Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
JNtoKBm Útgefandí hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö.
Mannkynssagan geymir
fjölmörg dæmi um það,
að í einræðisríkjum seilist lög-
reglustjóri einræðisherrans til
valda að honum látnum. Joseph
Fouché var lögreglustjóri
Napóleons. Hann varð forseti
bráðabirgðastjórnar eftir fa.ll
keisarans. Fouché sat þó ekki
lengi við völd og dó í útlegð.
Heinrich Himmler stjórnaði
SS-sveitum Hitlers og Gestapó.
Hann varð annar valdamesti
maður þriðja ríkisins og
dreymdi um að hrifsa völdin.
Himmler var handtekinn af
bandamönnum og framdi
sjálfsmorð. Lavrenti Bería var
lögreglustjóri Stalíns. Eftir
dauða Stalíns stjórnaði Bería
ríkinu í nokkra mánuði með
Malenkov, hann var síðan tek-
inn fastur, sakaður um drott-
inssvik og drepinn. Yuri Andr-
opov, fyrrum yfirmaður KGB
og lögreglustjóri Brezhnevs síð-
an 1967, var á föstudaginn ger-
ður að aðalritara sovéska
kommúnistaflokksins. Hann
tók þar með við öðru af emb-
ættum Brezhnevs og því valda-
mesta, hitt embættið, forseti
Sovétríkjanna, er tignarstaða
en ekki valdastaða nema aðal-
ritari flokksins leyfi.
Á því leikur enginn vafi, að í
Sovétríkjunum byggist valda-
kerfið á þremur meginstoðum;
Leynilögreglunni KGB, hernum
og flokknum. Hugmyndafræð-
ina segjast valdamennirnir
sækja til þeirra Marx og Len-
íns. Völdin sækja þeir ekki til
fólksins. Sovéskir þegnar ganga
í flokkinn til að tryggja sér að-
stöðu og forréttindi. I gegnum
flokkskerfið geta menn hafist
upp til metorða í skrifræðinu.
Völd hafa engir í Sovétríkjun-
um nema þeir styðjist annað
hvort við KGB eða herinn. í
Póllandi tók herinn völdin til
varnar einræðinu. í Kreml er
það ekki herinn heldur leyni-
lögreglan sem tekur völdin að
Brezhnev látnum. Valdataka
Andropovs sýnir að KGB og
flokkurinn vinna nú saman í
sovéska valdakerfinu. Herinn
vill þó halda sínum hlut.
Yuri Andropov sagði af sér
lögreglustjórastarfinu í maí á
þessu ári. Síðan hefur hann
unnið að því að taka við af
Brezhnev. Valdaskiptin gengu
hratt fyrir sig. Skömmu fyrir
andlátið hélt Brezhnev næsta
óvenjulega ræðu til dýrðar
hernum. Brezhnev skyldi þó
aldrei hafa vitað hver tæki við
eítir sinn dag? Var hann að
milda herstjórana vegna valda-
töku leynilögreglunnar? Hið
fyrsta sem Andropov gerði eftir
að hann hafði verið útnefndur
aðalaritari var að votta hernum
virðingu sína. Hann sagði, að
heimsvaldasinnar myndu aldrei
verða við friðarákalli og því
væri brýnast að treysta á ósigr-
andi mátt Rauða hersins.
Sá maður hiýtur að vera
sérkennilega innréttaður sem
stjórnað hefur óhugnanlegri
starfsemi KGB síðustu 15 ár.
Andropov starfaði á sínum
tíma fyrir miðstjórn kommún-
istaflokksins, en sama árið og
Stalín dó, 1953, hvarf hann til
starfa í sovéska sendiráðinu í
Ungverjalandi og var sendi-
herra lands síns þar þegar Sov-
étmenn brutu ungversku bylt-
inguna á bak aftur í blóðbaðinu
1956. Ári síðar sneri hann aftur
til starfa hjá miðstjórn flokks-
ins og frá 1962 sá hann um
tengslin við kommúnistaflokk-
ana í leppríkjunum, en svo var
hann skyndilega gerður að yfir-
manni KGB, 52 ára að aldri, ár-
ið 1967. Vestrænir sérfræðingar
hafa látið þá skoðun í ljós, að
með því að skipa Andropov sem
yfirmann KGB hafi stjórnar-
nefnd flokksins staðfest að
hann væri svo meðfærilegur að
hann væri ekki hættulegur ein-
ræðisherranum en nægilega
purkunarlaus til að stjórna
grimmdarverkum leynilögregl-
unnar sem í senn ógnar sovésk-
um þegnum og öðrum ríkjum.
