Morgunblaðið - 07.11.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 07.11.1982, Síða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 ALAMEIN þoröi ekki að flytja herliðið fyrr en tilraun Bandamanna til að brjótast í gegn hæfist. Annars gæti hæglega farið svo, að her hans yrði umkringdur í eyðimörk- inni, þar sem fótgöngulið hans hafði varla nokkrum vélknúnum farartækjum á að skipa og hann hafði aðeins 90 skriðdreka á móti 800 skriðdrekum Montgomerys. Sigurinn Hernaðaraðgerðin „Super- charge" hófst 1. til 2. nóvember og þriðji þáttur orrustunnar stóð til 4. nóvember. Ennþá einu sinni gerði Montgomery kröftuga til- raun til að brjótast í gegn og hann naut góðs af því að hafa komið á fót varaliði. „Supercharge" hófst með þriggja tíma stórskotahríð, á eftir fylgdu loftárásir og fótgönguliðið réðst síðan fram. A norðursvæðinu beitti Montgomery 200 skriðdrekum. Sóknin virtist ganga vel fyrst í stað, en stöðvað- ist vegna öflugra skriðdrekavarna Þjóðverja. Bretar misstu fleiri skriðdreka en Þjóðverjar í skriðdrekaorrust- unni við Tel el Aqqaqa, en heildar- yfirburðir Breta gerðu það að verkum að þeir færðust nær sigri. Þetta var síðasta meiriháttar skriðdrekaorrustan í eyðimerk- urstríðinu og Rommel þykir sjald- an hafa staðið sig betur. En að kvöldi 2. nóvember átti Rommel aðeins 30 skriðdreka eftir. Alger útrýming hlaut að blasa við, nema því aöeins að hann gæti hörfað daginn eftir. Hitler bannaði und- anhald 3. nóvember, en von Thoma hörfaði burt með herlið sitt með þegjandi samþykki Rommels, sem þar með viðurkenndi ósigur. Bret- ar tóku von Thoma til fanga með- an á undanhaldinu stóð. Mont- gomery bauð honum að snæða með sér í aðalstöðvum sínum og von Thoma bauð honum að heim- sækja sig í Þýzkalandi eftir styrj- öldina. Snemma daginn eftir, 4. nóv- ember, tókst Montgomery loks að brjótast í gegn eftir harða bar- daga og mikið mannfall, þegar hann ákvað að gera aðaltilraunina við Kidney Ridge, 10 mílur suður af ströndinni, þar sem Ástralíu- menn höfðu brotizt inn, en ekki á strandveginum. Endalokin voru svo snubbótt að yfirmenn Breta trúðu því varla að orrustunni væri lokið. En Þjóðverjar voru gersigr- aðir og nú tók eftirförin við. Aðal- spurningin var sú, hvort takast mundi að vinna fullnaðarsigur með því að einangra óvinina á undanhaldinu og taka þá til fanga. Rommel hafði eins dags forskot, þótt undanhaldið hefði dregizt þar sem hann hikaði við að óhlýðnast skipunum Foringjans uni að verj- .ast af alefli. Nú hafði hann innan við 5.000 menn og aðeins um 15 skriðdreka og 25 skriðdrekavarna- byssur. Það dróst líka að Bretar gætu veitt óvininum eftirför, því að 8. brynstórdeildin, sem var í fararbroddi, staðnæmdist aðfara- nótt 4. nóvember áður en hún lok- aði leiðinni meðfram ströndinni, þar sem króa átti óvininn inni, en hann var á bak og burt. Slæm um- ferðarstjóm og vanmat á hraða Rommels leiddi tvívegis til þess að í stað þess að sækja í eyði- mörkinni var sveigt til strandar og dýrmætur tími fór í súginn. Tí- unda brynherfylkið sótti til Ghaz- al, 1. og 7. brynherfylkið til Daba, um 10 km lengra í vestri. ■ ) Horfnir Ný-sjálenzka herfylkið sótti jafnframt til Fuka, þar sem Rommel ætlaði að búast til varnar fyrst í stað. Rétt fyrir sunnan Fuka staðnæmdust Ný-Sjálend- ingar og töldu sig stadda nálægt sprengjusvæði, þótt í ljós kæmi að um gervisprengjur væri að ræða og að Bretar höfðu komið þeim fyrir um sumarið á undanhaldi sínu. Meðan þessu fór fram, komst Rommel að raun um