýnir lækna
í aðgerð. A myndinni eru talið frá vinstri: Systir Flavia, Systir Gabriela,
Þórhallur B. Ólafsson, Stefán P. Björnsson, Haraldur Guðjónsson og Bjarni
Jónsson, yfirlæknir.
yfirlæknis, en yfirlæknir hér ber
enga ábyrgð á sjúklingum hinna
læknanna".
— Ríkir þá engin sérstök
deildaskipting innan Landa-
kotsspítalans?
„Hún er mjög iaus í reipunum
og meira huglægs eðlis,“ sagði
Ólafur Örn. „Hér er ekkert sem
heitið getur afmörkuð deildaskipt-
ing innanhúss. Rúmin hér eu nýtt
fyrir næsta sjúkling, sem inn kem-
ur. Það skiptir ekki máli hvort
hann á að fara á lyflækninga- eða
handlækningadeild. Deildirnar
stækka og minnka á víxl eftir
þörfinni hverju sinni.“
—Leiðir þetta þá ekki af sér
mun persónulegri samskipti
hjúkrunarliðs og sjúklings?
„Jú, það gerir það og ennfremur
verða samskipti einstakra deilda
miklu nánari en e!la. Þessi spítali
er rekinn sem ein heild þótt hann
sé deildaskiptur," svaraði Ólafur
Örn. „Þá má nefna að kaupgreiðsl-
ur lækna eru með öðrum hætti hér
en tíðkast annars staðar. Greiðsl-
urnar byggjast á því að læknarnir
fá greitt fyrir unnin störf. Það
skiptir ekki máli hvort þeir vinna
þau að nóttu eða degi, greiðslan er
sú sama. Læknirinn er ábyrgur
fyrir sínum sjúklingum allan tím-
ann. Þetta fyrirkomulag hefur síð-
ur en svo fælt frá okkur fólk, frek-
ar að læknar hafi sóst eftir því að
komast hingað. Lækniskostnaður
hér er mjög sambærilegur því er
gerist annars staðar. Hins vegar
hafa einstakir læknar hér hærri
laun en gengur og gerist. Við erum
færri sem tökum þessi störf að
okkur og þar af leiðandi fær hver
um sig meira í sinn hlut.“
„Það má ekki gleyma því í um-
ræðunni um hærri laun einstakra
lækna hér,“ skaut Logi inn í, „að
þegar við erum að tala um tekjur
þá eru það brúttótekjur. Læknarn-
ir eiga eftir að greiða eitt og ann-
að af þeim, s.s. launaskatt og önn-
ur launatengd gjöld og læknarnir
gefa 4% af sínum brúttótekjum í
styrktarsjóð spítalans. Styrktar-
sjóðurinn er síðan notaður til
tækjakaupa.
— Er ekki eðlilegt að hneigjast
að þeirri skoðun, að mun meira
aðhald ríki innan Landakotsspít-
alans en ríkisspítalanna, einmitt
vegna þess að hann er rekinn sem
einkafyrirtæki?
„Engin athugun hefur farið
fram á þessu og sýnist sjálfsagt
sitt hverjum. Við lesum reyndar í
blöðunum núna, að aðhald hljóti
að vera meira í opinberum rekstri
en einkarekstri. Sjálfur hef ég til-
hneigingu til að vera sammála þér
í þessu tilviki," sagði Logi.
— Lítur þú þá svo á, Logi, að
þetta aðhald sé arfleifð þess tíma
er systurnar ráku spítalann?
„Álveg örugglega. Það leikur
enginn vafi á, að þessi spítali ber
þess merki að mörgu leyti að hafa
verið rekinn af systrunum. Ég
held að yfirmenn spítalans líti
flestir svo á, að þeir séu í vinnu
hjá einkafyrirtæki. Við höfum það
að keppikefli að reka spítalann á
eins hagkvæman hátt og unnt er.
Hann var rekinn þannig áður og
við reynum að halda því merki á
lofti.“
— Nú hefði mátt ætla að
klausturregla hefði ekki úr svo
ýkja miklu að moða. Hafa orðið
miklar breytingar á tækjabúnaði
frá því þær hættu rekstrinum?
