Morgunblaðið - 17.11.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.11.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Ljósm. Mbl. Kristján. Formlegar viðræður borgaryfirvalda og menntamálaráðuneytis um yfirtöku borgarinnar á hluta Keldnalands hófust í gær og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Á myndinni eru frá hægri talið: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi, I»órður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur, Guðmundur Pétursson, forstöðu- maður Keldna, Guðmundur Magnússon háskólarektor, Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi, Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins, og Árni Gunnarsson deildarstjóri, í menntamálaráðu- neytinu. Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins um næstu helgi: Reiknað með hörðum deilum um Helguvík Fram verður borin tillaga um að fundurinn verði opinn fréttamönnum Alþýðubandalagið heldur flokks- ráðsfund um næstu helgi og er búist við hörðum umræðum þar um lands- málin. Flokksráðsfundir Alþýðu- bandalagsins hafa fram til þessa verið lokaðir fyrir fréttamönnum, en í upphafi fundar á föstudagskvöld verður borin fram tillaga um að fundurinn verði opinn. Mbl. er kunnugt um að miklar deilur eru innan Alþýðubanda- lagsins vegna Helguvíkurmálsins svonefnda og var hart deilt á formann Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, af flokksbræðr- um hans á fundi í Reykjanes- kjördæmi nýverið. Alþýðubanda- lagsmenn, sem hvað harðasta af- stöðu hafa gegn varnarliðinu, hafa meðal annars bent á í ádeilum sín- um að umsvif varnarliðsins hafa aukist hvað mest þetta kjörtíma- bil sem Alþýðubandalagið hefur verið í ríkisstjórn. Að sögn Einars Karls Haralds- sonar eru flokksráðsfundir haldn- ir árlega þau ár sem landsfundur er ekki haldinn, en landsfundur- inn er æðsta vald flokksins og haldinn þriðja hvert ár. Um 140 manns eiga sæti á flokksráðsfund- um og verður dagskrá fundarins með hefðbundnum hætti. Þá verð; ur kjörin miðstjórn flokksins. í henni eiga sæti 45, þar af eru formaður, varafórmaður, gjald- keri og ritari flokksins sjálfkjörn- ir, einnig tilnefna kjördæmin tvo menn í miðstjórn, en að öðru leyti er miðstjórnin kjörin á fundinum. Einar sagði að stjórnmála- ástandið, staða ríkisstjórnarinnar, efnahagsmál og kjördæmamálið yrðu þau mál sem hvað mest yrðu rædd á fundinum. Þá yrðu hús- næðismál flokksins til umfjöllun- ar vegna kaupa flokksins á nýju húsnæði og skipulagsmál hans. Einar sagði að skiptar skoðanir væru um hvort þingið ætti að vera opið eða lokað, en það hefði fram til þessa verið lokað að undan- skildu því að blaðamönnum væri boðið til setningarathafnar og há- degisverðar þar sem forystumenn flokksins sætu fyrir svörum þeirra og fundarmanna. Hann sagði að sér væri kunnugt um að fram myndi koma tillaga þess efnis að opna þingið, það yrði því ákvörðun fundarmanna sem réði því hvort það yrði opnað. 611 hreindýr veiddust ALLK veiddust á veiðitímabilinu í ár 611 hreindýr af 864, sem mennta- málaráðuneytið veitti heimild til að veidd yrðu. Hlutfall veiddra dýra af heimild er 70,7%. Þremur hreppum var veitt viðbótarheimild til veiða, þar sem veitt hafði verið upp í þann kvóta, sem upphafiega var veittur. Langmest veiði var í Jökul- dalshreppi, þar sem veidd voru 76 dýr, sem er einu dýri meirá en heimilað hafði verið. Var það raunar eini hreppurinn, ásamt Skriðdalshreppi, þar sem veitt var umfram heimild. I Skriðdal voru veidd 3 dýr umfram. Nokkrir hreppar fullnýttu kvóta sinn, en aðrir alls ekki. í fjórum hreppum var ekkert dýr vegið, þótt leyfi væri til að veiða 