Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
5
Leikrit vikunnar kl. 14.00:
„Fimmtíu
mínútna biðu
Á dagskrá hljóðvarps kl.
14.00 er gamanleikritið
„Fimmtíu mínútna bið“
eftir Charles Charras. Ing-
ólfur Pálmason gerði þýð-
inguna, en Lárus Pálsson
er leikstjóri. Með hlutverk-
in tvö fara Ævar R. Kvar-
an og Helgi Skúlason.
Leikritið sem er liðlega 50
mínútur á lengd var áður á
dagskrá 1962.
Tveir kunningjar bíða á
brautarpallinum á lítilli
járnbrautarstöð. Annar
hefur verið í heimsókn hjá
hinum og nú er sá að fylgja
honum í lestina. En ferða-
áætlunin stenst ekki, svo
biðin verður talsvert lengri
en þeir félagar hugðu. Þeir
taka tal saman, og það eru
ótrúlegustu hlutir sem
þeim detta í hug.
Mánudagsmyndin
kl. 21.55:
Lára
— kanadísk sjónvarpsmynd
A dagskrá sjónvarps á mánu-
dagskvöld kl. 21.55 er kanadísk
sjónvarpsmynd, Lára (Becoming
Laura). Aðalhlutverk leika
Jennifer Jewison, Neill Dainard
og Deborah Kipp.
Unglingsstúlka gerir uppreisn
gegn foreldrum sínum og um-
hverfi á því viðkvæma mótun-
arskeiði sem er undanfari
sjálfstæðrar tilveru.
Jennifer Jewison í hlutverki Láru.
SERVERSLUN
MEÐ FINNSKAN
BARNAFATNAÐ
LÆKJARGÖTU 2
SÍMI22201
Fyrir jólin:
Finnskir velourkjólar
Náttsloppar og
náttföt á böm.
Sendum í póstkröfu
Skíðaferðirnar til SÖLDEN í Austurríki og GRINDELVALD í hinu viðfræga
j Jungfrau - Region i Sviss eru skemmtilegar nýjungar fyrir islenska skíða-
menn. Staðirnir hafa verið valdir með hliðsjón af sem fjölbreyttustum skiða-
I möguleikum og bæði börn og fullorðnir, byrjendur og „fullfærir" finnar þar brekkur og
aðstöðu við hæfi.
Og það er auðvelt að láta sér líða vel víðar en í skíðabrekkunum einum
Gasthof" gistingin í Sölden
J eða hótelin í Grindelvald eru heimilisleg og þægileg. veitinga- og skemmtistaðir eru fjölmargir, sundlaugar
og gufuböð má víða finna og upplagt er að auka tilbreytnina í vetraríþróttunum með því að leigja sér göngu-
skíði eða skauta og þiggja stutta tilsögn eða fullkomna kennslu í leiðinni.
AUSTURRIKI - SOLDEN
SVISS - GRINDELVALD
2ja vikna ferðir
Sölden skíðasvæðið er 467 ferkílómetrar og telst stærsta skíðasvæði
Austurrikis. Hæðarmismunur er 1.673 m. Auðvelt er að skiða á milli
ólíkra skiðasvæða eða nema ný lönd með áætlunarvögnum sem ganga
um allan Ötzdalinn.
2ja vikna ferðir.
Möguleiki á framlengingu og/eða aukadvöl i Amsterdam.
Eitt allra þekktasta skíðasvæði Sviss er Jungfrau - Region og einmitt þar
er áfangastaður okkar í bænum Grindelvald. Hæðarmismunur er 1.422
m. og með því að ferðast um dalinn i skiðalyftum eða lestarvögnum, sem
reyndar flytja þig alla leið upp á fjallatoppana, er hægt að ná yfir 2.000
m. hæðarmismun.
Brottfarardagar: 27. jan, 4. feb, 18 mars.
Flug: Áætlunarflug til Amsterdam og framhaldsflug til Zúrich.
Akstur: U þ.b 2'k klst frá flugvelli til gististaða
Gisting: Hótel Resídence og Derby hotel. Öndvegis góð hótel, öll herbergi með
baði, síma, utvarpi og svölum og Derby hotel að auki með sjonvarpi og „Mini-bar '
á öllum herbergjum Morgunverður innifalinn.
Fæði: Unnt er að fá 'k fæði innifalið í verði og er kvöldverður þá framreiddur á
hótelunum.
Lyftukort: Mu greiða i islenskum peningum fyrir brottför.
Verð: Frá kr 11.600.- Innifalið: Flug. gisting með morgunverði, flutnmgur til og frá
flugvelli erlendis.
Brottfarardagar: 19. des, 16 jan, 30 jan, 27 feb, 13. mars
Flug: Beint leiguflug til Innsbruck.
Akstur: U.þ.b 1% klst. frá flugvelli til gististaða.
Gisting: Fjórir „Gasthof" - gististaðir. Litil og vingjarnleg gistihús Öll herbergi
með baði Morgunverður innifalinn.
Fæði: Unnt er að fá Vz fæði innifalið í verði og er kvöldverður allra Sölden farþega
þá framreiddur á einum stað, miðsvæðis í bænum.
Lyftukort: Má greiða í islenskum peningum fyrir brottför.
Verð: Frá kr. 8.900.- Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, flutningur til og
frá flugvelli erlendis.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Verð miðað við flug og gengi 10. nóv. 1982.