Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 20

Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 Aðalsafnaðar- fundur Nessóknar: Styður hömlur á fóstureyðingum Aðalsafnaðarfundur Nessóknar í Reykjavík var haldinn 7. nóv- ember sl. A fundinum var sam- þykkt einróma eftirfarandi álykt- un: Við lýsum yfir eindregnum stuðningi við frumvarp það, sem lagt var fram á Alþingi fyrir skömmu af Þorvaldi Garðari Kristjánssyni og fleirum, þar sem gert er ráð fyrir að hömlur verði settar gegn fóstureyðingum vegna félagslegs vanda. Jafnframt fögn- um við og teljum nauðsyn að frumvarpi því, sem lagt var fram samhliða af sömu mönnum og fjallar um breytingar á lögum um almannatryggingar, þar sem kveð- ið er á um að verðandi mæðrum skuli veitt stóraukin aðstoð eigi þær í erfiðleikum sökum félags- legra ástæðna. Skorum við á al- þingismenn að veita fyrrgreindum frumvörpum nægilegt fylgi og brautargengi á þingi. Menningarsamtök Nordlendinga: Framkvæmda- stjóri ráðinn Menningarsamtök Norðlend- inga sem stofnuð voru 18. júní sl. hafa nú ráðið Theodór Júlíusson leikara, framkvæmdastjóra sam- takanna. Menningarsamtökin eru heild- arsamtök einstaklinga og félaga sem vinna að menningarmálum á Norðurlandi og er tilgangur þeirra að efla menningarlíf og menning- arsamskipti á Norðurlandi. Samtökin hafa fengið aðstöðu á skrifstofu Fjórðungssambands Norðlendinga að Glerárgötu 24, Akureyri. Tónleikar hjá Kammermúsík- klúbbnum FYRSTU tónleikar Kammer- músíkklúbbsins á starfsárinu 1982—83 verða að Kjarvalsstöðum á þriðjudagskvöldið. Þau Árni Kristjánsson, Laufey Sigurðardóttir og Gunnar Kvaran, flytja tríó fyrir píanó, fiðlu og celló í C-moll, op. 101, eftir Jó- hannes Brahms og tríó í A-moll op. 50 eftir Piotr Tchaikovski. JlltqpiiiMgtfcto Metsölublad á hverjum degi! Athugasemd ÞAR sem nokkurs misskilnings hefur gætt, skal tekið fram að Dagný Helgadóttir arkitekt, teiknaði ekki myndir sem fylgdu með grein um glerviðbyggingar í föstudagsblaði Mbl. Teikningarn- ar voru teknar úr erlendu tímariti. THE SINGELS The First Ten Years Meö allrabestu safnplötum sem þú nærð í á friálsum markaöi. Tvegaja platna albúm með 23 lögum frá árinu 1973 til 1982. RING RING / WATERLOO / SO LONG / I DO I DO I DO / SOS / MAMMA MIA / FERNANDO / DANCING QEEN / MONEY MONEY MONEY / KNOWING ME KNOWING YOU / THE NAME OF THE GAME / TAKE A CHANCE OF ME / SUMMER NIGHT CITY / CHIQUITTA / DOES YOUR MOTHER KNOW / VOULEZ—VOUS / GIMME GIMME GIMME / I HAVE A DREAME / THE WINNER TAKES IT ALL / SUPER TROUPER / ONE OF US / THE DAY BE- FORE YOU CAME / UNDER ATTACK. Pöntunarslmi: 29575/29544.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.