43 dýr í þeim til samans. Næsthæsti hreppurinn að fjölda felldra dýra var Borgarfjarðar- hreppur, þar sem felld voru 56 dýr. í Fljótsdalshreppi og Norðfjarð- arhreppi voru veidd 55 dýr í hvor- um hreppi, 47 dýr í Helgustaða- hreppi, 43 í Skriðdalshreppi og 42 í Vallahreppi. Flóðin í Siglufiröi: „Sjórinn flæddi yfir seturnar í sófanum“ — reyndu aö bjarga heimilistækjuin og húsmunum upp fyrir vatnselginn „ÞAÐ var ekkert smáræði sem gekk hér á, það flæddi á skömm- um tíma inn i husið hjá okkur og hætti ekki fyrr en sjór flæddi yfir seturnar í sófanum, þannig að dýptin var um hálfur rnetri," sagði María Fálsdóttir í Siglufiröi í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, en hún kvað tniklar skemmdir hafa orðið hjá þeim af völdum fióðsins. „Það eyðilagðist allt á gólf- inu,“ sagði María, „teppi og hús- munir. Þetta kom svo snöggt og sandur og drulla flutu með í stríðum straumum. Það var því æði margt í íbúðinni sem lenti í vatni og við urðum m.a. að taka rafmagn og hita af húsinu vegna þess að frárennslið frá hitaveit- unni rennur í ræsið hjá okkur í kjallaranum og við urðum að taka vatnið af til þess að dæla ekki sjálf inn í húsið affallsvatn- inu.“ „Síðan bryggjurnar hurfu, gengur aldan óbrotin upp göt- urnar," sagði Birgir Björnsson í Siglufirði, en hús hans stendur neðst á Aðalgötunni, „en það flæddi um allt hjá okkur og við vorum á hlaupum að reyna að bjarga heimilistækjum og hús- munum upp fyrir vatnselginn. Vatn fór í margt og nú er að vita hvort tækin fara í gang aftur, en það var Iiðlega 30 sm djúpt vatn hér á gólfinu þegar mest var.“ „Það var um kl. 9.30 sem flóðið jókst,“ sagði Birgir, „en snjóruð- ningur hafði gefið sig, vatnið ruddist áfram og allt fór af stað. Teppi og dúkar á gólfum er auð- vitað ónýtt og veggir sjálfsagt að einhverju leyti, en þetta er timb- urhús. Fólk er nú að undirbúa sig fyrir frekari ágjöf, en þetta er svo sem alveg nóg sem komið er.“ Tæplega 1300 flug- farþegar tefjast EKKERT innanlandsflug var í gær vegna veðursins og er lauslega áætl- að að 700 farþegar hafi beðið eftir að 8 krónur í strætó FARGJÖLD með Strætisvögnum Reykjavíkur hækka frá og með deg- inum í dag og kostar nú einstakt fargjald fullorðins 8 krónur. Stór farmiðaspjöld með 32 mið- um kosta 200 krónur, en lítil með 7 miðum kosta 50 krónur. Noti menn stóru spjöldin verður far- gjaldið 6,25 krónur, en minni spjöldin 7,14 krónur. Farmiðar til aldraðra og öryrkja eru á hálf- virði, þ.e.a.s. 32ja miða spjald kostar 100 krónur. Fargjöld barna kosta nú 2 krón- ur, en séu keypt farmiðaspjöld þá fást 44 miðar fyrir 50 krónur. Hvert fargjald verður þá 1,14 krónur. Ofangreindar upplýsingar fékk Morgunblaðið í fréttatilkynn- ingu, sem því barst í gær frá Strætisvögnum Reykjavíkur. fært yrði til hinna ýmsu staða hér innanlands. Þar af áttu hátt í 400 bókað far frá Reykjavík til staða víðs vegar um landið, en gert er ráð fyrir að um 300 hafi beðið eftir fari utan af landi og til Reykjavíkur. Þá urðu einnig tafir í utan- landsfluginu. Vél sem átti að fara til London klukkan 10.00 í gær- morgun, fór ekki í loftið fyrr en 18.14 síðdegis með 77 farþega, sem höfðu meira og minna þurft að láta fyrirberast á vellinum í allan gærdag. 105 farþegar biðu vélar- innar í London, sem áætlað er að komi hingað til lands um tólfleyt- ið í dag. Þá fór vélin til Osló og Stokkhólms ekki í loftið fyrr en 18.50 í gær, en átti upphaflega að fara klukkan 7.15 í gærmorgun. 