Morgunblaðið - 07.11.1982, Síða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982
Kluggann og stilla þessari Kötlu
upp á skápinn. Ég er orðinn dauð-
leiður á þessu. Eg vil hafa Lillu
Heggu, þar sem allir geta séð,
hvað hún var falleg, þegar hún var
lítil sér. En Mammagagga vill
heldur sýna fólkinu, hvað hennar
stelpa er falleg með stúdentahúf-
una.
Nú er bjóð hjá Mömmugöggu í
kvöld, og nú er boðin Selma list-
fræðingur. Þú hefur séð hana. Og
Sigurður Pétursson, maðurinn
hennar, sem skoðar í kíker skíta-
bakteríurnar í mjólkinni. Og
Björn bróðir Selmu. Hann er hag-
fræðingur. Þú veizt nú ekkert,
hvað það er. Það er maður, sem
skilur peningana. Ég held þú hafir
einhverntíma séð hann hérna. En
þú hefur aldrei séð Sigurð. Og með
þeim kemur prestsdóttir norðan
úr landi. Þú hefur aldrei séð hana.
Hún vinnur í einum bankanum.
Þú veizt nú ekkert, hvað banki er.
Það er hús, sem krakkarnir hans
Guðs láta peningana sína eiga
börn í. Þessi prestsdóttir heyrir
stundum í dánu fólki. Hún er
skynsöm og smart.
Mammagagga hefur verið að
pússa allt og rykkrussa með voða-
legum krafti fyrir bjóðið. En það
hefur ekki verið neitt gaman að
rykkrussinu hennar, því að nú hef-
ur enginn skriðið undir borðið og
bak við hengið og snúið rassinum
sínum á móti rykkrussunni.
Mammagagga er líka búin að
moka flórinn í svefnherberginu og
setja upp rúmin og draga borðið
fram á gólfið og breiða á það flott-
an dúk og setja á það bollapör og
diska og sykurkrús og rjómakrús
og falleg glös, því að þetta á að
vera fínt bjóð, eins og i gamla
daga. Nú er hún farin að sjóða
hangikjöt og er afskaplega reið út
af lyktinni af því. Hún skipar mér
að láta hurðina fyrir unnskipt-
ingastofunni alltaf aftur á eftir
mér, svo að skítalyktin af kjötinu
komist ekki inn í hana, og hún
verður fokvond, ef ég gleymi að
láta aftur hurðina. Én Sobbeggi
afi er farinn að verða gleyminn, og
hann er nú svona eins og hann er,
hann Sobbeggi afi. Þú þekkir það
nú. Æ, ég hlakka ekkert til þessa
bjóðs, þó að það eigi að verða fínt.
Þú skilur. Það vantar í það punt-
manneskjuna, sem alltaf var í
gamla daga. Hún var nú reyndar
hætt að vera mikil puntmanneskja
tvö siðustu árin. Sei ekki meira.
Glausa kom hingað í morgun og
borðaði hér miðdegismat. Hún
borðaði skelfing lítið. Mamma-
gagga bað hana að laga á sér hárið
fyrir bjóðið. En Glausa hafði eng-
an tíma til þess. Hún varð að fara
eitthvað langt austur í bæ til að
setja krullupinna í hárið á tengda-
móður sinni. Aumingja Mamma-
gagga var nú ekki orðin mikils
virði, og nú verður hárið á henni
eins og á vitlausri manneskju i
bjóðinu í kvöld. Émdi halda, að
hún þyrði ekki að láta þessa fínu
gesti sjá sig.
Þú veizt uððitað, að Glausa er
trúlofuð. Kærastinn hennar heitir
Sigurður, kallaður Siggi. Það voru
hræðileg vandræði með hann,
þangað til um daginn. Það fannst
sem sé enginn höfðingi í ættinni
hans, ekki svo mikið sem hrepp-
stjóri, og það þykir ekki fínt, eins
og þú veizt, að giftast manni, sem
engan höfðingja á í ættinni sinni.
Það var ekkert merkilegt hægt að
segja um veslings Sigga, nema að
hann væri duglegur. Það var alltaf
verið að leita að höfðingjanum.
