Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 48

Morgunblaðið - 14.11.1982, Page 48
j^^skriftar- síminn er 830 33 mmMatiiíli j^Vpglýsinga- síminn er 2 24 80 SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 Sláturkostnaðurinn: 260 krónur á hverja kind? KOSTNAÐUR við slátrun saurtfjár í haust hcfur líklega verið nálægt 260 milljónum króna. Sláturkostnaðurinn er kr. 15,20 að meðaltali á hvert kiló kjiits og gæra og kostar það því um 260 krónur að slátra hverri kind og sé miðað við sauðfjárslátrun í fyrra er kostnaðurinn í haust um 257 milljónir króna, en enn liggja ekki fyrir tölur um hver slátrunin hefur verið í haust. A Alþingi fyrr í vikunni urðu umræður um háan sláturkostnað og gagnrýndu þingmenn háan sláturkostnað, Matthías Bjarnason sagði m.a. að landbúnað- urinn væri að kafna í milliliðakostnaði og Steinþór Gestsson gagnrýndi þá ákvörðun sexmannanefndarinnar að birta ekki sundurliðun sláturkostnaðar. Farþegaflutningar Flugleiða í ár: Um 31,9% aukning á N-Atlantshafinu UM 31,9% AUKNING hefur orðið á farþegaflutningum Flugleiða á Norður- I Atlantshafinu það sem af er árinu, að sögn Björns Theódórssonar, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, en alls voru fluttir 169.439 farþegar fram til 6. nóvember sl., samanborið við 128.459 farþega á sama tíma í fyrra. | Guðmundur Sigþórsson deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu og ritari sexmannanefndarinnar sagði í samtali við Mbl. að sam- komulag hefði orðið í sexmanna- nefndinni um að birta ekki sund- urliðun sláturkostnaðar þar sem ýmsir aðilar í þjóðfélaginu hefðu verið farnir að notfæra sér ein- staka kostnaðarliði sem að nefnd- in ákvæði til verðlagningar eigin þjónustu og hefði nefndin ekki tal- ið það eðlilegt. Sömu svör gaf Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Sláturkostnaður- inn hefur verið birtur undanfarin ár og sé reiknað með sama hlut- falli einstakra liða sláturkostnað- arins og var í fyrra er hægt að fá grófa sundurliðun á skiptingu sláturkostnaðarins þó ekki verði hún nákvæm þar sem einstakir liðir hækka misjafnlega á milii ára. Svo nefndir séu nokkrir liðir samkvæmt þessum útreikningi þá eru vinnulaun við að slátra einni kind 67 krónur og 65 milljónir alls í haust, fæðiskostnaður er rúmar 9 krónur við slátrun einnar kindar og 9 milljónir alls í haust, kjöt- skoðun og stimplun (aðallega dýralækna) er tæpar 3 krónur á hverja kind og 2,7 milljónir alls við slátrun í haust, frysting er tæpar 29 krónur á kind og tæpar 28 milljónir alls, skrifstofukostn- Forstjóri einn- ar tæknideild- ar Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar SÞ „ÞAÐ er nokkurnveginn frá því gengið að ég muni taka við forstjórastarfi við eina af tækni- deiidunum á landbúnaðarsviði Matvæla- og landbúnaðarstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna," sagöi Dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóri Kannsóknarstofnunar landbúnað- arins í samtali við Morgunblaðið. „Ég er að vísu ekki búinn að gefa lokasvar, en það er nánast formsatriði og býst ég við, að öllu forfallalausu, að taka við þessu starfi um miðjan janúar 1983 og starfa þar í þrjú ár. Starfsemi FAO skiptist í nokkur meginsvið og er landbúnaðar- sviðið stærst. Önnur svið eru til dæmis fiskveiðar, skógrækt og búnaðarhagfræði. Á landbúnað- arsviðinu eru nokkrar tækni- deildir, t.d. á sviði búfjárræktar og jarðræktar, en sú deild sem ég á að veita forstöðu, er rekin sameiginlega af tveimur stofn- unum Sameinuðu þjóðanna, FAO og Alþjóða kjarnaorku- stofnuninni, sem staðsett er í aður við að slátra hverri kind er tæpar 22 krónur og tæp 21 milljón alls í haust, heildsölukostnaður er rúmar 46 krónur á hverja kind og 45 milljónir