Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 Athyglisverðar „músíktil- raunir' SATT að hefjast - standa yfir næstu fjóra fimmtudaga og lokatónleikar verða haldnir í desember „ÞETTA er öllum opiö, en fyrst og fremst ætlað til þess að laða fram áhugavert efni, sem tónlistar- menn eru að vinna að,“ sagöi Jó- hann G. Jóhannsson er Járnsíðan ræddi við hann og Ólaf Jónsson, forstöðumann Tónabæjar, um fyrírhugaðar uppákomur á vegum SATT og Tónabæjar á næstu vik- um. Næstu fjórar vikur er ætlunin aö efna til sérstakra kvölda í Tónabæ, sem munu bera yfirskriftina „Mús- íktilraunir '82“. Er þar hljómsveit- um og tónlistarmönnum gefinn kostur á að koma fram með eigið efni og flytja. Ætlunin er að 45 at- riði veröi á hverju hinna fjögurra kvölda, auk þess sem ein þekkt hljómsveit kemur fram hverju sinni. Fyrsta kvöldiö veröur nk. fimmtudag, 18. nóvember. Bara- flokkurinn kemur þar fram, en hverjir koma fram að auki liggur ekki Ijóst fyrir. Hljómsveitum er bent á að hafa samband við SATT að Hamraborg 1 í Kopavogi í síma 43380, Tónabæ í síma 35935 eöa Gallerí Lækjartorgi í síma 15310. Mikiö ríöur á aö hljómsveitir séu fljótar til aö tilkynna sig því frestur- inn til aö tilkynna þátttöku á fyrsta kvöldið rennur út annaö kvöld, mánudagskvöld. /Etlunin er svo aö þátttökufrestur miðist við mánu- dagskvöld ; hverri viku á meöan á þessum „tilraunum" stendur. Rétt er aö skjóta því að áhuga- sömum hljómsveitum úti á landi, aö SATT er reiðubúiö aö reyna að hlaupa að einhverju leyti undir bagga ef ferðakostnaður reynist ill eða óviöráöanlegur. Þá er einnig rétt að geta þess, að verði þátt- taka meiri en svo aö hægt sé að Ijúka þessu uppátæki á fjórum kvöldum munu fulltrúar SATT sjá um forval. Eftir ýmsu er að slægjast fyrir unga (og auövitaö gamla líka) og efnilega tónlistarmenn. Fyrirkomu- lagið á þessum kvöldum verður með þeim hætti að áhorfendur fá afhentan atkvæöaseöil áöur en at- riöin hefjast. Tvær stigahæstu hljómsveitirnar og/eöa listamenn- irnir á hverju kvöldi fá síöan sæti í sérstakri úrslitakeppni. Þremur stigahæstu aöilunum þar veröa veitt verölaun, sem eru fólgin í 20 stúdíótímum í einhverju eftirtalinna hljóðvera: Hljóðrita, Stemmu, Grettisgati, Nema, Geimsteini og hljóöveri Axels Einarssonar, sem öll hafa gefið SATT tímana af þessu tilefni. Aö loknum þessum tónlistartil- raunum er síöan ætlunin aö gefa besta efniö út á hljómplötu. SATT hefur áskiliö sér allan útgáfurétt. Verði hagnaður af fyrirtækinu skiptist hann jafnt á milli hlutaö- eigandi tónlistarmanna og SATT. „Þótt við segjum aö þessi kvöld séu öllum opin eigum viö síður von á því að þekktari hljómsveitir landsins tilkynni þátttöku," sagöi Jóhann. „Annars veröa hlutaöeig- andi aðilar aö vega þaö og meta hver íyrir sig hvort ástæöa er til þátttöku. Þaö er ekki ætlunin aö þetta snúist upp í vinsældakeppni, heldur undirstrikum viö aö þessum kvöldum er ætlaö aö laða fram Baraflokkurinn í höfuðborgarreisu efni, sem tónlistarmenn eiga í fór- um sínum og hafa veriö aö vinna aö, en hefur ekki átt aðgang aö hinum almenna hljómplötumarkaöi ekki veriö söluvara og því ekki ver- ið gefið út á plötu.“ Þá er ekki annaö aö gera fyrir þá, sem hafa áhuga, en aö drífa sig í símann og tilkynna þátttöku. Þetta er kjöriö tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri hafi menn athyglisvert efni fram aö færa. SSv. Trommuleikari Bara-llokksins, aö sjálfsögöu íklæddur AC/DC-bol. Er Þrumuvagninn hættur starfsemi? Eftir því sem Járnsíöan hefur heyrt hefur Þrumuvagninn misst undan sér hjólin og mun um þaö bil aö leggja upp laup- ana ef hann er ekki þegar búinn aö því. Ekki hefur fengist nein staö- festing á því sem geröist en þær heimildir, sem Járnsíðan byggir á, herma, aö hinn nýi gitarleikavi sveitarinnar, Örn Sigmundsson, hafi veriö óhress meö hlutverk sitt innan hljómsveitarinnar. Hafi hann sagt starfinu lausu og þá hafi bassaieikarinn, Brynj- ólfur Stefánsson, ákveöiö aö hætta þar sem hann þróaöist ekkert sem tónlistarmaöur innan