Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 14

Morgunblaðið - 17.11.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Ég er enn mitt skáld og smiður — rabbað við Indriða G. I»orsteinsson í tilefni útkomu Ijóðabókar hans „Fyrir það fyrsta er þessi bók að stærstum hluta byggð á bók, sem var gefin út sem handrit 1973. Ég hef bætt nokkrum ljóð- um við og þetta er hin endanlega útgáfa á mínum ljóðum til þessa dags, eins og ég vil hafa hana,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson, er ég rabbaði við hann um ljóðabók hans, Dagbók um veginn, sem Almenna bókafélagið hefur gefið út. „Stofninn eru ferðaljóð, sem ég hef ort á servíettur, snifsi og hótelreikninga, sem ég stakk síð- an ofan í umslög," hélt Indriði áfram. „Síðan koma til sögunnar ný ljóð, bæði erlendis frá og þó einkum ort hér heima. Ég sé í tilkynningu frá Al- menna bókafélaginu, sem ég held, að Eiríkur Hreinn Finn- bogason sé höfundur að, að þessi ljóð mín fjalli um efni „allt frá íslensku bændasamfélagi fyrir tæknibyltinguna til stórborga nútímans hinum megin á hnett- inum.“ Þetta finnst mér skemmtilegt, af því að ég er nú alltaf fyrst og fremst skagfirzk- ur sveitamaður og þessi sveita- mennska og umheimurinn eru púlía, sem ég hafði ekki hugsað út í fyrr. Ég held, að Sturla Sig- hvatsson hafi fyrst skálda nefnt íslenzk augu í skáldskap. Að vísu voru það konuaugu, sem hann kvað um. En að þessu leytinu eru öll mín ljóð íslenzk, að það er- lenda efni, sem í þeim er, var séð með íslenzkum augum. Það er erfitt að senda frá sér ljóð. Ljóðið er svo miklu per- sónulegra en annar skáldskapur. Það hleypir lesandanum nær. Hann stendur dálítið upp í manni við þetta. Skáldið hefur enga þriðju persónu til að skýla sér á bak við. Og þótt ég sætti mig við í skáldskapnum að velkj- ast milli manna, þá gegnir öðru máli með ljóðið. Það er allt ann- arrar gerðar. Ljóðið er svona svolítið tilhugalíf í skáldskapn- um og maður vill hafa sitt til- hugalíf svolítið yfirskyggt. Ekki fyrir aðra að góna á. En ljóðlistin er líka stórkost- legasta grein bókmenntanna, ef menn standa að henni eins og menn ortu á síðari hluta nítj- ándu aldar og fram á þessa öld. Ég er ekki á móti nútímaljóðum, en mér finnst hafa losnað svo mikið um ljóðið, sem er óheppi- legt fyrir bundið mál. Það verður nefnilega að vera stíll yfir bundnu máli. Ljóðið er deklara- sjón og það verður að hljóma." — Það vekur athygli þess, sem ber saman handritið frá 1973 og bókina nú, að þú hefur aðeins fellt eitt ljóð niður, Næt- urþanka, dálítið skorinorða yfir- lýsingu, en í stað þess er síðasta ljóð bókarinnar Aldur og skuld. í Næturþanka varst þú þitt skáld og smiður en í nýja ljóðinu sverfa aldur og skuld að fótum þínum og framtíðarsýnin virðist þunglamaleg. Hefur Indriði G. Þorsteinsson breytzt svona? „Ég orti Næturþanka mjög ungur; á mjög miklum unglings- árum. Og einhvern veginn fannst mér, þegar ég var búinn að yrkja Aldur og skuld og mig langaði að hafa það síðast, þá rákust þessi ljóð svolítið á. Svo fannst mér bara fara vel á því að Morgunblaðið/RAX vera ekki svona ofsalega ungur lengur. En Næturþankar eru á sínum stað í handritinu. Út af fyrir sig hef ég ekkert breytzt. Ég er enn mitt skáld og smiður og mun aldrei gefa það eftir. En þegar sett er saman svona ljóðabók, þá er það eigin- lega tvöfalt verk. Fyrst setur maður saman ljóðin og svo er bókin sett saman og það er út af fyrir sig jafn agað verk og ljóða- gerðin sjálf. Hinu get ég auðvitað ekki neitað, að ég er orðinn 56 ára og miklu agaðri persóna, heldur en þegar ég setti Næturþanka sam- an. Ég er ekki