Morgunblaðið - 17.11.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.11.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 3 „VIÐ erum þessar vikurnar í feld- un, viö byrjuðum á refnum í síð- ustu viku og byrjum á minknum í þessari viku,“ sagði Reynir Barð- dal, bústjóri hjá Loðfeldi hf. á Sauðárkróki, i samtali við Mbl. Loðfeldur hefur verið með minka- bú í 11 ár en hefur átt í erfiðleik- um síðustu árin vegna sjúkdóms sem herjar á minkastofninn. Því ákváðu þeir að felda (slátra) öllum minkastofninum í haust, um 1.500 eldisdýrum, sótthreinsa búið og flytja inn nýjan stofn. Reynir sagði að þetta kostaði búið 2—3 milljónir, innfluttu Loðfeldur hf., Sauðárkróki: Minkastofninum farg- að vegna sjúkdóms 2—3 milljóna króna tjón fyrir búið dýrin kostuðu t.d. 4 sinnum meira en það sem fengist fyrir skinnin af þeim dýrum sem farg- að væri. Sem dæmi um tjónið sem þeir hefðu orðið fyrir á und- anförnum árum sagði Reynir, að frjósemi hefði verið ágæt, um 4 yrðlingar að meðaltali á læðu, en svo dræpist sem næmi hálfum yrðlingi að meðaltali á læðu yfir sumarið vegna sjúkdómsins. Reynir sagði að þeir hefðu næstu 5 mánuði til að sótthreinsa búið og síðan fengju þeir yrðlinga- fullar læður að utan um miðjan apríl, um viku fyrir gotið. Reynir sagði að Loðfeldur hefði keypti 98 refalæður í fyrra- vetur og hefðu þeir fengið úr þeim 640 yrðlinga, sem væri ágæt frjósemi, um 6'A yrðlingur að meðaltali á læðu. Hann sagð- ist vera tiltölulega ánægður með þroskann, þetta væru stór og fal- leg dýr. Megnið af yrðlingunum verður feldað en öðru dreift til bænda sem eru að byrja á refa- ræktinni. Reynir taldi það ágætt að hafa bæði mink og ref en taldi tryggari framtíð í minkarækt- inni þar sem meiri sveiflur væru í verði refaskinna. Þeir hjá Loð- feldi fullverka skinnin þannig að þau verða tilbúin til sölu í upp- boðshús erlendis en fyrstu upp- boðin eru í desember. Reynir á sæti í stjórn Sam- bands íslenskra loðdýrarækt- enda og sagði hann þegar hann var spurður að því hvað væri efst á baugi hjá félagsskapnum um þessar mundir: „Við höfum gert kröfur til þess að loðdýra- ræktendur hér á landi fái sömu samkeppnisaðstöðu og kollegar okkar á Norðurlöndunum. Við búum við það að aðföng okkar búa eru 2—3svar sinnum dýrari en hjá þeim, þar sem hér er lagð- ur á þau tollur, söluskattur og vörugjald. Þá leggjum við áherslu á að fóðurstöðvarnar verði byggðar upp og að þær geti afgreitt fóðrið til bænda eins og það á að vera, en nú vantar mik- ið upp á það. Það vantar fjár- magn í þessa atvinnugrein ef það á að byggja hana skynsamlega upp.“ — Nú eru loðdýrabúin dreifð um allt land, bæði inní landi og nálægt sjó, hvað finnst þér um þessa stefnu? „Ég tel að það verði að setja fóðurstöðvarnar fyrst niður og þá sem næst því sem fóðrið fell- ur til en síðan verði búin að þró- ast útfrá fóðurstöðvunum. Það má ekki standa þannig að þess- um leyfisveitingum, eins og allt- of mikið hefur verið af að mínu mati, að bændurnir komi ekki til með að fá neinn arð af þessu, hann fari allur í flutningskostn- að.