tæpar alls, rýrnun er tæpar 11 krónur á hverja kind og rúmar 10 milljónir alls við viðhald og viðgerðir eru tæpar 9 krónur við slátrun hverrar kindar og 8 milljónir rúmar alls. Rétt er að endurtaka að þessar tölur eru áætlaðar miðað við fyrra ár þar sem slátrun í haust er ekki upp- gerð og sláturkostnaður í haust hefur ekki fengist sundurliðaður, tölurnar eru því ekki nákvæmar en ættu þó að gefa góða heildar- mynd af dæminu. Guðmundur Sigþórsson sagði að sláturkostnaðurinn væri reiknað- ur út samkvæmt upplýsingum frá sláturleyfishöfunum og ætti að vera um meðaltalstölur að ræða. Sláturkostnaðurinn leggst við það verð sem bændur fá fyrir afurð- irnar og er því ekki greiddur af bændum heldur neytendum nema að því leyti sem kostnaðurinn við slátrunina gæti haft áhrif til minnkunar sölu og því verðskerð- ingar hjá bændum. Bændur fá 58,36 krónur fyrir hvert kíló af 1. flokks dilkakjöti, sláturkostnaður- inn sem við það leggst er 15,78 krónur og er sláturkostnaðurinn því um 27% af verði til bænda í því dæmi, en nokkuð er þetta mis- munandi eftir flokkum. I)r. Björn Sigurbjörnsson Vín. Verkefni þessarar deildar er nær eingöngu stuðningur við landbúnaðarrannsóknir í þróun- arlöndunum, þar sem lögð er áhersla á nýtingu nýjustu tækni á sviði búvísinda, með sérstöku tilliti til notkunar geisla og geislavirkra efna, en á því sviði tengist þessi starfsemi Alþjóða kjarnorkustofnuninni," sagði Dr. Björn. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér hefur land- búnaðarráðherra, að ósk FAO, veitt Birni leyfi frá störfum um þriggja ára skeið. í Evrópuflugi félagsins hefur orðið lítilsháttar samdráttur, en fram til 6. nóvember sl. voru flutt- ir 131.450 farþega, samanborið við 133.803 farþegar á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er í námunda við 1,8%. í innanlandsfluginu hefur orðið 2,5% aukning á farþegaflutning- um á árinu, en fram til 6. nóvem- ber voru fluttir 197.697 farþegar á móti 192.782 farþegum á sama tíma í fyrra. Flugleiðir hafa því samtals flutt 498.586 farþega það sem af er ár- inu, samanborið við 455.044 á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því 9,57%. Björn Theódórsson sagði að- spurður að bókanir væru óvenju- lega góðar fram til áramóta, reyndar mun betri en á síðasta ári, á flestum leiðum, sérstaklega væri áberandi meira bókað á Evr- ópu og Bandaríkin. „Þá hefur okkur tekizt að snúa þróuninni við í innanlandsfluginu, en þar hefur gætt ákveðins samdráttar undan- farin ár. Varðandi hina miklu aukninu á Norður-Atlantshafinu, þá er hún auðvitað ánægjuleg útaf fyrir sig, en hins vegar eru far- gjöld ennþá of lág. Það ríkti þol- anlegt ástand í sumar, þegar eftir- 1 spurnin var mikil, en nú höfum við neyðzt til að lækka verðin meira en við höfðum gert ráð fyrir vegna sífelldra lækkana samkeppnisfé- laganna," sagði Björn Theódórs- son. Um afkomuna á árinu sagði Björn: „Við gerum okkur ákveðnar vonir um að verða réttum megin við strikið, þegar upp verður stað- ið um áramót. Hins vegar spilar gengisþróunin verulega mikið þar inn í, en við höfum orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna hennar á árinu,“ sagði Björn Theódórsson ennfremur. Gunnar ekki í prófkjörið GIJNNAR Thoroddscn, forsætis- ráðherra, tilkynnti kjörnefnd full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær, að hann myndi ekki verða í framboði i prófkjöri sjálfslæðismanna i Reykjavík 28. og 29. nóvember. í bréfi sínu tekur forsætis- ráðherra fram, að hann sé and- vígur þeim prófkjörsreglum, sem nú eiga að gilda og að hann muni ekki verða í framboði í prófkjöri, sem þannig sé til stofnað. Sjá bls. 2: Bréf forsætisráð- herra til kjörnefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.