Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 44
FRÆG KNATTSPYRNUFÉLÚG
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
BENFICA
Segja má að Benfica hafi notað danska liðið AGF
sem stökkbretti til margra glæstra sigra í Evrópu-
keppnum. En eftir að liðið missti helstu skraut-
fjaðrir sínar, svo sem hinn snjalla leikmann Euseb
io, hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina hjá þeim.
„Örninn hafa þeir
en þá vantar
pardusdýriö“
Á Ólympíuleikunum sumarið
1960 vann danska knattspyrnulið-
ið til silfurverðlauna og var næstu
mánuði á eftir farið að eygja fleiri
eftirsóknarverða verðlaunagripi.
í Evrópubikarkeppni meistara-
liða náðu þeir svo langt að komast
í fjögurra liða keppni á móti Ben-
fica frá Lissabon, sem þótti að
mati sérfræðinga í knattspyrnu-
heiminum ekki ósigrandi and-
stæðingur. Portúgal hafði á þeim
tíma ekki getið sér frægðar á
knattspyrnuvöllunum og Benfica
var svo til óþekkt nafn utan síns
heimalands. En í þeim leik brustu
allar vonir Dana um aukinn frama
það árið þvi honum lauk með
3— 1-sigri Portúgala á heimavelli
og 4—1-sigri í Aarhus og tóku þar
með lárétta stefnu á frægðartind
íþróttarinnar þar sem Real Madr-
id hafði áður trónað í áraraðir.
Benfica
Árið 1934 var Benfica eitt af
stofnendum knattspyrnudeildar í
Portúgal og var það frá upphafi
ávallt ofarlega í deildinni, ásamt
Sportin Lissahon og seinna FC
Porto.
Hinum skjóta uppvexti liðsins
má fyrst og fremst þakka hinum
auðuga forseta Benfica, Mauricio
de Brito. Hann lagði í upphafi
hornsteininn að fjárhagslegri
upphyggingu félagsins og nýtti sér
þar þá reynslu er hann hafði hlot-
ið úr einkarekstri sínum varðandi
þáverandi og fyrrverandi nýlend-
ur Portúgala í Áfríku.
Portúgal var ekki fyrsta né eina
landið sem leit hýru auga til
óspilltra hæfileikamanna á
íþróttasviðinu sunnar á hnettin-
um. En engum hefur tekist jafn
vel upp í þeim efnum eins og ein-
mitt Benfica, í kringum 1960. Má
þar nefna stórstirnin sem þeir
sóttu til Afríku, Mario Coluna, Jo-
aquim Santana og Jose Aguas.
I fyrrgreindum leik á móti AGF
í Aarhus stóðu þeir þó í skugga
hins frábæra markmanns Benfica,
Costa Pereira, og útherjans, Jose
Augusto, sem var þá vafalítið
besti leikmaður þeirra, enda ákaft
fagnað og hampað af jóskum
áhorfendum eftir leikinn.
Sóknarknattspyrna
Hinn ungverski þjálfari, Bela
Guttmann, sem í dag er kominn á
eftirlaun og býr fyrir utan Lissa-
bon, er sá aðili sem hvað mestan
þátt átti í að leggja grundvöll að
uppbyggingu liðsins á knatt-
spyrnubrautinni.
Guttmann hafði áður starfað í
Brasilíu og flutti þaðan með sér
hið vinsæla leikkerfi 4—2—4 og
halda margir því fram að hann sé
upphafsmaður þess kerfis.
En Guttmann féll ekki fyrir
þeirri freistingu að þvinga því
kerfi á leikmenn Benfica, heldur
framfylgdi hann þeirri skoðun
sinni að þjálfara bæri að skapa
'“ikkerfi í samræmi við efnivið
.in og sá að Benfica-Iiðinu hent-
aði betur kerfi sem byggt yrði á
sóknarknattspyrnu.
Þegar Benfica fór til Aarhus á
sínum tíma tók Bela Guttmann
með ungan svertingja, háan,
myndarlegan og sérlega lipran
leikmann, sem bjó yfir einstakri
knatttækni. „Hann verður ein-
hvern tíma góður, býst ég við,“
svaraði Guttmann fyrirspyrjend-
um, sem áttu ekki orð yfir leikni
þessa dökka unglings, Eusebio da
Silva Ferreira. En hann fékk ekk-
ert að vera með í leiknum; vermdi
bekkinn og fylgdist með félögum
sínum sigra danska liðið. Sama
sagan endurtók sig í leik Benfica
stuttu síðar er þeir sigruðu FC
Barcelona 3—2 í Evrópukeppni í
Bern, þá sat Eusebio einnig á
varamannabekknum.
Innákoma Eusebios
Fyrrverandi félagar Bela
Guttmanns úr félaginu FC Sao
Paulo fóru eitt sinn í keppnisferð
til Mosambique og komu auga á
hinn unga Eusebio og bentu
Guttmann á hann. Eftir harða
samkeppni við annað portúgalskt
félag og sjö mánaða þvarg og þras
urðu málalokin þau að kappinn
varð eign Benfica-félagsins.
Stuttu eftir Evrópumótið keppti
liðið á móti Santos (Pele var þá í
liðinu) í París. Þegar staðan var
orðin 5—0, Brasilíumönnum í vil,
fannst þjálfaranum Guttmann
óhætt að gefa Eusebio sitt fyrsta
tækifæri. Á þeim hálftíma sem
hann var inná í leiknum varð þessi
19 ára nýliði að knattspyrnu-
manni á heimsmælikvarða.
„Þetta var einna líkast draumi,"
sagði Eusebio mörgum árum síð-
ar. „Við töpuðum 6—3 fyrir Sant-
os, en mér tókst að skora öll 3
mörkin og ég var í skýjunum þeg-
ar ég yfirgaf leikvanginn í París."
Næstu 12 árin á eftir var Euse-
bic, „svarta pardusdýrið", fastur
maður í Benfica-liðinu. Og gekk
það svo langt að félagið var farið
að misnota hollustu hans og
þvingaði hann margsinnis inn á
völlinn þegar hann þarfnaðist
hvíldar vegna meiðsla í hné.
Gódur endir
Árið 1962, í máimánuði, mætti
Benfica á ólympíuleikvanginn í
Amsterdam til að verja Evrópu-
meistaratitil sinn á móti Real
Madrid. Þar mættust risinn, sem
var að hverfa til fortíðarinnar, og
hin upprennandi stjarna í knatt-
spyrnuheiminum, Benfica.
Það var vel við hæfi að skreyta
félagsfána sinn með mynd af ern-
inum eins og Benfica gerði og
fleira fengu þeir úr dýraríkinu, því
þeim var færður húnn sem heilla-
dýr rétt fyrir leikinn. Úrslit leiks-
ins urðu 5—3 fyrir Benfica, Euse-
bio skoraði tvö síðustu mörkin eft-
ir að Real Madrid hafði leitt 2—0.
Segja má að þar hafi ný kynslóð
borið sigurorð af fallandi stjörnu,
sem fékk hina verstu útreið þetta
kvöld.
Benfica baðaði sig þó ekki eins
lengi í frægðarljómanum og sumir
fyrirrennarar þeirra. Fernando
Riera tók við þjálfarastarfinu af
Guttmann og fór þá að bera á til-
slökun á gömlum markmiðum.
Reyndu þeir að byggja upp meiri
hópsamvinnu liðsins, en draga úr
einstaklingsframtakinu, en það
dugði ekki gegn AC Milan, sem
bar sigurorð af Benfica, 2—1.
Benfica saknaði síns skeggjaða
og sköllótta Germano, sem margir