að segja að það sé betra, en þetta kemur með aldr- inum. Maður fer hægar." — Hvað með skáldsöguna? „Ég hef ekkert gefið hana upp á bátinn. Skáldsögu hef ég alltaf skrifað, þegar mig langar til. En ég er dálítið upptekinn við það núna að vinna fyrir mér. Ég er að skrifa um Kjarval. Ég vil ekki bregðast borgarstjóranum í neinu máli og hans vegna er ég nú bundinn í báða skó við að skrifa um Kjarval. En ég er líka að hugsa um skáldsögu, sem ég er alveg ákveðinn í að skrifa. Hún á að gerast í blaðamennsku, svona frá 1956, frá þeim tíma, sem ég lauk við 79 af stöðinni. Þessi bók verður skrifuð, þegar ég hef hugsað nóg. Ég er nefnilega ekkert hrifinn af þessu nútímajarmi krítíker- anna. Þeir eru alltaf að heimta eitthvað. Einu sinni heimtuðu þeir Reykjavíkurróman. Ekkert var skáldskapur nema það. Og nú er krafan um samtímann. Helzt á maður að skrifa um síð- ustu klukkustundina áður en bókin kemur út. Það má ekkert hugsa. Engu velta fyrir sér. Og svo koma út bækur með blaða- efni. Ég geri greinarmun á dagblaði og bók. Ég vil að dag- blað sé dagblað og bók sé bók. Dagblað er sett saman fyrir daginn. Næsta dag kemur svo nýtt blað og um leið er hitt orðið úrelt. Svona snöggsoðin lífs- reynsla dugar ekki til að vera skáldskapur. Skáldskapur getur ekki komið svona beint af skepn- unni. Þetta er eins og þegar Abessíníumenn fá sér kjötflís og skera hana úr lærinu á skepn- unni lifandi. Það er kannibal- ismi. Krítíkerarnir geta heimtað sinn kannibalisma fyrir mér. Ég hlusta ekki á þá.“ - tí Fréttabréf frá Þingeyri búningi, en ég get ekki sagt til um það hvenær þær hefjast. Við þurfum að endurnýja vatns- veituna, fá betri aðstöðu fyrir flugið og klára flugstöðina, sem er i byggingu. Þá er orðið mjög að- kallandi að endurbæta félags- heimilið. Það var byggt 1937 og viðbygging aftur 1955, en nú er það gamalt og úrelt og þarfnast mikilla endurbóta og stækkunar." Taldi Jónas það eðlilegra að frjáls félagasamtök sæju um þessa framkvæmd, en ekki hreppsfélagið, því það væri mjög takmarkað hvað hreppurinn gæti. Félagsleg þjónusta, sem hann yrði að sjá um, væri svo mikil og dýr að lítið yrði eftir til framkvæmda. Guðbjörg. Þingeyri, 10. nóvember. VIÐ Þingeyringar höfum undanfarin ellefu ár haft sama sveitarstjórann, Jónas Ólafsson, og var hann i vor endurráðinn til næstu fjögurra ára. Jónas var spurður um framkvæmdir sveitarfélagsins í sumar. „Aðalframkvæmdirnar hafa verið áframhaldandi gatnagerð," sagði hann. „Við höfum verið að taka í notkun nýja götu, svokall- aða Hlíðargötu, þar sem eru til- búnar tuttugu og fjórar lóðir fyrir einbýlishús. Sex hús eru komin nú þegar, þar af eru fjögur enn í byggingu, en þarna ættu að vera lóðir fyrir einstaklinga til næstu tveggja til þriggja ára.“ í ágúst voru teknar í notkun fimm leiguíbúðir, sem hreppurinn hefur verið að byggja síðastliðið ár. Nú er langt komið með að setja slitlag á götur í bænum og sagðist Jónas vona, að innan þriggja ára yrði lokið við að leggja bundið slitlag á allar göturnar. Næsta vor á svo að hefjast handa við gang- stéttalagningu og er stefnt að því að ljúka því verki á svipuðum tíma. Lítið er að sögn Jónasar að frétta af brúarframkvæmdum yfir Dýrafjörðinn, nema hvað niður- stöður eiga að liggja fyrir hjá Vegagerð ríkisins um kostnaðar- áætlun í byrjun næsta árs. „Hér er mikið af börnum undir sex ára aldri og óvenju mikið hef- ur verið af barnsfæðingum í ár. Því er mikil þörf á barnaheimili. Hreppurinn mun hefja fram- kvæmdir við barnaheimili næsta sumar og er ætlunin að kaupa ein- ingahús, sem væntanlega verður tilbúið til notkunar næsta haust. Hér