Morgunblaðið - 14.11.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.11.1982, Qupperneq 1
80 SÍÐUR SUNNUDAGUR 14. NOVEMBER 1982 Walesa laus, en enginn veit hvar hann er niðurkominn 255. tbl. 69. árg. Geimskutlan Kólumbía: Fá sér gönguferð í geimn- um í dag ('ape (’anaveral, 13. nóvember. AP. GEIMFARARNIR fjórir um borð í geimskutlunni Kól- umbíu, lögðu í gær drög að því að fá sér göngutúr úti í geimnum í dag, fyrsta skiptið sem bandarískir geimfarar ganga úti í geimnum í 9 ár. Ahöfn Kólumbíu hefur lokið aðalviðfangsefni sínu í geimnum, að koma fyrir tveimur gervitunglum, og ekkert er eftir annað en göngutúrinn í dag sem á að standa í þrjár klukkustundir. Eins og fram kom í Mbl. í vik- unni, gefst fólki um allan heim kostur á að hringja í Kólombíu og hlera samtöl geimfaranna fjög- urra við stjórnstöðina í Houston. íslendingar eru ekki undanskildir og Morgunblaðið sló tvívegis á þráðinn. í fyrra skiptið var í fyrstu all lengi hlýtt á þögnina eina, en síðan ræskti einn geim- faranna sig og baðst afsökunar á samtaisþurrðinni, en hún stafaði af því að þeir væru að næra sig og hefðu þá reglu í heiðri að tala ekki með fullan munninn! Síðar hringdi Mbl. aftur og var þá meira um að vera, geimfararn- ir og stjórnstöðin voru í linnu- lausu sambandi, en ekki verður sagt að umræðuefnið hafi verið aðgengilegt, mest rætt um DRA, DAU, DRH, CRD og DIU svo eitthvað sé nefnt. Vel heyrðist hins vegar og ekkert til fyrirstöðu að íslendingar forvitnist um mál- ið. Símanúmer Kólumbíu er 13074106272. Fyrsta talan er svæðisnúmer Bandaríkjanna. Margaret Thatcher: Framsal til Sovétríkjanna útilokað l,un<lúnum, 13. nóvembcr. Al’. BRESKA blaðið The Times segir í dag, að Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, hafi þegar útilokað þann möguleika að framselja ('helten- ham-njósnarann, Geoffrey I’rime, til Sovétríkjanna og fá í skiptum vestræn- an njónsnara, scm er í haldi í Moskvu. Dæmi eru um að slíkt hafi gerst áður. Til dæmis framseldu Bretar Gordon Lonsdale til Sovétríkjanna árið 1965 í skiptum fyrir Greville Wynne. Lonsdale var dæmdur í 25 ára fangelsi 1961. Prime er nú í haldi í einu ramm- gerðasta fangelsi Breta, Long Lart- in, aðeins 25 km frá Cheltenham- fjarskiptastöðinni. Á næstu vikum verður hann spurður spjörunum úr. Gera yfirmenn bresku leyniþjónust- unnar sér vonir um að hann gefi upplýsingar um starfsaðferðir sov- éskra starfsbræðra þeirra. Varsjá, 13. nóvember. AP. PÓlííKA innanríkisráðuneytið staðfesti í morgun, að Lech Wal- esa hefði verið látinn laus eftir 11 mánaða fangelsun og yfirgefið dvalarstað sinn, Arlamow, þar sem hann hefur dvalist að undan- förnu. „Við vitum ekkert hvar hann er enn,“ sagði eiginkona hans, Danuta, er rætt var við hana í morgun. Engar upplýsingar var að fá frá innanríkisráðuneyt- inu. Fjölskylda Walesa biður þess í ofvæni, að hann komi heim. Leiðtogar kirkjunnar segja, að fjölskyldunni hafi ver- ið sagt að vænta Walesa heim fyrir sunnudag. „Auðvitað er ég hamingjusöm yfir því að honum skuli hafa verið sleppt, en ég hef enn ekki heyrt neitt frá honum", sagði Danuta. „Ég er hrædd um að hann komi aldrei heim vegna ykkar," bætti Danuta við og beindi orðum til hóps ljósmynd- ara og blaðamanna, sem hafa tekið sér stöðu fyrir utan heim- ili þeirra hjóna í Gdansk. „Þið