Mamma Glausu leitaði mikið og
líka pabbi Glausu, og Gunna í
Garðhúsum og margir aðrir hjálp-
uðu þeim til að leita. Loksins
fundu þau höfðingjann. Það var
bróðir hans Sigga. Það fannst, að
hann var eiginlega tveir höfðingj-
ar. Það fannst fyrst, að hann var
vigtarmaður við höfnina. Það var
annar höfðinginn í honum. Seinna
fannst, að hann var ekki bara
vigtarmaður, heldur var hann yf-
irvigtarmaður, og þá varð hann
ennþá meiri höfðingi. Svo fannst
það, að hann hafði einhverntíma
eitthvað verið trúlofaður henni
Auði hans Halldórs Lassens, sætu
konunni, þú manst. Það er sama
sem hann sé frændi Lassens. Það
er hinn höfðinginn í bróður hans
Sigga, og það er ennþá meiri höfð-
ingi en yfirvigtarhöfðinginn.
Svona varð bróðir hans Sigga
tveir höfðingjar. Og nú er líka bú-
ið að finna stýrimann á einhverj-
um lassfossi, sem er eitthvað
skyldur Sigga. Svo að Siggi er eft-
ir allt saman kominn af höfðingja-
ættum. Og nú er fólkið hennar
Glausu orðið hrifið af Sigga.
Ég hitti kennara ofan úr Borg-
arnesi í Austurstræti í gær. Hann
var búinn að lesa Sálminn um
blómið og hafði afar gaman af
honum. Hann langar að sjá aðal-
sögupersónuna. Þú skilur.
Mammagagga hefur heyrt tvær
sögur af þér, afar fínar. Ég held
þær séu nú reyndar þrjár og ein sé
af kirkjuferð að Stóra-Núpi. Hún
er alltaf með opnan munninn að
segja gestum þessar sögur og þar
sem hún kemur í hús. Og fólkið
hlær þessi ósköp og segir: „Anzi er
hún sniðug, þessi stelpa".
Það er ekkert ljótt, sem
Mammagagga segir um þig. Henni
þykir afar vænt um þig, þó að hún
vilji ekki lofa myndinni af þér að
standa á skápnum. Hún talar oft
um gömlu dagana, þegar þú varst
lítil þér og borðaðir hjá henni
kappabuddu og mö og drakkst
umbasyst úr bolla, hvað þá hefði
verið gaman og skemmtilegt að
lifa. Stundum tekur hún pínulitla
hvíta sokka og grænan peysugopa
upp úr einni skúffunni sinni til
þess að sjá, hvernig þú varst í lag-
inu, þegar þú varst í þessu, og þá
ætlar hún stundum að fara að
gráta. Ég er viss um, að þú erfir
hringinn, þegar Mammagagga
deyr. Væri ekki annars bezt, að
hún færi að deyja, til þess að þú
fengir sem fyrst hringinn? En ég
er anzi hræddur um, að kínverski
vasinn sé ætlaður einhverjum öðr-
um. Ekki meira um það.
Mammagagga las sögu í útvarp-
ið í gær. Og nú las hún flott. Hvað
heldurðu, að hún hafi sagt, áður
en hún fór að lesa? Þú heldur
kannski, að hún hafi sagt: „Skyldu
forsetinn á Bessastöðum og hann
Bjarni Ben. hlusta á upplesturinn
minn í kvöld?" Nei, það sagði
Mammagagga ekki. En hún sagði
fyrst: „Nú vantar mig hana Lillu
Heggu til að sitja hjá mér, á með-
an ég les. Þá mundi ég lesa betur".
Og svo sagði hún: „Ég er viss um,
að þær hlusta á mig í kvöld, hún
Lilla Hegga og hún Aidís Dolls-
dóttir". Svona er hún alltaf að
hugsa um þig og pínulítið um hana
Aidísi. Hún hugsar meira um þig
en forsetann á Bessastöðum og
hann Bjarna Ben. En hún mætti
nú hugsa svolítið minna um hana
Aidísi en hún gerir.
Frú Andrésson talar oft um þig
og Sálminn um blómið. Hún er bú-
in að vera lengi veik af inflúensu.
En éld hún sé nú að verða góð.
Herra Andrésson ætlar bráðum að
fara að byggja afar stórt hús við
Laugaveginn.