Andropov brást ekki í lögreglu-
stjórastarfinu og hann hefur
notað KGB til að verða herra í
Kreml.
Starfsaðferðir' KGB undir
stjórn Yuri Andropovs hafa
verið rannsakaðar og skil-
greindar á Vesturlöndum og
mikið verið um þær ritað. A
undanförnum árum hefur KGB
lagt sig jafnvel meira fram um
það en áður að dreifa alls kyns
lygum á Vesturlöndum. Síðustu
misseri hefur mátt lesa í „lærð-
um“ greinum, að líklega væri
Yuri Andropov „sveigjanlegri
og frjálsyndari" en Brezhnev,
hann myndi því verða Vestur-
landabúum meira að skapi en
hinn látni foringi. Allar vanga-
veltur í þessum dúr byggjast á
óljósum sovéskum heimildum.
Er nokkuð eðilegra en að Andr-
opov hafi skipað KGB að koma
þessari ímynd af sjálfum sér á
framfæri á Vesturlöndum?
Megum við ekki vænta á næst-
unni nýrrar „friðarsóknar"
undir forystu nýs „frjálslynds"
sovésks aðalaritara? Þótt
Andropov segi í Kreml, að
„friðarákall" Sovétríkjanna
skipti engu heldur bara herinn,
verður séð um að „friðarboð-
skapurinn“ verði það sem Vest-
urlandabúar heyra.
Á næstu vikum og mánuðum
mun hinn nýi leiðtogi Sovét-
ríkjanna, Yuri Andropov, leit-
ast við að skapa sér ímynd
„sveigjanleika og frjálslyndis"
á Vesturlöndum á sama tíma
sem hann beitir valdinu mis-
kunnarlaust heima fyrir og
lætur undan öllum óskum sov-
éska hersins. Samanburðar-
fræðingarnir sem komast jafn-
an að þeirri niðurstöðu að
Bandaríkin séu heldur verra
risaveldi en Sovétríkin munu
kynda undir og leggja sig fram
um að rugla fólk sem mest í
ríminu. Sumir hafa spáð því að
Andropov muni lofa bót og
betrun í Afganistan til að vinna
sig í álit hjá Vesturlandabúum.
Fréttin um frelsun Lech Wal-
esa sama dag og Andropov varð
aðalritari og lausafréttir um
afnám herlaga í Póllandi beina
athyglinni þangað en ekki til
Afganistan. Eitt er víst að Yuri
Andropov mun efna til sjón-
arspils til að ganga í augun á
trúgjörnum Vesturlandabúum
með hæfilegum blekkingum. En
leiði Andropov hugann að ör-
lögum þeirra Fouché, Himml-
ers og Bería mun hann ekki
opna stjórnkerfi kúgunarinnar
heldur herða tökin.
Andropov herra í Kreml
f Reykjavíkurbréf
^Laugardagur 13. nóvember-
Kristján
Gudlaugsson
látinn
Þeir sem ólust upp með Loft-
leiðaævintýrinu, slitu barnsskóm
og komust til fullorðinsára, á þeim
tveimur áratugum, sem það
spannaði, munu vafalítið þeirrar
skoðunar, að meira ævintýri hafi
ekki gerzt í íslenzkum atvinnu-
málum á þessum tíma. Það þarf
ótrúlega dirfsku og framsýni til að
hasla sér völl í alþjóðlegu farþega-
flugi með þeim hætti sem Loft-
leiðamenn gerðu á þessum árum.
Þá var oft spurt manna á meðal:
„Hver er heilinn á bak við þetta
ævintýri?" Smátt og smátt skild-
ist mönnum, að hér var enginn
einn snillingur á ferð, heldur sam-
valinn hópur einstaklinga, sem
hver um sig lagði sinn skerf af
mörkum til þess að hrinda í fram-
kvæmd víðtækri byltingu í sam-
göngu- og atvinnumálum þjóðar-
innar sem við búum að enn í dag.
Kristján Guðlaugsson, hæsta-
réttarlögmaður og ritstjóri, sem
nú er látinn, var einn af forystu-
mönnum þessa hóps. Um hlut
hans í þessu ævintýri segir Sig-
urður Magnússon, blaðafulltrúi
Loftleiða um áratuga skeið, í
minningargrein í Morgunblaðinu,
í gær, föstudag: „ ... það var e.t.v.