getið verið ánægðir," sagði hún og benti í átt til blaðamanna, sem biðu rólegir og sötruðu te, sem þeim hafði verið fært af fólki í næstu húsum. Sem fyrr segir hefur gengið afleitlega að fá nokkuð uppgefið um dvalarstað Walesa nú. Talið er að lögregla og öryggisverðir muni fylgja honum heim, en enginn virðist vita fyrir víst hvenær hann kemur heim. Orð- rómur var uppi þess efnis, að Prentsmiðja Morgunblaðsins Gekkst undir 40 óþarfar skurðaðgerð- ir á 5 árum Shrewsbury, Knglandi, 13. nóvember. AP. TIL ryskinga kom á Shrewsbury Royal-sjúkrahúsinu í gær, er læknar tjáðu hinni 24 ára gömlu Susan Jcnkins Haymond að hún yrði ekki skorin upp vegna blöðru í leggöngunum. Ærðist Susan gersamlega, réðist á starfsfólk sjúkrahússins, þeytti slökkvitæki marga metra og stól út um glugga áður en hún var yfirbuguð. Málið á sér forsögu, því Sus- an þjáist af fyrirbæri sem kall- að er „Munchausen-sýki“, sem er sjúkleg uppskurðar- og svæfingarfíkn. 40 sinnum síð- ustu fimm árin hefur hún gengist undir hina ýmsu upp- skurði, búið sér til þrautir og veikindi og síðan verið skorin vegna einhvers sem ekki var fyrir hendi. Meðan að hún hef- ur verið í gæsluvarðhaldi hefur hún síðan skaddað sjálfa sig í þeirri von um að vera flutt á sjúkrahús til uppskurðar. Verjandi Susan segir að hún sé fjarri því að vera geðveik, en því sé ekki að neita að brestir séu í persónuleikanum. Dómar- inn sá ekki ástæðu til að dæma Susan til fangelsisvistar og hið opinbera er nú að leita að ein- hverri heppilegri stofnun þar sem hún myndi mæta skilningi - og fá umönnun. 34 ára gömul kona, að nafni Wendy Scott, hefur lýst sig reiðubúna til að hjálpa Susan, hún segist hafa þjáðst af „Munchausen-sýki,“ en tekist að sigrast á sjúkd- ómnum. Hún var lögð á sjúkra- hús 420 sinnum og gekkst und- ir 42 uppskurði. Walesa kynni að koma við hjá leiðtogum kaþólsku kirkjunnar í Varsjá á leið sinni til Gdansk, en þeir kváðust ekki vita til þess að hann hefði í hyggju að koma við hjá þeim. Tne Economist um Brezhnev: Persónugervingur stöðnunarinnar London, 13. nóvember. AP. THE ECONOMIST, hið mikils- metna breska vikurit, sagði á föstudag í minningarorðum sínum um Brezhnev, að dauði hans hefði verið „eina framlag hans til sov- éskrar stjórnmálasögu, sem um- talsvert væri“. Brezhnev er lýst sem persónu- gervingi stöðnunarinnar og „traustum kerfiskarli", sem „óttaslegin yfirstéttin hlóð undir í þeirri fullvissu, að þar með lyki tilraunastarfseminni", sem for- veri hans, Nikita Krusjeff, stóð fyrir. „I þeim efnum var hann líka traustsins verður," segir The Economist. „Það var ekki aðeins að hann stoppaði klukk- una, hann sneri líka vísunum til baka.“ I greininni er minnt á ofsóknir Brezhnevs á hendur andófs- mönnum innanlands og kúgun hans á nágrannaþjóðunum, bent á „einstrengingslegar" skoðanir hans á því, hvað fælist í slökun spennu, og rifjaðar upp varkárar tilraunir hans til hressa upp á Stalín heitinn. „Stefna hans í utanríkis- og innanlandsmálum var orðin mjög gömul þegar hann komst til valda fyrir 18 árum,“ segir The Economist. „í Rússlandi Brezhnevs var það aðeins eitt, sem fylgdi tímanum: vopna- búnaðurinn. Sá bautasteinn, sem Brezhnev hæfir best, er kjarn- orkuflugskeyti tengt stoppaðri klukku."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.