Émdi skreppa austur að Ásum,
ef þar væri einhver, sem gæti sagt
mér góða draugasögu. Ég er búinn
að segja Sveini það. En hann seg-
ir, að þar séu engar draugasögur
til, og þess vegna kem ég líklega
aldrei að Ásum aftur. Hann Sobb-
eggi afi er nú eins og hann er. Þú
þekkir hann.
Hingað kom skáldkona um dag-
inn með dóttur sína sextán ára,
sem líka er skáld. Unga skáldkon-
an spurði, þegar hún kom inn í
stássstofuna hennar Mömmu-
göggu: „Er þetta þjóðsögustofan?"
Hún hafði uððitað alltaf verið að
lesa Sálminn í vetur.
„Nei, þetta er ekki þjóðsögustof-
an“, sagði ég og fór nú með hana
inn í þjóðsögustofuna, og hún
skoðaði hana alla. Svo varð ég að
sýna henni þjóðsögubækurnar,
sem ég hafði lesið í fyrir Lillu
Heggu, þegar hún var skemmtileg
og lítil sér, og ég varð að sýna
henni allar myndastytturnar, sem
Lilla Hegga hafði gefið Sobbeggi
afa. Mest hafði hún gaman af
stelpunni á koppnum. En henni
þótti skelfing leiðinlegt, að dívan-
inn skyldi vera farinn, sem þau
lágu á, Lilla Hegga og Sobbeggi
afi, þegar hann var að segja henni
söguna af því, þegar hún amma
hans dó og hann afi hans var full-
ur og sálmurinn var sunginn um
blómið. Þessa skáldstúlku langar
mikið til að sjá þig.
Nú skal ég segja þér merkilega
sögu, og taktu nú vel eftir! Hér í
bænum er sex ára gömul stelpa.
Hún var búin að fá ægilega hjól-
sótt, svo að það var enginn friður
á heimilinu. Hún var alltaf að
heimta hjól af henni mömmu
sinni, og hún mamma hennar var
búin að lofa að gefa henni reglu-
lega flott hjól. En hvað heldurðu!
Einn dag segir stelpan: „Mamma!
Ég vil ekki hjól. Gefðu mér heldur
bók.“
„Hvaða bók?“ spyr mamma
hennar.
„Sálminn um blómið", svarar
stelpan.
Mamma hennar varð alveg
dauðhissa, að stelpan skyldi held-
ur vilja bók, sem kostaði bara 60
krónur, en hjól, sem kostaði meira
en þúsund krónur. En þessi stelpa
var vitur, þó að hún væri lítil sér.
Hún hafði lesið í Sólskini söguna
úr Sálminum og varð svo afar
hrifin af henni, að hún vildi held-
ur eiga bókina en hjólið. Svona
eiga krakkar að vera. Þetta eru
sannir íslandskrakkar. Þeir eru
ekki eins og amerísku tyggigúmí-
krakkarnir með sauðkindarand-
litið, sem heldur vilja hjól en
Sálminn. Það eru reyndar margir
krakkar hér í Reykjavík, sem
hætta að orga, þegar sagt er við
þá: „Ég skal lesa fyrir þig sögur úr
Sálminum um blómið". Það eru
ekki allir krakkar heimskir.
Jæja! Geymdu nú vel þetta bréf
frá Sobbeggi afa. Þú getur selt það
á meira en hundrað krónur, þegar
hann er dáinn, og keypt þér fyrir
þær fín ullabjökk í búðinni hans
Silla og hans Valda.
Ja nú er það svart. Nú liggur
hann Silii dauðveikur á spítala.
Það er komið sement í hjartað í
honum. Læknarnir kalla það kalk.
'barðM
Frost og fönn eru engin fyrirstaða þegar ATLAS er annarsvegar. ATLAS snjóhjólbarðar: Minni bensíneyðsla, meiri ending og síðast en ekki síst, aukið öryggi fyrir þig, þína og þá sem á vegi ykkar verða. Á ATLAS eru þér allir vegir færir. Útsölustaðir: Hjólbarðasalan Höfðabakka 9 Reykjavík og kaupfélögin um allt land. /S SAMBANDIÐ ^ VÉLADEILD
HJÓLBARÐASALA
Höfðabakka 9 /-83490-38900
GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM