Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 37 komizt að því, hver hermaðurinn var, hneppti Andrew prins frá sér treyjunni á einkennisbúningnum, sem hafði verið vandlega hneppt. Andrew vanrækti ekki þjónust- una og yfirmaður hersveitarinnar hrósaði honum: „Aðeins þeir beztu í hópi hinna ungu eru menn til að fljúga vel þyrlum. Þeir þurfa að hafa skarpa greind og vera gæddir glöggri íhygli. Andrew prins hefur hvort tveggja til að bera.“ En eitt sem var nauðsynlegast að lifa eftir við allar þessar ströngu hreyfingar, ef í odda skærist, var að hlýða. Að vísu hafði hann sem hermaður kynnst reglum hvað snerti skipun og hlýðni, en Filip prins faðir hans og Anna prinsessa systir hans höfðu kallað hann þrákálf, af því að hann hafði átt svo erfitt með að beygja sig og hlýða. I Falklandseyjaferðinni var prinsinum hlýðni og auðsveipni nauðsynleg, hann var maðurinn sem Argentínumenn sóttust mest eftir að klófesta úr brezka hern- um. Tækist það, vonuðust argent- ínsku hershöfðingjarnir til, að þeir gætu sigrað auðveldlega. Yfirmaður flotans og um leið einn úr hershöfðingjastjórninni, Jorge Anaya, hafði sannfært þá- verandi forsætisráðherra Galtieri um með einni setningu, að stríðið yrði til lykta leitt án blóðsúthell- inga fyrir Argentínumenn: „Við verðum aðeins að sökkva einu skipi, „Invincible", og ná einum manni á okkar vald. Það er And- rew prins." En hinar miklu árásir á flugvélamóðurskipið urðu árangurslausar fyrir Argentínu- menn. Eins og fyrir undur var því hlíft við sprengjum, enda þótt In- vincible væri skipið, sem skothríð- in beindist mest að. Þó hæfðu sprengjur sextán af þeim tuttugu og þremur skipum sem voru í flot- anum. Fjórum þeirra var sökkt. Falklandseyjastríðið kostaði Breta firnafé — og um eitt þúsund manns misstu lífið. Ef til meiriháttar meiðsla eða sára kæmi, var Andrew sem allir aðrir liðsforingjar sem þátt tóku í stríðinu með morfínsskammta til þess að deyfa mesta sársaukann. En persónulegt hugrekki og heppni forðuðu honum frá öllu lík- amstjóni. Og nú hefur hann uppskorið laun hjá drottningunni, sem hann kallaði aldrei nema „mömmu" í samtali við félaga sína. Hún mun veita honum nafnbótina Hertog- inn af Jórvík. Að vísu er hann að- eins 22ja ára, nokkuð ungur til þess að hljóta þessa útnefningu, en Andrew er kunnugt ágætt for- dæmi, sem hann getur bent á: Þeg- ar Georg konungur VI., faðir Elísabetar drottningar, kom heim úr fyrri heimsstyrjöldinni, fékk hann þennan titil, en hann var þó orðinn 24 ára gamall. Prinsinn hefur þegar tekið ákvörðun um framtíðarstöðu sína. Næstu tólf árin ætlar hann að vera í flotanum. Tvennt stendur honum þá til boða, að verða flug- kennari eða búa sig undir að verða flugstjóri á svokallaðri „Lynch“- þyrlu, sem komið er fyrir á freig- átum. Prinsinn er í leyfi eins og stend- ur og gefst næði til þess að lesa þau óteljandi bréf, sem honum voru send meðan á Falklandseyja- stríðinu stóð. Flest eru þau frá ástföngnum ungum stúlkum. Bréf- in hafa verið geymd í Bucking- ham-höll, því hann vildi ekki láta senda einkapóst sinn til vígstöðv- anna. Vera má, að hann finni við lest- ur bréfanna einhverja sem verður eiginkona hans, því að öðru hvoru lætur prinsinn sér detta í hug að ganga í hjónaband. í Port Stanley lét hann eftirfarandi orð falla: „Yndisleg sveit hérna, kjörin til að eyða hveitibrauðsdögunum. — Og Port Stanley er lítill fallegur bær, — ég er ákveðinn í því að sýna konunni minni hann í brúðkaups- ferðinni." Eða sagði hann þetta aðeins til þess að glettast og gera að gamni sínu. NÚER ÞAÐ SVART! \ hli Svart/gyllta X-G línan er ein athyglisveróasta hljómtækjasamstæða á markaóinum í dag. Við bjóðum þér þrjár mismunandi samstæður úr þessari línu, á hreint ótrúlegu verði: Frá kr. 20.853.- eða útb. kr. 6000 og afg. á 6 mán. ðD PIOIMEER ”83 árgerð PIONEER hljómtækja er komin til landsins. HLJOMBÆR HUÐM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244 t t Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og systur, JÓNÍNU KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför HALLGRÍMS ODDSSONAR. Borgarholtsbraut 25, Kópavogi, fer fram frá Lágafellskirkju, þriöjudaginn 16. nóvember kl. 10.30. fyrrverandi útgerAarmanns. Guójón S. Jónsaon, ÞuriAur GuAjónsdóttir, George McNeill, Lilja Hallgrimsdóttir, Árni NorAfjörA. Evert Ingólfsson, Elín Njálsdóttir, Sigrún Hallgrímsdóttir Breazile, Einar GuAjónsaon, Erna Pálsdóttir, Gylfi Hallgrimsson, Ása Magnúsdóttir, barnabörn og systkini. Áslaug Hallgrímsdóttir, Reynir Svansson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HELGADÓTTIR, Njálsgötu 43, verður jarösungin í Fossvogskirkju þriöjudaginn 16. nóvember kl. 15. Þorsteinn Örn Þorsteinsson, Margrét Geirsdóttir, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Sveinn Salomonsson. t Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur samúö við andlát og jaröarför GUDRUNAR AÐALHEIDAR EINARSDÓTTUR, Austurgötu 39, HafnarfirAi. Olav Einar Lindtveit, Einar Hilmar. t Elskuleg dóttir okkar, INGUNN HILDUR UNNSTEINSDÓTTIR, Dalaeli 33, er lést af slysförum 5. nóvember verður jarðsungin þriöjudaginn 16. nóvember kl. 3 frá Neskirkju. Lilja Kristensen, Unnsteinn Jóhannsson. t Síöastliöinn fimmtudag. 11. nóvember, lést í Hollandi, SÉRA FRANZ UBAGHS SMM, fyrrverandi sóknarprestur. Sungin verður sálumessa fyrir hann í Dómkirkju Krists konungs Landakoti, fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 6 síödegis. Hinrik H. Frehen, biskup, séra A. George, SMM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.