“ — Það hefur verið ríkjandi stefna að byggja loðdýraræktun- ina upp sem aukabúgrein, hvað finnst þér um það? „Ég tel það arðvænlegast ef menn geta sinnt þessu eingöngu en það er jafnsjálfsagt að hafa hitt með. Það er nauðsynlegt að hafa stóru búin. Þau búa yfir 10 ára reynslu og þau koma alltaf til með að vera lífæðarnar og broddarnir í loðdýraræktuninni hjá okkur. Á þessi bú geta bænd- urnir sótt sína þekkingu í byrj- un, þau gætu orðið eins konar uppeldisstöðvar fyrir bændurna og það er ekki nema eðlilegt. Þessi búrekstur skilar miklum gjaldeyri og er talinn arðvænleg- ur en samt fá menn sem ætla út í þetta enga fyrirgreiðslu nema þeir búi á lögbýlum, þeir fá e.t.v. leyfi en ekki krónu að láni. Ef þetta er svona arðvænlegt sem sagt er, af hverju mega ekki aðr- ir en bændur fara út í þetta? Ef hið opinbera ætlar að loka á stóru búin tel ég að þau gefist upp og hætti innan tveggja ára og þá er loðdýraræktunin á ís- landi komin 10 ár aftur í tím- ann,“ sagði Reynir Barðdal að lokum. HBj Rækjukvóti á Húnaflóa: Sé ekki grund- völl til breytinga — segir Steingrímur Hermannsson „ÉG SÉ ekki grundvöll til að breyta kvótaskiptingu á rækju á milli kaup- túna við Húnaflóa á þessari vertíð. Ég hef sagt mönnum það. Hitt er svo annað mál, að vitanlega kunna að verða þarna þær breytingar, sem réttlæta slíkt, til dæmis ef þessi nýi togari Hólmvíkinga skapar þar mikla atvinnu, það er bara ekki komið í ljós,“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur eftir því hvort breyting væri fyrirhuguð á umræddri kvóta- skiptingu, þannig að hvert kauptún fengi jafnan kvóta. Kvótaskipting við Húnaflóa hef- ur verið þannig undanfarin ár, að Hólmavík og Drangsnes hafa haft 50% kvótans, en þau kauptún eru í Strandasýslu en Hvammstangi, Skagaströnd og Blönduós hafa skipt hinum helmingnum á milli sín. Hefur verið nokkur óánægja vegna þessa á Hvammstanga og Blönduósi og hafa menn á Hvammstanga jafnvel talið að það hafi haft áhrif á skiptinguna að Hólmavík og Drangsnes eru í Vestfjarðakjördæmi. Steingrímur var inntur eftir því hvort það hefði áhrif á skiptingu kvótans. „Þessi skipting var nú afgreidd svona af öðrum þingmanni Vest- fjarðakjördæmis, Matthíasi Bjarnasyni, á sínum tíma eftir það sem sumir kölluðu Húnaflóabar- daga hinn síðari. Ég ákvað strax og ég kom í sjávarútvegsráðuneyt- ið að það þyrfti mjög mikið til þess að ég breytti því. Menn verða að athuga það, að árum saman stunduðu Strandamenn einir þess- ar veiðar og hófu þessar veiðar eftir að afli brást á Húnaflóa og kom það í veg fyrir meiri flótta af Ströndum en varð. Síðan komu Húnvetningar smám saman inn í þessar veiðar. Mér finnst með til- liti til forsögu málsins og atvinnu- ástands hafa verið nokkuð skyn- samleg skipting á þessu í upphafi, það er helmingur hjá Stranda- mönnum og helmingur hjá Hún- vetningum," sagði Steingrímur. Tillögur forseta Alþingis um meðferð þingmála: Vantraust á þriðju- dag, bráðabirgða- lögin á mánudag Vantrauststillaga Alþýðuflokksins veröur væntanlega tekin fyrir nk. þriðjudagskvöld. Þá bendir allt til þess að fyrsta umræða um bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál fari fram í efri deild Alþingis á mánudag. Að sögn Jóns Helgasonar, for- seta sameinaðs þings, hefur hann farið fram á við formenn þing- flokkanna að vantrauststillagan verði tekin fyrir á þriðjudags- kvöld. Endanleg ákvörðun um það verður tekin á þingflokksfundum í dag. Hið sama er að segja um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar. Umræðunum um vantrauststil- löguna verður útvarpað beint og stefnt er að því að sjónvarpa þeim einnig í beinni útsendingu. Sam- kvæmt 56. grein