Morgunblaðið - 07.11.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1982
77
\flk?AKANDI ^
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Karmelklauslur í Mafnarfirði. „Hér á landi eru starfrækt tvö nunnuklaustur, eftir því sem ég best veit, annað þeirra
í Hafnarfirði og hitt í Stykkishólmi. Munkaklaustur eru hins vegar engin hér. Hvað ætli valdi því?“
Er grundvöllur fyrir klaust-
urlifnaði karla á íslandi?
Kinar Ingvi Magnússon skrifar:
„Heill og sæll Velvakandi og allir
lesendur!
Hér á landi eru starfrækt tvö
nunnuklaustur, eftir því sem ég best
veit, annað þeirra í Hafnarfirði og
hitt í Stykkishólmi. Munkaklaustur
eru hins vegar engin hér. Hvað ætli
valdi því?
Fyrr á öldum voru munkaklaustur
allvíða hér á landi: Á þingeyrum,
Munkaþverá, Klaustri í Hítardal,
Þykkvabæ, á Möðruvöllum, að
ógleymdu Skriðuklaustri í Fljótsdal.
Nú heyra munkaklaustrin sögunni
til. Skyldi enginn grundvöllur vera
26410, og opin fjóra tíma á dag frá
kl. 10—12 og 13—15. Tveir stjórn-
armenn, formaður og ritari, leysa af
hendi þessa þjónustu gegn nokkurri
þóknun. Fréttabréf var að sjálf-
sögðu skrifað strax til félagsmanna
sem eru nú rétt um 300 og m.a. skýrt
frá þessu merka framtaki.
Brátt kom í ljós að það var mikill
fengur fyrir samtökin að geta opnað
þessa þjónustumiðstöð. Þar var ekki
aðeins hægt að leysa af hendi tíma-
frek störf vegna byggingafram-
kvæmdanna, heldur veita félags-
mönnum margvíslega fyrirgreiðslu
og upplýsingaþjónustu á ýmsum
sviðum t.d. um réttindamál, at-
vinnumál o.fl. o.fl.
Stærstu verkefnin sem samtökin
vinna nú að, auk byggingafram-
kvæmdanna í Fossvogi og daglegra
þjónustustarfa, eru þessi:
1. Umsókn um aðra byggingalóð, 2.
byggingaáfanga, þar sem ráð-
gerðar eru 40—50 íbúðir. Rík
áhersla lögð á að lóðin fáist
ákveðin á þessu ári, ári aldraðra.
2. Rekstur smámiðahappdrættis.
Heyrt hef ég að talað hafi verið
um að ágóða þess verði varið til
að koma upp heilsugæsluaðstöðu
í 2. byggingaáfanga samtakanna.
3. Stofnun og rekstur dagvistar- og
tómstundaheimilis í Armúla 34
(Múlalundi) í samvinnu við Sam-
band íslenskra berklasjúklinga
og Rauða kross íslands. Þetta er
stórmerk og aðkallandi fram-
kvæmd. Ákveðið er að dagvistar-
heimilið taki til starfa 15. nóv.
nk.
Ríkisstyrknum er að sjálfsögðu
varið til að halda uppi þjónustu-
miðstöð samtakanna, — greiða
húsaleigu, hita, ljós, síma og þóknun
til starfsmanna. Afgangi verður
varið til hjúkrunarmála og félags-
þjónustu.
Eg vænti að þessi stutta greinar-
gerð, þar sem drepið er á helstu at-
riði með örfáum orðum, veiti fyrir-
spyrjendum og öðrum nokkrar upp-
lýsingar um fjölþætt störf Samtaka
aldraðra í Reykjavík."
fyrir klausturlifnaði karla hér á
landi eða alls enginn áhugi fyrir
slíku? Úti í heimi virðist klaustur-
lifnaður vera að færast í vöxt eftir
ládeyðu undanfarinna ára.