„Ég held í rauninni að sú breyt-
ing, sem við finnum fyrir núna,
hafi orðið áður en systurnar seldu
spítalann," sagði Logi. „Það þarf
ekki ekki að vera að þetta fylgist
að. I rauninni varð afskaplega lítil
breyting á stjórnun spítalans
fyrstu tvö árin eftir að nunnurnar
seldu Landakot."
„Ég vildi gjarnan taka það
fram, að allan tímann sem þær
voru hér við stjórn var ákaflega
gott samstarf á milli systranna
annars vegar og lækna og hjúkr-
unarfólks hins vegar," sagði Ólaf-
ur Örn. „Við fylgdumst mjög vel
með þeirri þróun sem var í sjúkra-
hússrekstri þannig að ekki varð
nein breyting þar á. Það sem hins
vegar breyttist mest var aðstaðan
til fjármögnunar reksturs sjúkra-
hússins. Við héldum kannski aö
það yrði eitthvað auðveldara, en
höfum orðið fyrir miklum von-
brigðum. Það hefur orðið mun erf-
iðara að fjármagna tækjakaup og
viðhald spítalans. Systrunum voru
áður reiknuð laun þótt þær notuðu
þau aldrei og þeir fjármunir fóru í
að bæta spítalann og endurnýja.
Þegar þær svo hættu störfum datt
þessi liður niður. Hann hefur ekki
verið bættur okkur nema að mjög
takmörkuðu leyti. Við erum að því
leytinu verr sett en áður. Hinu má
ekki gleyma, að við höfum notið
stuðnings líknarfélaga og fengið
stórar peningagjafir í meira mæli
en áður og það hefur hjálpað mik-
ið.“
— Nýting sjúkrarúma á Landa-
koti er geysileg, yfir 100%. Er
þetta ekki óæskileg þróun, Ólafur?
„Þetta er vissulega ekkert til að
sækjast eftir. Yfir hundrað pró-
sent nýting er afleitt fyrirbrigði
og á ekki að gerast. Það er ekkert
annað en léleg þjónusta við sjúkl-
inga, að leggja þá í rúm á göngun-
um,“ sagði Ólafur. Þetta gerist
vegna þess að við erum í vandræð-
um að koma frá okkur langlegu-
sjúklingum. Það færi betur um þá
sjúklinga annars staðar. Þetta
húsnæði er ekki heppilegt. Það
leiðir svo aftur til þess, að okkur
er enn þrengri stakkur skorinn en
ella. Við tökum neyðarvaktir og
þær auka álagið hjá okkur geysi-
lega. Sem dæmi má nefna að á
þriðjudag komu inn hjá okkur 26
sjúklingar. Það þýðir að við þurf-
um að draga fram rúm úr geymslu
og koma fyrir á göngunum. Þetta
er alls ekki það, sem við erum að
sækjast eftir.“
— Hefur ekkert verið reynt til
úrbóta í málefnum langlegusjúkl-
inga?
„Jú, það hefur nú verið reynt, en
ekki gengið til þessa," sagði Ólaf-
ur. „Við vorum búnir að kaupa hús
við Bræðraborgarstíg með vitund
heilbrigðisráðherra, en þegar til
kom var það ekki leyft af fjárveit-
ingavaldinu, sem ekki treysti sér
til að leggja fram fjármagn til
kaupanna. Þetta húsnæði hefði
getað leyst okkar vanda því við
gerðum ráð fyrir að koma mætti
30 sjúklingum fyrir þarna. Nú
verðum við að treysta á þær
lausnir, sem verið er að vinna að
og sjúkrahúsin fá sameiginleg af-
not af.“
— Þar sem nær fimmtungur
allra sjúkrarúma er bundinn við
langlegusjúklinga hlýtur það að
leiða af sér, að biðlisti er langur
hjá ykkur.
„Jú, vissulega er svo,“ sagði
Logi. „Mér er næst að halda að
biðíistinn hafi talið um 600 manns
síðast þegar hann var athugaður,
en margir læknar eru löngu hætt-
ir að skrá biðlista þar sem svo fáir
komast orðið inn. Einn langlegu-
sjúklingur, sem liggur í ár á
Landakoti kemur í veg fyrir að
35—40 aðrir sjúklingar komist