Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 íslendingar sUnda rajög framarlega í orkuframleiöslu á íbúa. Auðlindir eru forði sem okkur er trúað fyrir — eftir Jónas Elíasson „Erlendis eru reknar miklar veiöarfærarann- sóknir í stórum tilrauna- rennum með vatns- straumi. íslendingar hafa unnið að þessum rann- sóknum erlendis og sér- menntað sig í þeim. Um margra ára skeið hefur verið um það talað að koma á fót veiðarfæra- rannsóknum á íslandi. Hér er i'egar rekinn kröft- ugur veiðá-færaiðnaður, sem kallar a vona starf- semi.“ eftir botninum. Þetta troll hefur ekki breyst í meginatriðum í ára- tugi. En fyrir tíu árum var olían ódýr og þá þótti ekki ástæða til að spara olíuna. Togaraflotinn er einkum frá þessum árum, en núna þarf hann á veiðarfærum að halda, sem eru ekki svona orku- frek. Núverandi troll veiðir á þann hátt, að það er fært niður að botn- inum og er dregið eftir honum. Mótstaðan verður mikil og tog- krafturinn því mikill. Það þarf að hanna nýtt troll, sem svífur betur í vatninu og snertir botninn léttar. Erlendis eru reknar miklar veið- arfærarannsóknir í stórum til- raunarennum með vatnsstraumi. íslendingar hafa unnið að þessum rannsóknum erlendis og sér- menntað sig í þeim. Um margra ára skeið hefur verið um það talað að koma á fót veiðarfærarann- sóknum á Islandi. Hér er þegar rekinn kröftugur veiðarfæraiðn- aður, sem kallar á svona starf- Jónas Elíasson áunnist með miklum rannsóknum. En það hafa verið ljón á veginum. Oft hefur legið við að mönnum yrðu á mikil mistök, en tekist að rata rétta veginn vegna þess að þekking var fyrir hendi. En áfram verður að halda. Nú stendur fyrir dyrum að virkja á háiendi Norður- og Austurlands. Þar eru verkað- stæður allar ókannaðar, en stað- irnir eru afskekktari og veður óblíðari en menn áður hafa vanist. Rannsóknum verður að halda áfram af meiri krafti en áður. Eldsneytisrannsóknir Hér er við svið að eiga, þar sem íslensk þekking er ekki fyrir hendi nema hjá örlitlum hópi sérfræð- inga. Samt sem áður hafa komið fram tillögur um olíuhreinsun- arstöð, sem reist yrði til að hreinsa þá olíu, sem notuð er inn- anlands. Einnig hafa vísindamenn lagt til að eldsneyti yrði framleitt Hitaveita Reykjavíkur er dæmi ura hverju rannaóknir og framsýni fá íorkað, þegar vel gengur. Því er stundum haidið fram, að rannsóknir séu of kostna’iarsamar fyrir okkar litla þjóðfélag Þessi kenning, að rannsóknir séu dýr dægradvöl, á sér að vísu fáa for- mælendur opinberlega, en því bet ur er henni fylgt eftir í raun. Það sanna skýrslur Rannsóknaráðs ríkisins. Þar má lesa, hve aftar- lega við erum í þessum efnum, þegar rannsóknir okkar eru born- ar saman við nágrannaþjóðirnar. En eru rannsóknir þá bara dýrt sport? Síður en svo, rannsóknar- starfsemin spannar vítt svið. Rannsóknarniðurstöður auka við sögu okkar og menningu. Þær hvetja listamenn til afreka á sínu sviði. Þær eru nauðsynlegur efna- hagslegur þáttur í heimi sem byggir afkomu sína á háþróaðri tækni. Rannsóknir nema nýtt land handa komandi kynslóðum. Þær kenna okkur að nota forða auð- lindanna rétt. Skulu nú tekin örfá dæmi þessu máli til stuðnings. Veiðarfærarannsóknir Þjóðin á um það bil 100 togara. Hver þeirra eyðir einni til tveimur milljónum lítra af olíu á ári. Meirihluti þessarar orku fer til að draga veiðarfærið, botnvörpuna, eða trollið, eins og allir kalla það, semi. En ekkert gerist; áfram er haldið að sóa einni til tveimur milljónum lítra af olíu á hverju ári um borð í hverjum af okkar hundrað togurum. Kostnaður verður 5—10 milljónir króna á ári á skip. Vatnsorkurannsóknir Á þessu sviði hefur verið haldið uppi öflugri rannsóknarstarfsemi. Árangurinn hefur heldur ekki lát- ið á sér standa. íslendingar standa mjög framarlega í orkufram- leiðslu á íbúa. Hér hafa verið byggðar þrjár