Óvissan um framtíð heimsins og
hið ákafa lífsgæðakapphlaup á hér
sennilega ríkastan þátt. í stað þess
að keppast við náungann um söfnun
veraldlegra verðmæta og lífsgæða, í
stað þess að fylla hlöður sínar, eta og
drekka umfram þarfir, kjósa nú
margir að hverfa úr þessari hring-
iðu. Engin furða kannski. Þeir hafa
skilið orðin sem Jesús sagði þeim:
„Einu sinni var ríkur bóndi. Hann
átti land sem borið hafði mikinn
ávöxt; og hann hugsaði með sér og
sagði: Hvað á ég nú að gjöra? Því að
ég hefi ekki rúm, þar sem ég get látið
afurðir mínar. Og hann sagði: Þetta
skal ég gjöra: Rífa niður hlöður mín-
ar og byggja aðrar stærri, og þar vil
ég safna öllu korni mínu og auðæf-
um saman. Og ég skal segja við sálu
mína: Sál mín, þú hefir mikið auð-
æfi, geymd til margra ára; hvíl þig
nú, et og drekk og ver glöð. En Guð
sagði við hann: Heimskingi, á þess-
ari nóttu verður sál þín af þér heimt-
uð, og hver fær þá það sem þú hefir
aflað? Svo fer þeim, er safnar sér fé
og er ekki ríkur hjá Guði. Þótt ein-
hver hafi allsnægtir, þá er líf hans
ekki tryggt með eignum hans.“ (Lúk.
12: 15-21.)
Þessi orð eiga svo sannarlega er-
indi til okkar í dag, þó að við lifum í
þjóðfélagi, þar sem andlegum þörf-
um mannsins er úthýst og þeim sagt
að eta það sem úti frýs. Jesús sagði
okkur að hans matur væri að gjöra
vilja þess er sendi hann.
Mig langar þess vegna að deila
mcð ykkur framhaldi af orðum Jesú,
þau eru töluð til okkar í dag miklu
fremur en fyrr: „Verið ekki áhyggju-
fullir um lífið, hvað þér eigið að eta,
ekki heldur um líkama yðar, hverju
þér eigið að klæðast, því að lífið er
meira en fæðan, og líkaminn meira
en klæðnaðurinn. Gætið að hröfnun-
um, þeir sá ekki né uppskera, og ekki
hafa þeir forðabúr né hlöðu, og Guð
fæðir þá; hve miklu eruð þér fremri
fuglunum. Og hver af yður getur
með áhyggjum sinum aukið alin við
hæð sína? Fyrst þér nú getið ekki
það sem minnst er, hvers vegna eruð
þér þá áhyggjufullir um allt hitt?
Gætið að liljum vallarins, hversu
þær vaxa; þær vinna ekki og spinna
ekki heldur; en ég segi yður: Jafnvel
Salómon í allri sinni dýrð var ekki
svo búin sem ein þeirra. Fyrst Guð
nú skrýðir svo grasið á vellinum,
sem stendur í dag en á morgun verð-
ur í ofn kastað, hversu miklu fremur
mun hann þá klæða yður, þér lít-
iltrúaðir! Og svo sé um yður, spyrjið
ekki um hvað þér eigið að eta, og
hvað þér eigið að drekka og verið eigi
kvíðafullir eða heimtufrekir, því að
eftir þessu öllu sækjast heiðingjarn-
ir.“ (Lúk. 12: 22-31.)
Lífsgæðakapphlaupið geisar og
sælir eru þeir menn og konur sem
sjá hve það gefur lítið. Lífið er of
stutt til þess að maðurinn geti staðið
sperrtur móti Guði og hælt sér yfir
eigum sínum, því að einn dag verður
hann mold eftir allt saman; sem
hann var af kominn. Sælir eru þeir
sem ganga inn fyrir klausturmúrinn
og helga líf sitt þeim sem gaf þeim
það. Eg spyr aftur: Skyldi enginn
grundvölur vera fyrir klausturlifn-
aði karla á íslandi?"
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Hann ræddi um tvær stefnur öndverðar hvor
annarri.
Rétt væri: .. um tvær stefnur hvora öndverða annarri.
Betra væri þó: Hann ræddi um tvær stefnur, sem eru hvor
annarri öndverðar.
G3? SIG6A WöGA fi \nvt?AH
tf/SS/ A/ÝJd EK A9 áVM
Vlló óMWMAbJ, $0661o
WÚN W miWLtáA
MKlÁfáTfftl yilLUl
CONSUL SOLARBEKKURINN
Hann er rétta háfjallasólin.
