Morgunblaðið - 07.11.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.11.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982 71 ÁFÖRNUto VEGI » Él Arkað á ráðherrafund ÞEIR voru á leið á fund Stein- gríms Hermannssonar sjávarút- vegsráðherra, þessir fimm herra- menn, er Ólafur K. Magnússon tók þessa ntvnd af þeim. Á fundi með ráðherra var rætt um gæðaeftirlit á fiski, en þau mál hafa verið i brennidepli und- anfarið. Á myndinni eru frá vinstri: Skúli Þorleifsson, mats- maður, Sigurður Haraldsson, skrifstofustjóri SÍF, Valgarð J. Ólafsson, framkvæmdastjóri SÍF, Þorsteinn Jóhannesson frá Reynisstað í Garði, formaður Sölusambands ísl. fiskframieið- enda, og Jóhann Kúld, starfs- maður Framleiðslueftirlits. Heiðurshjón frá Austfjörðum ÞESSA mvnd tók Kjartan Aðal- steinsson, Ijósmyndari Morgun- blaðsins á Seyðisfirði, á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands þar í haust. Myndin er tekin i tónleika- hléi, og er af heiðurshjónunum Þorsteini Ólafssyni, stöðvarstjóra Pósts og síma á Reyðarfirði, og Kolfinnu Ketilsdóttur, postulíns- málara. Þau hjón áttu ekki heimangengt þegar Sinfóníu- hljómsveitin var með tónleika á Eskifirði, svo þau létu sig hafa það að aka til Seyðisfjarðar. Þorsteinn er forseti Bridge- sambands Austfjarða, og hefur lengi verið ein aðalsprautan í bridgelífi Austfirðinga, sem er með eindæmum blómlegt. Það munu vera um 200 manns sem spila reglulega keppnisbridge á Austfjörðum og einmitt nú um næstu helgi fer fram Austur- landsmótið í tvímenningi. Það er til marks um stórhug þeirra Austfirðinga, að þeir hafa boðið núverandi íslandsmeisturum í tvímenningi, Jóni Baldurssyni og Val Sigurðssyni, að spila sem gestir á mótinu. Kolfinna hefur annað áhuga- mál. Hún er postulínsmálari og kennir þá listgrein flesta daga vikunnar allan veturinn. T „Góðir landsmenn, við byrjum daginn á því að snúa okkur úr háisliðnum .. — nei, þetta er ekki morgunleikfimin hennar Jónínu Benediktsdóttur SLAKA, spenna, sundur, saman, teygja, vinda, snúa og fetta. Klukkan er 7.25 eða kannski 9.20 og Jónína Benediktsdóttir er að búa landsmenn undir önn dagsins, koma blóðinu á hreyfingu og mýkja vöðvana. Það var einhvern tíma í vor að morgunhanarnir Valdimar Örn- ólfsson og Magnús Pétursson drógu sig í hlé eftir áratuga þrotlaust starf við að lemja landann lurkum í gegnum út- varpið. Núna í haust tók við hlutverki þeirra 25 ára gömul Húsavíkurmær, Jónína Bene- diktsdóttir. Jónína hefur stundað nám við McGill-háskólann í Kanada í íþróttasálfræði undanfarin ár, en á eftir lokaritgerð til að ljúka MS-gráðu í þeim fræðum. — Jónína, um hvað ætlarðu að skrifa? „Ekki er nú alveg ljóst hvert ritgerðarefnið verður, enda ekki tímabært að ræða það. Eins og er beinist hugurinn að „hvatn- ingu“, eða „motivation" í kennslu og íþróttaiðkun." — Er morgunleikfimin góð aðferð til að fá fólk til að hreyfa sig? „Ég held að morgunleikfimin sé mjög mikilvæg, eða réttara sagt, útvarpsleikfimi, en ekkert endilega á morgnana. Hún bæði hjálpar fólki til að stunda lík- amsrækt reglulega, og sinnir líka því hlutverki að fræða menn um það hvernig eigi að gera lík- amsæfingar og hvers vegna." — Þú leggur mikið upp úr fræðslunni, er það ekki? „Jú, ég reyni alltaf að koma með einhvern