Þrumuvagnsins. Síöan hafi trommarinn, Eyjólf- ur Jónsson, hætt og þeir Einar Jónsson, bróðir Eyjólfs, og Eiður Örn Eiðsson staöiö einir eftir. Lítiö hafi því verið fyrir þá tvo aö gera og eftir þvi sem viö höf- um fregnað ákváöu þeir tveir í sameiningu aö skilja. Einar mun hyggja á sólóferil af einhverju tagi, en hvaö hinir ætla aö taka sér fyrir hendur er meö öllu óljóst. Cozy Powell í slaginn, Whitesnake fullskipuð Einn íslensku popprisanna, Baraflokkurinn frá Akureyri legg- ur land undir fót á morgun og treöur upp á nokkrum stööum í vikunni. Tæpast þarf aö undir- strika hversu mikill fengur er aö þeim noröanmönnum, sem eru því miður allt of sjaldgæfir gestir á höfuöborgarsvæðinu. Fyrstu tónleikar Baraflokksins í vikunni veröa í Menntaskólanum viö Hamrahlíö annaö kvöld, mánu- dagskvöld, kl. 20.30. Hugsanlegt Cozy Powell í slaginn. er einnig aö þeir komi einhvers staðar fram á þriöjudag en þaö hefur ekki veriö fastmælum bund- iö. Fjölbrautaskólinn á Akranesi fær þá Akureyringa í heimsókn á miövikudag og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Væri óskandi að Skaga- menn fjölmenntu einu sinni (svona til tilbreytingar) þegar ein besta og þekktasta hljómsveit landsins treöur þar upp. Á fimmtudagskvöld kemur Baraflokkurinn fram á „Músíktil- raunum ’82“, sem SATT gengst fyrir í Tónabæ. Rétt er aö undir- strika aö Baraflokkurinn mun hefja upp raustina strax kl. 20 þannig aö slóðunum er hér veitt lokaaövörun vilji þeir berja sveitina augum. Lokatónleikarnir veröa síöan í Félagsstofnun stúdenta viö Hring- braut á föstudagskvöld kl. 21. Þær fregnir hafa nú borist aö mannahræringum innan White- snake sé nú endanlega lokið. Jimmy Page leikur ekki meö, en liösskipanin kemur engu aö síöur nokkuö á óvart. Sem fyrr er þaö forsprakkinn David Coverdale, sem hoídur um hljóðnemann. Gamla kempan Jon Lord verður áfram með hljóm- boröin og Mick Moody, gítarleik- ara, snerist hugur og veröur einnig meö áfram. Þrír nýir höföingjar bætast í hópinn, ákaflega mismikiö þekktir. Fyrstan ber aö telja gítarleikarann Galley. Bassinn veröur í öruggum höndum Hodkinson nokkurs, sem getið hefur sér gott orö á því app- arati. Þaö, sem mest kemur samt á óvart, er aö Cozy Powell skuli taka þaö að sér aö sitja aö baki trommusettinu. Ekki eru nema ör- fáir mánuðir frá því hann skildi viö Michael Schenker Group til þess aö taka sér langt hlé frá trommu- leik. Þaö frí er bersýnilega á enda. Ný plata er væntanleg frá Whitesnake á næstu vikum. Ber hún nafnið „Saints and sinners". Sérstakt kvold, 4-M. á Broadway áfimmtudag SATT efnir til býsna sérstæðs kvölds á Broadway á fimmtu- daginn. Hefur því veriö gefið nafnið 4M, þar sem nöfn allra þeirra sem koma fram á kvöldinu byrja á M. Þaö eru þeir Magnús Eiríks- son, Magnús Kjartansson, Magnús Þór Sigmundsson og hljómsveitin Mannakorn, sem troöa upp. Mannakorn kemur aðeins fram af þessu sérstaka tilefni.Til stóö aö Magnús Þór Jónsson, Megas hinn eini og sanni, kæmi fram, en hann sá sér þaö ekki fært sökum anna. Á þessu kvöldi munu áöur- nefndir tónlistarmenn flytja eig- iö efni, gamalt og nýtt. M.a. mun Magnús Eiríksson kynna lög af væntanlegri sólóplötu sinni. Ekki er aö efa aö marga fýsir aö berja „gömlu brýnin“ augum og heyra lög, sem rifja upp gamlar minningar, auk annarra, sem heyra nútímanum til. Þetta sérstaka kvöld, 4M, hefst kl. 19 meö borðhaldi. Verður boðið upp á sérstakan matseðil og aö sjálfsögðu byrja nöfn allra réttanna á M. í lokin mun Hljómsveit Björgvins Hall- dórssonar leika fyrir dansi. Þeir, sem hafa áhuga að fræö- ast nánar um matseðil kvölds- ins , er bent á aö hafa samband viö Broadway sem fyrst. Allir tónlistarmennirnir, sem fram koma á þessu kvöldi, gefa vinnu sína og rennur allur ágóöi beint til SATT. Mikiö átak hefur verið í undirbúningi vegna byggingarhappdrættis SATT aö undariförnu og er þetta kvöld einn liðurinn í fjáröflun- arstarfsemi samtakanna. Magnús Kjartansson or eitt M-anna fjögurra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.