Þið veröiö brún á 8 dögum.
Viö bæöi seljum og leigjum.
Eigum einnig nokkra ódýra
notaöa sólarbekki tyrir
sólbaösstofur eöa heimili.
Nýir sólbekkir kosta frá
5995 dkr.
Takið eftir. Setjiö á stofn
sólbaösstofu. Þaö er arö-
vænlegt fyrirtæki.
Einungis þarf 5m' pláss
svo hægt er aö hafa bekk-
inn hvar sem er. Bæjarfélög
meö 500—1000 íbúa vantar sólbaðsstofur.
Viö óskum eftir innflytjenda á byltingarkenndrl nýjung CONSUL
SHIATSU nuddbekknum. Hann vinnur gegn bakveiki, svefnleysi og
CONSUL fabrik Ringvejen 59,
DK-7900 Nyköbing M. Sími 07-72 40 11.
SIJðRMMARHUEIISLA
Elrfkur Brum,
hagfrwðingur.
CPM-áætlanir -1
Markmið: — CPM eða Critical Path Method er kerfisbundin aðferö
við áætlanagerö sem á að tryggja að fljótvirkasta og ódýrasta leiðin
sé farin að settu marki og sparar þannig tíma, mannafla og fjár-
muni.
— CPM hentar hvers konar framkvæmdum hjá fyrirtækjum, hinu
opinbera og einstaklingum.
— CPM á að gefa stjórnendum meiri yfirsýn yfir framkvæmdirnar
bæði sem heild og einstaka verkhluta.
— CPM á að gera stjórnendur framkvæmdanna að raunverulegum
stjórnendum.
Efni: Skilgreining þátta og hugtaka. Örva-
rit, hönnun tímareikninga, CPM, ákvarð-
anaatriði við verkskiptingu, endurskoðun
verkáætlana, upplýsingaöflun o.fl.
Þátttakendur: Stjórnendur fyrirtækja, yfir-
verkstjórar, og aðrir þeir sem standa fyrir
framkvæmdum, eiga erindi á þetta nám-
skeiö.
Leiöbeinandi:
Eiríkur Briem rekstrarhagfræðingur. Lauk
prófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í
Linköping, Svíþjóð. Starfar nú sem fjár-
málastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Staður: Síöumúli 23.
Tími: 18.—19. nóvember kl.
14—19. 20. nóvember
kl. 09—12 og 14—18
samt. 17 klst.
Útflutningsverslun
Markmið: Tilgangur námskeiðsins er aö gera þátttakendur hæfari
til að skilja betur og leysa hin ýmsu vandamál í útflutningsstarfinu.
Efni: Fjallað verður um ýmis hagnýt atriði varöandi útflutning á
íslenskum iönaðarvörum, svo sem frágang og gerð útflutnings-
skjala, lög og reglur sem gilda hérlendis um útflutning og erlendis
um innflutning. Einnig verður drepið á forsendur fyrir þvi að fyrir-
tæki geti hafið útflutning og mikilvægustu atriði varðandi mark-
aðsstarfsemi erlendis.
Þátttakendur: Námskeiöið er sérstaklega
ætlað starfsfólki sem hefur umsjón með
framkvæmd á útflutningi í útflutningsfyrir-
tækjum og fyrirtækjum sem hyggja á út-
flutning
Leiðbeinendur.
Úlfur Sigurmundsson hagfræðingur. Starf-
ar nú sem framkvæmdastjóri Útflutn-
ingsmiðstövðar iðnaðarins.
Einnig munu kenna aðrir starfsmenn Út-
flutningsmiðstöðvarinnar, en þeir eru:
Edda Lína Helgason og Jens Pétur Hjaite-
sted viðskiptafræðingur.
Staöur: Síöumúli 23.
Tími: 15.—17. nóvember kl.
14—18, samt. 12 klst.
Þátttaka tilkynnist til
Stjórnunarfélagsins í
síma 82930.
Úlfur Sigurmundsson,
hagfræöingur.
STJORNUNARFELAG
íslands^H
SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930