Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 38

Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 t Fóstursystir mín, INGIBJÖRG MARÍA (BUGGA) THOMPSON, ádur tll heímilis á Vesturgötu 21, Reykjavík, lóst í Honolulu, Hawaii, 6. nóvember sl. Bergljót Ingólfsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐJÓN PÉTURSSON, lést á Elliheimilinu Grund miövikudaginn 3. nóvember. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug. Garöar Guöjónsson, Gun Guöjónaaon, Katrin Guöjónsdóttir, Bjarni Jósefsson og barnabörn. Móöir okkar, + SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR, er látin. Útför hennar hefur fariö fram. Stefanfa Guönadóttir, Þórunn Guðnadóttir. t Minningarathafnir um eiginmann minn, fööur okkar og son, HAFÞÓR HELGASON, kaupfélagsstjóra, fer fram í isafjaröarkirkju þriöjudaginn 16. nóvember kl. 2 e.h. og í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. nóvember kl. 1.30. Guöný Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Alexander Hafþórsson, Erling Friðrik Hafþórsson, Vésteinn Hafþórsson. Sigríður Sigfúsdóttir Ijósmóðir — Minning Fædd 20. júní 1894 Dáin 6. nóvember 1982 88 ár eru ekki stór hluti af ei- lífðinni, en þau eru löng manns- ævi. Ég hygg að margir sem á þann aldur eru komnir líti á dauð- ann sem lausn og eðlilegan loka- punkt á langri ævi. Þannig veit ég allavega að hún amma mín var undirbúin, er hún hélt inn í eilífð- ina 6. nóvember síðastliðinn. Af sama æðruleysinu og víðsýninni sem einkenndi allt hennar líf. Þeim fer fækkandi fólkinu af aldamótakynslóðinni, sem varð þeirrar upplifunar aðnjótandi, að halda út úr torfbæjunum inn á öld sem átti eftir að búa yfir meiri breytingum, en öll íslandssagan t Utför mágs míns, HELGA S. GUÐMUNDSSONAR, Suöurgötu 45, Hafnarfiröi, fer fram þriðjudaginn 16. nóvemþer frá Aöventistakirkjunni kl. 1.30. Jarösett veröur í Hafnarfjaröarkirkjugaröi. Fyrir hönd vandamanna, Eyrún Eiríksdóttir. t Eiginmaöur minn, SÆMUNDUR E. KRISTJÁNSSON, vélstjóri, Reynimel 88, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Benedikta Þorsteinsdóttir. t Systir okkar og mágkona, EDDA BJÖRNSDÓTTIR, Hringbraut 10, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Pétur Björnsson, Sigrfður Magnúsdóttir, Iðunn Björnsdóttir, Kristján G. Kjartansson. 3 - LK NES 2000 NÝJA STRAUMLÍNAN SLÆR ALLT ANNAÐ RAFLA CNAEFNI ÚT! Danska fyrirtækiö LK-NES er enginn byrjandi í framleiðslu raflagnaefnis. Það var stofnað 1893 og hefur æ síðan verið í fararbroddi. Danskar öryggis- kröfur í rafiðnaði eru meðal þeirra ströngustu, sem gerðar eru. LK-NES uppfyllir þær allar og þess vegna er framleiðsla þess viðurkennd um allan heim. LK-NES 2000 straumlínan er nýjasta raflagnaframleiðsla LK-NES. Tenglar og takkar af öllum mögulegum og ómögulegum gerðum, innifelldir og utanáliggjandi, einfaldir eða margfaldir. LK-NES 2000 er byggt úr einingum sem gerir það sérlega einfalt í uppsetn- ingu. Smellur og klemmur koma víða í staðinn fyrir skrúfur, mjög einfalt er að koma efninu fyrir og stilla það af. LK-NES 2000 hefur fjöl- marga samsetningamögu- leika og ýmiskonar auka- búnað s.s. Ijós, dimmera og merkingar á slökkvara. LK-NES 2000 er frábær hönnun bæði hvað snertir notagildi og útlit. heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655 RAR'ÖRUI? Sli LAUGARNESVEG 52 • SlMI 86411 fram að því kann frá að greina. Af þeirri kynslóð var hún amma mín, og það var ómetanleg gæfa fyrir barn og ungling sem fæddist inn í allsnægtaþjóðfélagið, að fá að upplifa með henni á nýjan leik reynslu og erfiðleika þeirra ára- tuga. Það er þó ekki ætlunin að rekja þá sögu hér, heldur langar mig einungis til þess að þakka henni og kveðja með þessum fá- tæklegu orðum. Amma var kannski ekki fljót- tekin manneskja, og vafalaust eru þeir til sem hefur þótt hún heldur þurr á manninn við fyrstu kynni. En við nánari viðkynningu komst fólk brátt að því að fyrir innan sló einstakt hjarta. Hún var sannur vinur, vina sinna og aldrei stóð á liðveislu hennar þegar til hennar var leitað. Hún lifði fyrir fjöl- skyldu sína, og í ljósmóðurstarf- inu sýndi hún sama öryggið og festuna sem og í öllu öðru sem henni var treyst fyrir. Aldrei flan- að að neinu né ákvarðanir og af- staða tekin í fljótfærni. Líf hennar var engan veginn ætíð dans á rósum. Sjálf átti hún fram á fullorðinsár við að etja suma af skæðustu sjúkdómunum sem hér herjuðu á öndverðri öld- inni. Seinna í lífinu mátti hún, hjálparvana, horfa upp á afa berj- ast við ólæknandi sjúkdóm sem að lokum leiddi hann til dauða. Síð- ustu árin voru henni heldur ekki léttbær, en þrátt fyrir að ellin hafi kannski náð að beygja hana og skilja aðrar rúnir sínar eftir, tókst henni þó ekki fremur en öðrum örlagavöldum lífs hennar að brjóta hana á bak aftur. Hún var upprétt fram í dauðann. Hún var sunnlendingur í húð og hár, komin af tveimur af mestu stólpaættum landsins á sínum tíma, blanda af Arnesingi og Rangæingi. Og þó svo að hún flytti tiltölulega snemma til Reykjavík- ur, held ég að hugur hennar hafi æði oft leitað til uppvaxtaráranna austur undir Hróarholtsklettum, þar sem hún drakk með móður- mjólkinni arfleifð 1000 ára gam- allar íslenskrar bændamenningar. En stoltust af öllu held ég þó að hún hafi verið yfir því að vera ís- lendingur, lifa það að sjá þjóð sína verða sjálfstæða og vera þátttak- andi í bernskugöngu lýðveldisins. Sjálfur er ég þakklátastur fyrir þau óteljandi skipti, sem „ungur maður“ átti erindi til ömmu til þess að fá svör og ráðleggingar við hinum ýmsu spurningum og lífs- gátum. Þá voru þessi hartnær 70 ár, sem skildu okkur að, lögð til hliðar, og alltaf reyndi hún að skilja, að hjálpa, að ráðleggja, og það sem var mest um vert, að fyrirgefa. Ég á aldrei eftir að efast um það, að ég var betri maður eft- ir hverja samverustund með henni. Nú er þeirri samveru lokið, og í þakklátri minningu vona ég að handan landamæra lífs og dauða bíði ömmu allt það besta sem hinn nýi heimur hefur uppá að bjóða. Karl Axelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.