94 farþegar voru með vélinni og um 65 biðu hennar úti. Er gert ráð fyrir að vélin snúi þegar við aftur og komi hingað til lands tæplega þrjú í nótt. Þá var ferð vélar á leið frá Luxemborg til Bandaríkjanna, með millilendingu hér, frestað til dagsins í dag. Má gera ráð fyrir að alls um 245 farþegar hafi beðið ferðar þeirrar vélar, bæði hér og í Luxemborg. Albert Guðmundsson í borgarráði: Bifreiðasektir við Versl- unarskólann falli niður ALBERT Guðmundsson borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram á fundi borgarráös í gær tillögu, sem kveður á um að reglur um bif- reiðastöður við Verslunarskólann verði rýmkaðar. TiIIagan er svohljóðandi: „Borg- arráð felur umferðarnefnd að gera tillögu um lausn á bifreiðastæða- vanda Verslunarskóla íslands og hafa í huga að niður falli sektir lögreglu á bifreiðum nemenda á skólatima, enda verði þær merktar nemendum. Kannað verði hvort leyfa beri bifreiðastöður beggja megin Grundarstígs, frá Hellu- sundi að Skálholtsstíg." Tillögu þessari var vísað til umferðar- nefndar. Albert sagði í samtali við Mbl. að bæði nemendur og foreldrar væru farnir að hafa nokkuð þung- ar áhyggjur af sektum þessum, því algengt væri orðið að nemendur kæmu á bifreiðum til skóla. Yfir- leitt væru bílarnir þannig staðsett- ir að þeir trufluðu ekki umferð, þó þeim væri ólöglega lagt. „Það er staðreynd að það þýðir ekki að gera allt þetta unga fólk brotlegt við reglur sem ekki er hægt að framfylgja. Með þessari tillögu er verið að viðurkenna staðreyndir og hjálpafólki til að verða ekki brot- legt,“ sagði Albert. Albert sagði jafnframt, að rétt væri að kanna hvort skólinn eða skólafélagið hefðu sérstaka lím- miða á bifreiðum nemenda, sem staðfestu að þeir bílar, sem væru við skólann, væru á vegum nem- enda skólans, þannig að almenn- ingur færi ekki að nota bílastæði sem ætluð væru nemendum. Þurfum á öðru að halda en kúnstum — segir Kjartan Jóhannsson um ummæli Gunnars Thoroddsen „MÉR finnst þetta bara einfalt bragð hjá Gunnari Thoroddsen. Ég sagði þetta á opinberum vettangi og það getur ekki verið skýrara" sagði Kjartan Jóhannsson er Mbl. leitaði álits hans á ummælum forsætis- ráðherra, Gunnars Thoroddsen, í Mbl. í gær, en þar segir hann m.a. að þar sem hann hafi ekki fengið neina tilkynningu um það frá Alþýðu- flokknum eða formanni hans um að viðræðum sé slitið og á meðan hon- um bærist hún ekki, þá gangi hann ekki út frá því sem vísu. Kjartan sagði einnig: „Ég er ekk- ert gefinn fyrir brögð. Mér finnst við þurfa á öðru að halda nú heldur en einhverjum kúnstum." Kjartan endurtók í lokin að honum fyndist þetta mál skýrt og afgreitt. Leiðrétting: Mun rýmri regla við- höfð við prófkjörið nú Á MIÐSÍÐU blaðsins í gær birtist greinargerð stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík vegna ummæla dr. Gunnars Thorodd- sen um tilhögun prófkjörs vegna vænt- anlegra alþingiskosninga. Slæm mis- tök urðu við birtingu greinargerðar- innar, þannig að heill setningarhluti féll úr og merkingin brenglaðist gjör- samlcga. Umrædd málsgrein fer í heild hér á eftir: „Að öllu framansögðu athuguðu, er því afdráttarlaust vísað á bug að fyrirhugað prófkjör sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík í lok þessa mánaðar sé einhverskonar hindrun- arhlaup og torfærur og tálmanir séu af „vissum öflum í flokknum” lagðar fyrir þá sem áhuga hafa á þátttöku í prófkjörinu. Þvert á móti er óflokksbundnum stuðningsmönnum flokksins heimil full þátttaka í prófkjörinu óski þeir eftir því og er það mun rýmri regla en viðhöfð var við prófkjörið vegna borgarstjórn- arkosninganna í nóvember 1981, sem var undanfari einhvers mesta sigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík frá upphafi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.