þingskapa skal hver þingflokkur fá til umráða þrjátíu mínútur í útvarpsumræð- um um vantrauststillögu, en þegar útvarpi samkvæmt greininni er lokið, getur umræða haldið áfram eftir venjulegum reglum. BULLETIN-Magazin Ljósmynd AP. Á nýafstöðnu ólympíuskákmóti annaðist Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri Skákar útgáfu mótsblaðs. Vakti blaðið mikla athygli og fékk góða dóma eins og fram hefur komið í fréttum. Campomanes, hinn nýkjörni forseti FIDE, hefur formlega beðið Jóhann Þóri að sjá um útgáfu mótsblaðs næsta ólympíuskákmóts, sem væntanlega verður haldið í Indónesíu árið 1984. A meðfylgjandi mynd má sjá Jóhann kynna blað sitt. Norrköping í Svíþjóð: Islensk kona gripin með um 50.000 sænsnar kr. EFTIRFARANDI frétt birtist í dagblaði sem gefið er út í Norrköping í Svíþjóð, en í fréttinni er greint frá raunum islenskrar konu, sem reyndi að taka með sér sænska peninga úr landi. Frétt sænska hlaðsins er svohljóðandi í lauslegri endursögn: Paime plalaði hana um 8.000 krónur „Föstudaginn 8. október sl. at- hugaði öryggislögreglan á Kungs- ángens-flugvellinum í Norrköping 50 ára gamla konu. í farangri hennar fann lögreglan nálega 500 sænska 100 krónu seðla (ca. 110.000 kr. ísl) i mismunandi búnt- um á mismunandi stöðum í far- angrinum. Konan var gripin og færð á lögreglustöðina í Norrköp- ing til yfirheyrslu, vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum. Sam- kvæmt þeim lögum má enginn fara úr landi með meira en 6.000 kr. sænskar, nema með sérstöku leyfi. Konan skýrði lögreglunni frá því að henni hefði ekki verið kunn- ugt um þessi ákvæði. Hún fékk að halda 6.000 kr., en rúmlega 43 þús- und krónur tók lögreglan í sína vörslu. Konan, sem er íslensk, hafði verið í verslunarerindum í Norrköping og voru peningarnir sölulaun, svokölluð provision, og gat hún ekki skýrt það út, af hverju hún hefði skipt öllum pen- ingunum í 100 krónu seðla. Ein orsökin gæti verið sú að sænska 1.000 krónu seðla má ekki kaupa eða selja erlendis. Nú hefur lögreglan sett þá peninga, sem teknir voru af konunni, inn á banka, þar sem þeir bíða og safna vöxtum, á meðan beðið er eftir því Starfsmannafélagið Sókn, borgar- yfirvöld og ríkið hafa framlengt kjarasamning við Sókn, en Sókn samdi á undan öðrum verkalýðsfé- lögum, svo sem kunnugt er. Skrifað var undir samninginn í gær, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér. Samkvæmt fyrri samningi, átti hann aö gilda til 1. maí á næsta hvort hún verður kærð og fái dóm. Konan á það á hættu að tapa öllu fénu, en hún fær það aftur fái hún vægan dóm,“ segir í frétt sænska blaðsins. I niðurlagi fréttarinnar segir: „Og óheppin hefur konan verið. Ekki var nóg með að lögreglan tæki hana á Kungsángen, því að- eins nokkrum dögum síðar settist stjórn Palmes að völdum í Svíþjóð og stjórnin lækkaði gengi sænsku krónunnar uni 16%, og eins og skot lækkuðu peningarnir hennar t verði um 8.000 krónur." ári, en samningurinn er nú fram- lengdur til 1. október á næsta ári, en það er mánuði síðar en sam- ningur ASÍ rennur út, en á sama tíma og samningar BSRB renna út. I nýja samningnum er kveðið á um 2% launahækkun um áramót eins og aðrir launþegar fá og starfsaldurshækkun þann 1. mars. Skrifað er undir samninginn með fyrirvara um samþykki aðila. Kjarasamningur Sóknar framlengdur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.