Morgunblaðið - 16.10.1982, Page 39

Morgunblaðið - 16.10.1982, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982 39 Njarðvíkingar byggja fyrir aldraða í DAG verður tekin fyrsta skóflustunga að hvggingu dvalarheimilis fyrir aldraða í Njarðvík. Um er að ræða átta íbúða bygg- Útlitsteikning af hinu nýja 8 ibúða dvalarheimili fyrir aldraða í Njarðvik, en fyrsta skóflustungan verður tekin í dag og byggingartími er áætlaður l'/i ár. ingu. Byggingin verður staðsett við Vallar- braut og verður fyrsta skóflustungan tekin við athöfn kl. 2. Bæjarstjórn Njarðvíkur byggir dvalarheimilið og hefur verið kosin þriggja manna framkvæmdanefnd, sam- kvæmt upplýsingum Áka Granz, forseta bæj- arstjómar, þegar Mbl. leitaði upplýsinga hjá honum í gær. Þetta er fyrsta bygging fyrir aldraða í Njarðvíkum, en Gylfi Guðjónsson arki- tekt hefur teiknað bygginguna. Lions-klúbbur Njarðvíkur hóf á sínum tíma söfnun til dvalarheimilis og gefa þeir hönnunarkostnað byggingarinnar. Áætlaður byggingartími er eitt og hálft ár. Barðstrendingafélagið: Basar og kaffisala KVKNNADEILI) Barðstrendinga- félagsins verður með basar og kaffisölu í Domus Medica, sunnu- daginn 17. október. Húsið verður opnað klukkan 14.00. Á basarnum verður mikið af prjónlesi, vettlingum, sokkum, nærfötum barna, sokkabuxum o.fl. Brúðurúmin vinsælu ásamt glæsi- legum brúðufatnaði. Einnig verða kökur seldar á basarnum. Kvennadeildin bauð eldri Barðstrendingum til samsætis á skírdag og þótti það takast með afbrigðum vel. Einnig var öldruð- um boðið í Jónsmessuferð og tóku 60 manns þátt í henni og voru þeir mjög ánægðir og ennþá þakklát- ari. Komið og drekkið kaffi um leið og þið styrkið gott málefni. Öllum ágóða varið til að gleðja aldraða. (FrétlaCilkynning.) Afsakið — Þórð- ur húsvörður Ja, nú er það svart maður, leik- listargagnrýnandi Morgunblaðsins ruglast á Þórði húsverði og Alfreð barnakennara. Með öðrum orðum á Flosa Ólafssyni og Gísla Rúnari Jónssyni í hlutverkum fyrr- greindra heiðurspilta í fyrsta þætti „Félagsheimilisins". Ég sé á athugasemd þinni, Gísli Rúnar, frá því í gær (á 29. síðu Morgunblaðs- ins) að þú ert feiki móðgaður fyrir hönd Þórðar húsvarðar. Ég finn mig því knúinn að leiða þig í allan sannleikann um þetta mál. Þar sem þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég hefi ruglast á persónum í leikverki tek ég athugasemd þína mjög alvarlega og biðst hér með margfaldrar afsökunar. „Afsakið, Gísli Rúnar og Þórður húsvörður." Raunar ætti ég að biðja Alfreð barnakennara afsökunar líka. „Af- sakið, Alfreð barnakennari og Þórður húsvörður, á því að ég skyldi ruglast á ykkur." Þá er bara eftir að biðja Flosa Ólafsson afsök- unar. „Afsakið, Flosi Ólafsson og Gísli Rúnar, að ég skyldi ruglast á ykkur og Þórði barnakennara, ég meina á Þórði húsverði og Alfreð barnakennara sem er nýfluttur að sunnan, eða var það öfugt?" Æ, hvernig stendur á að ég ruglast alltaf á þessum stórmerku persón- um sem þið vöktuð svo eftirminni- lega til lífsins í þessum fyrsta þætti Félagsheimilisins. Ábyrgur leiklistargagnrýnandi má ekki taka feil á skýrt mótuðum persón- um þótt komið geti fyrir að þoku- kenndar aukapersónur vefjist fyrir honum. Ég vil enn einu sinni þakka þér, Gísli Rúnar, fyrir vand- lega unna athugasemd sem svipti hulunni af þessu stórmáli. Og vertu nú ekki sár, Gísli Rún- ar, þátturinn var nefnilega ágætur hjá ykkur. Mér líst líka vel á þá hugmynd hjá Sjónvarpinu að hafa stutta þætti sem byggðir eru á að- sendum hugmyndum manna. Ég er viss um að fagmenn á borð við Hrafn Gunnlaugsson geta komið slíkum hugmyndum í þekkilegt myndmál. Sía í formi námskeiðs getur hins vegar drepið slíkar hugmyndir. Enn einu sinni, vertu ekki sár, Gísli Rúnar, og hafðu þökk fyrir barnakennarann, Flosi. Ólafur M. Jóhannesson Undanfarna mánuöi hefur veriö unniö aö undirbúningi þessarar sýningar. Þaö er hreint ótrúlegt hvað hægt er aö gera úr þurrkuðum blómum, rótum, trjá- stofnum og öörum nátt- úruefnum. Heimsækið gróöurhúsiö um helgina og skoöiö þessa nýstárlegu sýningu, eitthvað viö allra hæfi. Sýnikennsla kl. 2-6. Fylgist meö þegar listaverkin verða til, sýnikennsla kl. 2—6. HELGAR- TILBOÐ Um helgina bjóðum viö nokkrar gerðir þurrskreytinga á sérstöku tilboðsveröi, skreyting sem venju- lega kostar kr. 200.-, k-t-r ^ k -| 60--- Látiö skreyta í eigin „ílát“ I dag kl. 2—6 bjóöum viö viðskiptavinum aö koma meö eigin hluti, vasa, skálar eöa annaö sem skreyta á^og bíöa og fylgjast með, meö- an skreytingin er út- búin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.