hófst bygging sundlaugar 1952 og var hún gerð fokheld. Þannig stendur sú bygging í dag. Við Þingeyringar getum víst ekki átt von á sundlaug á næstu árum, þar sem fyrrnefnd bygging stenzt ekki nútíma kröfur og þarf því væntanlega að hefja byggingu nýrrar sundlaugar og þá í sam- bandi við íþróttahús. Telur sveit- arstjórinn það ofvaxið sveitarfé- lagi, sem er ekki með nema um 500 íbúa að reka slíka stofnun. Hvað grunnskólakennsluna varðar munu nemendur í níunda bekk áfram þurfa að fara að Núpi, þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að við fáum þá kennara, sem til þarf. Einnig eru nemendur mjög fáir, þannig að breyting á þessu verður ekki á næstu árum. Nú eigum við Dýrfirðingar von á nýjum togara, Sléttanesi, í byrj- un næsta árs. Þá vaknar sú spurn- ing, hvort aðstæður við höfnina séy nægilega góðar. Síðastliðin tíu ár höfum við verið að byggja upp höfnina okkar. Að vísu er hún ekki stór, en það er mjög góð aðstaða í henni sagði Jónas. Hann telur að aðstæður í höfninni dugi fyllilega fyrir tvo togara og sagði það að- eins í þeim tilfellum, þegar veður stendur beint uppí hafnarmynnið, að tveir togarar gætu ekki legið þar öruggir. Eftir að seinni áfangi hafnarinnar var tekinn í notkun, hafa aldrei orðið skemmdir á þeim togara, sem fyrir er, en áður var hann alltaf að skemmast við gamia hafnargarðinn og skipti tjónið tugum þúsunda. Þannig hefur orðið gjörbreyting á hafnar- aðstöðunni. , Hér er verið að taka í notkun nýtt frystihús jafnframt því séfn Frá Þingeyri við fáum nýjan togara. Því má vænta aukinnar atvinnu, en engar íbúðabyggingar eru í framkævmd á vegum hreppsins með tiiliti til þessa. Hreppurinn er alltaf að byggja leiguíbúðir og hefur sótt um byggingu sex verkamannabú- staða. Er áætlað að hefja fram- kvæmdir næsta ár, fáist staðfest- ing frá húsnæðismálastofnun. Hér hefur verið mikið rætt um þörfina fyrir einhvern léttan iðn- að, og þá helzt í sambandi við slát- urhúsið. Nauðsynlegt er að hér verði sköpuð atvinnutækifæri í fleiru en fiski, en vandamálið er að tryggja afkomu slíks fyrirtæk- is. Mörg sveitarfélög hafa verið að setja á fót fyrirtæki með léttum iðnaði, en því miður hafa þau yfir- leitt gengið illa og er undantekn- ing, ef svo er ekki. En þetta er eitt af því, sem okkur hér á Þingeyri vantar nauðsynlega fyrir fólk, sem af einhverjum ástæðum getur ekki unnið í frystihúsi. í mörgum til- fellum hefur þetta fólk orðið að hverfa burt af staðnum vegna þess að hér getur það ekki fengið at- vinnu við sitt hæfi. „Okkar óskalisti er langur," sagði Jónas Ólafsson sveitarstjóri. „Verkefnin eru næg, en það er fjármagnið sem segir til. Við ætl- um að reyna að gera þetta þorp meira aðlaðandi fyrir íbúana. A dagskrá eru bygging nýrrar heilsugæzlustöðvar og elliheimilis. Þessar framkvæmdir eru í undir- Hveragerði: Bjarni Kristinsson formaður Ingólfs llveragerði, 2. nóvember. AÐALFIJNDUR Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs i Hveragerði var haldinn fimmtudaginn 28. október í Hótel Hveragerði. Þar fóru fram venjuleg aðal- fundarstörf. Helgi Þorsteinsson múrarameistari var kjörinn for- maður, en Bjarni Kristinsson framkvæmdastjóri gaf ekki kost á sér aftur, þar eð hann hefur nú tekið sæti í hreppsnefndinni. Gestur fundarins og aðalræðu- maður var Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins. Ræddi hann um atvinnumál landsmanna og svaraði fyrirspurnum um ýmis málefni, sem fundarmenn beindu til hans. í fundarlok, sem voru um mið- nættið, þökkuðu fundarmenn gest- inum innilega fyrir komuna. Sigrún Helgi Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.