að hann gæti ekki varizt í Fuka og laumaðist burtu án þess að Bretar yrðu þess varir. Eftir tveggja daga töf af völdum mikilla rigninga sótti 10. brynherfylkið áfram til Mersa Matruth og kom þangað 8. nóv- ember, en komst að því að meiri- hluti þýzku hermannanna hafði komizt undan, en þó ekki margir ítalir. Bretar voru óhóflega gætnir Jjpgbr þeir reyndu að fylgja sigrin- um eftir og um var kennt hinum miklu rigningum 6. og 7. nóvem- ber, þegar strandvegurinn breytt- ist í forareðju. En það rigndi jafn- mikið á óvininn, sem varð fyrir svipuðum töfum. Bretar misstu af raunverulegu tækifæri til að hafa hendur í hári Rorrimels árla dags 5. nóvember, þegar 1. og 7. bryn- herfylkinu var ekki skipað að sækja til Mersa Matruth. Brezkir yfirmenn grátbáðu Montgomery um að fá að sækja á undan aðalhernum og neyða Rommel til að berjast og gefast upp, en Montgomery óttaðist að verða leiddur í gildru og vildi fara eftir settum reglum. Meistaralegt undanhald Rommels sannaði enn- þá einu sinni snilli hans í eyði- merkurhernaði. Hvað eftir annað sprengdu Þjóðverjar upp brýr og komu fyrir jarðsprengjum rétt við Brezkir skriödrekahermenn fagna unnum sigri nefið á Áttunda hernum og kom- ust síðan undan. Bretar nýttu ekki flugher sinn sem skyldi, enda voru flugmenn þeirra ekki æfðir í lág- flugi, og fallhlífarhermönnum var lítið beitt. Ein skýringin á gætni Mont- gomerys var óttablandin virðing sem Bretar báru fyrir Rommel: „Rommel hafði dáleitt hann á sama hátt og hermenn beggja að- ila. Endalaus eyðimörkin var heimur Rommels, orrustur á af- mörkuðu svæði sérsvið Montgom- erys. Aldrei var að vita hverju hann tæki upp á næst, þótt hann hefði aðeins 10 skriðdreka og væri benzínlaus. Öruggara var að fylgja í humátt á eftir honum, í hæfilegri fjarlægð, öruggur í vissu þess að 80.000 bandarískir og 25.000 brezkir hermenn nálguðust úr gagnstæðri átt og mundu að lokum mynda risastóra töng, sem umlykti dauðadæmdan Panzer- herinn." Innrásin í Norður-Afríku hafði hafizt 7. til 8. nóvember og þar með var dauðadómurinn kveðinn upp yfir Rommel. Rommel flúði til Túnis, en það var ekki fyrr en í maí 1943 að Alexander hershöfð- ingi gat tilkynnt Churchill: „Herra, skipanir þær sem þér gáf- uð mér 15. ágúst 1942, hafa verið framkvæmdar ... Ég bíð nú frek- ari fyrirmæla yðar." Viðureignin í Norður-Afríku var drengileg. Fangar sættu góðri meðferð, barizt var eftir settum reglum og framkoma beggja aðila einkenndist af gagnkvæmri virð- ingu. Yfirleitt gekk þýzku her- mönnunum verr að laga sig að að- stæðunum í Afríku en Ástralíu- mönnum, Ný-Sjálendingum og Bretum, þótt þeir væru betur þjálfaðir og allir sjálfboðaliðar og sjúkrahúsþjónusta þeirra var ekki eins góð. Hermenn Itala gátu bar- izt vel undir góðri stjórn, en liðs- foringjar þeirra voru lélegir og sama gilti um yfirstjórn ítalska hersins (Ariete-herfylkið barðist vel að dómi Rommels og Brescia- herfyikið var ekki slæmt). ítalir þóttu ágætir í vegagerð. Rommel lét svo um mælt að hann vildi hafa Ástralíumenn undir sinni stjórn, bar líklega mesta virðingu fyrir Ný-Sjálend- ingum, virti Breta sem efnilega áhugamenn og hafi mikið álit á sérþjálfuðum sveitum þeirra, en lítið álit á brezku yfirherstjórn- inni (hann bar lof á Wavell, eina brezka hershöfðingjann sem hann talaði um). Helzti veikleiki Rommels sjálfs var skortur á hæfni til að skipuleggja birgða- mál, en sagt hefur verið að „níu tíundu eyðimerkurhernaðar séu barátta um birgðir". Dýrkeypt Alamein var tiltölulega