Morgunblaðið - 16.10.1982, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
0tfnnbus5toLUnn sem þú seicó'*' mkf,
li-fir enn qó&u li-Pi."
ást er...
... aö njóta samverunn-
ar.
TM Reg U.S Pat Oft —all riahts reserved
• 1982 Los Angeles Times Syodicate
Ætli storkurinn, scm kom mcd
okkur, vilji fara mcd pabba?
HÖGNI HREKKVÍSI
Afstada sjálfstæðismanna
á ekkert skylt við hatur
Kári Jónsson, Sauðárkróki,
skrifar 14. október:
„I Velvakanda í gær, miðviku-
dag, las ég greinarstúf eftir Jón-
as Pétursson, Fellabæ, er hann
nefnir „Hvað má þá til varnar
verða vorum sóma?" Jónas þessi
mun vera fyrrverandi þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins og einn í
hópi þeirra flokksmanna, sem í
upphafi máttu vart vatni halda
sökum hrifningar, þegar Gunnar
Thoroddsen myndaði ríkisstjórn
með höfuðfjendum flokksins.
Nú hafa langflestir flokks-
bræðra okkar Jónasar áttað sig
á því, hvílík hörmungarmistök
voru framin með tilurð þessarar
ríkisstjórnar. En nokkra hefur
dagað uppi og í þeim hópi er
nefndur Jónas. Þessi fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
sér nú enga vænlegri leið til að
verja dauðvona ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsens og félaga
hans en þá að vitna til forustu-
greinar í Tímanum. Verður ekki
annað sagt en að nú sé fokið í
flest skjól. I þessari forustugrein
er því haldið fram, að afstaða
„stjórnarandstöðu Sjálf-
stæðisflokksins" til bráðabirgða-
laga ríkisstjórnarinnar sé ein-
göngu sprottin af hatri á Gunn-
ari Thoroddsen. Höfund þessar-
ar visku, Þórarin Tímaritstjóra,
kallar Jónas „gamalreyndan
stjórnmálaþjark", sennilega til
að koma einhvers konar gæða-
stimpli á persónu Þ.Þ.
Það skiptir e.t.v. litlu máli úr
þessu, hvaða skoðanir Jónas Pét-
ursson hefur á þessum málum
yfirleitt, en manni rennur til
rifja að sjá, hvernig fylgispekt
sæmilegra manna við slæman
málstað getur leikið þá. Ég hefði
kosið fyrrverandi þingmanni
Sjálfstæðisflokksins betra
hlutskipti en það að grípa til lág-
kúrulegustu skrifa Tímans
„málstað" sínum til stuðnings.
Margir sjálfstæðismenn eiga
erfitt með að fyrirgefa Gunnari
Thoroddsen verk hans síðustu
árin, en afstaða þeirra á ekkert
skylt við hatur. Það er hugar-
burður brenglaðra persóna og
ósæmandi manni, sem átt hefur
sæti á þingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, að gera slíkar skoðanir
að sínum.
Dauðastríð ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsen er hafið.
Það getur tekið einhverjar vikur
eða mánuði, en hún er dæmd til
að veslast upp. Og þeir sem
skópu hana verða nú að taka af-
leiðingum verka sinna. Þá er að
þeim komið að velta fyrir sér
spurningunni stóru: „Hvað má
þá til varnar verða vorum
sóma?“ “
Bjóða heim vandræðum
og áhættu af óþrifnaði
Guðjón F. Teitsson skrifar:
„Velvakandi.
Sundhöll Reykjavíkur við Bar-
ónsstíg var á sínum tíma teiknuð
af Guðjóni Samúelssyni, húsa-
meistara ríkisins, og hafa menn,
sem til þekkja, löngum dáðst að
því hve vel og af miklum stórhug
og framsýni var þarna að verki
staðið. Mun óhætt að fullyrða, að
fá mannvirki í Reykjavík til þjón-
ustu við almenning hafi á undan-
förnum áratugum notið slíkrar
viðurkenningar og vinsælda sem
Sundhöllin.
En öll hús þurfa aðhlynningar í
tímans rás, og nýlega fór fram
töluverð viðgerð á Sundhöllinni.
Var sumt, sem gert var, til bóta,
svo sem útbygging við suðaustur-
enda hússins með tveim setkerum
fyrir heitt vatn og vatnsnudd, en
breytingar inni í hinni gömlu
byggingu voru sumpart neikvæð-
ar, og skal nefna aðstöðu hjá
sturtum fyrir karlmenn. Þar voru
áður 2 vatnssalerni og 4 pissstæði,
sem virtist sízt fram úr hófi á slík-
um stað, þar sem stundum koma
tugir manna til afgreiðslu á
skammri stund, og margir með
knappan tíma. En nú er þarna að-
eins eitt vatnssalerni og eitt
pissstæði, og býður það þeim heim
slíkum vandræðum og áhættu af
óþrifnaði á staðnum og inni í
sundlauginni sjálfri, að ekki nær
nokkurri átt. Verður því að krefj-
ast leiðréttingar á þessu vegna
þeirra, sem Sundhöllina nota, og
einnig til þess að ekki falli ómak-
legur skuggi á hinn látna, upp-
haflega höfund byggingarinnar í
augum þeirra, sem ekki vita hið
rétta í málinu."
GÆTUM TUNGUNNAR
Rétt er að segja: öðru hverju. Þetta er þágufall hvorugkyns
af annar hver, sem merkir: sérhver annar; öðru hverju
merkir því: sérhverju öðru (sinni), þ.e. annað veifið.