stórvirkjanir, sam- tals 600 megavött. Þúsundir manna hafa framfæri sitt af raf- orkuiðnaði, og 30 þúsund til við- bótar geta sótt lífsviðurværi í þessa auðlind fyrir aldamót. Þessi góða staða er dæmi um hvað getur með innlendri raforku. Þetta fer vel saman, því að skrefið í inn- lenda bensínframleiðslu er miklu minna ef olíuhreinsunarstöð er komin fyrir. Islendingar eru mjög illa staddir í eldsneytismálum. Til dæmis er ekkert heppilegt skipa- eldsneyti til í landinu og olía til skipa er mjög dýr hér á landi. Samt sem áður hefur tekist að breyta vélum flestra togaranna og margra farmskipa þannig, að þær geti notað svartolíu. Með þessu sparar þjóðin allt að 10 milljónum Bandaríkjadala á hverju ári í olíu- kostnað, og þarna eru íslendingar í fararbroddi í heiminum. Engin þjóð notar svartolíu á fiskiskip í sama mæii og við. En á þessu mik- ilvæga verkefni hafa nær engar rannsóknir farið fram af opinberri hálfu. En áfram verður að halda. íslendingar þurfa að byggja upp efnaiðnað og nota til þess orku- lindir sínar. Mikilvægasti efnaiðn- aður heims er einmitt olíuiðnað- urinn. Hann framleiðir til dæmis öll gerviefni. Þú, lesandi góður, átt örugglega einhvern fatnað sem er framleiddur úr olíu. Þegar komið er að framleiðslu plast- og gervi- efna, sem grundvallast á olíuefn- um frá olíuhreinsunarstöð annars vegar og efnum unnum úr sjó með jarðhita hins vegar, opnast ótæm- andi möguleikar. Jarðhitarannsóknir Upphaf jarðhitavirkjunar til al- menningsnota var Hitaveita Reykjavíkur. í fyrstu héldu menn, að einungis yrði hægt að virkja hveri og laugar sem fyrir voru. Rannsóknir með borunum leiddu hins vegar í ljós, að þetta voru aðeins smámunir, aðalforðinn var á mörg hundruð metra dýpi undir yfirborði jarðar. Svo þegar djúp- boranir hófust í Reykjavík sjálfri fannst orkulind sem er líklega sú hagkvæmasta sinnar tegundar í heiminum þegar jarðhitaforði Laugardals og Elliðaárdals upp- götvaðist. Hitaveita Reykjavíkur er annað dæmi um hverju rann- sóknir og framsýni fá áorkað, þeg- ar vel gengur. En áfram verður að halda. Jarðhiti þarf ekki að vera óþrjótandi auðlind, heldur forði sem okkur er trúað fyrir. Og áfram verður að sækja. I kringum okkur eru háhitasvæði, sem lítt eru rannsökuð ennþá. Hengillinn er óhemjustórt háhitasvæði sem ekki hefur tekist að rannsaka því að ríkisstjómin þrengir að fjárhag Hitaveitunnar. Á jarðskjálftabelt- inu frá Kleifarvatni út á Reykja- nes eru sjö háhitasvæði eins og perlur á bandi, flest órannsökuð. Að lokum Við höfum séð örfá dæmi um, hvernig öflugri rannsóknir geta kennt okkur að nota auðlindir landsins réttar og betur. Jafn- framt eru sterkar líkur á, að við getum sparað mikla fjármuni með rannsóknum í þágu atvinnuveg- anna. ísland er öðruvísi en önnur lönd. Hér er náttúran öðruvísi og auðlindir aðrar. Rannsóknirnar eru það tæki sem kennir okkur að nota rétt þann forða sem náttúran hefur fært okkur og við eigum að lifa af. Sögurit um Kaupfélag A-Skaftfell- inga komið út NÝKOMIN er út bókin „Kaupfélag Austur-Skaftfellinga sextíu ára“ eft- ir Pál Þorsteinsson fyrrverandi al- þingismann á Hnappavöllum. Félagið átti 60 ára afmæli fyrir tveimur árum, og fór stjórn þess fram á það við Pál, að hann skrif- aði sögu félagsins fyrir árin 1945—’80. Páll varð við þessari beiðni, og er þessi bók árangurinn. í henni er rakin saga félagsins síð- ustu 35 árin, greint frá fram- kvæmdum þess og þróun allri. Þessi bók er framhald annarrar sem út kom 1950, „Samgöngur og verslunarhættir Austur-Skaftfell- inga“ eftir Þorleif Jónsson í Hól- um, en hún rekur sögu félagsins fyrsta aldarfjórðunginn. Bók Páls Þorsteinssonar er prýdd fjölda mynda og um 100 blaðsíður. Prentun annaðist Prentsmiðjan Edda hf., en Kaupfélag Austur- Skaftfellinga gefur bókina út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.