dýr- keyptur sigur fyrir Bandamenn. Alls voru 13.500 hermenn Banda- manna felldir, særðir eða teknir til fanga. Þjóðverjar misstu 9.000 menn (sem féllu eða voru teknir til fanga) og ítalir misstu 17.000 menn (ítalskir stríðsfangar voru nálægt 240.000). Bandamenn misstu 600 skriðdreka, fleiri en It- alir og Þjóðverjar, sem áttu raun- ar ekki svo marga skriðdreka. Þótt Öxulherinn ylli meira tjóni en hann varð fyrir sjálfur, reyndust yfirburðir Bandamanna of miklir. Eins og 1917 réð úrslitum hve fjöl- mennu varaliði stríðsaðilar höfðu á að skipa. Bandamenn voru svo öflugir að þeir máttu við því að missa þrisv- ar sinnum fleiri skriðdreka en Þjóðverjar og gátu auk þess gert við marga skriðdreka, sem urðu fyrir litlum skemmdum. Með hliðsjón af styrkleikamun vann öxulherinn merkilegt afrek með því að verjast í tólf daga gegn ofurefli liðs, einkum með tilliti til miskunnarlausra árása flughers og stórskotaliðs Breta. Vörn Þjóð- verja var að sumra dómi eitt mesta afrek þeirra í heimsstyrj- öldinni. Sigurfrægð Montgomerys mun e.t.v. fyrst og fremst byggjast á þeirri forsendu. Þreyta og ring- ulreið í Áttunda hernum kom í veg fyrir tafarlausa og árangursríka eftirför. Alamein var ekki tvísýn orrusta eins og ýmsar aðrar úrslitaorrust- ur sögunnar. Á fyrsta stigi hennar virtist hugsanlegt að Bretar mundu sólunda miklum yfirburð- um sínum í hergögnum, en Mont- gomery hætti í tæka tíð við til- raunirnar til að neyða brynlið sitt til að ryðjast eftir tepptum braut- unum á sprengjusvæðinu, þrátt fyrir hina gífurlegu skothríð. Þeg- ar hann tók upp svéigjanlegri bar- dagaaðferðir var lokasigur tryggð- ur. Rommel hafði enga von um að geta afstýrt ósigri, benzínleysið eitt sér nægði til að gera vonir hans að engu. Montgomery varð þjóðhetja í Bretlandi og sigurinn var upphaf dýrkunar, sem fylgdi honum æ síðan (hann var gerður að vísi- greifa af Alamein). Hann var þó eriginn frelsari, sem einn síns liðs bjargaði sigruðum her frá óförum ög hneisu. Áttundi herinn hafði stöðvað Rommel áður en Mont- gomery kom til skjalanna og lagt grundvöllinn að stórsókn, en Montgomery *sá réttilega að Átt- undi herinn var ekki í stakk búinn til að hefja sóknina strax. Margar þær nýjungar, sem Áttundi herinn tók upp við Alamein, voru byggðar á áætlunum Auchinlecks og her- ráðs hans, en margar af áætlunum Montgomerys ollu öngþveiti og ringulreið. Um Montgomery hefur verið sagt: „Lýsi orrustur hans ekki snilligáfu, voru þær a.m.k. háðar með glæsibrag og af góðri, heilbrigðri rökvísi." Orrustan, við Alamein, mikil- vægasta orrusta á landi sem Bandamenn höfðu háð til þessa, var mikill brezkur sigur og mark- aði straumhvörf í stríðinu fyrir Breta. Þetta var ein mesta úrslita- orrusta í sögu Breta. Sigurinn fylgdi í kjölfar slæmra ósigra og var fyrsti ótvíræði sigur þeirra í styrjöldinni. Brezka þjóðin fagn- aði honum innilega. Hann örvaði baráttuhug Breta og sannfærði hermenn þeirra um að þeir gætu farið með sigur af hólmi undir réttri stjórn og með nægum vopn- um. Brezka þjóðin varð sannfærð um að hún mundi vinna lokasigur í heimsstyrjöldinni. Hernaðarleg áhrif Alamein- orrustunnar jöfðuðust á við fall Stalíngrad, þótt Stalíngrad hafi sennilega markað straumhvörfin í stríðinu fyrir Þjóðverja fremur en Alamein. Fyrstu áhrif sigursins voru aukið öryggi á Möltu og góð- ur árangur Kyndil-áætlunarinnar um innrásina í Norður-Afríku, sem var undanfari innrásarinnar í Evrópu. g.h. tók saman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.