Kristjáni fremur að þakka en ein-
hverjum einum öðrum úr okkar
hópi, hve forystan í félaginu
reyndist samvirk og hve aðdáan-
lega henni tókst að sameina okkur
öll um það að vinna einhuga að
öllum þeim málum, sem við töld-
um að hugsanlega gætu reynzt fé-
lagi okkar til góðs. En það var
fyrst og fremst hinn óbilandi ein-
hugur okkar allra, sem olli því hve
oft við sigruðum í kröppum leik,
hve unaðslegt okkur öllum þótti að
mega njóta þess að verja öllum
kröftum í hópi kærra samstarfs-
manna þessa tvo áratugi. Kristján
einangraði sig aldrei á neinum
hefðartróni. Til hans gátu allir
leitað með nýjar hugmyndir eða
persónuieg vandamál. Öllum tók
hann af sömu ljúfmennskunni,
sama drengskap og þeim, sem ein-
kenndi allan hans æviferil. Við
fundum það réttilega og skildum,
að Kristján var fremstur í okkar
flokki. En hann leitaðist við að
láta okkur finna, að hann teldi sig
fremstan í flokki jafningja. Og
það gerði hann í senn að sigursæl-
um og vinmörgum fyrirliða. Þess
vegna verður okkur öllum gott að
muna hann.“
Það hefur verið vel ráðið hjá
hinum ungu fullhugum, sem tóku
við Loftleiðum fyrir bráðum
þremur áratugum, að fá Kristján
Guðlaugsson til liðs við sig. Hann
hafði verið ritstjóri Vísis um 15
ára skeið frá 1938—1953. Ekki er
ólíklegt, að þeim, sem reynslu
hafa af slíkum störfum, finnist
einn og hálfur áratugur við rit-
stjórn dagblaðs, nálgast það að
vera fullt ævistarf, en Kristján
Guðlaugsson átti annað ævistarf
eftir, þegar hann lét af ritstjórn
Vísis. Það hefur ekki verið auðvelt
verk að stýra blaði á þessu árabili
mikilla umskipta í íslenzkum
þjóðmálum. Aðdragandinn að lýð-
veldisstofnun hefur kallað á erfið-
ar ákvarðanir og síðan fyrstu ár
lýðveldisins, miklir erfiðleikar í
efnahagsmálum, umbrot í stjórn-
málum, fyrstu skref lítiilar þjóðar
til aðildar að alþjóðlegu samstarfi,
samskiptin við vestrænar þjóðir í
Atlantshafsbandalaginu, allt hef-
ur þetta kallað á víðsýni, lífs-
reynslu og margvíslega hæfileika í
samskiptum við fólk, hjá þeim,
sem ritstýrðu blaði, sem stóð
traustum fótum í samfélaginu.
Þessi reynsla hefur komið Krist-
jáni Guðlaugssyni að góðum not-
um, þegar hann tók við stjórnar-
formennsku Loftleiða og ævintýr-
ið hófst. Þar hefur hann einnig
búið að þeim tengslum, sem sköp-
uðust á tímum umtalsverðra af-
skipta af stjórnmálum á vettvangi
Sjálfstæðisflokksins, þar sem
hann var um skeið í forystu ungra
sjálfstæðismanna, átti sæti í mið-
stjórn flokksins og var í þing-
framboði á hans vegum. Þeir sem
við dagblöð starfa sjá stjórnmála-
atburði frá svolítið öðru sjónar-
horni en margir aðrir. Ef til vill
hefur það orðið til þess, að áhugi
hans á frekari stjórnmálaafskipt-
um hefur ekki orðið sterkari.
Kunnáttumaður um ljóðagerð
hafði á orði eftir að hafa lesið
minningarljóð Kristjáns Guð-
laugssonar um Pétur Hafstein,
lögfræðing, að framlag hans til ís-
lenzkrar ljóðagerðar hefði getað
orðið umtalsvert, hefði hann lagt
rækt við skáldskapinn. En er úr
vegi að ætla að skáldskapargáfan
hafi komið honum vel á Loftleiða-
árum hans? Eitt af því sem til
þarf að skapa slíkt ævintýri er
hugmyndaflug og innblástur
skálds. Með Kristjáni Guðlaugs-
syni er genginn merkur maður,
ljúfmenni, sem verður minnis-
stæðastur öllum þeim, sem honum
kynntust.