fræðslupunkt. Margir stunda líkamsæfingar árum saman án þess að ná nokk- urn tíma árangri. Það er nefni- lega ekki sama hvernig æf- ingarnar eru gerðar. Og út- varpsleikfimin er að mínu viti góður vettvangur til að kenna fólki hvernig það á að hreyfa sig til að fá sem mest út úr því. Annars er formið á þættinum þannig að fyrst er upphitun, þá smávegis fræðsla og loks æf- ingar." — Ertu með fólk hjá þér tii að gera æfingarnar þegar þú tekur upp þættina? „Já, það er ekki hægt annað." — En þú notar tónlist af plöt- um. Hefurðu orðið vör við að ein- hverjir séu óánægðir með það að hafa ekki „sveigjanlegan" takt- gjafa, eins og Magnús Áneitan- lega var? „Örnólfur og Magnús voru geysilega vinsælir, og því er ekki við öðru að búast en að maður fái einhverja gagnrýni, sérstak- lega í sambandi við allar breyt- ingar. En nýju fólki fylgja óhjákvæmilega breytingar, og mér finnst ágætt að nota tónlist af plötum. Fólk á vonandi eftir að venjast því.“ — Þú fæst við eitt og annað auk morgunleikfiminnar, Jón- ína, þú hefur skrifað greinar um líkamsrækt í Morgunblaðið, og svo kennirðu, ekki satt? „Það er rétt, ég skrifaði grein- ar í Morgunblaðið í sumar, hvað Sigurlið stríðsár- anna á Austfjörðum MEÐAL mynda í líflegu riti knattspyrnumanna á Seyðisfirði frá síðasta sumri er að Bnna mynd af knattspyrnumönnum Hugins 1938—1945, „sigurliði stríðsár- anna“ eins og það heitir í blaðinu. Lið Hugins var sigursælt á þessum árum, en það þarf ekki að taka það fram, að þá sem nú var mikil keppni á milli knattspyrnumanna af fjörðunum og ekkert gefið eftir i þeim bardögum. í liði H'ugins á þessari gullöld félagsins voru eftirtaldir leik- menn: Standandi frá vinstri: Hrólfur Ingólfsson, fyrrum bæjarstjóri á Seyðisfirði, Ólafur M. Ólafsson, útgerðarmaður, Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, Kristinn Halldórsson, síðasti bóndinn í Loðmundarfirði, nú verkamaður á Seyðisfirði, og Björn Jónsson, fyrrum lögregluþjónn, en hann er látinn. Miðröð: Haraldur heitinn Her- mannsson, fyrrum verzlunar- maður, Þorvarður Árnason, framkvæmdastjóri, og Gísli Em- ilsson frá Hátúni, verkamaður í Hafnarfirði. Fremsta röð: Ottó Magnússon, starfsmaður OLÍS á Seyðisfirði, Pétur Blöndal, forstjóri á Seyð- isfirði, og Guðlaugur Jónsson hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands. Moifiinblaóið/RAX. Upp med hendur og teygja á öxlum. Ingveldur Thorsteinsson starfsmadur í auglýsingadeild útvarpsins, sex barna móðir og áhugamennskja um leikfimi frá sex ára aldri, hlýðir fyrirskipunum Jónínu Benediktsdóttur í upptöku á morgunleikfimi í stúdíó 4. sem verður, og núna kenni ég í Breiðholtsskóla. Ég er með sér- deild, 14 ára krakka, sem ég kenni stærðfræði og íslensku. En auk þess er ég með dansflokk í Breiðholtsskóla og starfa nokkuð í athvarfsiðju skólans." — í lokin: er það skemmtilej?t starf að stjórna morgundansi Is- lendinga? „Mér finnst bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að vera með þessa þætti, og ég vona sannar- lega að mér takist að gera þá þannig úr garði að hlustendur hafi líka gaman af þeim, og um- fram allt eitthvert gagn. Þú kallar þetta morgundans. Ég bíð spennt eftir næstu sýn- ingu íslenska ballettsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.