Húsnædis-
kreppa á höf-
uðborgarsvæði
Á síðustu árum hefur orðið
mjög mikill samdráttur í bygg-
ingu íbúðarhúsnæðis á vegum ein-
staklinga — og einnig ef litið er á
íbúðabyggingar í heild. Þeir sem
til þekkja staðhæfa, að ungt fólk
hafi orðið harðast úti. Möguleikar
þess til að eignast fyrstu íbúð hafa
minnkað stórlega. Þetta á bæði við
um kaup og byggingu íbúðarhús-
næðis.
Sá samdráttur, sem orðið hefur
í byggingu íbúðarhúsnæðis á
valdatíma núverandi ríkisstjórn-
ar, á sér efalítið margþætta orsök:
9 Byggingarsjóður ríkisins, sem
lánsfjármagnað hefur 90—95% af
þeim íbúðum, sem byggðar hafa
verið hérlendis síðastliðna ára-
tugi, hefur verið sviptur megin-
tekjustofnum sínum, þ.á m. launa-
skatti, sem nú rennur beint í ríkis-
sjóð.
9 Lóðaskortur hefur sagt til sín á
undanförnum árum hjá ýmsum
sveitarfélögum, ekki sízt hér í
Reykjavík á 4ra ára valdatíma
vinstri meirihluta í borgarstjórn,
1978-1982.
9 Skert almenn fjárfestingargeta
vegna verðlags- og kaupmáttar-
þróunar og stóraukinnar skatt-
heimtu, samhliða versnandi láns-
fjárkjörum.
Samdráttur sá í byggingu íbúð-
arhúsnæðis, sem átt hefur sér stað
á sl. 2 til 3 árum, hefur sagt til sín
í mikilli eftirspurn eftir íbúðar-
húsnæði umfram framboð, eink-
um á höfuðborgarsvæðinu.
Ástandið í húsnæðismálum þessa
þéttbýlissvæðis er það slæmt, að
ýmsir tala um húsnæðiskreppu.
Þessa sér stað í verðþróun íbúðar-
húsnæðis, bæði á sölu- og leigu-
markaði. Þeir sem harðast verða
úti í slíkri húsnæðiskreppu eru
þeir sem sízt skyldi: leigjendur. Sú
stefna í húsnæöismálum, sem ráð-
herra húsnæðismála, formaður
Alþýðubandalagsins, hefur mark-
að og fylgt eftir sl. þrjú ár, hefur
ekki einungis dregið verulega úr
byggingu íbúðarhúsnæðis á vegum
einstaklinga, einkum ungs fólks,
heldur stækkað svo gjána milli
eftirspurnar og framboðs íbúðar-
húsnæðis, að fjöldi þeirra sem er á
hrakhólum með húsnæði hefur
vaxið.
Byggingarsjóð-
ur ríkisins
Ef Byggingarsjóður, sem hið al-
menna húsnæðislánakerfi grund-
vallast á, hefði óskerta tekju-
stofna, eins og þeir vóru í lok
kjörtímabilsins 1974—1978, fengi
hann í framlög 1983 a.m.k. 380
m.kr., en fær aðeins 156,5 m.kr, þó
með séu taldar þær 85 m.kr. sem
stjórnarliðið gerir mest úr nú.
Sjóðurinn fær því langt innan við
helming þess fjármagns, sem
hann hefði hlotið, ef núverandi
ríkisstjórn hefði látið markaða
tekjustofna hans í friði, en þeir
renna nú í ríkishítina.
Húsnæðislánakerfið í heild,
Byggingarsjóður ríkisins og Bygg-
ingarsjóður verkamanna, fær og
innan við helming þess, sem það
hefði fengið að óskertum tekju-
stofnum.
Afleiðingarnar blasa hvarvetna
við:
Almennum nýbyggingarlánum
hefur fækkað um þriðjung, langt
niður fyrir það sem svarar til eðli-
legrar húsnæðisþarfar, en skv.
íbúaspá Þjóðhagsstofnunar þarf
að bygggja u.þ.b. 2000 nýjar íbúðir
á ári til að svara þörfinni. Félags-
legum íbúðabyggingum fer og
fækkandi, ef heldur sem horfir.
En mergurinn málsins er sá, því
miður, að ungu fólki og öðrum,
sem vilja kaupa eða byggja sína